Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 27
LISTIR
Islenskir teiknarar sameinast
MY]\DLIST
Listasafn ASI við
Freyjngötu
MYNDSKREYTINGAR
Félag íslenskra teiknara. Opið milli
14 og 16 alla daga nema mánudaga.
Til 25. janúar. Aðgangur 200 kr.
SÍÐUSTU misseri hafa verið mikl-
ir umbrotatímar fyrir þá sem
stunda myndskreytingar fyrir
bækur, blöð, tímarit og skjámiðla.
Tölvutæknin hefur ekki aðeins inn-
leitt nýjar aðferðir við að vinna við
myndgerð, hún hefur einnig komið
róti á vanabundnar hugmyndir
okkar um eðli mynda, með því t.d.
að má út skilin milli handgerðra
mynda og ljósmynda. Svo er það
hraðinn og sífelld krafan um hag-
kvæmni sem gerir handverksfólki
ekki auðveldara fyrir.
Ekki veit ég hvort það er vegna
TÓJVLIST
G e i s 1 a d i s k u r
Geisladiskurinn Hafnarfjörður f tón-
um. Tdnlist eftir hafnfirska laga-
smiði. Flytjendur: Björn Thoroddsen
gítar, Bjarni Sveinbjörnsson bassi,
Jón Trausti Harðarson bassi, Páll E.
Pálsson bassi, Ásgeir Óskarsson
trommur, slagverk, Guðmundur
Steingrímsson trommur, slagverk,
Svavar EHertsson trommur, Halldór
G. Hauksson trommur, Agnar Már
Magnússon hljdmborð, Þdrir Baldurs-
son hljdmborð, Kjartan Valdemars-
son hljómborð, Pétur Hjaltasted
hljdmborð, Lilja Valdimarsddttir
valdhorn, Sigrún Eðvaldsddttir fiðla,
Sigurður Flosason altsaxdfdnn, Einar
Bragi Einarsson þverflauta og altsax-
dfdnn, Rúnar Georgsson flauta og
tenórsaxófdnn, James Olsen röddun
og slagverk, Magnús Randrup harm-
onikka, Jdn Þór Gíslason söngur og
gftar, Sigurður Björnsson söngur, Jd-
hanna Linnet söngur, Margrét Eir
Hjartarddttir söngur, Þórhallur Sig-
urðsson söngur, Magnús Ólafsson
söngur. 1997. Tdnhornið.
HAFNARFJÖRÐUR í tónum er
diskur sem lætur lítið yfir sér en
kemur skemmtilega á óvart. Disk-
urinn hefur að geyma lög og ljóð
eftir hafnfirska höfunda og flestir
flytjenda slitu barnsskónum í Hafn-
arfirði. Lögin eru öll úr sitt hvorri
áttinni og stiltegundinni eins og höf-
undarnir sem eru Björgvin Hall-
dórsson, Friðrik Bjarnason, Matthí-
as Á. Mathiesen, Þórhallur „Laddi“
Sigurðsson, Björn Thoroddsen,
Árni Gunnlaugsson, Stefán Þorleifs-
son, Gunnar Gunnarsson oir Jón
viðbragða við nýjum kringumstæð-
um, en nú hafa íslenskt mynd-
skreytingafólk og teiknarar tekið
höndum saman og stofnað með sér
samtök (enda verða allir helst að
tilheyi'a a.m.k. einum samtökum
nú til dags). Og um þessar mundir
stendur yfir fyrsta samsýning ný-
stofnaðs Félags íslenskra teikn-
ara, Fyrirmynd - FÍT, og ber sýn-
ingin eðiilega yfirskriftina „Fyrir-
myndarfólk".
En hvaða fólk á heima í þessum
samtökum? Þetta er góð spurning.
Allnokkuð er um myndlistarmenn
sem þar að auki stunda mynd-
skreytingar (sem vekur náttúru-
lega spurninguna um muninn á
myndskreytingu og list), og svo
eru óljós skil milli myndskreytinga
og gi-afískrar hönnunar. Erlendis
er víða litið á myndskreytingar
sem sérgrein. Og eins og útgáfa
virðist nú vera öflug hér á landi, þá
verður vonandi grundvöllur fyir
Þór Gíslason. Um lagasmíðarnar er
það að segja að þetta eru yfirleitt
lítil og gi-ípandi lög. Oft bregður
fyrir mjúkri djasssveiflu en líka
tangó, fönki og suðrænni sveiflu.
Umfram allt er þetta róandi og oft
þægileg tónlist. Margt er mjög
áheyrilegt og greinilegt að eldri
mennirnir, Árni og Matthías, kunna
þá list að setja saman grípandi lag-
línur og er yfir þeim einhver bjartur
tregi. Útsetningarnar eru allar eftir
Björn og Guðmund og eru vel gerð-
ar.
