Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 19
ERLENT
Reuters
STEVE Hanke, bandarískur hagfræðingur og ráðgjafi Indónesíu-
stjórnar, á fréttamannafundi í Jakarta í gær. Hann er hlynntur því að
festa gengi rúpíunnar gagnvart dollara og mótmælir því, að vextir
muni hækka mikið í kjölfarið.
Indónesar vilja festa gengi rúpíunnar
IMF hótar að
hætta aðstoð
Djakarta, Washington. Reuters.
RÍKISSTJÓRN Suhartos, forseta
Indónesíu, vék í gær seðlabanka-
stjóranum úr embætti og er ástæð-
an talin vera andstaða hans við að
festa gengi rúpíunnar gagnvart er-
lendum gjaldmiðlum, aðallega
Bandaríkjadollara. Hafa ýmis er-
lend ríki og IMF, Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn, harðlega gagnrýnt þá
fyrirætlun og IMF hótar jafnvel að
hætta við fyrirhugaða aðstoð verði
látið verða af henni.
í tilkynningu frá ríkisstjórninni
sagði, að Soedradjad Djiwandano
seðlabankastjóri hefði látið af
störfum „með sæmd“ en ekkert
frekar sagt um ástæður uppsagn-
arinnar. Eftir heimildum er hins
vegar haft, að hann hafi verið and-
vígur því að festa gengi rúpíu
gagnvart dollara.
Aukið svartamarkaðsbrask
með gjaldeyri
Almennt er búist við, að gengi
rúpíunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum verði fest og strangt
gjaldeyriseftirlit tekið upp en það
mun óhjákvæmilega leiða til mikils
svartamarkaðsbrasks með gjald-
eyri. Talið er líklegt, að gengi rúpíu
verði ákveðið 5.500 á móti einum
dollara en það var 2.400 þegar efna-
hagskreppan reið yfir í júlí á síðasta
ári. í gær var það í 9.300 til 9.500.
Bandaríski hagfræðingurinn
Steve Hanke, sem er Indónesíu-
stjóm til ráðgjafar, hefur rekið
áróður íyrir því að festa gengið en
gagnrýnendur segja, að þótt slíkt
fyrirkomulag geti litið vel út á
pappírnum, þá hafi Indónesíustjóm
ekki gjaldeyrisvarasjóði til að halda
því uppi.
220 milljarða kr.
greiðsla í mars
Ýmis ríki, sem leggja hvað mest
til IMF, til dæmis Bandaríkin,
Þýskaland og Japan, hafa gagn-
rýnt þessa fyrirætlan Indónesíu-
stjórnar og IMF hefur jafnvel hót-
að að hætta að greiða upp í 43
milljarða dollara, rúmlega 3.100
milljarða ísl. kr., aðstoð við
indónesískt efnahagslíf. Til stendur
að greiða af henni 220 milljarða kr.
í mars og myndi einhver dráttur á
því hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér.
Vestrænir bankamenn segja, að
brottrekstur Djiwandano komi á
slæmum tíma og muni ekki auka trá
erlendra fjárfesta á Indónesíu en
stjómmálaskýrendur segja, að Su-
harto, sem hefur stjórnað landinu í
32 ár í skjóli stöðugleika og hag-
vaxtar, sé orðinn örvæntingarfullur
og vilji umfram allt festa gengi rúp-
íunnar til að vinna gegn verðhækk-
unum og atvinnuleysi og vaxandi
ókyrrð í landinu.
Bandaríska dagblaðið The Was-
hington Post sagði í gær, að Su-
harto teldi, að aðstoðin frá IMF
hefði ekki breytt miklu um krepp-
una í landinu og þess vegna vildi
hann grípa til þess að festa gengið.
Sagt er, að hann hafi skýrt Bill
Clinton, forseta Bandaríkjanna, frá
því í símtali sl. fóstudag en þá ítrek-
aði Clinton kröfur IMF.
MEGANE OPERA
gefur rétta tóninn í umferðinni
Staðalbúnaður í Mégane Opera:
Fullkomið hljómflutningskerfi með geislaspilara,
6 hátölurum og fjarstýringu í stýrinu.
SamUtir stuðarar Álfelgur « Rafdrifnar rúður
Vökva- og veltistýri • Fjarstýrðar samlæsingar
Litað gter * Þjöfavöm ♦ Tölvustýrður
oUuhæðarmæUr 8 Öryggisbeltastrekkjarar
með dempara
kombí; og
Revjjsluaktu
, RRnault mégane opera
MEGANE 0PERA - HLJOMLEIKAHOLL A HJOLUM
RENAULT
B&L • Armúla 13 • sími 575 1200 • söludeild 575 1220 • fax 568 3818 • netfang t
Ertu búinn að smakka þessi
gómsætu sa löt?
'fífi ÍÆí rLÍ __ .
• ■ Ifiííi'-
•i J
Salötin frá Hollt og Gott eru frábær
ofan á brauð eða með fersku grænmeti.
Salötin fást í öllum helstu matvöruverslunum.
«9loUt & ffott