Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 áT hug margra við þessi óvæntu tíð- indi þegar svo skemmtilegur og góður drengur fellur frá. Magnús var í mörg ár ráðsmað- ur á Hólastað í Skagafirði. Þar vai' hann réttum megin Vatna, uppal- inn í Blönduhlíðinni og bar þess glögg merki, söngvinn og skemmti- legur. Á Hólum kynntist ég Magn- úsi fjrst þegar leiðir lágu saman við störf að hrossarækt. Mér bai- að hafa hönd í bagga við ræktun Hólahrossanna. Málin tóku þá stefnu að minni hvatningu að þar í búi urðu aðeins svokölluð „Austan- Vatna“-hross. Nær allar undaneld- ishryssumar höfðu verið keyptar frá Svaðastöðum, Kolkuósi og Kýr- holti. Bændur á þessum bæjum voru ekki naumir að gefa Hólabú- inu falar þær hryssur sem sóst var eftir, enda landsþekktir ræktunar- menn. Og ekki verður efast um hæfni þeirra er eftir sóttu fyrir Hólabúið. Það voru ræktunar- mennirnir H.J. Hólmjám, þá kenn- ari á Hólum, og Sigurður Hai-alds- son, ráðsmaður staðarins. Ekki vantaði áhugann í skólastjórann, Hauk Jömndarson, sem vildi gjarnan að skólabúið ætti landsins besta búfé. Þegar Sigurður fór frá Hólum að Kirkjubæ, 1967, tók Magnús Jó- hannsson við ráðsmannsstarfinu, ungur og hvatur og mátti ekki vamm sitt vita. Magnús starfaði við Hólabúið ámm saman og var við- urkenndur fyrir árvekni og dugn- að. Hann gekk í öll störf, sem sönn- um bónda sæmdi. Verkstjórnin fórst honum vel úr hendi. Hann var vinsæll meðal starfsmanna sinna eins og alltaf er þegar menn kunna til verka og liggja ekki á liði sínu. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma „heim að Hólum“ í kuli haustsins. Þar mætti maður gest- risni og skemmtilegu fólki. Starfíð auk þess heillandi. Magnús æddi um hlöð og sendi fáorð en skýr skeyti. Ég sótti í að ríða a.m.k. fram í Hagakot er hrossin vom rekin heim á stað. Og eitt haustið reið ég með alveg í fremstu grös. Þetta var ævintýri. Fjórir til fimm smalar á léttum klárum og hrossin runnu úr hlíðunum í smáum ættar- hópum og fylktu sér í langar raðir. Og væri maður í sæmilegu návígi við höfuðpaurinn: „Þokell, sjáðu til, þama stormar Grásokka niður með þokkalegan hóp. Hvað finnst þér?“ Dagurinn var oft langur, hrossin ekki færri en eitt hundrað, þar til við höfðum skoðað og mælt hvert einasta folald og trippi að sex vetra aldri. Þá kom sér vel í skammdeg- inu að hafa blessað rafmagnið svo ekki þyrfti að hætta störfum fyrr en allt var búið. Að þessu loknu var fundað með kynbótanefnd búsins og ræktunarstarfið gaumgæft. Hvað átti að temja, hver voru lík- legust stóðhestaefnin, var eitthvað til sölu? Og ræktunarmenn gerðu sig ekki bera að því að vilja ekki nota hnífinn. En meira þurfti til, það varð að fá svör við ræktunarstarfínu sem skiptist í tvo meginþætti hvers grips: útlitið og reiðhestskostina. Þá er nú komið að tamningum hrossanna, sem óefað varð megin- viðfangsefni Magnúsar í lífinu. Framan af ævi vann Magnús ýmis störf eftir að hann fór frá Hólum. En hann hætti aldrei að fást við tamningar. Það var hans eftirlætis- starf. Þar og í miðju kafi endaði hann líka líf sitt. Á Hólum tamdi hann með öðrum störfum búskaparins. Hann leið- beindi einnig nemendum við bændaskólann við tamningar og fórst það vel úr hendi. Ég minnist margra trippa er Magnús hafði undir höndum frá algjörum óvita- árum til þess að þau voru sýnd fyr- ir kynbótadómi. Því starfi sinnti hann af mikilli kostgæfni, var alltaf rólegur, hvað sem á gekk, ákveðinn á svip og lét sér hvergi bregða. Hann beit jöxlum stundum fast saman, sagði fátt en átti svo skemmtilegar og skynsamlegar skýringar, ef