Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 35.
dómsmálaráðuneytið hvort bjóða
ætti í bréfin, ef hann taldi það fýsi-
legt, þar sem sektarkrafan var
tryggð með 1. veðrétti í bréfunum.
Ég tel raunar sjálfgefið að dóms-
málaráðuneytið hefði ekki tekið í
mál að láta bjóða í bréfin og vísa í
því sambandi til þess, að ráðuneytið
hefur hafnað erindum manna sem
hafa óskað eftir að fá að greiða
sektir með skuldabréfum," segir í
umsögn Ragnars. Einnig vísar hann
í þessu sambandi til umburðarbréfs
sem dómsmálaráðuneytið sendi öll-
um lögreglustjórum 9. október 1997
í tilefni af breytingu á almennum
hegningarlögum.
Misráðið að setja ekki fram
kröfu um gjaldþrotaskipti
Ragnar bendh- á það í umsögn
sinni að þegar umrædd fjárnámsað-
gerð hafi farið fram hafi verið liðnir
10 mánuðir frá því að ÞÞP hafði
ráðstafað eignum sínum til einka-
hlutafélagsins sem sé skuldari á
umræddum skuldabréfum, og ráð-
stöfun eigna til nákominna sé að
öðrum skilyrðum uppfylltum riftan-
leg ef hún hefur átt sér stað á síð-
ustu 24 mánuðum fyrir þann dag
sem krafa um gjaldþrotaskipti kem-
ur fram.
„Ég tel að það hafi verið misráðið
að setja ekki fram kröfu um gjald-
þrotaskipti á búi ÞÞÞ áður en þessi
tími rann út, sem var í byrjun mars
1997, en innheimtuaðilar ríkissjóðs
hafa af minni tilefnum knúið fram
gjaldþrotaskipti á búum skuldara.
Þegar fjámámin voru gerð 9. sept-
ember 1997 voru riftunarmöguleik-
ar hins vegar úr sögunni og þess
vegna tilgangslítið að knýja fram
gjaldþrotaskipti," segir Ragnar H.
Hall.
----------------
Ríkisendurskoðun
um athugasemdir
ráðuneytanna
Lúta að öðr-
um atriðum
en hags-
munagæslu
ríkissjóðs
í GREINARGERÐ Ríkisendur-
skoðunar vegna athugasemda við
skýrslu stofnunarinnar um uppboð
á bréfum ÞÞÞ á Akranesi segir að
þau atriði sem ráðuneytin geri at-
hugasemdir við lúti fremur að öðr-
um atriðum málsmeðferðarinnar en
fjárhagslegri hagsmunagæslu ríkis-
sjóðs, sem Ríkisendurskoðun telji
að ekki hafi verið gætt sem skyldi.
í niðurstöðuorðum Ríkisendur-
skoðunar segir meðal annars: „Að
mati Ríkisendurskoðunar snýst mál
þetta og skýrsla stofnunarinnar um
að fjárhagslegra hagsmuna ríkis-
sjóðs í þessu afar sérstaka og um-
fangsmikla skattsvikamáli var ekki
gætt sem skyldi. f skýrslunni er
lögð áhersla á sérstöðu málsins og
að meðhöndla hefði átt það sam-
kvæmt því. Flest þau atriði sem við-
komandi ráðuneyti gera að umtals-
efni í fréttatilkynningum sínum og
greinargerðum verður að telja lúta
fremur að öðrum atriðum málsmeð-
ferðarinnar en fjárhagslegri hags-
munagæslu ríkissjóðs í málinu, s.s.
eins og deilum um túlkun lagaá-
kvæða, atriða sem koma fram eftir
útgáfu skýrslunnar og embættis-
færslur sýslumannsins á Akranesi
við málsmeðferðina alla. Eins og oft
hefur komið hér fram var það meg-
inathugunarefni Ríkisendurskoðun-
ar hvernig fjárhagslegra hagsmuna
ríkissjóðs var gætt á umræddu upp-
boði og niðurstaðan að það hafi ekki
verið gert sem skyldi.“
Að lokum þakkar Ríkisendur-
skoðun ráðuneytunum fyrir að hafa
gefið stofnuninni tækifæri til að
koma að sjónarmiðum sínum og
andsvörum áður en umfjöllun um
skýrsluna fari fram í þingsölum.
