Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 32

Morgunblaðið - 18.02.1998, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hugmyndir um breytingar á rekstri sjúkrahúsa REKSTUR Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur kostar ís- lenska skattgreiðendur 13-14 millj- arða króna á ári og þótt þjónusta sjúkrahúsanna sé ódýr i saman- burði við sambærilegar stofnanir erlendis og framleiðni góð hefur stöðugur styr staðið um þau á und- anförnum árum. Ymsar hugmyndir ■* um breytingar á rekstri spítalanna hafa verið viðraðar og nefndir og ráð verið að störfum án mikils ávinnings. Oft er starfsfólki þessara stofnana kennt um hversu eríítt virðist vera að fá fram breytingar í starfsemi þeirra og gefið í skyn að það óhlýðnist fyrirmælum til að vemda eigin hag. Þær hugmyndir að breytingum á starfsemi sjúkrahúsanna í Reykja- vík, sem oftast heyrast nefndar, eru sameining þeirra, gerð þjónustu- samninga og aukin kostnaðarþátt- taka sjúklinga. Hins vegar hafa sjaldnar heyrst nefndar breytingar á rekstrarformi sjúkrahúsanna og rekstrarumhverfl þeirra. Ef til vill ' er það þó þar sem vandinn liggur. Sátt hefur ríkt um íslenska al- mannatryggingakerfíð og þátt þess í að viðhalda réttlæti og jafnræði í heilbrigðisþjónustunni. Fjármögn- un íslenskra sjúkrahúsa mun á komandi árum vafah'tið koma að langmestu leyti frá þessu velferðar- kerfí og allar breytingar á rekstri sjúkrastofnana verða að taka mið af því. Þær hugmyndir sem hér eru settar fram beinast því á engan hátt gegn þessu kerfi samhjálpar heldur benda á mögulegar breytingar sem leitt gætu af sér aukna rekstrarhag- kvæmni, markvissari framþróun og betri þjónustu við sjúklinga. Rekstrarumhverfí Rekstrarumhverfí sjúkrahúsanna er þeim óhagstætt. Fjármögnun þeirra er alfarið ákveðin af stjóm- völdum sem margskipta fjárveiting- um í til dæmis launakostnað, al- mennan rekstrarkostnað, kostnað vegna nýframkvæmda, viðhalds og tækjakaupa, og er ætlast til að fjár- magn sé ekki flutt milli einstakra þátta. Fjárveitingar eru til eins árs í senn og litlir möguleikar til upp- byggingar með hagkvæmri lang- tímafjármögnun einstakra verk- efna, svo sem tækjakaupa. Þar sem öll tækjakaup eru fjár- mögnuð með sérstökum fjárveiting- um stjórnvalda er ekki tekið mið af nauðsynlegri endurnýj- un og engar afskriftir heimilaðar. Vegna þessa eru takmarkaðir mögu- leikar á að greina raun- verulegan kostnað við einstaka rekstrarþætti og raunkostnaðurinn að nokkru leyti dulinn. Þrátt fýrir fastar fjár- veitingar til rekstrar starfa spítalamir að hluta til í opnu við- skiptaumhverfi og em háðir verðlagsbreyting- um bæði hér heima og ekki síður erlendis. Þeir reyna að bæta rekstrar- forsendur sínar og hag- kvæmni með útboðum og aðgerðum til að auka afköst og einnig hefur verið reynt að auka sértekjur. Auknar sértekjur leiða hins vegar til skertra fjárveitinga að ári og ekkert tillit er tekið til þess að auk- in afköst hafa í mörgum tilvikum einnig aukinn kostnað í för með sér. Þannig búa þessi fyrirtæki við breytilegan rekstrarkostnað en fastar fjárveitingar sem eru með takmarkaða tengingu við breytileg- ar rekstrarforsendur og verðlag í landinu. Tortryggni Stjórnvöld tortryggja forsvars- menn sjúkrahúsanna i orði og verki og ábendingar stjórnenda um fyrir- sjáanlegan hallarekstur eru virtar að vettugi. Fjárveitingar tii Sjúkra- húss Reykjavíkur á fjárlögum und- anfarinna ára hafa verið óraunhæf- ar og hafa iðulega gert ráð fyrir 5-10% niðurskurði fjárveitinga án breytinga í þjónustu við sjúklinga. Öllum hefur verið