eftir var leitað seinna. Þá eins og gaus andinn þrátt fyrir hans hæga en fasta orðaval, áhersl- urnar slíkar að menn hlutu að með- taka það, sem sagt var. Á sýning- um var Magnús allra manna prúð- astur og kom fram með fjöldann allan af góðum hrossum, ekki bara í kynbótadómi heldur og í góð- hestasýningum. Var bæði á eigin hrossum sem annarra er honum voru fahn. Upp í hugann koma t.d. kynbótahryssa Hólabúsins, Kol- brún 3440, sem var afar harðskeytt að byrja með en flaug síðar um grundir, fríð og prúð, asaviljug ganghryssa. Þá er vel í minni brúnn, nettur og fmbyggður foli frá Birni á Hofsstöðum er Gammur var nefndur og Magnús átti um tíma. Hann varð að glæsilegum töltara og gæðingi í höndum hans. Á Hólum átti ég margar góðar stundir á heimili þeirra hjóna, Magnúsar og Sigurlaugar og fýlgd- ist með fallega bamahópnum þeirra. Synirnir hafa líka fetað í fótspor fóðurins og eru miklir og góðir hesta- og tamningamenn. Nánar fer ég ekki út í fjölskyldu- hagi Magnúsar, til þess skortir mig kunnugleika. Frá Hólum fluttist Magnús til Akureyrar og eignaðist fljótt hest- hús í Breiðholtinu í skjóli Matthí- asarldrkjunnar. Þar átti hann mörg góð ár og þaðan skrapp hann m.a. á Langanesið og í Vopnafjörðinn nokkur sumur að lera til ótemjum- ar þar. Einmitt þar bar fundum okkar félaganna saman er ég var þar á ferð að skoða kynbótahross. Við höfðum elst um 15-20 ár. Enn var sagt að Magnús réði við hvaða trippi sem væri og léti hvergi deig- an síga. Ég fann vanmátt minn svo sannarlega, eða hver hafði í þennan harðjaxl að gera? í fyrra vor heimsótti ég hinn glæsilega hestabúgarð á Gmnd í Eyjafirði og átti þar vinum að fagna hvort sem voru húsbændur eða hjú. Þá fann ég vel að Magnúsi leið á margan hátt vel. Hann var að vísu ekki alsæll, en hinn góði að- búnaður, starfsskilyrðin og ekki síst félagsskapurinn og vinarþel fjölskyldunnar á heimilinu kunni hann að meta. Hann vissi af lífs- reynslu sinni að lengra var ekki til jafnað. Þegar við vomm hálfnaðir við að meta stóran hóp ungfola var gert hlé og litið inn á kaffistofu að skoða myndir og listaverk. Dmkk- ið var te, sem virkaði á heimamenn sem hið besta söngvatn því brátt tóku þeir félagar Gunnar bóndi og Magnús lagið. Og nú vildi ég eiga sönginn á bandi til að hressa mig við af og til. Þvílíkir snillingar og náttúmbörn, það er lífsgleðin sem hrindir slíku í gang. En þetta skeður aldrei aftur í sömu mynd. En sem betur fer, ein- hvem veginn öðmvísi. Ég mun geyma í huga mér minn- ingu um sérstakan persónuleika, sem á sér engan tvífara, þær minn- ingar ylja og lífga tilvemna. Þakka kynnin og samferðina. Foreldram, systkinum, börnum og öðram ást- vinum Magnúsar, svo og Gmndar- fólkinu vottum við Ester samúð okkar. Þorkell Bjarnason. Koma mun að mönnum feigðin þótt þeir varist flest. Fóstri er látinn. Hann var ný- staðinn upp úr skæðri flensu, ekki heill fyrir brjósti. Sagðist vera kominn í 95% afköst. Nokkmm dögum áður sagði þó aðkomandi á Grand að hann hefði sagt fátt og ekki sungið. Slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra. Hann steig af baki í síðasta sinn, riddarinn prúði, í hlaðinu á Ár- gerði að loknum hálfrar aldar ferli á hestbaki. Síðustu árin höfðu um eða yfir 100 hross notið hand- leiðslu hans og næmis á ári hverju. Baldið trippi fékk ekki öskur eða högg, sagði heldur „elskan“. Tefldi fram þolgæði, vinnusemi og sam- viskusemi við hliðina á óþreyttri kynslóð og gekk ósigraður af vett- vangi. Hvemig var svo þessi maður sem var orðinn þjóðsaga í lifanda lífi? Hann átti ýmsar hliðar en þeg- ar gerður