Fjöldi mjög frambærilegra tón-
listarmanna kom að þessari útgáfu.
Flutningur er í flestum tilfellum
fagmannlegur og hnökralaus þótti
setja mætti út á val á söngvurum ef
gera ætti ítrustu kröfur. En hafn-
firskt skal það vera.
Diskurinn er unninn af áhuga og
virðingu þeirra djassbræðra Björns
Thoroddsen og Guðmundai' Stein-
grímssonar fyrir uppruna sínum og
lagasmíðum úr sínum heimahögum.
Það er ljúfur andi yfir þessum
diski. Hann er ekkert stórvirki, til
þess er efnisskráin full sundurlaus,
en Björn bindur hana saman á
djassvísu. Diskurinn ætti hins vegar
að geta fallið innfæddum Hafnfírð-
ingum vel í geð.
Vandaður pési fylgir disknum þar
sem Jónatan Garðarson rekur sögu
útgáfunnar og tónlistarlífs í Hafnar-
firði fyrr á árum. Einnig eru þar
greinargóðar upplýsingar um lögin
og flytjendur.
Guðjón Guðmundsson
einhverja til að sérhæfa sig á
þessu sviði. Myndskreytingar eru
ekkert hobbí.
Af sýningunni að dæma eru
bækur helsta svið myndskreytinga
og þar eru barnabækur og bókar-
kápur áberandi. Maður saknar
þess að sjá ekki meira af mynd-
skreytingum úr annars konar rit-
um, eins og t.d. fræðibókum, en
þar virðast ljósmyndavélin og
tölvutæknin hafa ýtt teikniblýant-
inum til hliðar. Það væi’i miður ef
myndskreytingar yrðu einskorðað-
ar við skraut, skop og hið bernska.
Barnabókaflóran er fjölbreytt og
meðal þess sem vakti athygli mína
voru litríkar myndir Söru Vil-
bergsdóttur úr bókinni „Sagan af
Músa-mús“, eftir Moshe Okon og
Sigrúnu Birnu Birnisdóttur. Onn-
ur bókarskreyting sem kom vel út
voru smámyndir Ki'istínar Rögnu
Gunnarsdóttur við nýlega útgáfu, í
litlu broti, af Völuspá, í endursögn
BÆKUR
Ljóð
STREYMANDI LINDIR
eftir Helga Sæmundsson. Skák-
prent. 1997 - 86 bls.
HIÐ hefðbundna Ijóð
dó aldrei þó að and-
látsfregnin bærist á
sínum tíma um landið
allt. Jarðýtur tímans
náðu aldrei að brjóta
akur þess til fullnustu.
Þótt hþ'ótt hafi verið
um það hafa við og við
komið upp nýsprotar
af gömlum rótum.
Helgi Sæmundsson er
einn þeirra höfunda
sem jafnan hafa haft
hina fornu reglu í
heiðri, bæði sem hag-
yrðingur og skáld. Ný
ijóðabók hans,
Streymandi lindir, er
engin undantekning
þar á. Helgi yrkn- bæði ijóst og á
lipru og kliðmjúku máli. Ljóð hans
túlka rómantískan og bjartan fegurð-
arheim sem sældr safa sinn í sveit og
náttúru og það sem í henni býr:
Hörpu mér sló
heiðan vormorgun
huldumær
í hamri bláum,
seiðirmigenn
sumri þó halli
kliðursá
er konan leikur.
Þórarins Eldjárns. Kort og daga-
töl eru líka algengt viðfangsefni
fyrir myndskreytingar. Fyrir
dagatal sem hún hefur hannað leit-
ar Soffía Árnadóttir fanga í Völu-
spá, með því að skrautletra á fal-
legan hátt kvæði og hringa það
saman í spíral.
I gryfjunni getur svo að líta
myndir sem margar hverjar eru
unnar með tölvutækni, þar á meðal
teiknimyndir fyrir sjónvarpsaug-
lýsingar. Gunnar Karlsson hefur
greinilega náð góðum tökum á
tækninni og gert margar sniðugar
sjónvarpsauglýsingar, sem landinn
ætti að kannast við, eins og fyrir
Mjólkursamsöluna, SS-pylsur og
DV. Annars kennir ýmissa grasa,
því alls sýna 25 manns og fjöl-
breytnin er talsverð. Sýningunni
fylgir einnig sýningarskrá með
sýnishornum af verkum allra þátt-
takenda.
Gunnar J. Árnason
Bók Helga geymir einnig ferða-
kvæði, minningarkvæði um horfin
skáld og listamenn og árstíðarljóð
sem túlka ekki einungis sífellda
hringi'ás lífsins heldur einnig trega
og söknuð.