ljóst að slíkur samdráttur mundi ekki ganga eftir en engu að síður hefur kröfunum um lægri rekstrarkostnað verið haldið til streitu. Óraunhæfni fjár- laga hefur síðan verið staðfest á haustmánuðum með aukafjárveit- ingum eftir að ómældur tími stjórn- enda hefur farið í að fást við hið ómögulega, það er að koma rekstri spítalans inn fyrir ramma fjárveit- inga. Aukafjárveitingamar hafa hins vegar ekki nægt til að rétta af rekstrarhallann en hafa verið skil- yrtar með kröfum um óraunhæfa lækkun rekstrarkostnaðar á nýju ári, ella verði aukafjárveitingin ekki greidd. Þær þvinguðu áætl- anir, sem gerðar hafa verið í kjölfar skilyrtra aukafjárveitinga, hafa að sjálfsögðu ekki stað- ist, og í kjölfarið koma ásakanir um slaka fjár- málastjóm á sjúkra- húsinu. Reyni stjórn- endur að bera blak af sér, til dæmis með út- reikningum sem sýna fram á lækkandi fjár- veitingar, hafa stjórn- völd jafnharðan verið búin að fá fram nýja út- reikninga fengna út frá öðrum forsendum. Þar hefur til dæmis verið miðað við annan vísitölugi-unn, og því síðan haldið fram að útreikning- ar sjúkrahússins séu rangir. A end- anum hafa þeir, sem með fylgjast, enga hugmynd um hvað er rétt eða rangt í þessum málflutningi og áfram drabbast starfsemi sjúkra- hússins niður. Hver veit hvað verkin kosta? I tillögum Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis til fjárlaga er rekstrarumfang sjúkrahúsanna óskilgreint og fáum þingmönnum því ljóst fyrir hvaða þjónustu er ver- ið að greiða þegar Alþingi samþykk- ir fjárlög. Jafnóljóst er hvaða kröfur er réttmætt að gera til sjúkrahús- anna um umfang þjónustu og skil- virkni í rekstri, og aukinn kostnaður vegna aukinnar þjónustu kemur sjaldan fram með beinum hætti. Áhrif verðlagsbreytinga á rekstr- arkostnað sjúkrahúsanna eru óviss, og ýmsar vísitölur eru í gangi, svo sem vísitala samneyslu, neyslu- verðsvísitala og launavísitala. Hvaða vísitala er notuð við útreikn- inga á verðbreytingum í heilbrigðis- þjónustu er háð duttlungum hvers og eins og útkoman því að sjálf- sögðu mismunandi. Þegar upp er staðið má því segja að fæstir, sem fjalla um forsendur fjárhagslegs rekstrar sjúkrahúsanna, geri sér glögga grein fyrir um hvað málið fjallar og að umræðan sé því að miklu leyti borin fram af hyggjuvit- inu einu saman. Innan veggja spítala Innri rekstri sjúkrahúsanna má skipta í tvennt, fjárhagslegan rekst- ur og faglegan rekstur. Stjórnir Stjórnvöld, segir Torfi Magnússon, tortryggja forsvarsmenn sjúkra- húsanna í orði og verki. spítalanna, sem aðalábyrgð bera á fjárhagslegum rekstri, eru pólitískt skipaðar og tengjast því beint inn í stjórnmál líðandi stundar. Breyt- ingum á pólitískum hlutföllum stjórnmálaflokka fylgja því einnig breytingar á innri stjóm sjúkrahús- anna án tillits til aðstæðna í rekstri þeirra. Ráðandi meirihluti stjórnar er þannig fulltrúi stjórnvalda og verður að gæta hagsmuna stjórn- valda og fyrirtækis síns samtímis. Faglegur rekstur er fyrst og fremst á hendi lækna og hjúkrunarfræð- inga sem í samræmi við íslensk lög mynda saman stjórnunareiningar þar sem báðir aðilar eru jafnrétthá- ir en slík tvístjórnun getur gert ákvarðanatöku erfiða og stjórnun- ina ómarkvissa. Stöðug óvissa ríkir um væntan- legar kröfur stjórnvalda til Sjúkra- húss Reykjavíkur. Þetta leiðir til þess að ákvarðanir dragast og markvissar breytingar á rekstrin- um era óframkvæmanlegar. Innan veggja spítalans er margt á fallanda fæti. Starfsánægja fer dvínandi, umræðan innanhúss snýst um hvort eitthvað nýtt sé að frétta af áform- um stjórnvalda og bjartsýni