Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 22

Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ ekki var um tilbúnar, sviðsettar of- sóknir naflastrengja að ræða eins og hja þeim í vestrinu og þetta fólk lagði sig í mikla hættu. Um var að ræða bóheima í einskismannslandi, sem er hálfur titill hins langa inn- gangs í sýningarskránni en hinn nefnist perlur fyrir svín. Og rétt er það, sem stendur í formála, að þetta var hluti hins sögulega lands- lags alþýðulýðveldisins. Pótt mörgum muni þykja þau sannindi harla ósennileg, renndi sýningin Berlín/Moskva stoðum undir þá atburðarás, að aldrei reyndust Þjóðverjar og Rússar við- líka nánir og á fyrri helmingi aldar- innar, þrátt fyrir tvær heimsstyrj- aldir og ólýsanlegar hörmungar í kjölfar þeirra. Við framkvæmd þessa risaverkefnis var haft náið samstarf við Moskvuborg og sýn- ingin jafnframt opnuð í Púskín safninu í mars 1996. Undirbúning- urinn stóð yfir í heil sex ár og kostnaðurinn nam nálægt fimm milljörðum króna. Hún brá upp áhrifamikilli sviðsmynd af því hvernig þjóðimar auðguðu hvor aðra á sviði lista, bókmennta, tón- listar og heimspeki, ennfremur hvemig hin gagnkvæma hrifning umhverfðist í þjóðamorð og illvígan fjandskap. Skilin milli vináttu og óvináttu, ástar og haturs, lífs og dauða eru oftar en ekki afstæð. Lengi hafði þýsk tunga verið fyrsta erlenda málið í rússneskum skól- um, en er tímar liðu varð þetta máttuga mál Goethes, SchUlers, Rilkes og Tomasar Manns mál rík- isheija, morðingja, brennuvarga, lögregluskipana, fangabúðastjóra og gæslukvenna. Meistarinn frá Þýskalandi var nú dauðinn og eftir seinni heimsstyrjöldina lágu 26 milljónir Rússa í valnum. Skyldu margir gera sér grein fyrir því nú í aldarlok, að þegar samsldpti þjóðanna voru nánust á þriðja áratugnum, gullna áratugn- um, eins og hann er oft nefndur, var hálf milijón Rússa búsett í Berlín, aðallega á svæðinu út frá Zoo brautarstöðinni. Líkt og flugur um ljóshjálm sveimuðu þeir kring- um Minningarkirkju Vilhjálms keisara er trónaði yfir í nágrenninu og byggð var í síðrómönskum stíl á árunum 1891-95. Sín á milli nefndu Þjóðverjar hverfið iðulega Charlottengrad, en það þótti líkjast smáútgáfu af Moskvu og hefur trú- lega teigt anga sína til Charlotten- burg. Rússarnir höfðu eigin skóla, banka og stjórnmálasamtök, þegar best lét níutíu forlög, þrjú dagblöð og þijátíu stéttarfélög. Ennfremur smáleikhús, bókabúðir, rakarastof- ur og nafnkennd kaffi- og veitinga- hús þar sem rithöfundar og lista- menn voru fastagestir. I kaffihús- inu Prager Diele sat til að mynda Ilja Ehrenburg og gaf bókmennta- leg hollráð sem margir notfærðu sér, byggingafræðilegi listamaður- inn E1 Lissitzkij spáði þar í tilraun- ir sínar og Vladimir Nabokov skrif- aði fyrstu rússnesku skáldsögur sínar í Berlín. Rússneskir lista- menn sem komu í fyrsta skipti til borgarinnar urðu furðu lostnir enda skildu 1600 kílómetrar Moskvu og Berlín að, og hálfs ann- ars sólarhings lestarferð, og þó var eins og þeir væru að koma heim! Listamenn hittust hjá málaranum Iwan Puni og í Bad Saarow austan við Berlín hafði Maxím Gorki að- setur. Það var í Berlín sem ris og fall George Levins átti sér stað, en þar var hann fæddur 1878. Nam tón- menntir í Flórenz og lauk seinna tónlistarnámi við Tónskólann