Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+Magnús Hreinn
Jóhannsson
fæddist á Kúskerpi
í Skagafírði 28.
október 1944. Hann
lést 7. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Jóhann
Lúðviksson, fyrr-
verandi bóndi og
vegaverkstjóri, f. í
Noregi 1914, og
kona hans, Sigur-
m~ lína Magniísdóttir,
húsfreyja á
Kúskerpi í Blöndu-
hlíð, f. á Rein í
Hegranesi 1914. Magnús ólst
upp á Kúskerpi. Systkini hans
eru Ásbjörg, hótelstýra í
Varmahlíð, Sigrún á Selinu í
Mývatnssveit, María á Kúskerpi
og Lúðvík á Akureyri.
Magnús var búfræðingur frá
Hólum 1964 og hafði öll réttindi
bifreiðastjóra. Hann var bóndi á
Sólheimum í Blönduhh'ð 1966,
ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal
1967-1979, en fluttist þá til
Akureyrar og stundaði bifreiða-
akstur á sumrin hjá Möl og
sandi en tamningar á vetrum.
Síðustu árin starfaði Magnús
eingöngu við tamningar og var
búsettur tvö síðustu árin á
Nú er söngurinn hljóður og horf-
inn. Magnús Jóhannsson gefur ei
framar dögum lit með söng sínum
eða hófataki gæðinga, sem Iögðu
honum til kosti sína fremur en öðr-
um. Með hestum lá leiðin frá
bernsku til æviloka og í hestaferð
-i'ar hann er kallið kom. Um þessar
''lnundir er harmur í húsi hjá fólki
Magnúsar og vinum. Kannski er
sem tíminn hafi stansað um stund
til að gefa samferðafólki tóm til að
átta sig á því, sem orðið er.
Magnús ólst upp hjá samhentri
fjölskyldu sinni á Kúskerpi í
Blönduhlíð. Þar fléttuðust saman
leikir og störf, svo sem tíðkast til
sveita, og varð Magnús snemma
liðtækur við hvort tveggja. Ungur
gerðist hann manna djarfastur til
hesta og fór ekki alltaf valda vegi.
Að sundríða Héraðsvötn var hon-
um jafn hversdagslegt og skreppa
til næsta bæjar. Þá var það löngum
íþrótt hans að temja hross, er ekki
,-jl'oru allra meðfæri. En gæðingar
10111 einnig um hendur hans og á
ráðsmannsárum sínum á Hólum
var hann áberandi sigursæll og af-
kastamikill sýningarmaður, bæði í
gæðingakeppnum og kynbótasýn-
ingum. Sem eigin reiðhesta valdi
hann gjaman úrvals töltara, en
þótti ekki lakara ef þeir voru fárra
manna meðfæri vegna ofríkis vilja
eða annarra sérkenna.
Á Hólaárunum lágu leiðir okkar
saman, bæði í dagsins önn og þess
utan. Þar bundust þau vináttubönd
er strjálir samfundir síðari ára
hafa ekki náð að veikja. Á Hólum
var heimili þein-a Magnúsar og
Sigurlaugar löngum opið gestum
r»g gangandi. Þangað lágu leiðir
nemenda skólans, starfsfólks og
annarra þeirra er erindi áttu á
Hólastað. Ollum, sem að garði bar,
tóku þau hjón af sannri rausn og
alúð. Miklar breytingar urðu á
högum Magnúsar er hann flutti til
Akureyrar, en þar undi hann hag
sínum vel og Eyfirðingar lærðu
fljótt að meta hann og störf hans
að verðleikum.
Eftir að Magnús flutti til Akur-
eyrar varð vík á milli vina en gagn-
kvæmar heimsóknir treystu bönd-
min og lífguðu upp á tilveruna.
Margra góðra stunda er minnst
á heimili Magnúsar og Karlottu á
Akureyri, er við Skagfirðingar
sóttum þau heim. Árleg vetrarferð
Magnúsar til Skagafjarðar, ásamt
hópi valdra vina, hefur verið fastur
liður nú um árabil. Þá var hátíð í
bæ, sungið og spilað.
-.Einkalíf Magnúsar var ekki mót-
Grund II í Eyja-
firði.