TÓMAS
JÓHANNESSON
+ Tómas Jóhann-
esson fæddist í
Neskaupstað, Norð-
firði, 24. nóvember
1911. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi 10.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar Tómasar
voru Jóhannes Þor-
leifsson, bóndi á
Hrjóti í Hjaltastaða-
þinghá, fæddur 26.7.
1856, dáinn 1.6.
1938, og Ingveidur
Árnadóttir, fædd
22.6. 1872 á Klifi í Viðfirði, S-
Múlasýslu, dáin 28.3. 1950. Al-
systkini Tómasar voru Helgi,
Hildur og Sigurður Jóhannesar-
börn sem öll eru látin. Jóhannes
faðir þeirra átti af fyrra hjóna-
bandi 8 börn sem flest bjuggu í
Ameríku.
Hinn 28. júní 1940 giftist
Tómas Birnu Björnsdóttur, hús-
freyju, f. 30.1. 1913. Foreldrar
hennar voru Björn Emil Bjarna-
son, f. 7.1. 1885 í Veturhúsum í
Eskifirði, dáinn í kringum 1962,
bakari í Neskaupstað, og Guð-
björg Bjarnadóttir, f. 21.3. 1888
á Dúki í Sæmundarhlfð, d. 28.6.
1951. Hófú Tómas og Birna bú-
skap í Neskaupstað og bjuggu
m.a. á Akranesi, í Vestmanna-
eyjum, Reykjavík og nú síðast á
Seltjarnamesi. Barn Tómasar
og Birnu var Hilmar Gísli Tóm-
asson, f. 16.6.1932 í Vestmanna-
eyjum, sjómaður í Neskaupstað,
dáinn 26.6. 1962. Hilmar giftist
hinn 1.1. 1955 Kolbrúnu Ár-
mannsdóttur, f. 1.3. 1932 í Nes-
kaupstað. Börn þeirra eru Hall-
veig, f. 30.5. 1952, gift Ingi-
mundi Sigurpálssyni, f. 24.9.
1951. Þeirra börn eru Jóhann
Steinar, f. 15.9. 1974, Hilmar, f.
7.3. 1978, og Sigurbjörn, f. 24.2.
1986; Birna, f. 18.2.
1955, gift Gústaf Sa-
mir Hasan, f. 26.9.
1951. Þeirra börn
eru Ægir Amin, f.
7.7. 1983, Kolbrún
Amanda, f. 17.9.
1984, og Inga Amal,
f. 26.3. 1990; Tómas,
f. 10.2. 1957, giftur
Valgerði Halldórs-
dóttur, f. 25.9. 1959.
Þeirra börn eru Sig-
rún Steingerður, f.
6.1. 1984 og Kol-
brún, f. 20.3. 1989.
Valgerður á fyrir Jóhann Inga,
f. 29.12. 1979. Kolbrún giftist
síðar Reyni Sigurþórssyni. Kjör-
dóttir Tómasar og Bimu er Inga
Elísabet Tómasdóttir, f. 25.5.
1949, í sambúð með Eiríki Am-
þórssyni, f. 19.7. 1949. Barn
þeirra er Arnar Már, f. 9.6.1979.
Börn Ingu fyrir em Hilmar
Tómas, f. 27.2. 1967, sem frá
fimm ára aldri ólst upp hjá
Tómasi og Bimu. Hann á tvö
böm, Elmar Snæ, f. 2.12. 1988,
og Sölva Snæ, f. 12.2.1986. Guð-
rún Bima, f. 27.12. 1970, gift
Jóni Helga Sigurðssyni, f. 6.7.
1969. Þeirra börn era Eyrún
Telma, f. 28.2., 1993, og Jón
Birnir, f. 3.3. 1997. Ingimar Öra,
f. 29.10. 1972, í sambúð með Est-
er Erlingsdóttur, f. 24.5. 1972.
