Morgunblaðið - 18.02.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 39
ALDARMINNING
Fiskurinn, miðin og þjóðin
Aldarminning
um baráttumann
Reynsla
sjómannsins
Þorkell Sigurðsson
(1898-1969) var ötull
baráttumaður fyrir
útfærslu íslensku
fiskveiðilögsögunnar.
Hann hafði allar for-
sendur til að skilja
nauðsyn aðgerða í
málinu. Þorkell fór á
fermingaraldri á sjó-
inn, stundaði sjó-
mennsku í næstum
fjörutíu ár og varð
sjónarvottur að því
sem gerðist á fiski-
miðunum.
Hann sá fiskinn hverfa af smá-
bátamiðum kringum landið vegna
hömlulausra veiða upp úr fyrri
heimsstyrjöld eftir hina illræmdu
landhelgissamninga Dana við
Breta 1901. Þeir samningar sviptu
Island landhelgi sinni til fimmtíu
ára. Landhelgislínan var dregin
þrjár sjómílur undan landi, inn á
víkur og firði. Breskum togurum
hélst uppi að veiða „uppi í kálgörð-
um“, því gæsla var mjög í skötu-
líki.
Hann sá fiskveiðar glæðast þeg-
ar seinni heimsstyrjöldin stöðvaði
togveiðar Breta á Islandsmiðum.
Síðan sótti allt í fyrra horf, þegar
breskar togveiðar kringum Island
hófust að nýju eftir stríð og þá
með stórtækari skipum en áður.
Fram á ritvöllinn
Vissulega var öllum það ljóst
upp úr 1950 að landhelgismálið og
verndun fiskimiðanna var brýn-
asta hagsmunamál Islendinga. En
hve auðvelt er ekki að láta sér
nægja að þusa um hagsmuni þjóð-
arinnar yfir kaffibolla með skipsfé-
lögum eða fjölskyldu sinni.
Þorkell Sigurðsson
vélfræðingur brá á
annað ráð. Hann safn-
aði miklu efni um mál-
ið, kynnti sér söguleg-
an bakgrunn þess og
þá umfjöllun sem það
fékk á alþjóðavett-
vangi. Afraksturinn
varð fjöldi greina sem
hann m.a. safnaði í
bók sem hann gaf út á
eigin kostnað haustið
1955. Bók hans, „Saga
landhelgismáls Is-
lands og auðæfi ís-
lenzka hafsvæðisins",
er rökstuðningur fyrir
rétti íslendinga til
landgrunnsins alls, sem hann
byggði m.a. á sagnfræði-, náttúru-
fræði- og lögfræðilegum rökum.
Þeim til stuðnings eru mörg kort,
frá ýmsum tímaskeiðum, m.a. af
landgrunninu með þversniði af
landgrunnssökkli og sjávarhæð.
Upp úr flokkapólitík
Þorkell hafði ákveðnar stjóm-
málaskoðanir, hann var eldheitur
fylgjandi Sjálfstæðisflokksins. En
í málefnalegri umfjöllun sinni um
landhelgismálið hóf hann umræð-
una yfir alla flokkapólitík. Mikill
undirbúningur liggur að baki
skrifum hans og má glöggt sjá á
þeim, að hann hefur ekki ætlað að
láta hrekja þau. Sérfræðingar á
hverju sviði, svo sem sagnfræði,
náttúrufræði og lögfræði, hafa
miðlað honum af þekkingu sinni.
Hann lagði fram vandlega unnin
rök á læsilegan og innblásinn hátt.
1. sept. 1958, þremur árum eftir að
bókin kom út, var íslenska land-
helgin færð út í 12 sjómílur. Hann
hélt áfram að skrifa greinar í dag-
blöð og tímarit og var á meðal
ötulustu baráttumanna fyrir því að
Þorkell
Sigurðsson
íslendingar stæðu fast á víðtækari
rétti sínum til fiskimiðanna og
landgrunnsins alls. Landhelgin var
færð út í 50 sjómílur 1972 og síðan
í 200 mílur 1975. íslenska ríkið
vann fullan sigur í landhelgisdeil-
unni gegn Bretum og öðrum er-
lendum þjóðum en Þorkell lifði
ekki að sjá það verða að veruleika,
því hann lést 1. mars 1969.
Samstaða þjóðar
Þegar orrustan er unnin má
ætíð deila um það hver var stór-
höggvastur eða fór með beittastan
brand. En svo mikið er víst að á
árunum frá 1950 til 1960 tókst að
skapa eindæma samstöðu þjóðar-
innar um útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar og verndun fiskimiðanna.