Fyrri kona
Magnúsar var Sig-
urlaug Ólafsdóttir
frá Miklabæ í Ós-
landshlíð. Þau
bjuggu á Hólum
1967-1979. Þau
skildu. Börn þeirra
eru þijú. Þau eru:
Elísabet Valgerður
íReykjavík, f. 1964;
Jóhann Birgir á
Bessastöðum í V-
Hún., f. 1966; og
Magnús Bragi í
Varmahlfð, f. 1969. Sonur Sig-
urlaugar og fóstursonur Magn-
úsar er Ölafur Björnsson á
Sauðárkróki, f. 1960.
Síðari kona Magnúsar var
Karlotta Þorgilsdóttir frá
Sökku í Svarfaðardal. Þau
bjuggu á Akureyri í 16 ár, 1979-
1995. Þau skildu. Þeirra börn
eru þijú: Steingrímur, f. 1980;
Halldóra, f. 1983; og Þorgils, f.
1986, öll búsett hjá móður sinni
á Árbakka í Eyjafjarðarsveit.
Magnús var síðast til heimilis á
Grund II í Eyjafirði.
Utför Magnúsar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
gangslaust. Þar skiptust á skin og
skúrir en fjarri vai- honum að
ásaka aðra fyrir það sem aflaga
fór.
Vinir hans minnast náttúru-
barnsins, hins vinfasta drengskap-
armanns sem öllum vildi lið veita.
Skapríkur var hann og fór ekki
alltaf með veggjum en einskis
manns hælbítur. Slíkra manna er
minnst og saknað.
Við hér í Ásgeirsbrekku þökkum
allar glaðar og góðar stundir með
Magnúsi og vináttu, er aldrei bar
skugga á. Bömum hans, foreldrum
og öðrum vandamönnum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Það er við hæfi að kveðja Magn-
ús Jóhannsson með orðum hans
sjálfs er hann kvaddi sinn uppá-
halds reiðhest að leiðarlokum:
„Vertu sæll vinur, aftur kemur vor
í dal.“
Bjarni Maronsson.
Það var eitt sinn sagt um mætan
mann genginn að ef eitthvert rétt-
læti væri til í heiminum ætti dauð-
inn að bæta þann látinn margfóld-
um manngjöldum.
Þessi orð flugu mér í hug er vin-
ur minn og náttúrubamið Magnús
Jóhannsson féll frá svo langt um
aldur fram, þvílíkur mannkosta-
maður var hann til orðs og æðis.
Það var hestamennskan sem leiddi
okkur saman. í fyrstu vissum við
svona rétt hvor af öðmm í sam-
bandi við hestamannamót og
keppni en hann var um árabil
þekktasti og sigursælasti knapi
landsins, hvort sem var í gæðinga-
keppni, kynbótasýningu eða á
kappreiðavellinum og oftast var
gullið hans. Síðar lágu leiðir okkar
saman við dómarastörf á hinum og
þessum mótum, stómm sem smá-
um, og kynnin jukust. Það var síð-
an á vetumóttum árið 1996 eftir
mikil umbrot í lífi hans að hann
fluttist að Grand og hóf þar tamn-
ingar, en þær hafði hann haft að at-
vinnu síðari árin og þetta því þriðji
veturinn þar. Á Gmnd opnaðist
mér og mínum nánari innsýn í
hvem mann hann hafði að geyma.
Réttlætistilfinning, næmi og tillits-
semi við allt sem andann dró, hin
hárfína kímni, glettni og tilsvör,
sem létu engan ósnortinn, vom
hans aðal. Óþægindi og leiða gat
hann með athugasemdum sínum
gert að hjómi einu.
Eg veit að vini mínum hefði eng-
inn greiði verið gerður að honum
látnum með hóli eða lofi, en það
sem að framan greinir er satt og
rétt, á þann hátt höfðaði hann til
fjölskyldunnar á Grand. Hesta-
mennska og það sem henni tilheyr-
ir varð hans lífsstíll og eftir því
sem öldmð móðir hans sagði:
„Magnús var með beisli í hendi frá
tveggja ára aldri og sleppti því
aldrei síðan.“ Magnús var einstak-
ur hesta- og tamningamaður, sál-
fræðingur af guðs náð, greindi
skapferli tamningahrossa með sér-
stæðu innsæi og hagaði tamninga-
aðferðum í samræmi við það, enda
með ólíkindum einum að hafa ekki
fengið fleiri skrokkskjóður um
dagana af samskiptum við illvíg
tamningatrippi en raun bar vitni.
