Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 18.02.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGÚR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á MYNDINNI ræðir Birgir Snær Birgisson myndlistarmaður við nemendur á sýningunni Líkamsnánd, sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Líkamsnánd á veraldarvefnum Á KJARVALSSTÖÐUM stendur nú yfír sýning á norrænni sam- túnalist sem ber heitið Líkams- nánd. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslustarf tengt sýn- ingunni og hefur hún verið kynnt sérstaklega eldri bekkj- um grunnskóla svo og fram- haldsskóla. Meðal þess sem gert hefur verið til að miðla efni á sýningarnar er að koma upp heimasíðu á veraldarvefnum. Heimasíðan var unnin í sam- starfi við Valhalla, norrænt upplýsinganet um barna- og unglingamenningu. Á heima- síðuni er fjallað um einstök verk auk þess sem fjallað er um ýmis efni tengd líkamanum, t.d. tengsl sálar og líkama, lækning- ar og siðferði, upphafningu lík- amans og ást og kynlíf. Netfang sýningarinnar er http:// valhalla. norden.org eða http://valhalla.norden.org/tassi /webisland/index.thml. Liður í fræðslustarfinu er að nemendur hitti lista- og fræði- menn og ræði við þá um við- fangsefni sýningarinnar. Um þessar mundir er það mann- fræðingurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson sem ræðir við nemendur um ímyndir og það hvort nektin sé ofurseld ritskoð- un en klæðnaður staðgengill frelsis. Aðrir sem tekið hafa þátt í þessu starfí eru myndlistar- mennirnir Birgir Snæbjörn Birgisson og Haraldur Jónsson, rithöfundurinn Kristín Ómars- dóttir og erlendir listamenn sem eiga verk á sýningunni. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 10-18. Alla sunnudaga kl. 16 er almenn leiðsögn um sýninguna. A lágu nótunum MYIVPLIST Sverrissalnr, llafnar- borg, Hafnarfirði VATNSLITAMYNDIR Verk Bjargar Þorsteinsdóttur. Til 23. febrúar. Opið alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Aðgangur 300 kr. BJÖRG Þorsteinsdóttir er löngu orðin þekkt stærð í íslensku listalífí fyrir grafík sína, málverk og vatns- litamyndir. Nú sýnir hún 27 vatns- litamyndir í Sverrissal á jarðhæð Hafnarborgar - allar frá síðasta ári - af hverjum 23 eru nákvæmlega jafnstórar. Mér er ekki ljóst hvers vegna Björg temur sér svo staðlað stærðarval þegar einsleitt yfirbragð mynda hennar kallar einmitt á mun fjölbreyttari framsetningu. Endur- teknar stærðir þarfnast marg- slungnara inntaks nema listamaður- inn sé að fást við endurtekninguna og óbreytanleikann sem sérstakt viðfang. En Björg er enginn mínimalisti og formræn tómhyggja samtímans er fjarri þeim Iögmálum sem ríkja í list hennar. Hún vinnur samkvæmt mjög persónulegum gildum þar sem hvergi eru bornar brigður á fullgilt einstaklingseðli listamannsins og sérstæða athugun hans á tilverunni. Þess vegna væri eðlilegast ef Björg legði mesta áherslu á sérstöðu hverrar myndar með því að skerpa ólíkar eigindir innan heildarinnar. En það er eins og varfæmi Bjargar byrgi henni sýn. Hún held- ur traustataki í afdankað myndmál sem lærlingar Klees og Picassos tæmdu á fímmta áratugnum og hef- ur enga þýðingu lengur. Þess vegna er það hvorki tækni Bjargar né ágæti hennar í meðferð lita sem hér er á metunum heldur afstaða henn- ar til listarinnar og þróunar hennar eftir stríð. Takist maður ekki á við nýja sýn er sama hversu vel er ort; útkoman verður alltaf bragðdaufari en efni standa til. Það er þessi deyfð sem eltir Björgu í Sverrissal, en hún er ekki ein um að fínnast sem klukkan hafi numið staðar þegar New York svelgdi í sig leifarnar af Parísar- skólanum. Fjöldinn allur af minni spámönnum, heima og erlendis, ríg- heldur í slíkar úreltar stílfærslur rúnar marktæku inntaki. Munurinn er sá að fæstir þessara skreyti- meistara búa yfir nægum metnaði og því er ekki mikils af þeim að vænta. Björg hefur hins vegar skaphöfn til að snúa vörn í sókn og gæða myndir sínar fersku inntaki. Hún þarf einungis að losa sig við þá missýn að fegurðin hafi drekkt sér í Signu fyrir fimmtíu árum. Halldór Björn Runólfsson Menningar- styrkir í Hafnarfirði VIÐ lok menningarmálaþings í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vora afhentir styrkir Menningarmála- nefndar Hafnarfjarðar. Styrki hluti að þessu sinni: Hjördís Frím- ann myndlistarmaður, Kristján Helgason myndlistarmaður, Mar- grét Guðmundsdóttir myndlistar- maður, Jón Kr. Gunnarsson til bókaútgáfu, Ása Marín Hafsteins- dóttir ljóðskáld, Þorfinnur Skúla- son og Örn Hrafnkelsson til bóka- útgáfu, Pétur Kristbergsson til bókaútgáfu, Elín Osk Oskarsdóttir söngkona, Tríó Reykjavíkur til tónleikahalds í Hafnarborg, Jón Thor Gíslason myndlistarmaður, Kór Öldutúnsskóla, Gunnar B. Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður, Kór Hafnarfjarðarkirkju, Steindóra Bergþórsdóttir mynd- listarmaður, Byggðasafn Hafnar- fjarðar, Botnleðja, Kór Flensborg- arskóla, Guðmundur Rúnar Lúð- víksson myndlistarmaður, Hall- berg Guðmundsson vegna mynd- listarsýningar og Erlendur og Þórður Sveinssynir til þess að geta hafið flokkun og varðveislu á verk- um föður síns, Sveini Bjömssyni myndlistarmanni. Menningarmálanefnd Hafnar- fjarðar skipa: Magnús Kjartans- son formaður, Valgerður Guð- mundsdóttir, Ómar Smári Ár- mannsson, Kristinn Andersen og Símon Jón Jóhannsson. Menningarstyrkirnir vora af- hentir við lok menningarmála- þings í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Haustdrungí í París MYIVDLIST Sýningarsalur félags- ins íslensk graffk GRAFÍK KRISTÍN PÁLMADÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 21. febrúar. FÉLAGIÐ íslensk grafík hefur komið sér upp rúmgóðu og velbúnu grafíkverkstæði við Tryggvagötu 15, í sama húsi og Myndlistarskóli Reykjavíkur, en í þeim enda hússins sem snýr að höfninni. I tengslum við verkstæðið hefur einn salur ver- ið innréttaður sem sýningarsalur, sérstaklega fyrir grafíksýningar og erlenda gesti sem sýna í boði félags- ins. Ekki hefur farið mikið fyrir þessum sal, enda hefur sýningar- hald verið stopult og tilvist hans kannski ekki á allra vitorði. Nú stendur þar yfír sýning á grafíkverkum Kristínar Pálmadótt- ur, og er það fyrsta sýningin í saln- um síðan í fyrrasumar. Kristín út- skrifaðist úr Myndlista- og handíða- skóla Islands 1994 og hefur sýnt nokkuð reglulega síðan. Rristín byrjaði að vinna að myndunum á grafíkverkstæði í París, meðan hún dvaldi í Kjarvalsstofu, sem er gesta- vinnustofa sem íslenskir listamenn geta fengið til leigu. Á sýningunni eru fjórtán grafíkmyndir, sem skiptast niður í fjórar seríur. Allar eru gerðar með tveimur eða þremur ættum koparplötum. Sérhver mynd er þó einstakt verk, eða svokallað einþrykk, sem þýðir að það er ekki um takmarkað tölusett upplag að ræða af einni og sömu myndinni. Hver mynd er ólík, þótt notaðar séu sömu plöturnar. Þetta sést nokkuð oft hjá grafík- listamönnum núorðið, en ekki er víst að allir sýningargestir átti sig á því. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hversu miklu máli slík vinnu- brögð hafa fyrir grafíklistina, en sú spurning vaknar meðal annars hvort skilin milli grafíklistar og annarra listgreina, eins og mál- verksins, verði ekki óskýr. Er ekki ástæða til að spyrja sig að því, þeg- ar um einþrykksgrafík er að ræða, hvað það sé sem grafíktæknin bjóði upp á umfram málverk eða vatnsliti, sem fái listamanninn til að velja hana, og hvort það séu ekki slíkir eiginleikar sem listamaðurinn leitist við að draga fram? Kristín reynir ekki að láta form- ræna eða fígúratíva þætti bera myndimar uppi heldur lit og áferð. Og kannski er það einmitt áferðin í koparætingunni sem hún vill byggja á. í nokkrum myndanna sést örla á mótífum úr byggingum Parísarborg- ar, annars eru myndirnar algjörlega óhlutbundnar. Hún teflir saman bæði björtum og dimmum tónum, og mýkt og hrjúfleika, til að ná fram látlausum og þögulum stemmning- um. Haustlitastemmningin er alls- ráðandi, en er þó ekki geislandi og björt, heldur frekar drungaleg og allt að því tregablandin. Myndir sem þessar hefðu hér áð- ur fýrr verið kallaðar „lýrísk abstraksjón", eftir stílfyrirmyndum sem komu fram meðal annars í París á sjötta áratugnum og ótölu- legur fjöldi íslenskra myndlistar- manna hefur spreytt sig á síðan. Kristín gerir enga tilraun til að breyta út af því sem áður hefur ver- ið reynt í þessa veru. Auk þess eru myndirnar yfírleitt of lágstemmdar og átakalitlar til að búa yfir ein- hverri kynngi sem getur fangað hugarflug áhorfandans og fengið hann til að komast í snertingu við þá upprunalegu reynslu sem mynd- irnar eru sprottnar úr. Gunnar J. Árnason. Fóstbræður og Stuðmenn á æfingu. Stórtónleikar Karla- kórsins Fóstbræðra og Stuðmanna KARLAKÓRINN Fóstbræður og Stuðmenn æfa nú fyrir tón- leika.sem þeir koma fram á laug- ardaginn 28. febrúar kl. 14 í Há- skólabíói. Á tónleikunum verður flutt tónlist úr kvikmyndunum Með allt á hreinu og Karlakórinn Hekla, en Fóstbræður sáu um flutning á tónlistinni í þeirri síð- arnefndu. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „íslenskir karlmenn". Einnig koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir og Garðar Cortes. titsetningu tónlistar annast Árni Ilarðarson, Magnús Ingimarsson, Ólafur Gaukur og Ríkarður Örn Pálsson. Stuðmenn og Fóstbræður flyya sameiginlega flest lögin á tónleikunum og til aðstoðar þeim verður 10 manna blásarasveit. Sljórnandi tónleikanna verður Árni Harðarson, stjórnandi Fóst- bræðra. Tónlistin hefur öll verið útsett sérstaklega af þessu tilefni og fenginn verður margvíslegur tæknibúnaður erlendis frá til að tryggja hljómgæðin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.