Slík samstaða næst ekki nema
sleitulaust sé unnið að því að móta
hana og efla. Það útheimtir vinnu
og aftur vinnu og mikla fórnfýsi,
því að enginn verður auðugur af
því að senda dagblöðum og tíma-
ritum greinar um það sem kallast
„dægurmál". Færa má rök fyrir
því að einbeitt barátta Islendinga
fyrir fiskveiðiréttindum sínum sé
grunnurinn sem alþjóðareglur
byggjast nú á. Islenska þjóðin
stendur í þakkarskuld við þá sem
sköpuðu þann einhug, sem leiddi
til sigurs.
Enn er verk að vinna
Nú þegar öld er liðin írá fæðingu
Þorkels Sigurðssonar eru ennþá
átök um fiskveiðiréttindi á miðun-
um kringum Island, þótt Bretar
séu ekki lengur í hlutverki óvinar-
ins. Afkomendur Þorkels minnast
hans með því að birta bók hans og
greinar, sem hann skrifaði um land-
helgismálið, á Veraldarvefnum
(slóðin verður: http:/Avww.vor-
tex.is/thorkell) til þess að gefa yngri
kynslóðum hugmynd um þau bar-
áttuár sem hann lifði og hvemig
hugsjónamaður lagði sig allan fram,
1 máU sem hann taldi varða velmeg-
un eða örbirgð þjóðar sinnar.
Þorkell Guðnason.
ÆVIAGRIP
Þorkell Sigurðsson, f. 18. febr.
1898, Flóagafli, Sandvíkurhreppi,
Arnessýslu, d. 1. mars 1969, vél-
fræðingur í Reykjavík. Foreldrar:
Sigurður Þorsteinsson, bóudi
Gerðiskoti, Sandvi"kurhr., Árn., og
Helli, Ölfushr., Árn., sfðast fast-
eignasali í Iteykjavík. f. 10. sept
1867 í Gerðiskoti, d. 9. ágúst 1950,
og k.h. Ingibjörg Þorkelsdóttir, f.
29. maí 1868 í Óseyrarnesi, Eyrar-
bakkahr., Árn. d. 21. júlí 1950.
Föðurfor.: Þorsteinn Guðmunds-
son, bóndi í Gerðiskoti og
Flóagafli, Sandvíkurhr., og k.h.
Guðrún Bjarnadóttir. Móðurfor.:
Þorkell Jónsson, bóndi, hrepp-
stjóri og formaður á Hólum,
Stokkseyrarhr. og svo lengst í Ós-
eyrarnesi og k.h. Sigrfður „eldri“
Jónsdóttir. Fósturforeldrar Þor-
kels frá sex ára aldri og fram yfir
fermingu voru Sigurður Guð-
brandsson bóndi, Helli, Ölfushr.
og Jónína k.h.
Þorkell lauk Iðnskólanum í
Reykjavík, námi í járnsmíði og vél-
smiði í Hafnarsmiðjunni í Reykja-
vík og Vélsmiðjunni Héðni hf.
1919, vélstjóraprófi í Vélstjóra-
skólanum í Reykjavík 1921 og
vann við rafvirkjastörf 1921-22 í
tengslum við öflun vélfræðirétt-
inda. Hann var vélsljóri (vélfræð-
ingur) á íslenskum togurum 1921-
1953. Sem yfírvélstjóri hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur hafði hann
m.a. umsjón með frágangi og nið-
ursetningu véla í Englandi í fyrstu
togara BUR, nýsköpunartogarana
Ingólf Arnarson og Þorstein Ing-
ólfsson. Hann gegndi starfi vél-
stjóra lijá Hitaveitu Reykjavíkur
frá 1953 til dauðadags. Félags-
störf: í stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands frá 1953,
var meðdómari í Sjódómi Reykja-
víkur frá 1953, f stjórn Lands-
málafélagsins Varðar frá 1954,
formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík, endurskoð-
andi Sparisjóðs vélstjóra frá stofn-
un hans, formaður Fijálsíþrótta-
ráðs Reykjavíkur 1957-60. Viður-
kenningar: Fjöldi verðlauna fyrir
íþróttaafrek, m.a. fyrir sigur í
fyrsta Álafosshlaupinu 1921 og
mörgum öðrum hlaupum. Hann
var þekktur sem „Keli hlaupari" í
Ármanni. Tvívegis meistaratitill á
Kappróðramóti íslands. Var
sæmdur gull-, silfur- og brons-
merkjum fyrir störf í þágu FRI.
Þorkell var einnig sæmdur heið-
ursmeki Landsmálafélagsins
Varðar 1966. Rit: Saga landhelgis-
máls Islands og auðæfi íslenzka
hafsvæðisins. Eftir hann liggur
fjöldi greina í blöðum og tímarit-
um um sjávarútvegsmál, stjórnmál
og landhelgismál. K. 19. ágúst
1924, Anna Þorbjörg Sigurðar-
dóttir, þá fimleikakona úr IR, með
hússtjórnarmenntun frá Svíþjóð, f.