Eins og fyrr greindi var hann
einn þekktasti knapi og sýninga-
maður landsins, en allt er breyting-
um háð í keppnisformi sem öðm.
Hann naut hins frjálsa, fjaður-
magnaða, fima og fjömga gæðings
þar sem hin mjúka stjórnunarhönd
var hinn leyndi þráður sem haml-
aði eða losaði um fjörblossa gæð-
ingsins. Taumastreð sást aldrei.
Þannig vildi Magnús hafa hesta og
móta, ef þeir höfðu eiginleika til
þeimar áttar. Gæðingakeppni og
sýningar dagsins í dag höfðuðu
ekki til hans á sama hátt og áður
þar sem hross eru nú látin geysast
um sýningarhringi á hörðum
brautum á þanspenntum taumum,
þjálfuð með það í huga að kitla
augu áhorfenda burtséð frá því
hvernig knapa eða hesti líður. Það
var ekki hans stíll.
Magnús gegndi af einstakri trú-
mennsku öllum þeim störfum sem
hann tók að sér eða honum vora
falin á allt of stuttum æviferli, en
fæstir vissu að hann gekk ekki heill
til skógar, enda bar hann ekki á
torg þótt eitthvað amaði að heldur
gekk að verki hverju sem alheill
væri.
Þótt umbrot væra í lífi hans
varðandi fjölskyldumál var hann
stoltur af barnaláni sínu. Eldri
bömin hans era hinir mætustu
þjóðfélagsþegnar, traust og vamm-
laust fólk, foreldrum sínum til
sanns sóma, og þau yngri á sama
hátt, en þjóðfélagið bíður krafta
þeirra.
Um leið og öldraðum foreldram,
börnum og öðram ættingjum er
vottuð samúð höfum við til styrkt-
ar, öll þau er þekktum Magnús,
yndislegar minningar tO að ylja
okkur á og tilvitnanir í orðaviðræð-
ur og hans sérstaka málfar.
Samvera á Grand hafði ekki
bara áhrif á baldin hross, heldur og
bætandi áhrif á fólk sem umhverfi.
Magnús féll frá með fullri reisn í
fullu starfi sem hann unni í góðra
vina hópi.
Megi góðhestar hans gengnir og
gæðingshross öll taka á móti hon-
um kumrandi handan þess er við
skiljum. Þar mætir hann með beisli
í hendi.
Gunnar Egilson.
Söngurinn í Testofu Grandar-
þinga er hljóðnaður um sinn. Og
þótt aftur muni þar verða glatt á
hjalla verður það minningin ein
sem ber söngrödd fjallatenórsins
um salinn og fyllir skarð hans.
Enda verður það auðvelt hverju
okkar sem kynntumst gleði- og
sönghalnum Magnúsi Jóhannssyni
frá Kúskerpi.
Haustdagamir 1995 er Magnús
kom að Grund voru engir ham-
ingjudagar í hans lífi. Fráskdnaður
við fjölskyldu var honum þungbær
og við þær aðstæður hófust kynni
okkar. Fljótt upplifði maður hár-
fínt næmi hans fyrir lífínu, einkum
því sem laut að samskiptum við
hesta og menn. Hestamaður af
guðs náð með gott skynbragð á
andlegt þrek ungtrippanna og
einnig merkti maður hjá honum
sára viðkvæmni þegar ójafnvægi
var á milli þeirra sem hann um-
gekkst. Við nánari kynni gerði
maður sér grein fyrir að allt hans
víðfeðma næmi og tilfinningarík
skaphöfn vora óijúfanlegur hluti af
hjartahlýju hans og mannkostum.
Söngurinn skipaði meginsess í
athöfnum Magnúsar. Hann söng
enda mikið og hátt og óhætt er að
segja að Testofa Grandarþinga,
sem hann nefndi svo, hafi verið
hans höfuðvígi. Ekki bar svo gest
að garði að ekki væri sá uppvartað-
ur með te, söng hússins og skag-
firskri tónlist ásamt glöggvartári ef
svo bar undir. Við lékum okkur oft
með þankann um að trúlega væri
Testofan með meiri menningar-
stöðum í sveitinni, ekki sízt eftir að
Ottar á Garðsá hafði verið í heim-
sókn og kveðið Biskupabálka sína
tileinkaða Magnúsi. Gleðin og lífs-
fyllingin gátu verið án endimarka.