og framfarahugur eru drepin í dróma. Hvað er til ráða? Við óbreyttar aðstæður í rekstr- arumhverfi og innri rekstri spítal- anna munu hugmyndir um gerð þjónustusamninga, rekstrarhag- ræðingu og aukna samvinnu eða verkefnatilflutning milli sjúkrahús- anna aðeins ná að bæta stöðu þeirra að takmörkuðu leyti. Forgangs- verkefni stjórnvalda nú er því að mínu mati að breyta rekstrarum- hverfi spítalanna og rekstrarformi þeirra. Legg ég til að hafist verði handa um eftirfarandi breytingar: ★ Sjúkrahúsin í Reykjavík verði gerð að sjálfstæðum fyrirtækjum í eigu ríkis og/eða Reykjavíkurborg- ar. Fyrirtækjunum verði ekki ætlað að skila arði. ★ Stjórnir sjúkrahúsanna verði gerðar sjálfstæðari með tilliti til Torfí Magnússon ráðuneytis og breytinga á fylgi stjórnmálaflokka og þær geti þannig tekið markvissari ákvarðan- ir um rekstur og skipulag spítal- anna. ★ Umfang þjónustu sjúkrahúsanna næstu 2-3 ár verði áætlað í ljósi fyr- irsjáanlegi’a breytinga í læknis- fræði. ★ Fjárhagsáætlun fyrir sjúkrahús- in verði gerð til þriggja ára í senn. ★ Gert verði átak í að verðleggja kostnað við einstaka rekstrarþætti og einstök verk svo að gera megi þjónustusamninga á raunhæfum fjárhagslegum forsendum. ★ Gerðir verði þjónustusamningar sem taki til þjónustu við sjúklinga, rannsókna og kennslu. ★ Sjúkrahúsin verði rekin á sam- bærilegum forsendum og önnur fyr- irtæki í landinu þar sem þau selji þjónustu sína á eðlilegu verðlagi og hafi sömu möguleika og önnur fyrir- tæki til langtímafjármögnunar og afskrifta. ★ Samkomulag verði gert um út- reikninga á áhrifum verðlagsbreyt- inga á kostnað í heilbrígðisþjónust- unni, til dæmis með samkomulagi um „vísitölu heilbrigðisþjónustu". ★ Innra skipulag heilbrigðisþjón- ustunnar verði endurskoðað með það fyrir augum að stuðla að mark- vissari rekstri og hraðari ákvarð- anatöku. ★ Næstu tvö árin verði spítölunum tryggður starfsfriður með fjárveit- ingum sem nægja til óbreytts rekstrar. Niðurlag Flestum er ljóst að rekstur spít- alanna í Reykjavík er í ógöngum með sífelldum rekstrarhalla og vax- andi óánægju starfsfólks. Þeim sem vinna á sjúkrahúsunum er ljóst að þeir geta ekki búið við það að einu breytingarnar í rekstrinum séu nið- urskurður kostnaðar án breytinga á starfsemi eða þjónustu. Það er einnig auðvelt að rökstyðja að sjúkrahúsin lifi í óhagkvæmu rekstraramhverfi, bæði að því er varðar skipulag, rekstrarlegar for- sendur og viðhorf stjórnvalda. Hlutverk stjórnvalda ætti ekki að vera að þvinga fram breytingar í rekstri sjúkrahúsanna með niður- skurði og tilskipunum um skipu- lags- og rekstrarbreytingar. Hlut- verk þeirra er að skapa þessum fyr- irtækjum rekstrarumhverfi sem skilað getur bættum rekstri, rekstr- arhagræðingu og markvissri sam- vinnu þeirra með markmið velferð- arsamfélagsins að leiðarljósi. Höfundur er formaður læknaráðs Sjúkrahúss Heykjavíkur. Ósannindi frambjóðanda D-lista Málefnarækt íram- bjóðenda D-listans til borgarstjómar er svo alger að þeir verða að grípa til ósanninda í von um að ná athygli kjós- »enda. Glöggt dæmi um þetta er grein Júlíusar Vífils Ingvarssonar um heilbrigðisgjald sem birtist í Morgunblaðinu 31. janúar sl. Röng fullyrðing um lögbrot Umrædd grein Júlí- usar Vífils hefur fyrir- sögnina „Ólögmæt skattheimta R-listans“. Vitnar hann þar til stjórnarskrár- mk innar um að enga skatta megi setja nema með lögum og vísar til heil- brigðiseftirlitsgjalds sem Reykja- víkurborg hefur sett á fyrirtæki í borginni. Greinarhöfundur nefnir hins vegar ekki að samkvæmt nið- urstöðu umboðsmanns Alþingis, sem