Hennar sonur er Alexander, f.
15.8. 1991.
Tómas tók minna skipstjóra-
próf árið 1932 í Neskaupstað,
fór í Stýrimannaskólann í
Reykjavík 1942-1943 og stund-
aði sjómennsku á ýmsum skipum
á ámnum 1936-1966. Tómas
vann síðustu árin sem vigtar-
maður við Reykjavfkurhöfn.
Útför Tómasar verður gerð
frá Seltjamameskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
HÓLMFRÍÐUR
ÁSBJARNARDÓTTIR
+ Hólmfríður Ás-
bjarnardóttir
fæddist á Litla Hóli í
Eyjafírði hinn 13.
febrúar 1915. Hún
lést á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grand
hinn 6. febrúar síð-
astliðinn. Hún var
dóttir Ásbjamar
Ámasonar og Gunn-
laugar Gestsdóttur.
Maður hennar,
Snorri Pálsson múr-
arameistari frá Stað-
arhóli við Eyjafjörð,
er látinn fyrir all-
mörgum árum. Dóttir þeirra er
Guðlaug Dóra, búsett í Hvera-
gerði, maður hennar er Hans
Christiansen og dætur þeirra eru;
Bryndís, Gréta og Þóra.
Útfor Hólmfríðar fór fram frá
Akureyrarkirkju 13. febrúar síð-
astliðinn.
Kæra frænka. Okkur systkinin
langar að þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar. Þú varst Fríða frænka,
ekki bara hjá okkur, heldur öllum
systkinabörnum þínum. Þú komst á
Sigló flest sumur og hafðir alltaf
litla herbergið sem sneri út að sjón-
um því þú hafðir yndi af því að horfa
á bátana koma og fara og fylgjast
með störfum trillukarlanna. Þú
varst náttúrubarn, elskaðir blómin
og allt er við kom náttúrunni. í síð-
asta skiptið sem þú heimsóttir eitt
okkar var rigning og það var hlaupið
út með regnhlíf til að skýla þér en
þú sagðir: „æ, leyfðu mér að finna
rigninguna, hún er svo notaleg."
Eitt sinn er við vorum í bænum
gekkst þú út á götu, hálfpartinn í
veg fyrir bíl. Það var kippt í þig en
þú snerir þér við og sagðir, „það
keyrir enginn á gamla
konu með staf‘ og
gekkst síðan yfir göt-
una. Þú varst alltaf
hress og það var svo
notalegt að koma til
þín. Við vorum ung
þegar þið Snorri
bjugguð í Hveragerði
en við munum enn eftir
gula húsinu ykkar og
garðinum sem var svo
fallegur. Á Akureyri
voruð þið síðustu árin
hans Snorra en svo
fluttir þú suður til
Dóru og bjóst á neðri
hæðinni hjá henni, fyrst á Berg-
staðastrætinu og síðan á Hring-
brautinni, áður en þú fórst á Grund.
Það var sama hvar þú bjóst, alls
staðar voram við velkomin og nota-
legt að sækja þig heim. Þú sagðir
meiningu þína og lést okkur vita ef
þér fannst við ekki sanngjörn. Þú
kenndir okkur að horfa á björtu
hliðarnar og við vildum að við kynn-
um helminginn af lýsingarorðunum
þínum, þú áttir svo mörg og notaðir
þau svo óspart.
Elsku frænka, um leið og við
kveðjum þig, viljum við þakka allar
stundirnar með þér, elskusemina við
börnin okkar og maka. Þér var Spá-
maðurinn eftir Kahlil Gibran kær en
hann segir svo um sorgina: „Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín“. Með þessum orðum kveðjum
við þig, þess viss að hann Snorri
þinn tekur á móti þér.
Við vottum Dóra, Hans, Bryndísi,
Grétu, Þóra og fjölskyldum þeirra
samúð. Hafðu þökk fyrir allt, guð
blessi þig.
