Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stefnuræða Borís Jeltsíns Rússlandsforseta
Endurnýjuð krafa
um frekari umbætur
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
lagði í árlegri stefnuræðu sinni, sem
hann hélt í gær, hvort tveggja að rík-
isstjórninni og neðri deild þingsins,
þar sem stjórnarandstaðan er at-
kvæðamest. Forsetinn krafðist þess
að báðir aðilar sæu til þess að hag-
vöxtur í landinu yrði tryggður og að
fjárlögin verði afgreidd með skyn-
samlegum hætti.
Hann gerði mikið úr nauðsyn þess
að tryggja bættan hagvöxt, sagði að
spilling væri enn mikið vandamál, að
stjómkerfí ríkisins þyrfti á endur-
bótum að halda og hét því að í her-
afla landsins yrði haldið áfram á um-
bótabrautinni.
Sagði forsetinn að rikisstjórn
Viktors Tsjemomyrdíns yrði að fara
frá ef henni tækist ekki að ná mikil-
vægustu takmörkunum - að gera
endurbætur á fjárlögum og skatt-
heimtureglum og að ná hagvexti með
fjárfestingum í framleiðsluiðnaði
frekar en spákaupmennsku á fjár-
málamarkaði.
„Ég ætla ekki að endurtaka þetta.
Ef ríkisstjórnin stendur sig ekki í að
ná þessum lykilmarkmiðum, þá verð-
um við að fá nýja ríkisstjórn," sagði
forsetinn, en þessum orðum svaraði
þingheimur með dynjandi lófaklappi,
sem þingmenn fóm annars mjög
sparlega með.
Áherzlan á bætta skattheimtu kem-
ur til af því, að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn setti fyrirvara við greiðslu frek-
ari lána til Rússlands ef skattheimta
yrði ekki bætt. Mikill misbrestur hef-
ur verið á því að álagðir skattar skili
sér í rússneska ríkissjóðinn.
Til stóð að fjárlagafrumvarpið yrði
í gær tekið til fjórðu og síðustu um-
ræðu í neðri deild þingsins, en þing-
forsetinn Gennadí Seleznjov, sagði
að henni yrði að öllum líkindum
frestað í Ijósi ummæla Jeltsíns. Mi-
hkaíl Zadomov fjármálaráðherra
sagði mögulegt að Jeltsín beitti neit-
unarvaldi gegn fjárlögunum ef ekki
yrðu samþykktar þær breytingar
sem hann vildi sjá á þeim.
Jeltsín og Li Peng fordæma
hernað gegn Irak
Varðandi utanríkismál lýsti Jeltsín
því yfir að beiting hervalds til lausn-
ar Iraksdeilunni væri ,;síðasta og
hættulegasta úrræðið". I sameigin-
Iegri yfirlýsingu sem gefin var út eft-
ir fund Jeltsíns síðdegis í gær með
Li Peng, forsætisráðherra Kína, seg-
ir að hvorki Rússland né Kína geti
sætt sig við hemaðarárás gegn Irak.
í ræðu sinni endurtók Jeltsín
einnig þá hótun að ef Eystrasaltsrík-
in þrjú yrðu aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu myndi það hafa mjög
neikvæð áhrif á samskipti Rússlands
við bandalagið.
Þetta var í fimmta sinn frá árinu
1994 sem Jeltsín flutti stefnuræðu,
en þá fyrstu flutti hann nokkrum
mánuðum eftir að sló í brýnu milli
hans og sovétsinna á þingi. í kjölfar
þess uppgjörs vora gerðar breyting-
ar á stjómarskránni sem meðal ann-
ars fólu í sér að ætlazt var til þess af
forsetanum að hann flytti báðum
deildum hins nýja þjóðþings stefnu-
ræðu einu sinni á ári.
I öllum þeim stefnuræðum sem
hann hefur flutt íram að þessu hefur
hann ítrekað lagt áherzlu á atriði
eins og hagvöxt og baráttuna gegn
glæpum og spillingu.
En ef reynsla liðinna ára er höfð
til hliðsjónar munu mörg þessara
fyrirheita ekki ganga í uppfyllingu
eða aðeins að litlum hluta.
Stefnuræðan gaf líka vísbendingar
um heilsu Jeltsíns, en hún hefur eins
og kunnugt er ekki alltaf verið sem
skyldi undanfarin ár. Að þessu sinni
virtist forsetinn við góða heilsu og
mælti styrkum rómi.
„ Reuters
RUSNESKIR hermenn, sem stóðu heiðursvörð við komu Li Pengs, forsætisráðherra Kína, til Moskvu í gær,
anda í gegn um hanzkaklæddar hendur vegna nístandi kuldans.
Ráðherrum
fækkað í
sparnaðar-
skyni
Vilníus. Reuters.