í Berlín og hlaut þá Liszt-styrkinn fyrir framúrskarandi píanóleik og hélt tónleika. Giftist rithöfundinum Elsu Lasker Schiiler 1901, sem gaf honum nafnið Herwarth Walden, er hann varð heimskunnur undir. Árið 1904 stofnaði hann listafélag, er bauð ungum samtímarithöfund- um starfsvettvang. í mars 1910 gaf hann út fyrsta eintakið af tímarit- inu Sturm, og hið stefuskrármark- andi nafn kom einnig frá spúsu hans. Meðal höfunda voru Adolf Loos, Karl Kraus Salomo Fried- Af gráu sumri í Berlín láta menn sér annt um söguna, eins og stórsýningar undanfarinna ára eru til vitnis um og borgin hefur verið leiðandi á því sviði á undangengnum árum. Bragi --------------------------— Asgeirsson, sem verið hefur á vettvangi, segir frá nokkrum þeirra í þessari og næstu grein. ÞAÐ VAR undarleg tilfinn- ing að koma til Berlínar á nýársdag, og hafi einhver farþeginn í álfuglinum bú- ist við uppljómaðri stórborg urðu vonbrigðin nokkur. Aðkoman á Tempelhof er hrá og ólífræn, öll flugstöðin líkust gráum risagámi og flestir fegnastir að komast það- an burt í hvora áttin sem stefnt er. Borgin reyndist sömuleiðis grá og lítið upplýst, jólaskreytingamar sem vandræðalegur útjaskaður brandari víðast hvar, í öllu falli sýndist svo á leiðinni um Kreuz- berg og Schöneberg að hótel Econtel á Sömmeringstrasse í Charlottenburg. Hátíðimar voru þó trúlega innihaldsríkari en víðast hvar, enda um eitt mesta tónleika- land veraldar að ræða og fólk fer gjarnan á almenna tónleika að morgni dags á helgidögum ef því er að skipta eins og ég hef áður vikið að. Jólasálmamir sem sungnir em um allan heim koma líka flestir frá Þýskalandi. Umbúðimar og glysið em ekki allt á hátíð Jesúbarnsins og vetrarsólhvarfanna, eins og víða lítur út fyrir í vestrinu. Trúlega em Þýðverjar að spara rafmagnið og má vera eðlilegt í ljósi efnahagsörðugleikanna eftir sameiningu borgarhlutanna og hins mikla atvinnuleysis í landinu. Hér kunna menn öðmm fremur að spara og taka á vandamálunum. Ljósi punkturinn var að veðrið var mun mildara en búast mátti við, meður því að fjölmiðlar höfðu flutt fréttir af fimbulkuldum í Austur- Evrópu. En þeir reyndust langtum austar og Berlínarblöðin hermdu af gráu sumri á miðjum vetri og þar hittu þau naglann á höfuðið. í þessari miklu borg virðast menn flestum fremur láta sér annt um söguna og á síðustu ámm hefur umfangsmikil sjálfskoðun verið á dagskrá. Hófst trúlega með hinni miklu framkvæmd Berlín/Moskva, 1900-1950 í Martin Gropius bygg- ingunni síðla árs 1995, sem einnig íjallaði um kjörsifjar, skyldleika eftir vali, en ekki veit ég hvort hún hafi endað með sýningunni Kjörsifjar, Skandinavía/Þýskaland, á Sögusafninu. Ennfremur hafa verið í gangi fleiri sýningar eins og t.d. Pólland/Þýskaland, enda eru Þjóðverjar sér vel vitandi um aðra og öflugri nágranna en þá í norðri, þótt þeir líti ekki á sama hátt upp til þeirra. í Sögusafninu var einnig önnur og gagnmerk sýning á sömu hæð og var í framhaldi af hinni sýn- ingunni, þannig að menn gengu í einn stóran hring um ótal sali og afmarkaðar deildir. Stóðu loks ringlaðir á upphafsreit, en snöggt- um fróðari um mannlífsvettvang- inn. Yfírgripsmikil og vel skipulögð samantekt um sögu Þýskalands frá miðöldum og fram til síðustu tíma, myndir og vitnisburður þýskrar sögu, „bilder