Gunnlaug, Gunnar, Ásbjörn
og Rósa Ásgeirsbörn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
mikið ljós og kærleika og biðjum al-
góðan Guð um að geyma þig.
Með kærri kveðju og fyrir hönd
fjölskyldna okkar,
Guðrún Bima og Ingimar Örn.
Far þú í friði,
friðurGuðsþigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú ertu farinn, elsku afi okkar.
Þó að um háan aldur hafi verið að
ræða þá finnst okkur systkinunum
afar sárt að sjá á eftir þér. En við
trúum því og vitum að nú sért þú
laus við allan sársauka og að þú sért
nú kominn í faðm ættingja þinna.
Við trúum þvi líka að þú sprangir
um víðan völl og að þú sjáir eins
langt og augu þín mögulega sjá.
Við minnumst þín sem alveg ein-
staklega góðs og kærleiks afa.
Alltaf þegar við komum í heimsókn
þá opnaðir þú faðm þinn og bauðst
okkur velkomin því það voram við
alltaf. Þú varst alltaf svo natinn og
duglegur og vildir allt fyrir alla
gera. Þú vildir líka alltaf fylgjast vel
með okkur öllum, hvar við væram
að vinna eða vildir vita hvort hagir
okkar hefðu breyst eitthvað. Við
viljum líka þakka þér fyrir allar
sögumar sem þú sagðir okkur. Það
var alveg einstaklega gaman að
hlusta á þig þegar þú fræddir okkur
um hagi ykkar ömmu og eins allt
sem gerðist þegar þú varst á sjón-
um sem skipstjóri. Þú vissir jú allt
sem tengdist sjónum. Þú varst afar
fróðleiksfús. Fylgdist mjög vel með
öllum fréttum og hlustaðir alveg á
einhver ósköp af allskyns sögum.
Elsku afi okkar, við munum
geyma minningu þína í hjörtum
okkar um eilífð. Viljum við votta
ömmu Birnu okkar dýpstu samúð
sem og öllum ættingjum og vinum.
Okkur langar að kveðja þig hinsta
sinni eins og þú kvaddir okkur
alltaf, með útbreiddan faðm þinn og
sagðir okkur ávallt velkomin með
tilheyrandi knúsi. Við sendum þér
Elsku langafi okkar. Núna ertu
kominn upp í skýin þín, englamir
eru búnir að sækja þig á sjúkrahús-
ið og ætla að fara með þig til Guðs í
stóra mjúku skýin. Takk fyrir að
sækja alltaf dótakassann fyrir okk-
ur fram í geymslu heima hjá þér og
langömmu og fyrir alla boltaleikina
og bílaleikina og fyrii- allt knúsið
sem við fengum alltaf hjá þér, og
líka alla molana sem þú laumaðir
upp í okkur frammi í eldhúsi ýmt
molaskúffunni þinni sem þú einn
áttir.
Elsku langafi, við ætlum að passa
langömmu fyrir þig.
Blessuð sé minning þín.
Þín
Eyrún Telma og Jón Birnir.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfararöegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
+
Konan mín og móðir okkar,
GUÐLAUG GfSLADÓTTIR,
Hvolsvegi 27,
Hvolsvelli,
lést á heimili dóttur sinnar f Reykjavík, mánudaginn 16. febrúar sl.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðni Gunnarsson,
Ragnheiður Guðnadóttir,
Gunnar V. Guðnason,
Gísli H. Guðnason.
+
Elskuleg móðir mfn og tengdamóðir,
BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Litluvöllum,
Reykjavík,
lést að morgni mánudagsins 16. febrúar sl.
Jóhannes Haraldsson, Margrét Kristjánsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
+
Elskuleg systir okar, mágkona og frænka,
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 10,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 19. febrúar kl. 13.30.
Svanborg Jónsdóttir, Guðni Jónsson,
Jón Jónsson,
Rannveig Jónsdóttir, Axel Guðmundsson,
Edda Kristjánsdóttir, Sesselja Gísladóttir
og bræðrabörn.