Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 25
Frestun verk-
falls sjómanna
ÞÁÐ VAKTI athygli
manna þá umræður
fóru fram í fjölmiðlum
milli formanns LÍÚ og
forystumanna sjó-
manna sú harka sem
strax var hlaupin í við-
ræðumar sem virtust
fara fram meira í fjöl-
miðlum en við borð
sáttasemjara. Formað-
ur LIÚ segir í einu
fj ölmiðlaviðtahnu:
„Mér finnst enn að það
eigi ekki að bjarga
mönnum frá svona
framkomu eins og for-
ystumenn sjómanna
hafa sýnt sínum vinnu-
veitendum eins og gerst hefur
núna í þessari deilu þannig að
menn eiga að vera ábyrgir gerða
sinna og era ekki skomir niður úr
þeirri snöru sem þeir eru að setja
um sinn eigin háls.“
Þessi ummæli segja allt um það
ástand sem ríkt hefur á þeim bæ.
Það sem deilt er um
er í kjarasamningi
Það er umhugsunarvert hvernig
þessi deila verður til lykta leidd. I
kjarasamningi sem útgerðarmenn
og sjómenn hafa undirritað segir
m.a.:
„Útgerðarmaður hefur með
höndum sölu aflans og hefur til
þess umboð áhafnar að því er afla-
hlut hennar varðar. Hann skal
tryggja skipverjum hæsta gang-
verð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra
en útgerðai-maður fær, þar með
talin hrogn, lifur og bein. Ekki er
heimilt að draga frá heildarverð-
mæti afla kostnað vegna kaupa á
veiðiheimildum, sbr. 1. gr. laga nr.
24/1986, sbr. 10. gr. laga nr.
79/1994 um breytingu á lögum nr.
24/1986 um skiptaverðmæti og
greiðslumiðlun með
síðari breytingum."
Þrátt fyrir þessi
ákvæði kjarasamnings
fai'a nokkrir útgerðar-
menn á skjön við verð-
myndun á afla og
draga frá heildarverð-
mæti afla kostnað
vegna kaupa á veiði-
heimildum. Með fram-
angreint í huga er
komin fram megin-
hluti skýringar á þeim
pirringi sem innra
með sjómönnum er.
Að undirrita kjara-
samning við útgerðar-
menn sem þeir fara
ekki eftir hvað þetta ákvæði
áhrærir er óviðunandi leikreglum
nútímans.
í umræðum innan
þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins lýsti ég því
yfír að ég myndi greiða
atkvæði gegn lögum
um stöðvun verkfalls-
ins, segir Guðmundur
Hallvarðsson, en setti
mig ekki upp á móti
því að málið yrði tekið
upp í þinginu eins og
ætlan var.
Verkbann og
lagasetning
LIÚ boðar verkbann á alla fé-
lagsmenn sjómannasamtakanna
Guðmundur
Hallvarðsson
sem síðan er dæmt ólögmætt þar
sem ekki var rétt að staðið í at-
kvæðagreiðslu hvar ný lög um
stéttarfélög og vinnudeilur kveða á
um. Það vekur athygli að í bréfi
LIÚ frá 14. janúar sl. vegna verk-
bannsboðunar er þess getið að m.a.
sé átt við alla félagsmenn innan
Sjómannasambands Islands, svo
og félagsmenn í Matsveinafélagi
Islands.
Ekki hefði þurft að geta Mat-
sveinafélagsins sérstaklega þar
sem félagið á aðild að Sjómanna-
sambandinu. I sjálfu sér er málið
nokkuð léttvægt ef ekki hefði kom-
ið fyrir nákvæmlega sami texti í 2.
gr. frumvarps til laga um stöðvun
verkfalla á fiskiskipaflotanum. Er
þá komin skýring á hinni hörðu
deilu sem upp kom þá sjómenn
vildu fresta verkfalli en útgerðar-
menn settu sem skilyrði að bókað
væri hjá sáttasemjara að þeir ættu
enga aðild að lagasetningu um
stöðvun verkfalls. I umræðum inn-
an þingflokks Sjálfstæðisflokksins
lýsti ég því yfir að ég myndi greiða
atkvæði gegn lögum um stöðvun
verkfallsins en setti mig ekki upp á
móti því að málið yrði tekið upp í
þinginu eins og ætlan var.
