Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 33,
AÐSENDAR GREINAR
Að breyta vatni
í „Kjarval“
VEGNA greinar
sem Ragnar Jónsson
tónlistarkennari skrif-
aði í Morgunblaðið 24.
janúar sl. um falsanir á
málverkum þykir mér
rétt að eftirfarandi
komi fram: Fyrir
nokkru kom Ragnar
Jónsson að máli við
okkur í Gallerí Fold og
spurði hvort við gætum
selt fyrir sig myndir.
Að sjálfsögðu tókum
við vel í það, enda slík
sala atvinna okkar.
Meðal myndanna sem
Ragnar kom með til
okkar var stór mynd unnin með
vatns- og krítarlitum merkt Jó-
hannesi S. Kjai-val. Myndefnið var
stúlka í köflóttum kjól, sitjandi á
engi innan um krókusa sem hún
var að tína í búnt. I baksýn var
skógur. Myndin var afar ólík öðru
því sem við höfum séð eftir Kjar-
val og kom manni fyrst í hug að
hún væri eftir einhvern sænskan
málara, hugsanlega máluð á Skáni
snemma á öldinni. Ymsh- skoðuðu
þessa mynd, listamenn, áhuga-
menn um Kjarval, sérfræðingar
um Kjarval og að lokum Olafur
Ingi Jónsson í Morkinskinnu. Til
að gera langa sögu stutta þá voru
allir þessir aðilar sammála um að
myndin væri ekki eftir Kjarval.
Þegar undirritaður hafði samband
við Ragnar Jónsson vegna þessa
gerðist þetta: Ragnar var spurður
um eigendasögu myndarinnar, en
slík saga var ekki fyrir hendi né
neitt annað sem óyggjandi gæfi til
kynna eftir hvern myndin er. Eg
tjáði honum að við treystum okkur
ekki tO að selja þessa mynd án
traustrar eigenda-
sögu. Virtist mér
Ragnar skilja það, en
hann sagðist nýlega
hafa fest kaup á
myndinni og myndi
einfaldlega skila henni
aftur. Eg sagði Ragn-
ari aldrei að myndin
væri fölsuð, enda var
hún það ekki, heldur
að hún væri að okkar
dómi ekki eftir Kjar-
val og að merking
hennar væri fölsuð. A
því er eðlismunur þótt
hvoru tveggja sé nógu
slæmt.
I grein sinni sinni í Morgun-
blaðinu upplýsir Ragnar að mynd-
in hafi verið keypt úr dánarbúi í
Kaupmannahöfn og að aftan á
henni hafi verið „bréf frá sjálfum
meistara Kjarval". Mynd er af
Menn óttast að
allt að 300 falsaðra
verka séu í umferð,
segir Tryggvi P.
Friðriksson. Það er
gífurlega há tala á ekki
stærri markaði.
bréfinu með greininni. Ragnar
minntist ekki á umrætt bréf við
okkur og við höfum aldrei séð það.
Hafi bréfið verið aftan á myndinni
ætti að vera auðvelt að sjá um-
merki um það. Bréfið, sem er jóla-
og nýárskveðja frá Kjarval, sann-
ar auðvitað ekkert, enda liggja
hundruð slíkra bréfa eftir Kjarval
og þetta bréf virðist ekki tengjast
umræddri mynd á nokkurn hátt.