und zeugnisse der deutschen geschichte". Að slíkum RÁN og gripdeildir á saklausu fólki var eitt af einkennum þijátíu ára stríðsins. Sebastian Vrancx (1573 -1637). Hermenn ræna bándabýli. Sýningin Myndir og vitnisburður þýskrar sögu. framkvæmdum getur maður raun- ar að jafnði gengið á safninu, og all- ir munirnir trúlega í eigu þess. Var um afar hlutlæga skýrslu sögu- legra heimilda að ræða og fátt dregið undan, enda eiga söfn að vera hvati opinnar skoðanamynd- unar en ekki að lyfta undir trúverð- ugheit þröngrar og einsýnnar söguskoðunar og upplýsingamiðl- unar. Eðlilega er margra daga verk að melta slíkt yfirgengilegt fram- boð upplýsinga, en hverjum og ein- um afar hollt að ná nokkru yfirliti yfir söguna, kemur öllum Evrópu- búum við og heiminum um leið. Og það var góð viðbót að fá upplýs- ingaöldina, þýska rómantík og klassík frá víðum sjónarhóli beint í æð. Hafa framverðina og verk þeirra 1 beinu sjónmáli; Leibnitz, Kant, Lessing og Móses Mendelsohn. Ekki síðri lifun að fylgja eftir þrjátíu ára stríðinu og heimildum frá því líkt og lifandi skýrslu og myndasögu. Það mikla fár hófst í Bæheimi með því að tveir landstjórar mótmælenda hröpuðu úr glugga Hradschin hall- arinnar í Prag, og viðbrögðin svip- uð og er Frans Ferdinand var myrtur í Sarajevo, tæpum þrem öldum síðar, allt fór í bál og brand. Að hildarleiknum loknum hafði þýsku þjóðinni fækkað úr sautján í átta milljónir, sem hlutfallslega telst margfóld blóðtaka saman- lagðra heimstyrjaldanna á þessari öld. í aðalatriðum var á hlutlægan og sldlvirkan hátt greint frá blóma- skeiðum og menningarlegu risi þýsku þjóðarinnar, ásamt tímabil- um styrjalda og niðurlægingar. Sýnu fróðlegast hvemig greint var frá atburðarásinni á þessari öld. RUDOLF Schlicter (1890-1955), Blint vald, 1937. Sýningin Berlfn/Moskva. Ekki um neina hlutdræga leiðsögn og forsjárhyggju að ræða, því naumast getur söguskoðun orðið skilvirkari. Hinir mörgu sýningar- gestir voru líka bersýnilega með á nótunum, og til viðbótar má nefna að sýningarskráin var í tveim hlut- um, samtalst 824 síður og prýdd mergð litmynda, að auki frábær hönnun. Kvikmyndir frá skotgrafa- hemaði fyrri heimsstyrjaldarinnar sitja enn í mér sem mara, því hér var um hrákaldan veruleikann að ræða en engan leikinn hrylling í sjónvarpi og áhrifin margfóld, ristu í merg og bein. A jarðhæð safnsins var sérsýn- ing, sem var líkust framhaldi á kaflanum um alþýðulýðveldið þýska og nefndist bóheimar og al- ræði í ddr, eða „boheme und diktat- ur in der ddr“. Fjallaði um utan- garðsfólk á árunum 1970-89, og þær neðanjarðarhræringar sem þá áttu sér stað. Sýningin mun hafa komið mörgum á óvart, einkum íbúum Austur-Þýskalands sem helst urðu varir við athafnasemina í veggkroti og einstaka uppákomum. Þetta átti sér þó víða stað svo sem í Dresden Halle, Leipzig, Thiiringen og Karl-Marx-Stadt, auk Berlínar. Fram kemur að vissulega var til ut- angarðsfólk ásamt blómabömum í Alþýðulýðveldinu og í öllu ríkari mæli en flesta óraði. Átti mjög margt sameiginlegt með þeim í vestrinu á öllum sviðum utangarðs- listar og frjálsu lífemi. Kjörsifjar sóttar til hræringa vestan megin við múrinn sem náðu alla leið til Is- lands. Munurinn liggur í því að Sjónmenntavettvangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.