er upp hans lífsreikning- ur trúi ég að miklu þyngra vegi kostir. Hann lifði og þorði að lifa. Tilsvör og ályktanir kjarnyrtar munu lifa með okkur. Hann talaði íslensku. Hann gat verið fálátur þá líkaði ekki, slúttu þá brúnir og sá lítt í augu. Heimska og hégómleiki leiddist honum og gat hann varla leynt því, a.m.k. fyrir kunnugum. Hann gat átt til kaldrana, samt var hann viðkvæmur og heitur þótt hann flíkaði því ekki. Hýra hans og gleði var einlæg. Hann var vinfast- ur með afbrigðum. Áfóllum og erfiðleikum lífs síns vann hann sig frá og steig upp úr þeim sterkari. Hann lifði þar til hann dó. Samferð okkar og samvera er orðin nokkuð löng, frá haustinu 1963, þegar við hittumst á Hóla- stað. Við höfðum bein og óbein áhrif á líf hvor annai-s meira en liggur í augum uppi. Við vomm orðnir nánir vinir. Seinasti tíminn sem við áttum saman var í haust. Þá kom hann 1. september, og smalaði og var í öllu fjárragi með mér til 20. október. Það var vont að manna í haust. Þá reynast vinir best þegar mest ríður á. Við töluðumst við í síma daginn áður en hann lést. Það var góð stund. Vandamönnum, bömum og öldmðum foreldmm sendi ég mín- ar bestu kveðjur. Ágúst Guðröðarson, Sauðanesi. Skagfirðingur, hestamaður, gleðimaður. Það var gott að fá að kynnast þér. Þakka þér vináttu, einlægni, sönginn og allar góðu samvemstundirnar. Nú blikar sól á Blönduhlíðaifyöllum og blómum skrýðist fell og grundin slétt. Það bylgjast gras á Hólmsins víðu vðllum á Vindheimum er fáki hleypt á sprett. í norðri Drangey dvelur hafs á beði, úr draumabláum sjávarfeldi rís. Ó, fagra mynd, ég fyllist sannri gleði, og færi þakkir minni heilladís. (K.S.) Samúðarkveðjur til vandamanna. Dagný. Birting afmætís- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Elskuleg frænka okkar, AÐALBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Hólavegi 5, Dalvík, lést þriðjudaginn 17. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Jóhann Tryggvason, Kristín Tryggvadóttir. + HÓLMFRfÐUR JÓNSDÓTTIR, frá Jörfa f Víðidal, lést fimmtudaginnö. febrúar. Útförin hefur farið fram. Vandamenn. Kveðjuathöfn vegna, MARGRÉTAR FINNBJÖRNSDÓTTUR frá ísafirði, verður haldin I Dómkirkjunni I Reykjavík mið- vikudaginn 18. febrúar kl. 16.00. Útför hennar verður gerð frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Elísabet G. Kristjánsdóttir, Hulda Bryndfs Sverrisdóttir, Kristján Sverrisson, Margrét K. Sverrisdóttir, Ásthildur L. Sverrisdóttir, Greta L. Kristjánsdóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Erna S. Ragnarsdóttir, Pétur S. Hílmarsson, Matthfas Sveinsson, Sverrir Hermannsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA JÓHANNSDÓTTIR, Hlfðargerði 5, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 19. febrúar nk. kl. 13.30. Magnús Jónasson, Óskar Magnússon, Kristfn Eggertsdóttir, Jónas S. Magnússon, Nanna Ólafsdóttir Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Bjömsson, Guðrún J. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR STEPHENSEN, Hrafnistu DAS f Hafnarfirði, fyrrum að Breiðabliki á Seltjarnarnesi, verður gerð frá Seltjarnarneskirkju fimmtu- daginn 19. febrúar kl. 13.30. Ólafur Stephensen Bjömsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, J r Jón Hilmar Bjömsson, Kristfn Ásgeirsdóttir, Bjöm Ingi Bjömsson, Alda Bragadóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu og lang- ömmu, LOVÍSU S. BJÖRNSDÓTTUR, Hólavegi 15, Sauðárkróki. Eiður Birkir Guðvinsson, Margrét Guðvinsdóttir, Stella Guðvinsdóttir, barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.