Það skal sérstaklega tekið fram að
Olafur Ingi Jónsson forvörður tók
þessa mynd ekki til rannsóknar
eins og Ragnar gefur í skyn og
myndin var ekki opnuð. Af tillits-
semi við eigandann var ekki óskað
eftir því af okkar hálfu að myndin
væri rannsökuð að sinni en ákveð-
ið að óska eftir frekari upplýsing-
um frá honum. I stað þess að
„skila myndinni" virðist Ragnar
hafa ákveðið að setja hana í sölu
hjá Gallerí Borg og þar var hún
slegin á uppboði 16. desember sl. á
320.000 kr. Þess má geta að sam-
kvæmt heimildum okkar mun um-
rædd mynd áður hafa verið til sölu
hjá því fyrirtæki. Nokkru eftir að
Ragnar kom með ofangreinda
mynd bað hann okkur um að selja
aðra mynd fyrir sig. Sú var merkt
Gunnlaugi Scheving. Ragnar
sagðist hafa keypt þá mynd úr
dánarbúi listakonunnar Gretu
Linck, sem gift var Gunnlaugi
Scheving á fjórða áratug aldarinn-
ar. Eg spurði Ragnar hvort hann
hefði kvittun frá dánarbúinu fyrir
þessari mynd, eða einhverja aðra
sönnun á því að myndin væri úr
því búi. Ætlaði hann að athuga
það. Myndin var hjá okkur í
nokkurn tíma en þá tók Ragnar
hana til baka. Tekið skal fram að
engin rannsókn fór heldur fram á
þeiiTÍ mynd. Það var því beinlínis
rangt sem kom fram í þættinum
19-20 á Stöð tvö þar sem eigandi
Gallerís Borgar hélt því fram að
sú mynd hafi verið „dæmd“ fölsuð
af Olafi Inga Jónssyni, forverði.
Olafur Ingi sá myndina, en sagði
ekki annað um hana en það að af
Tryggvi P.
Friðriksson
fyrri reynslu ráðlagði hann að við
tækjum myndina ekki til sölu án
þess að fá pottþétta eigendasögu.
Þetta sýnir okkur kannski best
hvaða vandi er á höndum í sölu á
eldri listaverkum. Maður kemur
með myndir í sölu. Af einhverjum
ástæðum vekja tvær þeirra tor-
tryggni listaverkasalans. Astæð-
umar geta verið ýmsar; myndefn-
ið, efnið sem myndirnar eru unnar
með eða á, handbragðið á mynd-
unum, innrömmunin, sá sem kem-
ur með myndirnar til sölu, eig-
endasaga þeirra eða engin eig-
endasaga o.s.frv. Okkur þótti
ástæða til að skoða nánar þessar
tvær myndir. Hvorug þeirra hafði
haldbæra eigendasögu. Það er
okkar skoðun að myndin sem átti
að vera eftir Kjai’val sé ekki eftir
hann, en vel má vera að hin mynd-
in sé eftir Scheving. Því miður er
málum nú svo komið að nauðsyn-
legt er að hafa allan vara á kaup-
um og sölu á eldri myndverkum.
Okkur hjá Gallerí Fold er mikið í
mun að bregðast ekki trausti við-
skiptavina okkar. Þess vegna eru
allar myndir gömlu meistaranna
sem við fáum í sölu grandskoðað-
ar. Þetta á Ragnar Jónsson að
geta skilið.
Það ástand sem undanfarið hef-
ur ríkt á markaði með verk gömlu
meistaranna er skelfilegt, bæði
fyrir kaupendur og seljendur. Það
er því ákaflega mikils virði að sem
allra fyrst verði komist til botns í
þeim ásökunum um falsanir sem
nú eru til rannsóknar hjá Rann-
sókanarlögreglunni. Nú þegar
mun því miður liggja fyrir óyggj-
andi vitneskja um að fjöldi falsana
sé verulegur. Óttast menn að allt
að 300 falsaðra verka séu í um-
ferð. Það er gífurlega há tala á
ekki stærri markaði. Sé þetta rétt
þá er alveg nauðsynlegt að ná til
sem flestra þessara verka með
einhverjum hætti. Verði það ekki
gert er hætt við að vafasöm og
fölsuð verk muni berast í sölu í
bland við önnur verk, t.d. úr dán-
arbúum, næstu áratugina og að
málinu ljúki því seint eða aldrei.
