Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Hugmyndir um að flytja háhyrninginn Keiko til fslands frá Newport í Bandaríkjunum Búast má við áhrifum á atvinnu- og efnahagslíf KEIKO hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs enda fræg kvikmyndastjarna. Þegar háhyrningurinn Keiko var fluttur í sædýra- safnið í Newport í Oregon í upphafí árs 1996 fjölgaði gestum úr 600 þúsund í 1,3 milljónir milli ára. Talið er að hvalnum hafí fylgt 3.290 störf og 75 milljóna dollara tekjur (5,4 milljarðar) í Newport og nágrenni. Karl Blöndal er staddur í Newport. LJÓST er að hvert sem Keiko verður fluttur munu áhrifin verða mikil á atvinnu- og efna- hagslíf á staðnum. Um þessar mundir koma þrír kostir til greina, ísland, írland og Skotland. Á íslandi beina menn sjónum til Eskifjarðar. Stjómendur Free Willy Keiko Foundation segja ljóst að aðeins Norður-Atl- antshafið komi til greina þar sem hvalurinn var veiddur þar, nánar tiltekið undan austurströnd íslands. Keiko var fluttur frá Mexíkó til Oregon í kjölfar almenns þrýstings um að hann yrði lát- inn laus eins og hvalurinn, sem hann lék í kvik- myndinni „Frelsið Willy“. Stefnan er enn að láta hann lausan sé þess nokkur kostur. Nú telja þeir, sem stjóma Frelsið Willy Keiko- stofnuninni, að kominn sé tími til að hefja næsta þáttinn í undirbúningnum til að sleppa Keiko í sitt náttúrulega umhverfi eftir 18 ár í vörslu manna. Settur í stóra sjávarkví Jeff Foster, yfirmaður rannsókna og fram- kvæmda á vettvangi, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrirhugað væri að hafa Keiko í stórri sjávarkví, sem yrði um 35 metrar á breidd, 65 metrar á lengd og um 20 metrar á hæð. Inni í höfuðstöðvum stofnunarinnar, sem er skammt frá geyminum, þar sem Keiko er í nú, hangir líkan af kvínni í loftinu. Hún verður sett saman úr breiðum römm, sem hægt verð- ur að dæla í lofti til að lyfta henni og utan um rörin verður sett sterkt net. Áður en kvíin verður flutt á áfangastað verður hún sett sam- an á bílastæði í Washington-ríki. Það er talið skynsamlegt áður en lagt verður í að reisa hana 1 sjónum. Yrði hún sett upp í Eskifirði yrði hún í miðjum firðinum. Að sögn Fosters tekur sex til átta vikur að smíða hlutina í kvína og tvær til þrjár vikur að setja hana saman. Hann stendur inni á skrif- stofu sinni og bendir á kort sem hanga uppi. „Við gerum okkur grein fyrir því að hvert, sem Keiko verður fluttur, mun hann hafa að- dráttarafl," sagði hann. „Það verður að taka til- lit til ferðamanna, sem koma til að sjá Keiko, þótt ekki verði hægt að vera með ferðir út í kvína. Við hyggjumst koma fyrir myndavélum neðansjávar þannig að hægt verði að fylgjast með ferðum Keikos á stórum skjám í landi og þar verði einnig nokkurs konar fræðslumið- stöð.“ Keiko í kvína fyrir næsta vetur Stefnan er að flytja Keiko í kvína fyrir næsta vetur. Helst vilja starfsmenn Keiko-stofunar- innar að hann verði kominn í hana í ágúst, en ekki seinna en í október. Þeim líst illa á að þurfa að bíða þar til á næsta ári vegna þess að þeir telja að nú sé allt til reiðu. Ekki er vitað hvenær hægt verður að sleppa hvalnum alveg og ekki er víst að það verði nokkurn tíma hægt. Ætlunin er að hafa hlið á sjávarkvínni og þjálfa Keiko þannig að hægt verði að hleypa honum út og inn. Það eru engin fordæmi fyrir því að sleppa hval út í villta nátt- úruna eftir að hafa verið í manna höndum. Nú er verið að venja hvalinn á að veiða sér til mat- ar, en það er ekki sjálfgefið að hann geri það eftir að hafa fengið mat sinn fyrirhafnarlaust í 18 ár. Þá er hann vanur félagsskap manna, en ekki sinnar eigin tegundar. Vonast er til þess að aðrir háhymingar komi að skoða kvína eftir að Keiko verður fluttur í hana. Hljóð háhyrn- inganna getur borist að minnsta kosti 7,5 km. Því norðar, því betra Foster sagði að því norðar, sem hvalurinn yrði niður kominn í Atlantshafinu, því betra. Ýmsir aðrir þættir skiptu hins vegar einnig máli og þar bæri ekki síst að nefna veðurfar. Keiko var fangaður við ísland og verði honum sleppt þar er talið líklegast að hann geti fundið „fjölskyldu" sína. Háhyrningar lifa í hópum og ekki er til tæmandi vitneskja um það hvemig þeir haga ferðum sínum. Hver hópur eða fjöl- skylda er talin gefa frá sér einkennandi hljóð, sem líkja megi við mállýsku, og talið er líklegra að Keiko geti fundið sinn hóp eftir því, sem honum er sleppt nær veiðistaðnum. Mexíkanskar lögreglusírenur Starfsmenn Keiko-stofnunarinnar telja víst að hann hafi haldið hæfileika sínum til sam- skipta með hljóðum síns hóps þótt hann hafi til- einkað sér ýmis önnur hljóð undir manna hönd- um þar á meðal sérkennilegt væl sem kunnugir segja að líkist helst sírenu mexíkanskra lög- reglubíla, en Keiko var 10 ár í Reino-skemmti- garðinum í Mexíkóborg. Það mun sennilega ráðast á næstu tveimur til þremur mánuðum hvert verður farið með Keiko; til