FORSETI og forsætisráðherra
Litháen hafa ákveðið að fækka
ráðherrum í ríkisstjóm lands-
ins úr 17 í 12 í sparnaðarskyni.
Talsmaður Valdas Adamkus,
nýkjörins forseta Litháen,
sagði að forsetinn og
Gediminas Vagnorius forsætis-
ráðherra hefðu orðið ásáttir um
að fækkunin myndi eiga sér
stað í tveimur áföngum.
„Adamkus vill draga úr bákn-
inu og gera stjómsýsluna skil-
virkari líkt og fram kom í
stefnuskrá hans,“ sagði tals-
maðurinn.
Hann vildi ekki greina frá því
hvaða ráðherrar yrðu látnir
hætta en fjölmiðlar í Litháen
segja Adamkus hafa hug á að
leggja niður Evrópumálaráðu-
neytið, þar sem hann telji það
sinna sömu verkefnum og utan-
ríkisráðuneytið. Vagnorius sé þó
andvígur slíkum hugmyndum.
Kinkel hafnar
EMU-gagnrýni
KLAUS Kinkel,
utanríkisráðherra
Þýzkalands, vís-
aði í gær á bug
nýlegum áköllum
tveggja hópa
þýzkra háskóla-
prófessora um að
áformum um stofnun Efnahags- og
myntbandalags Evrópu (EMU) skuli
frestað.
Kinkel sagði á fundi með hinum
belgíska starfsbróður sínum í norð-
ur-þýzka bænum Furstenberg að
hvergi yrði hvikað frá því að mynt-
bandalaginu verði hleypt af stokkun-
um á þeim tíma sem að hefur verið
stefnt, 1. janúar 1999.
„Gagnrýnendur áformanna, og
þar á ég líka við hagfræðiprófessor-
ana, verða að gera sér grein fyrir að
evróið er nú þegar orðið að veruleika
á fjármálamörkuðum," sagði Kinkel.
Fjórir prófessorar hafa kært
EMU-áformin til stjórnlagadómstóls
Þýzkalands í því skyni að reyna að
hindra að Þýzka-
land verði meðal
stofnaðildarríkja
ef af stofnun
myntbandalags-
ins verður um
næstu áramót. Og
hópur 155 hag-
fræðiprófessora lögðu sitt lóð á vog-
arskálamar í þágu frestunar EMU-
áformanna í opnu bréfi sem birtist í
blöðum í liðinni viku.
„Látið ekki villa um fyrir ykkur
þótt nokkrir prófessorar kvarti við
stjórnlagadómstólinn eða skrifi dag-
blöðum bréf,“ sagði Kinkel, og bætti
við að á sínum tíma þegar þýzka
markið var tekið upp í Vestur-
Þýzkalandi hefðu margir hagfræð-
ingar verið fullir efasemda.
„Þeir sögðu að nýja markið væri
bezta leiðin til að breyta stórfé í lítið
fé. Svona getur mönnum skjátlazt -
hið andstæða var rétt, saga þýzka
marksins hefur verið einstök sigur-
ganga,“ sagði Kinkel.
Matgæðingi
úthýst af
veitingastað
London. Daily Telegraph.
MICHAEL Winner, kvik-
myndaleikstjóra og matgæð-
ingfi, hefur verið úthýst af Le
Gavroche, einu frægasta veit-
ingahúsi Lundúna, vegna
ruddalegrar framkomu við
móttökustjóra, sem hann skildi
eftir grátandi. Er hún tjáði
Winner að ekkert borð væri
laust er hann hugðist panta
fékk hún yfir sig fúkyrða-
fiaum.
Eigendur Le Gavroche segja
Winner, sem skrifar um veit-
ingastaði í enska blaðið Times,
sjálfbirgingslegan og óæski-
legan í húsakynnum þeirra. Er
móttökustjórinn, ungfrú
Pauline Hobbs, Ijáði honum að
allt væri fullt spurði hann af
drambsemi hvort hún vissi
ekki hver hann væri og bætti
við: „Ég ætla út að borða með
Jane Asher og Joan Collins svo
það er eins gott að þú finnir
borð.“
Eigendur veitingahússins
segja í bréfí sem birtist í blað-
inu Sunday Business, að ekki
sé hægt að hafa ýmis orð
Winners við ungfrú Hobbs eft-
ir vegna innihaldsins en segja,
að hann hafi m.a. sagt henni
að hún myndi missa vinnuna
er yfirmenn hennar kæmust að
því að hún hefði vísað honum á
dyr.