hann vitnar til, hafa sveitarfé- lög ótvíræða heimild til töku eftir- litsgjalds samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. Hann lætur þess heldur ekki getið að Reykjavík var eitt síðasta sveitarfélag- ið í landinu til að setja á umrætt eftirlitsgjald. D-listinn hóf gjald- tökuna 1993 Það spaugilega við skrif Júlíusar er að hann forðast að geta þess að D-listinn í Reykjavík setti fyrst á gjaldtöku fyrir meng- unareftirlit árið 1993. Síðan þá hafa fulltrúar D-listans í heilbrigðisnefnd sam- þykkt samhljóða breytingar á gjald- skrá árið 1995 og aftur 1997 vegna mengunar- og heilbrigðiseftirlits með fyrirtækjum borgarinnar. Gjaldtaka byggð á þjónustu við fyrirtækin Undir stjóm Reykjavíkurlistans var fai-ið í víðtæka endurskipulagn- ingu á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. í kjölfar þess unnu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins að ítarlegri eftirlitsáætlun og hófst sú vinna haustið 1996. Ný gjaldskrá mengunar- og heilbrigðiseftirlits fyrir árið 1997 var byggð á þeirri vinnu. Hún var rökstudd með viða- miklum útreikningum á áætluðum kostnaði við eftirlit með ólíkum flokkum fyrirtækja og starfsgreina og var gjaldskráin samþykkt sam- hljóða í heilbrigðisnefnd í janúar 1997. Samráðshópur borgarinnar og atvinnulifsins Það voru Verslunarráð íslands og Vinnuveitendasamband íslands sem báru fram kvörtun við umboðsmann Alþingis árið 1995 vegna þáverandi gjaldskrár fyrir mengunar- og heil- brigðiseftirlit í Reykjavík. Álit um- boðsmanns Alþingis lá fyrir júní 1997, þá var skipaður samráðshópur með Reykjavíkurborg annars vegar og Verslunarráði íslands og Vinnu- veitendasambandi íslands hins veg- ar. Verkefni samráðshópsins voru að fara yfir og skýra forsendur gild- andi gjaldskrár jafnframt því að Málefnafátækt fram- bjóðenda D-listans til borgarstjórnar er svo alger, segir Hulda Ólafsdóttir, að þeir verða að grípa til ósanninda í von um að ná athygli kjósenda. fara yfir hvernig leiðrétta megi gjaldtöku frá 1995, hafi í einhverjum tilfellum verið oftekið. Með skipun samráðshópsins var það tryggt að sjónarmið atvinnulífsins kæmust til skila við gerð nýrrar gjaldskrár. Vinna samráðshópsins hefur m.a. leitt til þess að hin nýja gjaldskrá fyrir 1998 er töluvert frábrugðin gjaldskránni frá árinu 1997. Náði hópurinn sátt um forsendur og inni- hald gjaldskrárinnar. Slík vinnu- brögð hljóta að marka viss tímamót í samskiptum opinbers eftirlitsaðila og eftirlitsþega, þ.e. atvinnulífsins. Hulda Ólafsdóttir Niðurstaða umboðs- manns Alþingis Umboðsmaður benti í niðurstöð- um sínum á ýmislegt sem betur mætti fara, t.d. að lagaheimildin sé mjög fábrotin og sveitarfélögum því mikill vandi á höndum þegar setja skal gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit. Það er torskilin röksemdafærsla fulltrúa D-listans að telja ófullkomna lagasetningu Al- þingis áfellisdóm yfir Reykjavíkur- borg. Ósæmandi fram- bjóðanda D-lista Lítill sómi er að því fyrir væntan- legan borgarfulltrúa að gripa til ósanninda og halda fram ólögmætri skattheimtu Reykjavíkurlistans, til að afla sér atkvæða meðal borgar- búa. Því miður virðist hætta á að málflutningur af þessu tagi muni einkenna kosningabaráttu D-listans vegna þess að allt kjörtímabilið hafa vinnubrögð hans einkennst af mál- efnafátækt og slappri stjórnarand- stöðu í borgarstjórn. Þetta munu kjósendur hafa í huga við sveitar- stjórnarkosningarnar 23. maí nk. Höfundur er sjúkraþjálfari og for- maður Heilbrigðisnefndar Keykja- víkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.