18. sept. 1900 í Reykjavík. Hún lif-
ir mann sinn. For.: Sigurður Sig-
urðsson, stýrimaður og vitavörð-
ur, siðast bús. í Reykjavík, f. 18.
maí 1860 í Saurbæ í Vatnsdal, A-
Hún., d. 17. nóv. 1943, og k.h.
Kristín Jóhannesdóttir, f. 14.
ágúst 1870 í Miðhvammi, Aðal-
dælahr. S.-Þing., d. 20. ágúst 1961.
Börn þeirra: a) Ingibjörg, f. 15.
mars 1926 í Reykjavík, trygginga-
fulltrúi í Kópavogi. M. Guðni Þor-
geirsson, fv. kaupmaður og skrif-
stofustj. Kaupmannasamtaka ísl.,
þeirra börn: Þorkell, f. 1947 og
Kristín, f. 1953. b) Salóme, f. 3.
júlí 1927 í Reykjavík, fv. alþingis-
maður og forseti Alþingis, í
Reykjahlfð, Mosfellsbæ. M. Jóel
Kristinn Jóelsson, garðyrkju-
bóndi, þeirra börn: Anna Þor-
björg, f. 1947, Jóel Kristinn, f.
1951 og Þorkell, f. 1952. c) Sig-
urður, f. 23. febr. 1932 í Reykja-
vík, viðskiptafræðingur, ríkisfé-
hirðir í Reykjavík. K. Jóhanna
Guðbjörg Guðbrandsdóttir, tækni-
teiknari og skrifstofumaður,
þeirra börn: Þorkell, f. 1957, Guð-
brandur, f 1960 og Árni, f. 1967.
d) Kristín, f. 4. des. 1936 í Reykja-
vík, grafískur hönnuður og mynd-
listarmaður í Kópavogi. M. Hörð-
ur Rafn Daníelsson, þeirra börn:
Heiðar Rafn, f. 1956, Daði, f. 1958
og Þorkell Sigurður, f. 1969.
samfélagsbreytingar á norðurslóð-
um. Hann hefur ritað bækur um
aðferðafræði félagsvísinda.
Sjá nánar alnetslóða http://pub
pages, unh.edu/—Ich/Ichhome.htm
Fyrirlestur
um mannlega
þáttinn og
umhverfis-
breytingar
DR. LARRY Hamilton flytur fyrir-
lestur á vegum Sjávarútvegsstofn-
unar Háskóla íslands fimmtudag-
inn 19. febrúar kl. 17. Fyrirlestur-
inn nefnist Mannlegi þátturinn og
umhverfisbreytingar: Samanburð-
ur á sjávarplássum við norðanvert
Atlantshaf. Fyrirlesturinn er flutt-
ur á ensku og er haldinn í Odda,
stofu 101.
Dr. Hamilton er prófessor í fé-
lagsfræði við Háskólann í New
Hampshire. Sem stendur stjórnar
hann fjölþjóðlegri rannsókn þar
sem bornar eru saman breytingar
sem orðið hafa á undanfbmum ár-
um í sjávarplássum á Islandi,
Færeyjum, Grænlandi, Noregi,
Nýfundnalandi og Maine í Banda-
ríkjunum. í þessum samfélögum
hafa orðið miklar breytingar á um-
hverfi og afkomu sjávarútvegs.
Með því að bera saman hagtölur
undanfarinna ára lýsir dr. Ha-
milton því hvernig samfélögin laga
sig að breyttum aðstæðum.
Sérsvið dr. Hamiltons eru um-
hverfisfélagsfræði, tölft-æði og
gagnagreining, náttúruauðlindir og
Fyrirlestur um
sj ávarfornleifa-
fræðilega rann-
sókn við Flatey
á Breiðafírði
DR. Bjarni F. Einarsson fomleifa-
íræðingur heldur fyrirlestur
fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30
í Sjóminjasafni
Islands, Vestur-
götu 8 í Hafnar-
firði. Fyrirlest-
urinn er í boði
Rannsóknaset-
urs í sjávarút-
vegssögu og
Sjóminjasafns
íslands og nefn-
ist Mjaltastúlkan
í sjónum.
Bjami F. Einarsson lauk Fil.
kand.-prófi frá Gautaborgarhá-
skóla árið 1982 og doktorsprófi í
fomleifafræði frá sama skóla 1994.
Heiti doktorsritgerðar hans er:
The Settlement of Iceland; a Crit-
ical Approach. Granastaðir and the
Ecological Heritage. Ritgerðin var
endurútgefin af Hinu íslenska bók-
menntafélagi 1995.
Bjarni stjórnaði fyrstu og einu
sjávarfornleifafræðirannsókn sem
gerð hefur veri hér á landi í höfii-
inni við Flatey á Breiðafirði sumar-
ið 1993. Við rannsóknina fundust
Bjarni F.