íslands, írlands eða Skotlands. Nú er verið að undirbúa gögn til að sækja um leyfi til að fá að flytja hann og verða þau lögð fyrir ís- lensk, írsk og skosk yfirvöld. Hingað til hafa engir lýst yfir að þeir vilji fá hvalinn, en talið er að minnst fyrirstaða sé á írlandi. Hins vegar ríkir aukin bjartsýni um að umsókninni verði vel tekið á íslandi eftir að Davíð Oddsson for- sætisráðherra lýsti yfir því að skoða ætti málið með jákvæðu hugarfari, á því væru annmarkar en engin ástæða til að neita því fyrirfram. Halldór Ásgrímsson segist styðja þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins Styður meginatriði tillögu um auðlindagialdsnefnd HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist vera tilbúinn til að styðja meginatriðið í þingsályktun- artillögu Alþýðubandalagsins um að stofnuð verði opinber nefnd til að fjalla um auðlindagjald. Það þýði þó ekki að Framsóknarflokkurinn styðji hugmyndir um slíka gjaldtöku, en nauðsynlegt sé að varpa réttu ljósi á málið í heild sinni. „Það þarf að fara yfir þessa tillögu í þingnefnd og hugsanlega er nauð- synlegt að gera einhverjar breyting- ar á henni. Ég get hins vegar vel hugsað mér að styðja meginhugsun- ina í þessu starfi sem gerð er tillaga um að fari fram. Mér finnst að starf slíkrar nefndar gæti varpað réttu ljósi á þessa um- ræðu, sem hefur verið mjög mis- vísandi og villandi. Ég tel að Alþýðu- flokkurinn eigi þar fyrst og fremst sök og vek athygli á því að Stein- grímur J. Sigfússon lýsir sig sömu skoðunar í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag [í gær],“ sagði Halldór. Felur ekki í sér stuðning við auðlindagjald Halldór sagði að ekki bæri að skilja orð sín á þann veg að Fram- sóknarflokkurinn væri fyrirfram að lýsa yfir stuðningi við þá megin- stefnu að leggja eigi auðlindagjald á auðlindir. Það væri hins vegar rétt að leiða í ljós til hvers það myndi leiða. „Við höfum sagt að við séum ekki á því að það eigi að leggja á al- mennt veiðileyfagjald. Ég hef sýnt fram á hvaða afleiðingar það hefði í fór með sér fyrir tiltekin fyrirtæki í landinu eins og t.d. Útgerðarfyrir- tæki Akureyringa, sem er ein af máttarstoðum þess byggðarlags. Ég hef hins vegar talið að öðru máli gegndi um nýja stofna eins og norsk- íslenska síldarstofninn, sem ég hef viljað skoða sérstaklega í þessu sam- bandi. Aðalatriðið er að menn viti eitthvað hvað þeir eru að gera. Nú eru uppi hugmyndir um ýmsar breytingar í sjávarútveginum vegna kjaradeilu. Það er ekki séð fyrir end- ann á því til hvers það muni leiða og hvort og hvemig það muni takmarka möguleika sjávarútvegsins til að skila sem mestum arði. Ef það á að gera kröfu til sjávarútvegsins um að hann eigi að standa undir margvís- legum kostnaði verður hann að sjálf- sögðu að hafa möguleika á að afla peninga í því sambandi. En þeir pen- ingar verða þá ekki notaðir til að bæta kjör fólksins sem þar vinnur eða í tæknilegar nýjungar eða mark- aðssókn." Halldór sagði að reglumar sem notaðar hefðu verið við stjóm veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum væm ófullnægjandi og þær yrði að endurskoða. Hann sagði að þetta væri til skoðunar hjá stjórnvöldum, en vildi ekki fullyrða um hvenær þeirri endurskoðun yrði lokið. Össur gagnrýnir tillöguna í leiðara DV sl. mánudag lýsir Össur Skarphéðinsson, ritstjóri og alþingismaður Alþýðuflokksins, yfir efasemdum um ágæti tillögu Alþýðu- bandalagsins í auðlindamálum og segir: „Veiðileyfagjald er líklegt til að verða helsta átakamál næstu kosninga. Það væri því skynsamlegt fyrir stjómarflokkana að leita leiða til að aftengja málið eins og kostur er fram yfir þingkosningar. Er til betri leið en setja málið í nefnd að tillögu stjórnarandstöðunnar?" Halldór sagðist geta skilið að þing- menn Alþýðuflokks væru ósáttir við þá leið sem Alþýðubandalagið legði til að yrði farin. „Enda er þetta ekki í samræmi við tillögur óraunvemleik- ans sem þeir hafa mælt fyrir.“ Forsætisráðherra Virðast varkárar tillögnr DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að tillögur Alþýðu- bandalagsins um opinbera nefnd er geri tillögur um út- færslu veiðileyfagjalds séu mjög í sama farvegi og það sem hann ræddi á síðasta flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta virðast vera varkárar tillögur og eru mjög í þeim sama farvegi sem ég ræddi um á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar hefur þetta allt verið afflutt af fjöl- miðlum einhverra hluta vegna,“ sagði forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöld. „í þessu fari sem tillögurnar em þá em þær mjög svipaðar því sem alþýðubandalagsþing- mennirnir höfðu haft fram að færa en algjörlega öndverðar því sem Alþýðuflokkur hefur verið að tala um,“ sagði Davíð Oddsson og vísaði þar til um- ræðna um málið á Álþingi fyrir fáeinum vikum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.