Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tillaga um forkönnun á jarðgöngum til Vestmannaeyja
ARNI Johnsen og ÍUán ««rlr þtng- IÚ'íírinaOT|a(í TTlPfí
menn haft Ingt fnim Ullðgu tíl A ul^u
þlngnályldunar um forkönnun á UrwiXlfnnl nttlri
gerð vegtengingar mffli Veatmanna- liClJ vllððJL JtV| “
eyj» Og Innde um Og VCgtollÍ
GMU/Oo
ÞETTA er ekkert mál, Gaui minn, maður slær bara saman nokkrum lfnum og þá fer hann af stað...
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins
Framkvæmda við Gullinbrú
ekki getið í Aðalskipulagi
STEFÁN Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir að í Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016, sé hvergi
getið um framkvæmdir við Gullin-
brú. I frétt í Morgunblaðinu í gær
er haft eftir borgarstjóra að borg-
aryfirvöld hafi staðið í þeirri trú að
ekki þyrfti að koma til mat á um-
hverfisáhrifum vegna Gullinbrúar,
þar sem hennar sé ekki getið á
lista yfir matsskyldar framkvæmd-
ir í Aðalskipulaginu.
„Ef ekkert stendur um það í Að-
alskipulaginu að framkvæmdir
standi fyrir dyrum þá vitum við
ekkert um þær,“ sagði Stefán. Á
lista yfir matsskyldar framkvæmd-
ir eru; tenging Sæbrautar við
Gufuneshöfða, mislæg gatnamót á
mótum Miklubrautar og Skeiðar-
vogs/Réttarholtsvegar, breikkun
Vesturlandsvegar, Miklubrautar
og Sæbrautar, færsla Hringbraut-
ar, göng fyrir akandi undir Miklu-
braut, höfn í Eiðsvík, grjótnám í
Geldinganesi, vegaframkvæmdir á
Austurheiðum og fyrirhuguð mis-
læg gatnamót.
Gullinbrúar er þar hvergi getið
en í einum kafla þar sem fjallað er
um nýbyggðasvæði segir, „Gullin-
brú mun áfram bera meginþunga
umferðarinnar til syðri hluta
Reykjavíkur og höfuðborgarsvæð-
isins. Ef þörf verður fyrir að
breikka Gullinbrú þarf að gæta
þess sérstaklega að vaxandi um-
ferðarþungi valdi sem minnstum
óþægindum í nálægum íbúðahverf-
um.“
Listinn var
ekki tæmandi
„Við gátum ekki lesið út úr
þessu að það eigi að fara í fram-
kvæmdir við Gullinbrú og þess
vegna settum við ekki brúna inn á
listann," sagði Stefán. „Þessi listi
er alls ekki tæmandi því lögin gilda
áfram en ástæðan fyrir því að Gull-
inbiii er ekki talin með er að þetta
er ekki klárlega framkvæmd sem á
að ráðast í heldur ef og hugsan-
lega.“
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir lóðir á Hraunsholti
Lóðaút-
hlutun í
Asahverfí
BÆJARSTJÓRINN í Garðabæ hefur
auglýst lóðir til úthlutunar í Ásahverfi
á Hraunsholti. Um er að ræða lóðir
undir sex fjölbýlishús, 38 raðhús, 18
parhús og sjö einbýlishús og verða
þær byggingahæfar síðla árs 1998.
Jafnframt eru til úthlutunar lóðir und-
ir fjögur fjölbýlishús, tvö raðhús, tíu
parhús og 56 einbýlishús sem verða
byggingahæfar um mitt ár 1999.
Að sögn Ingimundar Sigurpáls-
sonar bæjarstjóra er gert ráð fyrir
um 1.200-1.300 manna byggð í Asa-
hverfinu öllu en hverfið afmarkast af
Hafnarfjarðarvegi í austri, Álftanes-
vegi í suðri og Gálgahrauni og Am-
arnesvogi í vestri. „Það er greinileg-
ur áhugi á þessu hverfi því það var
mikil örtröð á skrifstofunni þegar á
fyrsta degi eftir að við auglýstum
lóðimar," sagði Ingimundur.
Umsóknarfrestur um lóðimar er
til 27. febrúar.
Hraunsholt í Garðabæ
en þar verður úthlutað
lóðum í ár
Alftanes
Námsstefna um kennslu einhverfra
Fræðsla og ráð-
gjöf mikilvæg
Ástrós Sverrisdóttir
ESSA dagana stend-
ur yfir námsstefna á
vegum Umsjónarfé-
lags einhverfra en hún ber
yfirskriftina Kennsla ein-
hverfra, frá kenningum til
aðgerða. Ástrós Sverris-
dóttir er formaður Umsjón-
arfélags einhverfra.
- Um hvað er fjallað á
námsstefnunni?
„Eins og nafnið gefur til
kynna er fjallað um kennslu
einhverfra á þessari náms-
stefnu. Rætt er um ein-
hverfu frá fræðilegum skiln-
ingi til kennslu og meðferð-
ar.“
Ástrós segir að einhverfir
hugsi öðruvísi, þeir eiga
erfitt með að skilja merk-
ingu orða og lesa milli lín-
anna. Þess vegna segir hún
það sérstaklega mikilvægt við
kennslu einhverfra að þessi at-
riði séu höfð til hliðsjónar.