Ómögulegt er að ljúka þessum
skrifum án þess að minnast á þátt
forvarðarins Ólafs Inga Jónssonar
í að upplýsa þetta svikamál. Þótt
um nokkurt skeið hafi verið tölu-^
verð umræða um falsanir meðal
þeirra sem áhuga hafa á myndlist,
þá voru orð látin nægja. Það var
ekki fyrr en Ólafur Ingi hóf sjálf-
stæða rannsókn á myndum sem
hann fékk í hendurnar að skriður
komst á málin. Nú er liðið næstum
eitt ár frá því lögð var fram kæra
vegna fyrstu verkanna. Gífurleg
vinna hefur verið lögð í rannsókn
málsins. Ólafur Ingi hefur lagt á
sig ómælda vinnu allan þennan
tíma til að reyna að fá botn í þetta
mál. Undirrituðum er kunnugt um ^
að hann hefur ekki þegið greiðslu
fyrir að skoða myndir sem al-
menningur hefur komið með til
hans. Flestir myndlistarunnendur
ættu að taka framtaki hans fagn-
andi og með þakkiæti. Ragnar
Jónsson virðist hins vegar vera
eitthvað pirraður út í Ólaf Inga og
verður að líta á það sem vandamál
Ragnars.
í lokin get ég ekki stillt mig um
að nefna skrif Jónasar Freydals
Þorsteinssonar, húsamálara, í
Morgunblaðinu 31. janúar sl., en
hann mun hafa réttarstöðu grun-
aðs manns í fölsunarmálinu. Þar
reynir hann að sá tortryggni í
garð þeirra sem nú reyna að
komast til botns í þessu leiðinda-
máli. Honum nægir ekki að gera
lítið úr Ólafi Inga, heldur fer með
dylgjur á hendur starfsmanni
Listasafns Islands sem er Rann-
sóknarlögreglunni til aðstoðar.
Nýjasta „afrek“ hans (þegar
þetta er skrifað) er að kæra aldr-
aða heiðurskonu, ekkju eins af
okkar fremstu listamönnum, til
Rannsóknarlögreglunnar. Hún á,--
að hafa selt honum falsaða mynd **
eftir eiginmann sinn! Ja, þvílíkt
óg annað eins! Einhvern tíma
hefði þetta verið nefnt óþokka-
bragð.
Höfuadur er listmunasali.
Meðal annarra orða
Þegar
fiðlan þegir
Tónn hans heldur áfram að hljóma, segir Njörður P.
Njarðvík, í huga okkar og hjarta.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa...
Nú er hann horfinn sem undi
hjá okkur „einsog tónn á
fiðlustrengnum“ en tónn hans
heldur áfram að hljóma í huga
okkar og hjarta, því að til er tónn sem er
ekki einasta hreinn, heldur hljómar sí-
fellt og jafnvel áfram þegar fiðlan þegir.
Slíkum tóni nær trúlega sá einn er býr
ekki aðeins yfir miklum hæfileikum,
heldur á auk þess svo sterka sannfær-
ingu að hann lætur ekkert tálma sér,
færist í aukana við andspyrnu og hleyp-
ur síst af öllu á eftir einhverjum tísku-
sveiflum í von um stundarhylli. Þessi
tónn hefur náð að syngja sig svo inn í
vitund okkar, að okkur finnst hann óað-
skiljanlegur hluti af framvindu þjóðar-
innar. Og hann mun óma með okkur eins
lengi og við kunnum að meta ljóð og
sögu.
Stundum geta fáeinar línur á blaði
búið jrfir slíkri skfrskotun að þær
ljúka upp ómælisvíddum hugsun-
ar, skynjunar og innsæis. Slíkar
línur eru margar í bókum Halldórs Kilj-
ans Laxness, en þó er í mínum huga um-
fram allt upphaf og endir einnar bókar,
sem bera af öðru ritmáli af mörgum
ástæðum. Ekki einungis vegna einstakr-
ar fegurðar og ekki heldur einasta vegna
þess að þær læsa saman upphaf og endi á
svo óviðjafnanlegan hátt að upphaf og
endir verða eitt: allt verður að einu upp-
höfnu andartaki. Heldur einnig vegna
margslunginnar og táknrænnar merking-
ar.