Hjá Magnúsi hét það svo að vera
undir andlegri leiðsögn þegar farin
vora fyrstu skrefin með ótamin og
vegalaus trippin út í veröld reið-
hestsins. í dag hefur þessi líking
hans dýpri merkingu. Með íoður
mínum og Magnúsi tókst afar ná-
inn vinskapur sem varð hvoram
um sig mikilvæg næring og maður
finnur vel að á Grand verðum við á
mörgum sviðum áfram undir and-
legri leiðsögn Magnúsar.
Með Magnúsi er genginn dreng-
ur góður sem af einstakri sam-
vizkusemi, leikni og alúð sinnti
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Eftir situr maður sjálfur
ríkari því að hafa kynnst einstök-
um manni sem bar lífinu gott vitni.
Kveðja,
Þorsteinn, Anna
og Jakob Atli.
Þegar hirðinginn fellir sinn hest,
þá er hugur hans reikull og kvíðinn.
Þvflíkt sera áttvilltum ógni,
öræfaskuggar um kvöld.
Þvílíkt sem sorglegan söng,
syngivindaráhausti
út yfir hjarðlausa afrétt
eftir seinustu leit.
(Guðm. Böðvarsson)
Vinur minn Magnús Jóhannsson
frá Kúskerpi hefur farið sína síð-
ustu leit og þetta ljóð klingir í eyr-
um mér. Hann var hirðingi og
hjarðsveinn hinnar íslensku hesta-
mennsku frá barnsaldri til dauða-
dags. Hann lifði og hrærðist með
hestum og þeir áttu hug hans allan.
Ég man hann fyrst á Vallarbökk-
unum í Skagafirði sem knapa á
kappreiðahestum. Hann fæddist að
Kúskerpi og ólst þar upp. Margs er
að minnast og ekki hægt að tíunda
hér. Hæst mun þó bera sýningar
hans á Kolbrúnu frá Hólum á
Landsmóti 1970 á Þingvöllum en
þar fékk hún fyrst hrossa á Islandi
10 fyrir vilja. Gimstein kom hann
með 1972 og sigraði í B-flokki á
Vindheimamelum. Með Gamm frá
Hofstöðum vann hann B-flokk góð-
hesta á Landsmóti 1974 á Vind-
heimamelum. Hestamenn gleyma
ekki þessum sýningum og mörgu
öðru sem Magnús hafði fram að
færa á hestamótum og varð lands-
þekktur fyrir og vinsæll í hópi
hestamanna.
Með okkur tókust góð kynni
þegar hann var ráðsmaður á Hól-
um í Hjaltadal. Á tímabili var ég
þar árlegur gestur og sýndi nem-
um þar litskyggnur af hestum og
hestamótum ásamt kvikmyndum.
Á þessum áram var Magnús einn
mest áberandi knapi á stærri
hestamótum og kynbótasýningum
á Norðurlandi. Hólabúið var þá að
rísa til vegs virðingar og með kyn-
bótahryssur og Sigurður Haralds-
son og Magnús áttu þar góðan hlut
að. Við hestamenn nefndum hann
Hólabiskupinn og hann var hreyk-
inn af viðumefninu. Og þegar kaffi-
stofa reis við hesthúsið hans á
Akureyii ætluðu strákamir að
kalla það kaffiskúr, en mér fannst
það ekki hægt og nefndi biskups-
stofu og nafnið á fastan sess meðal
hestamanna.
Magnús var gleðinnar maður og
hreykinn af börnum sínum. Hann
orðaði það þannig sjálfur að hann
hefði verið í sambúð með tveimur
konum og gert jafnt við þær báðar.
„Átti þrjú börn með hvorri, eina
stúlku og tvo drengi, og var 16 ár
með hvorri,“ Sigurlaugu á Hólum í
Hjaltadal og Charlottu á Akureyri.
MAGNÚS HREINN
JÓHANNSSON
Nú síðastliðin tvö og hálft ár átti
hann heima Grund í Eyjafirði hjá
Gunnari Egilson og fjölskyldu.