Óeðlileg áhrif á
skiptakjör
Fyrir 10. mars nk. á þriggja
manna nefnd að skila af sér tillög-
um sem einkum beinast að því að
koma í veg fyrir að viðskipti með
sjávarafla milli tengdra aðila og
viðskipti með aflaheimildir hafi
óeðlileg áhrif á skiptakjör sjó-
manna.
Löggjafanum er það ljóst sem á
undan hefur gengið í samskiptum
milli útgerða og sjómanna í máli
þessu og er mál að linni. Með tilvís-
an til ákvæða kjarasamnings sjó-
manna, sem vitnað er hér til í upp-
hafi þessarar greinar, má Ijóst vera
að samskipti aðila vinnumarkaðar-
ins ganga ekki með þessum hætti
fyrir sig.
Sem betur fer er það metnaður
flestra aðila sem kjarasamning
undinita að hin skrifuðu orð skuli
standa.
Höfundur er nlþingismaður.
Klassísk tónlist á
öldum ljósvakans
ÉG TEK heilshugar
undir grein Halldórs
Haraldssonar „Björg-
um Klassík FM 106,8“
sem birtist í Morgun-
blaðinu í dag, fimmtu-
daginn 12. febrúar.
I mínum huga fyllir
Klassík FM 106,8 upp í
skarð sem lengi hefur
verið full þörf á að
gera hér á landi, þ.e.
að jafn sjálfsagt sé að
spila sígilda tónlist
daglangt og dægurtón-
list, sem heyrist á æ
fleiri rásum ljós-
vakans. Ég hef á þeim
tuttugu árum sem liðin
eru frá því að ég flutti til íslands
fylgst með sívaxandi áhuga fólks á
sígildri tónlist, ekki síst ungs fólks
sem sækir í æ ríkari mæli tíma í
fjölmörgum tónlistarskólum þessa
lands sér til ánægju og yndisauka.
Þessi aukni áhugi er af hinu góða.
Sem dæmi má nefna að ég sæki
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands reglulega og hef þar tekið
eftir því að æ fleiri áheyrendur eru
af yngri kynslóðinni sem er mjög
uppörvandi fyrir mig sem tónlist-
arkennara. Æ sjaldnar heyrir
maður talað um „sinfóníugargið“ í
útvarpinu eins og algengt var hér
á árum áður. Einnig má hæla RÚV
fyrir sinn þátt í að stórbæta kynn-
ingu og framsetningu sígildrar
tónlistar á seinni ár-
um.
Útvarpslög voru
rýmkuð fyrir fáeinum
árum sem fjölgun út-
varps-og sjónvarps-
rása ber glöggt vitni.
Afþreying í Ijósvaka-
miðlum er ennþá stór
hluti _af daglegu lífi
hér á Islandi og þar af
leiðandi er hópur
þeirra sem efnisins
njóta mjög breiður.
Það væri því mikill
skaði ef Klassík FM
106,8 yrði lokað ein-
ungis á þeirai for-
sendu að hún er ekki
arðbær. Ég er fullviss um að hægt
væri að finna stuðningsaðila ef rétt
er að málum staðið. Að sjálfsögðu
skil ég það sjónarmið að Klassík
FM 106,8 sé ekki góðgerðarsamtök
og að til rekstursins þurfí peninga
en ég tel að hagnaður megi ekki
vera eina forsenda slíks framtaks.
Einhvers staður verður að vera
hægt að nálgast afþreyingar- og
fræðsluefni af þessu tagi jafnt að
nóttu sem degi. Ég minnist þess að
Sígild FM sem byrjaði sem rás til-
einkuð sígildri tónlist hefur nú
breyst í enn eina popprásina. Ég
vona að slíkt hendi ekki Klassík
FM 106,8.
Segja má að ég hafi sem Breti
verið nánast alinn upp við að
Sem atvinnutónlistar-
maður og kennari
fagnar Óliver Kentish
því að Klassík
FM 106,8 sé til.
hlusta á BBC, rás 3, sem útvarpaði
eingöngu sígildri tónlist frá klukk-
an 7 að morgni til miðnættis, bæði
gamalli og nýrri og öllu þar á milli.
