Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Fimm stunda utandagskrárumræða um afskipti lögregluyfírvalda af málum Franklíns Steiners Formaður fullnustumats- nefndar taldi afgreiðsluna löglega og eðlilega Jafnaðarmenn mótmæltu harðlega að þeir væru að reyna að veikja lögregluna Hvöss umræða fór fram utan dagskrár á Alþingi í gær um samskipti dómsmálaráðu- neytis og lögreglunnar vegna mála Frank- líns Steiners, dæmds fíkniefnasala. Um- ræðan stóð í rúmlega fímm klukkustundir. Pétur Gunnarsson og Arna Schram fylgdust með umræðunum. Porsteinn Páls- son dómsmála- ráðherra veittist harkalega að þingmönnum Al- þýðuflokksins og vitnaði einnig til bréfs frá Jónatan Þórmundssyni, fyrrum formanni fullnustunefndar, þar sem frarn kom að nefndin hefði verið sam- mála um seinni afgreiðsluna í máli Franklíns Steiners og teldi hana lögmæta enda byggða á lagaákvæði um að veita mætti reynslulausn eft- ir helming refsivistar þegar sér- staklega stæði á. Jónatan hefði talið að í þessu máli stæði sérstaklega á. Málið hefði verið óþægilegt en af- greiðslan rétt eins og á stóð. Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, upplýsti við umræðuna að hann hefði fengið staðfest að upplýsingar þær sem Franklín Steiner veitti gegn vilyrði um reynslulausn hefðu skipt mjög miklu máli varðandi það að tvö stór fíkniefnamál upplýstust. Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna og sagði að fátt væri jafnvandmeðfarið og umræða um málefni sem þessi. Hvatvísleg umræða gæti valdið skaða en umræða væri nauðsynleg. Meðal annars sagði Lúðvík að það vekti eftirtekt að skoðun á starfsemi, skipulagi og yfirstjómun lögreglunnar í Reykjavík hefði ekki farið fram fyrr en gerð hefði verið um það krafa á Alþingi í mars í fyrra. Fram hefði hins vegar komið í Morgunblaðinu í fyrra að strax á árinu 1992 hefði þáverandi lög- reglufulltrúi í ávana- og fíkniefna- deild ritað dómsmálaráðherra og fleirum greinargerð þar sem kvart- að var undan skorti á markvissri yf- irstjórn hjá lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík, vöntun á lögfræði- legri ráðgjöf, auk skorts á stjórnun- arlegu og fjárhagslegu sjálfstæði fíkniefnadeildarinnar. „Alveg frá því sú greinargerð var rituð og til dagsins í dag hefur sami einstak- lingur gegnt starfi dómsmálaráð- herra og því beini ég þeirri spum- ingu til hans hvort hann hafí í engu sinnt þessum ábendingum lögreglu- fulltrúans," sagði þingmaðurinn. Skortur á verklagsreglum Lúðvík sagðist telja að helsta ástæða þess að „þeir óvanalegu at- burðir sem áttu sér stað í dóms- málaráðuneytinu fyrir u.þ.b. sjö ár- um“ áttu sér stað hafí verið sú að ekki vom til almennar verklags- reglur um óhefðbundnar rannsókn- araðferðir lögreglu. Lúðvík sagði að enginn hefði fært betri rök fyrir nauðsyn slíkra reglna en fyrrverandi lög- reglufulltrúi fíkniefnadeildar lögreglunnar, sem hefði sagt í grein í Morgun- blaðinu á sl. ári að allt starfsum- hverfí deildar- innar hefði verið vonlaust og að það hefði hlotið að koma að því að steytt yrði á skeri, þar sem stjórn- endur lögreglumála hefðu aldrei fengist til að setja þessum viður- kenndu vinnubrögðum formlegan ramma. „En spurningin hvort rétt sé að rannsóknarlögreglumenn séu yfir höfuð í upplýsinga- og trúnað- arsambndi við brotafólk er afar erf- ið og viðkvæm. í henni togast á ým- is sjónarmið. Þess vegna hafa yfir- völd allra þróaðra ríkja velt þessari spumingu rækilega fyrir sér og öll fyrir mörgum árum sett lögreglu- mönnum skýrar reglur um fram- kvæmd slíkra upplýsingasambanda sem og annarra óhefðbundinna rannsóknaraðferða, nema reyndar ísland,“ las þingmaðurinn úr grein- argerð lögreglufulltrúans. Lúðvík sagði að upplýsingar lög- reglufulltrúans um síendurteknar óskir um setningu reglna um óhefð- bundnar