Staðurinn var orðinn honum kær.
Ekki vora tamningar auglýstar í
haust og komust færri að en vildu
með hross. Hann fylgdist vel með í
hestamennskunni og sótti m.a.
námskeið í framtamningu á
Hvanneyi-i haustið 1996.
Tamningarnar vora hans aðal og
aðalstarf en einnig var hann bíl-
stjóri hjá Möl og sandi allmörg
sumur. Hann þráði útiveruna, hest-
ana og frelsið og tók því að sér
tamningar á síðustu sumram á
Langanesi og í Vopnafirði.
Magnús var söngmaður og ljóð-
elskur og setti saman vísur við
ákveðin tækifæri. Hann hafði
mikla söngi'ödd og notaði stundum
óspart. I hestamennskunni var
hann mér sem bróðir og áttum við
saman margar góðar stundir.
Ánægju- og sigurstundir. Við vor-
um einnig samdómarar í nokkram
hestamótum og saman drukkum
við síðdegiskaffi á Háloftinu mínu
eða í Biskupsstofu eitthvað á annan
áratug. Þau Magnús og Karlotta
gáfu mínum hestum morgungjöf til
margra ára. Við fóram mikið sam-
an í hesta- flutninga um fjörðinn og
út í Svarfaðardal.
Við áttum saman yndislegar, fal-
legar vomætur og einnig hinn
harða norðlenska vetur með erfið-
leikum og lemjandi stórhríð. Það
kom fyrir að við sungum saman á
Háloftinu á milli gjafa í óveðram.
Nokkrum sinnum keyrðum við á
sýningarnar á stóðhestastöðina í
byrjun maí. Það era ógleymanleg-
ar ferðir.
Magnús var kjarkmikill, söng-
vinn, metnaðarfullur en viðkvæm-
ur. Hann var alla tíð mikill Skag-
firðingur og að vissu leyti hirðingi
og fórasveinn hér í Eyjafirði.
Skagafjörðurinn og Kúskerpi var
alltaf heim.
Að leiðarlokum þakka ég góðum
vini samfylgdina, bið börnin hans
að muna pabba og allt það góða og
skemmtilega sem hann gaf þeim og
var með þeim. Foreldram, systkin-
um og öðrum vandamönnum votta
ég innilega samúð.
Matthías Ó. Gestsson, Akureyri.
Knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
(Einar Ben.)
Vinur minn Magnús Jóhannsson er
látinn á fimmtugasta og fjórða ald-
ursári. Þegar ungir menn og lífs-
glaðir era burt kallaðir svo snar-
lega fer ekki hjá því, að manni
bregði og verði hugsað hvað stutt
er milli fjörs og feigðar. Hann
Maggi var hestamaður að atvinnu
- og af lífi og sál. Og ekki efa ég að
mörg ríki og álfur hafi hann eign-
ast í samskiptum við þær þúsundir
hesta sem hann hefur tamið og
komið til metorða.
Ég á margar skemmtilegar
minningar um Magga. Hann hafði
fallega söngrödd, var einn af hvítu
tenóranum úr Skagafirði. Fór létt
með háa C-ið. Gaman var þegar
hann kom ríðandi inn í hesthús hjá
mér og söng við raust „Undir blá-
himni“, var þá reynt að taka undir
af veikum mætti. Magnús var
greiðvikinn með afbrigðum, enda
vinsæll og hrókur alls fagnaðar í
vina hópi. Hann var einstaklega
vjllaus maður, sem aldrei hlífði sér.
Ég minnist Magga ætíð sem ein-
lægs vinar og sakna hans mjög. Ég
sendi öllum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur. Þeir hafa mik-
ið misst.
Hjálmar B. Júli'usson (Bommi).
Það er að vonum að maður trúi
vart sínum eyrum að Magnús Jó-
hannsson sé fallinn frá, maðurinn
síungur og hress og á fullu í sínu
starfi, þó einhver ár hafi jú safnast
að honum. En þó í samræmi við
hans stíl, hann var svo fljóthuga og
röskur, vatt sér án tafa í hvað sem
var. Það fór svo að hjartað brast á
miðjum vinnudegi, og því er sorg í