Þar er tónlistin faglega kynnt og
ég sem er nú atvinnutónlistarmað-
ur geri mér grein fyrir því að ég
hef lært heilmikið af því að hlusta
á áðurnefnda rás. Nú hefur ný út-
varpsrás bæst við í Bretlandi sem
ber heitið Classic FM en þar er
efnið kynnt með óformlegri hætti
en á BBC, rás 3, til að mæta aukn-
um áhuga almennings á sígildri
tónlist. I hörðum heimi fjölmiðl-
anna í Bretlandi væru rásir sem
þessar ekki stofnsettar nema rík
ástæða sé til og markaður fyrir
hendi.
Þar sem góð verk eru að jafnaði
bæði seint og illa þökkuð langar
mig að benda á það afrek sem
Halldór Hauksson hefur unnið á
meðan hann hefur séð um útsend-
ingar frá Klassík FM 106,8. Ég
hlusta mikið á útsendingar rásar-
innar, bæði kynnta og ókynnta
dagskrá. Halldór er mjög dugleg-
Óliver
Kentish
Búseti er
góður kostur
ÞAÐ ER ætíð sárt að
sjá þegar samherjar til
fjöldamargra ára taka
upp á því að senda hvor
öðrum tóninn í fjölmiðl-
um. Það er enn verra
þegar heiftin nær slík-
um undirtökum að
staðreyndir verða
aukaatriði og aðalatrið-
ið er að sverta allt og
alla. Jón Kjartansson,
formaður leigjenda-
samtakanna, og Reynir
Ingibjartsson, sem Jón
ranglega nefnir fram-
kvæmdastjóra Búseta,
eru að deila um málefni
Leigjendasamtakanna,
þar sem þeir hafa báðir verið valdir
til forystu. Af einhverjum ástæðum
hefur foraiaðurinn Jón ekki betri
ráð til þess að rökræða málefni
leigjendasamtakanna en að blanda
Búseta inn í þá umræðu. Það væri
svo sem í lagi ef það væri gert með
málefnalegum hætti. I grein sinn í
Mbl. 10. febrúar sl. fer Jón í sína
kunnuglegu stellingu, þ.e. að hrópa
hátt og slá fram fullyrðingum án
nokkurs rökstuðnings.
Jón veit betur en hann lætur uppi
hvernig Búseti reiknar út rekstrar-
kostnað íbúða félagsins. Þar er um
raunkostnað að ræða eins og við
þekkjum hann best. Það er ekki
hlutverk Búseta, né geta, að niður-
greiða mánaðarlegan kostnað í
íbúðum okkar. Það sem við getum
hins vegar gert er að reyna eftir
mætti að byggja með eins hag-
kvæmum hætti og unnt er og leita
síðan bestu leiða til þess að viðhalda
eignum félagsins. Ef það leiðir til
þess að Búseti er ekki með lægstu
mögulegu leigu er það vegna þess
að ekki er verið að bera saman
sömu hluti. Hér á landi hefur aldrei
verið til almennur leigumarkaður.
Ástæða þess er ofureinfóld; íbúðar-
ur við m.a. að kynna það sem er að
gerast á líðandi stund hér á ís-
landi. Það og augljós brennandi
áhugi hans á tónlist, þekking og
smekkvísi við framsetningu er til
fyrirmyndar. Það má líka benda á
að hér á landi er mjög öflugt tón-
listarlíf sem á sér vart hliðstæðu
við sambærilegar aðstæður. Út-
varpskynning af þessu tagi skilar
sér í aukinni tónleikasókn hér á
landi og örvar því tónlistarlífið enn
frekar.
Miðað við þann fátæklega tækja-
kost sem mér skilst að Halldór hafi
yfir að ráða tel ég afrek hans nán-
ast vera kraftaverk. Dagskrárliður
hans um kantötur Bachs er unninn
af smekkvísi, metnaði og mikilli
fagmennsku, ekki síður en kynn-
ingar hans á „Diski dagsins".
Sem atvinnutónlistarmaður og
kennari fagna ég því að Klassík
FM 106,8 sé til. Eg hef hvatt nem-
endur mína til að hlusta og upplifa
þannig og læra um sígilda tónlist
og ég hef tekið eftir því að þeir eru
mjög ánægðir með að „uppgötva"
að það er bæði gagn og gaman að
hafa slíka rás og oft kjósa nemend-
ur mínir frekar Klassík FM 106,8
en eina af dægurtónlistarrásunum
til að hlusta á.