rannsóknaraðferðir stöng- uðust á við yfirlýsingar dómsmála- ráðherra á fyrri stigum þessa máls um að lögreglan í Reykjavík hefði aldrei formlega óskað eftir setn- ingu slíkra reglna. Spurði hann ráð- herra hvernig þetta kæmi heim og saman og hvers vegna þessar regl- ur hefðu ekki verið settar fyrir löngu og lögreglumönnum sem starfa við fíkniefnarannsóknir þannig verið búið viðunandi starfs- umhverfi. Lúðvík sagði að ekki væri verið að leita að sökudólgum en sér virt- ist í ljósi sögunnar augljóst að Al- þingi og stjórnvöld hefðu gjörsam- lega brugðist því hlutverki að setja ramma um óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir lögreglu. „Sem bet- ur fer er umræðan undanfarna mánuði að skila því að þessar regl- ur verði settar.“ Veikleiki í störfum Alþingis Þingmaðurinn sagði líka að um- ræðan hefði leitt í Ijós veikleika í störfum Alþingis varðandi mögu- leika þess að veita ráðherrum að- hald og eftirlit. Ekki væri viðun- andi að ráðherra tæki sér sjálf- dæmi um hvaða upplýsingar hann léti Alþingi i té og bæri fyrir sig röksemdir úr almennum lögum. Lúðvík sagði að með því að taka málið upp á Alþingi þannig að það [ :V?L JJTI Xíl! LvXEL 1 liiiiI Y: : . . 4 .. . 1 '* j, . -F-,..... ALÞINGI Morgunblaðið/Porkell ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra í ræðustól á Alþingi í gær. LÚÐVÍK Bergvinsson málsheíjandi hlýðir á umræður ásamt Agli Jónssyni. komi þar til umfjöllunar þriðja sinni vekti það fyrir sér að bera saman nýjar upplýsingar um það hvers vegna Franklín Steiner var veitt reynslulausn að lokinni af- plánun helmings refsitíma og yfir- lýsingar dómsmálaráðherra um málið hingað til. Ennfremur hvort samkomulag það sem ráðuneytið gerði við brotamanninn hefði skilað árangri. Hann sagði að nú hefði dóms- málaráðherra sagt að vorið 1991 hefðu tveir lögreglumenn í fíkni- efnadeild gengið á sinn fund og óskað eftir reynslulausn fyrir Franklín og vísað til þess að forveri Þorsteins í starfi hefði verið búinn að veita samþykki íyrir því að afla upplýsinga frá brotamanninum um starfsemi í fíkniefnaheiminum gegn vilyrði um reynslulausn. Fram- kvæmd hefði ekki komist á. Lúðvík segist skilja málið svo að ljóst sé að árið 1989 hafi komist á samningur eða samkomulag lög- regluyfirvalda með vitund og vilja dómsmálaráðherra og sakamanns- ins um að honum yrði veitt reynslu- lausn eftir afplánun helmings refsi- tíma gegn því að hann veitti upplýs- ingar. Nú þegar þessar upplýsingar liggi fyrir þurfi fyrri ummæli dóms- málaráðherra til þingsins vegna þessa máls að skoðast að nýju. Spurningar í ljósi nýrra upplýsinga Við utandagskrárumræður á síð- asta ári hafi m.a. ráðherra sagt að óheimilt væri með öllu og refsivert að semja um að menn gætu sloppið við viðurlög að hluta eða öllu leyti. „Því vil ég í ljósi nýrra upplýsinga um tilvist þessa samkomulags um- rædds brotamanns og lögregluyfir- valda beina eftirtöldum spurning- um til dómsráðherra: 1) Hvernig var þessum nýju upplýsingum um að vilyrði hafi legið fyrir um reynslulausn komið til nefndar- manna í fullnustumatsnefnd? 2) Hafði ráðherrann persónulega af- skipti af því að þessum upplýsing- um var komið á framfæri. Hafði hann samband við einhvern nefnd- armanna í fullnustumatsnefnd í því skyni? 3) Telur ráðherra að þessar nýju upplýsingar hafi haft áhrif á að fullnustumatsnefnd tók nýja ákvörðun? 4) Voru nefndarmenn einróma um að taka nýja ákvörðun. Hafi svo verið hvemig skýrir hæst- virtur ráðherra þá fréttir sem birt- ust í dagblaði fyrir skömmu um að formaður nefndarinnar hefði íhug- að afsögn vegna þessa máls. 5) Sat starfsmaður ráðuneytisins í fulln- ustumatsnefnd á þessum tíma og átti hann þátt í þessari ákvörðun. Telur ráðherra eðlilegt að starfs- maður ráðuneytis sitji í nefnd sem er ætlað að veita lægra settu stjórnvaldi umsögn áður en ákvörð- un er tekin? 