Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
qætir
Farið i
T—nr
bilaleik
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
( ATH! AðeinsQjjkr. röðin )
VIÐSKIPTI
2% tekjusamdráttur hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar 1997
Hagnaður 241 milljón
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
Úr ársreikningi 1997
Rekstrarreikningur Miiijonir króna 1997 1996 Breyt.
Rekstrartekjur 3.744 3.846 -2,7%
Rekstrarqjöld 3.033 3.124 -2.9%
Hagnaður fyrir afskriftir 710 722 -1,7%
Afskriftir 226 179 +26,3%
Fjármagnsgjöld 139 109 +27.5%
Hagnaður af regiulegri starfsemi 345 438 +21,2%
Hagnaður ársins 241 312 -22.8%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996
| Eignir: \ Milljónir króna
Veltuf jármunir 658 466 +41,2%
Fastafjármunir 3.154 2.800 +12,6%
Eignir samtals 3.812 3.266 +16,7%
I Skuhtir oo eigið íé: I Milljónir króna
Skammtímaskuldir 796 636 +25,2%
Langtímaskuidir 1.647 1.558 +5,7%
Tekjuskattsskuldbinding 312 226 +38,1%
Eigið fé 1.057 845 +25,1%
þaraf hlutafé 380 345 +10,1%
Skuldir og eigið fé samtals 3.812 3.266 +16.8%
Kennitölur 1997 1996
Eiginfjárhlutfall 21% 19%
Arðsemi eiginfjár 29% 62%
Veltufé frá rekstri, mílljónir kr. 562 539 +4,3%
HAGNAÐUR Hraðfrystihúss
Eskifjarðar á síðasta ári nam 241
milljón króna eftir skatta. Þetta er
nokkru minni hagnaður en varð af
rekstri félagsins árið 1996, er
hagnaður eftir skatta nam 312
milljónum króna.
Rekstrartekjur Hraðfrystihúss-
ins drógust lítið eitt saman á milli
ára. Að sögn Magnúsar Bjarnason-
ar, framkvæmdastjóra Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar, varð þessi sam-
dráttur á milli ára fyrst og fremst
vegna þess að loðnufrysting var
mun minni árið 1997 samanborið
við árið þar á undan vegna ástands
loðnunnar sl. vetur. Tekjur af
loðnuvinnslunni jukust engu að síð-
ur um 45 milljónir króna á milli ára
vegna hækkunar afurðaverðs.
Þá hefur síldarfrysting einnig
verið mun minni þar sem síldveiðar
hafa brugðist að hluta til í haust.
Einnig hefur rækjuverksmiðja fé-
lagsins tekið við minni afla til
vinnslu.
Rekstrartekjur fiskvinnslu dróg-
ust saman um rúmlega 180 milljón-
ir króna á milli ára, námu 2,73
milljörðum króna samanborið við
2,91 milljarð árið 1996. Hins vegar
jukust tekjur útgerðarinnar um
100 milljónir króna á milli ára enda
var afli fyrirtækisins á síðasta ári
hinn mesti í sögu þess.
Lagt til að hlutafé
verði aukið um 10%
Eins og sjá má í meðfylgjandi
töflu var hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði hins vegar svipað-
ur í fyrra og árið 1996. Afskriftir
jukust hins vegar umtalsvert á
milli ára sem og fjármagnsliðir en
félagið réðst í auknar fjárfestingar
á síðasta ári, m.a. breytingar á einu
skipa sinna, Guðrúnu Þorkelsdótt-
ur SU-211.
Meðalfjöldi starfsmanna á síð-
asta ári var 280 og launagreiðslur
námu 684 milljónum króna.
í fréttatilkynningu Hraðfrysti-
hússins segir að á aðalfundi félags-
ins, sem haldinn verður fóstudag-
inn 27. mars, muni stjórn þess
leggja til að greiddur verði 10%
arður til hluthafa. Arðgreiðslur
muni því nema 37,9 milljónum
króna samanborið við 34,8 milljóna
króna arð sem greiddur var vegna
ársins 1996. Jafnframt verður lagt
til að hlutafé félagsins verði aukið
um 10% með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
Stálsmiðjan
fær verkefni á
Sultartanga
Aukinn hagnaður og velta
hjá Teymi hf. á síðasta ári
Hagnaður nam 12
milljónum króna
UNDIRRITUÐ hefur verið viljayf-
irlýsing milli Fossborgar ehf. og
Schulzer Esser Weiss, sem annast
allar framkvæmdir við Sultartanga-
virkjun, um verktöku við gerð virkj-
unarinnar.