Ég hvet forsvarsmenn Klassíkur
FM til að reyna að finna leiðir til
að halda þessari rás opinni og þar
með að halda áfram að veita stór-
um, og stækkandi, hópi hlustenda
aðgang að þeirri tegund tónlistar
sem mest hefur lent utangarðs á
íslandi en hefur nú öðlast sinn
réttmæta sess. Einnig hvet ég fólk
sem hlustar á þessa rás að láta í
sér heyra svo að Klassík FM 106,8
fái að vagga áfram á öldum ljós-
vakans.
Höfundur er tónskáld.
húsnæði er slæmur
fj árfestingarkostur.
Það dettur engum fjár-
festi í hug að festa sína
peninga í íbúðarhús-
næði þar sem það
rýrnar um 0,5% á ári.
Þá er betra að fjár-
festa í atvinnulífinu
með hlutabréfakaup-
um og ná þar með mun
betri ávöxtun. Hins
vegar kaupir fólk íbúð-
ir til eigin nota og leig-
ir aðeins tímabundið
vegna náms eða vinnu
fjarri heimahögum.
Búseti býður hins veg-
ar íbúðir á góðum kjör-
um til lengri tíma.
En hversu vænlegt er það fyrir
íbúðareigendur að leigja íbúðir hér
Hins vegar er
húsnæði, segir
Gunnar Jdnatansson,
ekkert öðruvísi vara
en t.d. matvæli.
á landi ef talsmaður leigjenda, Jón
Kjartansson, úthúðar þeim sífellt í
fjölmiðlum, kallar þá glæpamenn
og líkir samskiptum þeirra við
leigjendur jafnvel við útrýmingar-
búðir! Hversu trúverðugur er Jón
þegar hann fullyrðir að tilgangur
Reynis í Leigjendasamtökunum sé
að hækka leigu á íbúðum Reykja-
víkurborgar til að gera Búseta
markaðshæfan! - Búseti hefur ekki
litið svo á að félagið sé í beinni sam-
keppni á húsnæðismarkaði. Við er-
um úrræði fyrir einstaklinga í öll-
um tekjuhópum. Þau kjör sem við
bjóðum eru með því allra besta sem
gerist á markaðnum. Það er stað-
reynd, sem t.d. Neytendasamtökin
hafa staðfest í málgagni sínu í febr-
úar 1996. Þar er fullyrt að búseta-
kerfið sé langódýrasti húsnæðis-
kosturinn.
Jón segir í lok greinar sinnar að
„það skiptir öllu máli hvaða tekjur
fólk hefur til þess að greiða" og
„húsnæði á ekki að vera fjármagn
heldur samastaður". Þessi hugsun-
arháttur er ákaflega gamaldags. Við
getum vissulega gert betur fyrir
tekjulægstu fjölskyldur þessa lands.
Hins vegar er húsnæði ekkert öðru-
vísi vara en t.d. matvæli. Hvort
tveggja er lífsnauðsynlegt fyrir
okkur. Það dettur samt engum í
hug að láta tekjulágt fólk fara í ein-
hvera sérstakan bás í matvöruversl-
unum þar sem það greiðir lægra
verð en aðrir. Húsnæði er vara sem
kostar að eiga og reka. Það skiptir
engu hvort það er íbúð á almennum
markaði, hjá Reykjavíkurborg eða
Búseta. Verðið sem þarf að gi-eiða
fyrir afnotin ræðst að stærstum
hluta af þeim kjörum sem hún er
fjármögnuð með. Það er ekki ýkja
mikill munur á t.d. fasteignagjöld-
um og tryggingum. Það sem sláptir
síðan mjög miklu máli er kostnaður
við viðhald fasteignarinnar. Allir
þessir þættir koma við sögu þegar
reiknuð er leiga á íbúð. Þessi kostn-
aður hefur ekkert með tekjur við-
komandi íbúa að gera. Til þess höf-
um við hins vegar húsnæðisbætur.
Það má segja að allt íbúðarhúsnæði
á Islandi sé „félagslegt“. Allt fjár-
magn til kaupa á íbúðum er niður-
greitt af ríkinu. Auk þess koma
vaxtabætur og húsaleigubætur, sem
tryggja enn frekar jöfnuð í þessum
málaflokki.
Við ykkur, Jón og Reynir, segi
ég: Snúið bökum saman og vinnið
að leiðum til þess að auka framboð á
hentugu húsnæði fyrir alla tekju-
hópa.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Búseta.
Gunnar
Jónatansson