Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 40. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kofi Annan kveðst munu fara til Bagdad Oryggisráðið samþykkir áætlun um för framkvæmdastjórans Sameinuðu þjóðunum, Washington, Bagdad, París, Moskvu. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun fara til Bagdad í Irak á fóstudag að því er fram kom á fréttamannafundi sem Annan hélt í gærkvöldi eftir að hafa átt fund með fastafulltrúum í ör- yggisráði SÞ. Fastafulltrúarnir fimm komust að munnlegu samkomu- lagi um áætlun um för Annans, að því er bandarískir og breskir emb- ættismenn sögðu í gærkvöldi. Bill Richardson, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, sagði í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn væri fylgjandi því að Annan færi, en áskildi sér rétt til andstöðu ef hún yrði ekki sátt við árangurinn. Reuters Flugbann á Tævan Stönd- ugir Ind- dnesar Singapore. Reuters. í INDÓNESÍU er alvarleg efnahagskreppa en nokkrir ríkustu menn landsins gætu þó farið langt með að greiða þá upphæð, rúmlega 3.000 millj- arða ísl. kr., sem IMF, AI- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, ætl- ar að leggja af mörkum til að bjarga efnahagslífinu. Bandarfska tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir ríkustu menn í heimi og samkvæmt honum eru sjö ríkustu menn- irnir í Indónesíu skrifaðir fyrir tæplega 40 milljörðum dollara eða um 2.900 milljörðum ísl. kr. Aðstoðin, sem IMF hefur ákveðið að veita Indónesíu- stjórn, nemur hins vegar 43 milljörðum dollara eða 3.100 milljörðum ísl. kr. Kemur þetta fram á netsíðu tímarits- ins en ekki segir hvenær matið var gert. Ríkasti maðurinn í Indónesíu er sjálfur forsetinn, Suharto, og eru eignir hans metnar á rúmlega 1.100 millj- arða kr. I öðru sæti er Wonowidjojo-fjölskyldan með 533 milljarða kr. en aðrir með minna. Stefnuræða Jeltsíns Rússlandsforseta Brýnir stjórnina til dáða Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í árlegri stefnuræðu sinni, sem hann hélt í gær fyrir þjóðþingi landsins, að ríkisstjórn Viktors Tsjemomyrdíns yrði vikið frá ef hún næði ekki árangri á nokkrum lykilsviðum, þar á meðal í ríkisfjár- málum, að gera endurbætur á skattheimtu og að stuðla að hag- vexti með því að tryggja fjárfesting- ar í framleiðsluiðnaði frekar en í spákaupmennsku á fjármálamörk- uðum. „Ég ætla ekki að endurtaka þetta. Ef ríkisstjórnin stendur sig ekki í að ná þessum lykilmarkmið- um, þá verðum við að fá nýja ríkis- stjóm,“ sagði forsetinn, en þessum orðum svaraði þingheimur með dynjandi lófaklappi, sem þingmenn fóra annars mjög sparlega með er Jeltsín flutti ræðuna. Stjómarand- staðan er atkvæðamest í neðri deild þingsins, dúmunni. Sérfræðingar fagna Sérfræðingar í efnahagsmálum fögnuðu ræðunni sem merld um ákveðni forsetans í að framfylgja fyrri umbótastefnu, frekar en að hún innihéldi nýjar hugmyndir. Jeltsín virtist við góða heilsu og flutti ræðuna af skörangsskap. Hann átti síðar í gær viðræður við Li Peng, forsætisráðherra Kína, sem er í tveggja daga opinberri heimsókn í Moskvu. ■ Endurnýjuð krafa/20 ALLAR Airbus-þotur tævanska flugfélagsins China Airlines hafa verið kyrrsettar vegna rannsókn- ar á brotlendingu flugvélar þeirrar gerðar við flugvöllinn í Taipei í fyrradag. Með öllu er óljóst hvers vegna þotan brot- lenti í íbúðarhverfi við flugvall- arjaðarinn með þeim afleiðingum að 203 fórust. í gær var hafist handa við að hreinsa brakið af slysstað. ■ Tævanar kyrrsetja/18 CNN hafði í gærkvöldi eftir Niz- er Hamdoon, sendiherra Iraka hjá SÞ, að írakar litu svo á að mögu- leikar á lausn deilunnar væra nú í höndum framkvæmdastjórans. Annan mun í dag eiga fund með öll- um fulltrúunum í öryggisráðinu. Annan mun væntanlega hafa meðferðis til Bagdad nákvæma greinargerð um hversu langt hann megi ganga í að bjóða Irökum til- slakanir í deilu þeirra við SÞ um vopnaeftirlit í írak. Samkvæmt henni gæti Annan boðið Irökum að til greina kæmi að vopnaeftirlitinu yrði breytt þannig að það færi eingöngu fram í íbúðar- byggingum í svonefndum „forseta- bústöðum" í Bagdad, en deilan hef- ur snúist um að Irakar hafa meinað eftirlitsmönnum aðgang að forseta- bústöðunum. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, varaði í gær Saddam Hússein Iraksforseta við því að ef írakar létu ekki undan mættu þeir búast við árásum. Clinton sagði að þó væri enn kostur á samningalausn á deilunni. „Saddam Hússein gæti leyst þennan vanda á morgun, ein- faldlega með því að leyfa vopnaeft- irlitsmönnunum að sinna störfum sínum,“ sagði Clinton. írakar hétu því í gær að þeir myndu gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að för Annans yrði ár- angursrík. „írak mun einbeita sér að raunhæfum aðgerðum til að sendiför Kofi Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, til höfuðborgar Iraks verði árangursrík," sagði í op- inberri yfirlýsingu frá stjómvöldum í Bagdad. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, sagði í gær að Irakar hefðu ekki átt frumkvæðið að deil- unni um vopnaeftirlit SÞ og hefðu gert hvað þeir gætu tO þess að finna SINN FEIN, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins (IRA), ásak- aði í gær bresk stjórnvöld um að vilja með gerræði bola sér frá samn- ingaborðinu í viðræðum er standa um frið á Norður-írlandi. Bretar vísuðu ásökuninni á bug. Sinn Fein fór þess á leit síðdegis í gær að viðræðunum yrði frestað meðan flokkurinn leitaði lagalegrar ráðgjafar vegna tilrauna Breta til að koma honum frá samningaborðinu. „Hér er ekki um að ræða lög eða ólög, heldur snýst þetta um pólitísk samskipti," sagði Mo Mowlam, N- írlandsmálaráðherra bresku stjórn- arinnar. Mowlam sagði að írsk og bresk stjórnvöld, sem hafa forgöngu um viðræðurnar, myndu ákveða hver framtíð Sinn Fein í viðræðun- um yrði að höfðu samráði við alla átta stjórnmálaflokkana sem taka þátt í þeim. Embættismenn sögðu mætti samningalausn þar sem jafn- vægis væri gætt. Um væntanlega heimsókn Ann- ans til Bagdad sagði Aziz að Annan myndi gegna hlutverki sáttasemj- ara, ekki sendiboða. Bandarískir embættismenn hafa sagt að eini til- gangurinn með fór Annans yrði sá að gera írökum grein fyrir að þeir yrðu að fara að vilja SÞ. Hafa „enga heimild“ I viðtali við CNN í gær gagn- rýndi Aziz orð Clintons og sagði að Bandaríkin hefðu enga heimild til árása á Irak. Hann sagði að banda- lag þeirra ríkja sem hefðu lýst stuðningi við Bandaríkin væri „bandalag um að gera út af við heila þjóð“. Mohammed Saeed al-Sahaf, utan- ríkisráðherra Iraka, átti í gær fund með Jacques Chirac Frakklandsfor- seta og tjáði fréttamönnum að því búnu að Irakar myndu „taka já- kvætt“ í allar hugmyndir sem ætlað væri að leysa vopnaeftirlitsdeiluna. Jevgeníj Prímakov, utanríkisráð- heraa Rússlands, sagði í samtali við rússneska sjónvarpið í gær að hann teldi Iraka reiðubúna til að fara að samþykktum öryggisráðs SÞ og leyfa vopnaeftirlit. „Þessari sendi- för verður að ljúka. [Hún] var farin í því augnamiði að fá Iraka til þess að verða skilyrðislaust við þeim kröfum sem þjóðir heims hafa gert til þeirra. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum eru þeir reiðubúnir til þess.“ I sameiginlegri yfirlýsingu í gær frá Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og Li Peng, forsætisráðheraa Kína, sagði að þeir höfnuðu alfarið beit- ingu vopnavalds gegn Irak, og hvöttu þeir til samningalausnar á deilunni. Li Peng er í opinberri heimsókn í Rússlandi. að ákvörður.ar væri að vænta í dag. Fulltrúar Sinn Fein söfnuðust tugum saman að hliði Dublin-kast- ala, sem hefur um aldaraðir verið tákn breskra forráða á Irlandi, og mótmæltu því að Sinn Fein yrði vís- að frá viðræðunum. „Það er sjúklegt að árið 1998 skuli bresk stjómvöld vera komin í Dublin-kastala að segja írskum stjórnvöldum að útiloka þátttöku íra,“ sagði einn fulltrú- anna. Samkvæmt reglum er settar voru um viðræðurnar er þær hófust geta þeir flokkar, sem eru í tengslum við hópa er standa að ofbeldisaðgerð- um, ekki tekið þátt í viðræðunum. IRA segir vopnahlé, sem lýst var yf- ir í september, enn í gildi. Mowlam sagði á mánudag að lögreglustjórinn á Norður-írlandi teldi fullvíst að IRA hefði staðið að tveim morðum í Belfast í síðustu viku. Friðarviðræður á Norður-Irlandi Þátttaka Sinn Fein á bláþræði Dublin. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.