Fossborg var sett á stofn síðast-
liðið vor og er samstarfsvettvangur
fyrirtækja í málmiðnaði, verkfræði-
stofa og rafmagnsfyrirtækja, sér-
staklega að því er lýtur að tilboðs-
gerð í virkjunarframkvæmdir. Hlut-
verk þessa félags er að geta boðið
heildarlausnir, allt frá hönnun til
uppsetningar.
Félagið er að einum þriðja hluta í
eigu Stálverktaks hf. sem er sam-
starfsvettvangur Stálsmiðjunnar hf.
og Vélsmiðjunnar Norma hf. í
Garðabæ. Þriðjungur er í eigu
Hraunvers ehf., fyrirtækis Afls og
orku hf, Hnits hf, og Rafhönnunar
hf. Þá er þriðjungur í eigu Rafverk-
taks ehf. sem er fyrirtæki eigu
Rafafls hf., Rafbergs hf. og Rafvers
hf.
í hlut Stálsmiðjunnar og Vél-
smiðjunnar Norma kemur niður-
setning á vélakosti virkjunarinnar
ásamt smíði á afrennslisrörum og
niðursetningu lokubúnaðar. Verk
þetta hefst í sumar, en meginþung-
inn verður á árinu 1999 og eru verk-
lok áætluð í lok þess árs.
Ágúst Einarsson, forstjóri
Stálsmiðjunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta verkefni
hefði verulega þýðingu fyrir fyrir-
tækið, en kvaðst ekki geta nefnt
neinar tölur í því sambandi. Hluta-
bréf í Stálsmiðjunni hækkuðu í
verði á Verðbréfaþingi íslands eftir
að tilkynnt var um undirritun vilja-
yfirlýsingar um verkefnið á Sultar-
tanga. Síðustu viðskipti urðu á
föstudag á genginu 5,20 sem er um
5% hækkun frá því félagið bauð út
ný hlutabréf á síðasta ári.
HAGNAÐUR Teymis hf. á síðasta
ári nam 12 milljónum króna eftir
skatta. Þetta er nokkuð betri af-
koma en varð af rekstri fyrirtækis-
ins árið 1996 er hagnaður nam
rúmum 8 milljónum króna. Velta
Teymis nam 169 milljónum króna á
síðasta ári og jókst um 39% frá ár-
inu á undan.
Að sögn Elvars Steins Þorkels-
sonar, framkvæmdastjóra Teymis,
er þetta ívið betri afkoma en gert
hafði verið ráð fyrir. Hann segir að
fyrirtækið hafi náð að vinna vel úr
fjárfestingu í mannskap og þekk-
ingu auk þess sem farið hafi verið
út í ákveðnar skipulagsbreytingar
og sölu- og markaðssetning efld.
Það sé merki um góðan árangur að
velta íyrirtækisins hafi aukist um
40% án þess að starfsfólki hafi
fjölgað.
„Á miðju ári, í framhaldi af við-
horfskönnun sem gerð var meðal
viðskiptavina okkar, var ákveðið að
breyta áherslum og markmiðum til
að þjóna betur þörfum viðskipta-
vina okkar og markaðarins. Við er-
um þekkingarhús, sem hefur byggt
upp gríðarlega þekkingu í kringum
lausnir frá Oracle og Legato, og nú
síðast í haust var bætt við lausnum
frá Remedy. Aukið samstarf við öll
helstu hugbúnaðarfyrirtæki á
markaðnum hefur skilað góðum ár-
angri, og við ætlum okkur að vinna
nánar með þessum samstarfsaðil-
um okkar, og ná þannig betur til
markaðarins," segir Elvar.
Hann segir að Teymi muni vaxa
með sama hraða á þessu ári og því
síðasta. Gert sé ráð fyrir að velta
og hagnaður muni aukast um 40%
á milli ára og sé nú verið að bæta
við starfsfólki og útvikka þjónustu
fyrirtækisins. Þá sé verið að vinna
grunnvinnu varðandi erlenda
markaði og muni sú vinna skila sér
á næstu mánuðum.
Möguleikar á útflutningi
kannaðir
„Þá kemur í ljós hvort ástæða er
til að herja á erlenda markaði með
þá þekkingu sem við höfum yfir að
ráða. Við höfum frá byrjun sett
markið hátt og ætlað okkur að ná
40-50% vexti á milli ára næstu árin,
en við þurfum ekki erlenda mark-
aði til að ná þessum markmiðum
okkar,“ segir Elvar.
Finnland
þurrt í
marz?
Helsinki. Reuters.
STARFSMENN áfengiseinok-
unarinnar í Finnlandi munu ef
til vill leggja niður vinnu í
næstu viku vegna deilu um
kaup og kjör að sögn verka-
lýðsfélags þeirra.
Lokatilraun til að leysa deil-
una verður gerð í þessari viku
og ef hún ber ekki árangur
verður búðum rikiseinokunar-
innar Alko lokað frá 3. marz.