6) A hvaða lagaheimild var byggt þegar umræddur samn- ingur var gerður en ummæli ráð- herra verða ekki skilin öðruvísi en svo að lögregluyfirvöld, þ.m.t. dómsmálaráðuneyti, hafi litið svo á að samningur eða samkomulag lægi fyrir. 7) Stendur ráðherra við fyrri fullyrðingar um að hann hafi ekki persónulega eða ráðuneytið átt neinn þátt í því að dæmdur brota- maður fékk reynslulausn?" Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að aðdragandi þessarar umræðu væri sérstakur. Formaður þingflokks jafnaðai-manna hefði kvatt sér hljóðs um fundarsköp for- seta til að tilkynna um utandag- skrárumræðu, sem væri brot á þingsköpum, formaðurinn hefði kynnt málið fjölmiðlum en ekki ráð- herranum sem verið var að drótta að um lögbrot. Varaþingmaður skrifaði, þingmaður tók málið upp Þorsteinn sagði að upphaf þess- arar umræðu allrar væri sérstakt; varaþingmaður Alþýðuflokks í Suð- urlandskjördæmis skrifaði grein í tímarit þar sem lögreglan var borin þungum sökum og henni borið á brýn að vera á bandi fíkniefnasala og fíkniefnaglæpamanna og þjóna hagsmunum þeirra. Þar vísaði ráð- herrann til skrifa Hrafns Jökuls- sonar, fyrrverandi ritstjóra Mann- lífs, í það tímarit. „HeimOdarmenn varaþingmanns Alþýðuflokksins í þessari grein eru ýmsir glæpamenn á sviði fíkniefna og andstæðingar Franklíns Steiners í fíkniefnaheim- inum eins og fram kemur í skýrslu ríkissaksóknara,“ sagði ráðherra. Ráðherra las úr skýrslu ríkissak- sóknara þar sem sagði að undirrót- in að upplýsingum heimildarmanna ritstjóra Mannlífs, nafngreinds brotamanns og nafngreinds gæslu- fanga væri andúð þeirra á Franklín Steiner vegna reiptogs um fíkni- efnamarkaðinn. Þeir telji Franklín hafa útvegað lögreglunni fórnar- lömb. Ráðherra kvaðst hvorki hafa heyrt þingmann Alþýðuflokks né blaðamenn vitna í þennan kafla skýrslunnar þótt hann væri lykilat- riði. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að varaþingmaður Alþýðu- flokksins upplýsti um heimildar- menn sína fyrir ásökunum á lög- regluna. „En ég hef orðið var við að þingmenn Alþýðuflokksins hafi krafist þess að lögreglan upplýsi um heimildarmenn sína í baráttu gegn glæpamönnum." Ráðherra óskaði eftir því að formaður þing- flokks jafnaðarmanna upplýsti hvort hann teldi að varaþingmaður Alþýðuflokksins ætti meiri rétt til að halda nafnleynd yfir heimildar- mönnum sínum úr glæpaheimi fíkniefnanna en lögreglan í baráttu við þá sömu glæpamenn. „Það skipth- mjög miklu máli hvert svar forseta þingflokksins verður við þessu því það lýsir því hvaða hags- munum jafnaðarmenn eru að þjóna með þessari umræðu,“ sagði dóms- málaráðherra. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Ráðherra sagðist muna eftir því þegar Sighvatur Björgvinsson hefði fyrr á árum hafið „atlöguna að Ólafi Jóhannessyni. Eg ætla ekki að líkja þessum málflutningi við það mál en hliðstæðan er um margt sérkenni- leg. Þá var það varaþingmaður Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum sem hafði heimildir úr undirheimunum og einn opinberan starfsmann að heimildarmanni og hóf skrif í blöð en þingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum sem kom með málið inn á Alþingi. Nú er það varaþing- maður Alþýðuflokksins á Suður- landi, sem er með heimildarmenn í röðum glæpamannanna og einn op- inberan embættismann sem er ekki nafngreindur, og það er þingmaður Alþýðuflokksins á Suðurlandi sem hefur umræður. Þótt þessi mál séu ekki hliðstæð vekur athygli hvað aðdragandi þeirra er svipaður." Ráðherra sagði að ef til vill væri eðlilegt að spyrja hvort óeðlilegt væri að taka alvarlega framburð glæpamanna þegar þeir bæru ásak- anir á lögregluna. „Nei, það er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.