Winner vísaði ásökunum um
dónaskap á bug og hélt þvi
fram, að eigendur Le Gavr-
oche væru að hefna sín á hon-
um fyrir að gefa matnum á
öðru veitingahúsi þeirra, Wa-
terside Inn í Bray í Berkshire,
slæma dóma. Þar er hann
sömuleiðis sagður hafa fengið
útrás fyrir þótta sinn og kraf-
ist þess, eftir að hann var sest-
ur til borðs, að borðaskipan i
sainum yrði breytt. Öllu þessu
neitar Winner, sem dæmt hef-
ur mat og þjónustu veitinga-
húsa 1 42 ár. „Á öllum þessum
tíma slá þessar ásakanir allt út
sem um mig hefur verið skrif-
að hvað ónákvæmni og lág-
kúrulegheit varðar," sagði
hann.
Hann neitaði því að hafa
ætlað að borða með Asher og
Collins, heldur handritshöf-
undunum Laurence Marks og
Maurice Grann. „Þeir vildu
fara á Le Gavroche. Ég sagði
þeim að ég hataði staðinn en
þangað vildu þeir. Ég sló því á
þráðinn og talaði ekki við
þessa konu. Herramaður tjáði
mér hins vegar, að eigandinn
vildi ekki að mér yrði þjónað
því ég hefði verið ruddalegur í
garð föður hans í einum dóma
rninna," sagði Winner.
Ungfrú Hobbs heldur hins
vegar fast við sína sögu og
kveðst aldrei munu gleyma
samtalinu. „Ég man hvert ein-
asta orð og þar sem ég er
sveitastúlka frá Dorset varð
mér nyög bilt við. Stórbokka-
skapurinn var mikill og hann
spurði mig hranalega hvort ég
vissi ekki hver hann væri,“
segir hún.
Talsmaður Hvíta hússins um samband
Clintons og Lewinsky
„Flókin saga“
Chicago. Reuters.
SAMBAND Bill Clint-
ons, forseta Bandaríkj-
anna, og Monicu Lewin-
sky er hugsanlega
„mjög flókið mál“ og
ekki svo auðvelt að út-
skýra það. Er þetta haft
eftir Mike McCurry,
talsmanni Hvíta húss-
ins, í viðtali, sem dag-
blaðið The Chicago Tri-
hune birti í gær. Á
fréttamannafundi síð-
degis í gær gekkst
McCurry við orðunum
en sagði að hann hefði
betur látið þau ósögð.
McCurry, sem stendur í því alla
daga að svara spumingum um sam-
band þeirra Clintons og Lewinsky,
sagði í viðtalinu, að það væri ef til vilí
ekki svo auðvelt að útskýra sam-
bandið. „Kannski er til á því einföld
skýring en ég held þó ekki. Hún væri
þá komin fram,“ sagði McCurry og
bætti því við, að líklega væri um að
ræða flókið mál eins og oft væri með
mannleg samskipti. „Og ég held, að
það verði ekki auðvelt að útskýra
það.“
Talsmaður „á stundum
að þegja“
McCurry sagði ennfremur í viðtal-
inu, að Clinton hefði verið tregur til
að segja frá sambandi sínu við
Lewinsky að öðra leyti en því, að það
hefði ekki verið kynferðislegt. Ein af
ástæðunum væri ótti við, að aðrir
kynnu að notfæra sér þær upplýs-
ingar til að fá fólk til að hagræða
sannleikanum. „Það er lagt mjög
hart að fólki og reynt að fá það til að
gefa ákveðnar yfirlýsingar og af því
hafa lögfræðingar okk-
ar áhyggjur," sagði
McCurry.
Talsmaður forsetans
sagði um viðtalið í gær:
„Eg sannaði með því að
bara fífl svara spurn-
ingum sem byggjast á
tilgátum." Hann bætti
þvi við að hlutverk tals-
manns gæti stundum
verið fólgið í því að
þegja.
A fréttamannafund-
inum í gær var hann
spurður hvort forsetinn
hefði ekki atyrt hann
fyrir að hafa látið þessi orð falla, en
McCurry svaraði: „Ég fór sjálfur í
minn eigin skammarkrók."
The Chicago Tribune sagði, að
McCurry beitti aðferð, sem hann
kallaði að „miðla sannleikanum í
smáskömmtum“. „Við getum ekki
enn sagt frá öllu og því verðum við
að gæta þess, að það, sem við segj-
um, sé rétt og satt og stangist ekki á
við söguna þegar hún verður loks
sögð,“ sagði McCurry í viðtalinu.
„Clinton er einstaldega agaður
maður og lætur þetta ekki setja sig
út af laginu. Það er engin hætta á, að
einhver rekist á hann á göngum
Hvíta hússins í hrókasamræðum við
málverkin,“ sagði McCurry ennfrem-
ur, en bætti við, að andrúmsloftið
væri þó þannig, að Clinton gæti ekki
treyst fyllilega sumum sínum nán-
ustu samstarfsmanna af ótta við, að
þeir hlypu með allt saman í fjölmiðla.
„Svona er Hvíta húsið við lok 20.
aldar. Flóðljós fjölmiðlanna era um
allt, það á enginn neitt einkalíf leng-
McCurry