Söknuðurinn nær einnig til
horfinnar bemsku og liðinna daga
enda þótt skáldið líti með velþóknun
yfir farinn veg og sé sátt
við tilveruna:
Lifað hef ég lángan dag
ljúfan við sólaryl,
numið óðfús nýjan brag,
notið þess að vera til.
Inn í slíka lífssýn kemur dauð-
inn sem eðlilegt framhald, jafn-
vel þótt hann birtist sem napur
norðannæðingur er loki hverri
leið.
Dauðann óttast ég ekki
öðrum þó birta dvíni
að þegar feigð mín fer.
Horfinna vina hendur
handanvið myrkur grafar
taka á móti mér.
Ef til vill má segja
sem svo að kveðskapur sem þessi sé
úr takt við meginstraum ljóðlistar-
innar nú á dögum. Fegurðarheimur
Streymandi linda telst seint nútíma-
leg ljóðagerð. Þeir eru hins vegar
ófáir, lesendur ljóða, sem kunna að
meta bundin ljóð, ort í rómantískum
anda þótt þau tengi sig ekki við til-
vistarglímu nútímans. í ljóðum
Helga má finna horfinna tíma ang-
an, kliðmjúkan og vel gerðan skáld-
skap og umfram allt sátt við tilver-
una, lífið og dauðann.
Skafti Þ. Halldórsson
Passíu-
sálmar
Hallgríms
á ítölsku
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms
Péturssonar koma út í ítalskri
þýðingu í Mflanó í lok mánaðar-
ins. Það er ítalska útgáfufyrir-
tækið Arille sem gefur Passíu-
sálmana út en fyrir tveimur ár-
um sendi útgáfan frá sér Lax-
dælasögu í ítalskri þýðingu Guð-
rúnar Sigurðardóttur. Þýðendur
Passíusálmanna eru Silvia
Cosimini og Diego Rossi, kenn-
ari í germönskum samanburðar-
fræðum við Háskólann í Mflanó.
Diego Rossi sótti námskeið í
íslensku fyrir útlendinga við Há-
skóla íslands fyrir 6 árum og
auk þess að kenna germönsk
samanburðarfræði við Háskól-
ann í Mflanó kennir hann latínu
og grísku við barnaskóla í borg-
inni. „Það tók okkur 7 mánuði
að þýða verkið en starfs míns
vegna var sú vinna nær ein-
göngu bundin við helgar,“ segir
Rossi. „Itölsk þýðing sálmanna
er mjög bókstafleg. I mörgum
enskum og þýskum þýðingum
Passíusálmanna hefur verið
reynt að láta sérkenni íslensks
kveðskapar, stuðla og
höfðustafi, halda sér í þýðing-
unni en það var ekki hægt í
ítölsku þýðingunni þar sem slík-
ur bragháttur fyrirfinnst ekki í
málinu," segir Rossi. Hann er
mikill aðdáandi Hallgríms Pét-
urssonar, segir Passíusálmana
nánast óþýðanlega en vonast til
að ítalska þýðingin endurspegli
þá háþróuðu menningu sem
sálmar Hallgríms lýsi. „Ég vona
að ítalska þýðingin endurspegli
hátt menningarstig fslendinga á
17. öld. Það er engin tilviljun að
á sama tíma og flestir þýskir
trúarsálmar frá sama tíma hafa
fallið í gleymskunnar haf þá lifa
Passíusálmar Hallgríms enn
góðu lífi. Þar er að finna svo fal-
legar guðfræðilegar hugmyndir
sem eiga enn greiðan aðgang að
fólki. Þetta er texti sem talar
beint til hjartans." Og hann bæt-
ir því við að verk Hallgríms Pét-
urssonar eigi vafalítið greiðan
aðgang að Itölum. „Ég held að
frá andlegu sjónarmiði geti text-
inn haft mikil áhrif hér í Mflanó.
Boðskapur verksins er svo fal-
legur að það er vel þess virði að
vekja athygli á honum.“
I tilefni útgáfunnar verða
Passíusálmarnir lesnir og
sungnir bæði á íslensku og
ítölsku í dómkirkjunni í Mflanó
eina kvöldstund á föstunni.
Hafnfirsk lög Hörpu mér sló
Helgi Sæmundsson
S Ú P E R
Gríptu tækifærið
mnn
á laugardag!
°9 gerðu frábaer kaup!
Greiðslukjör við allra hæfi
XXX
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
á íslandi
Stærsla heimllis-og raflækjaverslunarkeðja f Evrópu
‘heimsendingartJjónusta þjónusta viðgefðarþjónusta
RflFTÍEWRZLUNÍSLflNDSIf
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776