Upphafið er þannig:
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt, en jörðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa ekki fram-
ar neinar sorgir og þess vegna er gleðin
ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.“
X
rauninni er þetta stuðlað ljóð er
stefnir inn í gegnum rökræna
hugsun á vit þess sem sumir
myndu kalla innsæi og jafnvel opin-
berun. I þessum línum felst í senn
lífsjátning og ef til vill eins konar trúar-
játning, þótt hún sé fullkomlega kreddu-
laus, eins og öll raunveruleg trú er í eðli
sínu. Ég skil þetta svo sem Ólafur Kára-
son skynji það sem sumir kalla náttúru-
mystík, þegar maðurinn verður eitt með
náttúrunni og tilverunni, þegar sköpun-
arverkið verður ímynd eða birting skap-
arans. Skáldið sér í mynd jökulsins
hvernig hið jarðneska verður himneskt
og finnur um leið að við slíka upphafn-
ingu gilda ekki lengur einfaldar mann-
legar kenndir eins og sorg og gleði. Um
það á hann einungis eitt orð til að tjá
skynjun sína: fegurð.
s
bókarlok gengur skáldið á vit þess-
arar fegurðar og ekki getur það
heitið tilviljun að hann leggur upp
undir kvöld laugardaginn fyrir
páska með þeim orðum að upprisuhátíðin
sé gengin í garð. Miklu skiptir að hann
kemur við hjá gömlu hjónunum í Gljúfr-
um þegar gamli maðurinn hefur gefið
upp andann - og skilur þar mikilfengleik
mannlegs lífs í einfaldleika sínum:
„Þannig var mannlífið að eilífu stærst,
- brosa með barni sínu þegar það hlær,
hugga það þegar það grætur, bera það
dáið til moldar, en þerra sjálfur tár sín og
brosa á nýjaleik og taka öllu eftir röð án
þess að spyrja fram eða aftur; lifa; vera
öllum góður.“
Þarna sér skáldið í hnotskurn í einni
svipan sjálfa reisn lífsins, æðruleysið og
kærleikann að helga sjálfan sig öðrum,
þann kærleik sem geymir þá fegurð sem
hefur sig yfir sorg og gleði. Með þennan
skilning heldur skáldið upp til jökuls á
páskadagsmorgun:
„Hann heldur áfram inn á jökulinn, á
vit aftureldíngarinnar, búngu af búngu, í
djúpum nýföllnum snjó, án þess að gefa
þeim óveðrum gaum, sem kunna að elta
hann. Barn hafði hann staðið í fjörunni
við Ljósuvík og horft á landölduna sogast
að og frá, en nú stefndi hann burt frá
sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í
miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisu-
dagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem
hún bíður skálds síns.
Og fegurðin mun ríkja ein.“
Ekki aðeins rís frásagnarlistin og
listræn beiting tungunnar hér í
hæstu hæðir, heldur er þetta í
raun innblásin texti og boð-
skapur er flytur heiðrikju upphafinnar
lífstrúar - og endurlausnar.
Og nú er við kveðjum Halldór Kiljan
Laxness, okkar skáld, getum við einnig
beðið þess að sól upprisunnar skíni yfir
hinar björtu leiðir þar sem hún bíður
skálds síns. Og sjálfur kann ég ekki betri
kveðjuorð til hans er átti meiri þátt en
flestir í mótun sjálfsvitundar okkar nú-
tíma Islendinga en orð hans sjálfs:
Eins og hún gaf þér íslenskt blóð,
úngi draumsnillingur,
megi loks þín litla þjóð
leggja á hvarm þér fíngur,
á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufíð sýngur.
Höfundur er prófessor í íslenskum bók■
menntum við Háskóla íslands.
V