Einarsson
tvö skipsflök og er annað þeirra af
hollenska kaupfarinu Melckmeyt,
eða Mjallhvit, sem talið er að farist
hafi við eyna haustið 1659. Meg-
inefni fyrirlestursins er um rann-
sóknina á Mjaltastúlkunni.
Þetta er annað erindið í röð al-
menningsfyrirlestra á vegum
Rannsóknaseturs i sjávarútvegs-
sögu og Sjóminjasafns Islands, en
þeir em styrktir af Sparisjóði
Hafnarfjarðar, Hafnai’fjarðarhöfn
og Hafnarfjarðarbæ.
Árshátíðarút-
varp MR-inga
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Framtíð-
in, Menntaskólanum í Reykjavík,
hefur útsendingar á árshátíðarút-
varpi sínu í dag, kl. 18.
Utvarpað verður frá morgni og
fram eftir nóttu um Reykjavík og
nágrenni á tíðninni 101,3 MHz, til
og með fimmtudeginum 26. febrúar
nk. Spiluð verður fjölbreytt tónlist.
Námskeið fyrir
greinaskrif og
þáttagerð
í MÍMI-Tómstundaskólanum em
að hefjast námskeið fyrir þá sem
áhuga hafa á þátttöku í fjölmiðlun.
Ingólfur Margeirsson kennir á
námskeiði þar sem fjallað er um
viðtöl og greinaskrif í blöð og tíma-
rit og Anna Margrét Sigurðardótt-
ir kennir á námskeiði um fram-
komu og þáttagerð í útvarpi. Bæði
námskeiðin em skipulögð á hag-
nýtan hátt til þess að gefa þátttak-
endum sem bestan kost á að reyna
sig við fjölmiðlastörf.
Námskeið í viðtölum og greinar-
skrifum hefst 21. febrúar og stend-
ur í fjórar vikur. Námskeið um út-
varp hefst 5. mars og er einnig
fjögurra vikna námskeið. Kennslan
fer fram í Gamla Stýrimannaskól-
anum á Öldugötu en skráning er í
Tómstundaskólanum á Grensás-
vegi.
Fyrirlestur um
iðju- og sjúkra-
þjálfun
FYRIRLESTUR um iðju- og
sjúkraþjálfun verður í Safnaðar-
heimili Háteigskirkju miðvikudag-
inn 18. febrúar kl. 20.30. Fyrirlest-
urin er á vegum Foreldrafélags
misþroska barna og er yfirskriftin
Misþroski og áhrif á daglega iðju
barna.
Sigríður Kr. Gísladóttir iðju-
þjálfi hjá SLF fjallar um iðjuþjálf-
un barna og hvemig fagþekking
iðjuþjálfa getur nýst misþroska
börnum, foreldrum þeirra og fag-
fólki. Aslaug Guðmundsdóttir
sjúkraþjálfari segir frá sjúkraþjálf-
un misþroska bama á SLF.
Aðalfundur
Siðmenntar
AÐALFUNDUR Siðmenntar
verður haldinn í Miðstöð nýbúa við
Skeljanes í Skerjafirði fimmtudag-
inn 19. febrúar kl. 18.30.
Bima Björnsdóttir, fulltrúi hjá
sýslumanninum í Reykjavík, mun
útskýra hvernig embættið fram-
kvæmir hjónavígslur og svara
spurningum fundarmanna.
Félagar í Siðmennt munu segja
frá eigin giftingu og sýna myndir.
Að umræðunni lokinni hefjast
hefðbundin aðalfundarstörf.
Gönguferð á
þorra
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
fer frá Hafnarhúsinu að austan-
verðu í kvöld kl. 20. Gengið verður
vestur í Ánanaust og um Landa-
kotshæðina, Kvosina og Arnarhól,
inn að Sólfari, við Sæbraut, síðan
með hafnarbökkunum um borð í
skemmtiferðaskipið Árnes við Æg-
isgarð. Þar verður snætt nesti,
gjarnan þorramatur. Veitingar í
boði.
LEIÐRÉTT
Rangt heiti sjúkdóms
MEINLEG villa var í frásögn af
doktorsvörn Kristjáns Steinssonar
læknis í blaðinu í gær. Doktorsrit-
gerð hans fjallar um sjúkdóminn
rauða úlfa en ekki sjúkdóminn
rauða hunda eins og stóð í frétt-
inni. Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
Háskólaalmanakið
í LISTA um söluhæstu bækur jan-
úarmánaðar, sem Félagsvísinda-
stofnun vinnur fyrir Morgunblaðið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og
Félag bóka- og ritfangaverslana,
er útgefanda Almanaks Háskóla
Islands ranglega getið. Það er Há-
skóli Islands sem gefur ritið út.