- Hversvegna er fræðsla um
einhverfu mikilvæg?
„Aukin þekking skilar auknum
skilningi. Umsjónarfélag ein-
hverfra hefur lagt sitt af mörk-
um í sambandi við fræðslu og
námsstefna sem þessi er liður í
því. Það er algjört grundvallarat-
riði að foreldrar og þeir sem
vinna með einhverfum einstak-
lingum fái fræðslu og ráðgjöf.
Venjulegar uppeldisaðferðir eða
kennsluaðferðir duga til dæmis
skammt á bam sem er með ein-
hverfu. „
Ástrós segir ennfremur að
skilningur á einhverfu sé nauð-
synlegur hjá þeim sem kenna
einhverfum börnum því þannig
fái geta nemandans að njóta sín
til fullnustu. „Það skiptir því
miklu máli að fagfólk fái sérþjálf-
un áður en það fer að vinna með
einhverfum. Þekking á einhverfu
skilar sér hvort sem barnið er á
leikskóla- eða skólaaldri."
- Hvernig er þjónustu háttað
við börn eftir að þau eru greind
með einhverfu?
„Greiningar- og ráðgjafastöð
ríkisins hefur fengið fjármagn til
að sjá um þjónustu við einhverf
böm. Eins og margir vita voru
málefni einhverfra bama eftir
greiningu í ólestri eftir að bama-
og unglingageðdeild Landspítal-
ans hætti að sinna þjónustu við
þennan hóp.
Þegar er starfsemi hafin á
vegum Greiningar- og ráðgjafa-
stöðvar ríkisins. Einhverfa er
mjög sérstæð fötlun og krefst
þess að þeir sem veita ráðgjöf og
eftirfylgd hafi sérþekkingu á
fótluninni. Einnig er mikilvægt
að þeir sem taka við ráðgjöfinni
inni á leikskólum hafi kunnáttu
og menntun til þess. Það tekur
tíma að byggja upp þessa þjón-
ustu og ljóst er að til
að byrja með mun hún
ná til þeirra bama sem
era nýlega greind með
einhverfu. Þjónusta
fyrir einhverfa frá
vöggu til grafar er það sem koma
skal og eitt helsta baráttumál
Umsjónarfélags einhverfra."
- Hvernig er kennslu ein-
hverfra háttað hér á landi?
„Kennslan er á öllum sviðum í
skólakerfinu, sérdeildir; sérskól-
ar og almennir skólar. Á Reykja-
víkursvæðinu era þrjár sérdeild-
ir fyrir einhverfa í almennum
skólum þar sem fer fram blönd-
un einhverfra í almenna bekki,
mismikil þó eftir getu hvers og
►Ástrós Sverrisdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1965. Hún
starfar sem hjúkrunarfræðingur
á Landspítalnum og er formaður
Umsjónarfélags einhverfra.
Eiginmaður hennar er Sigfús
Bjarnason formaður Frama og
eiga þau tvö börn. Sonur þeirra
er einhverfur.
eins. Þar sem einhverfir nem-
endur era í almennum skólum er
kennslufræðileg ráðgjöf frá fag-
fólki með sérþekkingu á ein-
hverfu mikilvægur þáttur. Hóp-
ur nemenda með Asperger heil-
kenni fer vaxandi og þörf fyrir
ráðgjöf vegna þeirra er knýj-
andi.“
- Hverjir halda fyrirlestra á
námsstefnunni?
„Við fengum til landsins tvo
fyrirlesara frá Belgíu. Annar
þeiiTa er Theo Peeters en hann
er forstöðumaður og stofnandi
Opleidungscentram í Belgíu en
það er þekkingarmiðstöð í mál-
efnum einhverfra bæði hvað
varðar þjálfun og fræðslu til for-
eldra og fagfólks.
Hann ferðast mikið og heldur
fyrirlestra um einhverfu og hef-
ur til að mynda verið 12 sinnum
á ferð um Skandinavíu í þessum
tilgangi.
Theo var helsti forgöngumað-
ur í sínu landi hvað varðar upp-
byggingu þjónustu við fólk með
einhverfu og hefur gefið út 6
bækur um fötlunina. í skrifum
sínum leggur hann ríka áherslu á
að allir þeir sem vinna með ein-
hverfu þurfi að hafa sérþekkingu
á fötluninni.
Hann telur að það skipti miklu
að fagfólk fái sérþjálfun áður en
það fer að vinna með einhverfum
og hann leggur einnig áherslu á
að þeir sem vinna með einhverf-
um geri það af áhuga. Theo segir
að sérstakt fólk þurfi sérstaka
fagmenn.“
- Hver er hinn fyr-
irlesarinn á náms-
stefnunni?
„Það er Hilde De
Clercq. Hún er móðir
11 ára drengs með
einhverfu. Hilde hefur unnið í
mörg ár í Opleidungscentram og
haldið marga íyrirlestra á al-
þjóðlegum vettvangi. Hún fjallar
um þjálfun einhverfra og tekur
meðal annars fyrir vandamál
fólks með Asperger heilkenni.
Hilde hefur mikla reynslu af
vinnu með foreldram. „
Námsstefnunni lýkur í dag,
miðvikudag, klukkan 16 en hún
fer fram í húsnæði IÍFUM og
KFUK við Holtaveg.
„Sérstakt fólk
þarf sérstaka
fagmenn“