Morgunblaðið - 18.02.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Danir sigurvegarar í sveitakeppni
Bridshátíðar
Spennandi loka-
umferð í jöfnu
Flugleiðamóti
Morgunblaðið/Arnór
KRISTJAN Kristjánsson óskar Sabine Auken til hamingju með sigurinn á Flugleiðamótinu en aðrir eru
Morten Andersen, Sören Christiansen og Jens Auken.
NORSKA landsliðinu gekk ekki sem best í sveitakeppninni en þeir
Egil Sælensminde og Boye Brogeland eru þó hinir ánægðustu með
Sabine Auken á milli sín. Brogeland þykir einn efnilegasti spilari
Evrópu um þessar mundir.
BRIPS
Hótel Loftleiðir
FLUGLEIÐAMÓTIÐ
Sveitakeppni Brídshátíðar, Flug-
leiðamótið, var haldið 15.-16. febrú-
ar með þátttöku 92 sveita.
DANSKA sveitin stóð uppi sem
sigurvegari á Flugleiðamótinu í
sveitakeppni sem lauk á mánudags-
kvöld, eftir jafna og spennandi
keppni.
Það hefur stundum gerst á Flug-
leiðamótum að ein sveit hefur tekið
afgerandi forustu snemma en að
þessu sinni var jafnan nýtt nafn á
toppnum fram yfir mótið mitt. Sveit
skipuð Aðalsteini Jörgensen, Sig-
urði Sverrissyni, Kay Schulle og
Gerard Sosler höfðu til dæmis fullt
hús, 50 stig, eftir tvær fyrstu um-
ferðirnar en í 3. umferð var sveit
Roche orðin efst með 69 stig. Þá
voru Danimir í 16. sæti en þegar
keppni lauk á sunnudagskvöld eftir
6 umferðir höfðu Danimir náð efsta
sætinu með 121 stig, næst kom sveit
Amar Amþórssonar með 119 stig
og þrjár sveitir komu næstar með
115 stig, Roche, Kaupþing Norður-
lands og Stilling.
Danimir juku við forskot sitt í 7.
umferð og héldu því í þeirri 8. en
sveit Samvinnuferða-Landsýnar
var þá komin í 2. sætið. Þessar
sveitir unnu báðar sína leiki í 9. og
næstsíðustu umferð og fyrir loka-
umferðina var staða efstu sveita
þessi: Danmörk 178, Samvinnuferð-
ir 176, Strengur 169, Örn 168.
Risaskor
Þessar sveitir spiluðu innbyrðis í
lokaumferðinni, Danir við Streng og
Samvinnuferðir við Öm. Fyrmefndi
leikurinn var sýndur á sýningar-
töflu og strax í fyrsta spili fengu
Strengsmenn risaskor:
Austur gefur, NS á hættu.
Vestur Norður ♦ 74 ¥ÁK1075 ♦ 4 *108753 Austur
A10862 ¥64 ♦ DG3 *Á942 Suðu r AKDG93 ¥9 ♦ 765 AKDG6
AÁ5 ¥ D1098 ♦ ÁK10982 *-
Sömu spilin vora spiluð á sex
efstu borðunum og við þau flest
byrjaði austur á að opna á 1 spaða
og suður sýndi tvílita hönd, annað-
hvort með því að segja 2 spaða til
að sýna hjarta og láglit, eða
stökkva í 3 lauf til að sýna rauðu lit-
ina. Vestur stökk í 4 spaða og norð-
ur sagði 5 hjörtu. Og þar gafst suð-
ur víðasthvar upp. Það var t.d. nið-
urstaðan við annað borðið í leik
Samvinnuferða og Arnar, en við
hitt borðið lyfti Fred Hamilton í
suður í 6 hjörtu, fékk alla slagina
og 12 impa.
í sýningarleiknum spiluðu Mort-
en Andersen og Sören Christiansen
5 hjörtu gegn Kristjáni Blöndal og
Rúnari Magnússyni. En við hitt
borðið sátu Hrannar Erlingsson og
Júlíus Siguijónsson NS gegn hjón-
unum Jens Auken og Sabine Auken:
Vestur Norður Austur Suður
JA HE SA JS
1 spaði dobl
4 spaðar Slyörtu pass ögrönd
pass 6 lauf pass 6hjörtu
pass 7 lyörtu pass pass
dobV//
Júlíus valdi að dobla með suður-
spilin og átti ýmislegt ósagt þegar
Hrannar fór í 5 hjörtu. Það var
Ijóst að Hrannar átti a.m.k. 5-lit
þar og Júlíus sá möguleika á
alslemmu ef trompið var nægilega
gott. Hann spurði því um gæði
tromplitarins með 5 gröndum.
Hrannar var ekki alveg viss hvað
sögnin þýddi og sagði 6 lauf ef vera
kynni að Júlíus vildi spila láglit-
arslemmu. En þegar Júlíus breytti
í 6 hjörtu hækkaði Hrannar í
alslemmuna með tvo efstu í trompi.
Auken doblaði með laufaásinn en
alslemman vannst auðveldlega með
því að trompa tígulinn góðan, og
sveit Strengs græddi 18 impa á
spilinu. Það var vel af sér vikið að
komast í alslemmu á þessi spil,
enda klöppuðu áhorfendur í sýn-
ingarsalnum Júlíusi og Hrannari
lof í lófa.
Leikurinn róaðist eftir þetta en
Strengur vann hann, 17-13. Þá
nægði Samvinnuferðum jafhtefli í
sínum leik, því sveitin hafði unnið
Danina fyrr í mótinu. Öm vann leik-
inn hins vegar 16-14 og því unnu
Danimir mótið með 1 stigs mun.
Þetta var lokastaðan:
Danmörk 191
Samvinnuferðir 190
Strengur 186
Öm Amþórsson 184
Stilling 182
Kaupþing Norðurlands 182
ÍSLAND, yngri spilarar 178
Eimskip 177
Kjörís 176
Samskipti 175
Lífeyrissjóður Austurlands 175
Danska sveitin er skipuð lands-
liðsmönnum, bæði dönskum og
þýskum, en Sabine Auken er þýsk
og varð m.a. heimsmeistari kvenna
með þýska landsliðinu fyrir þremur
árum.
Margrét Hauksdóttir upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða og Kristján
Kristjánsson forseti Bridssam-
bands íslands afhentu verðlaun í
mótslok, bæði fyrir tvímennings-
keppnina og sveitakeppnina. Röðin
í tvímenningnum breyttist við end-
urreiknun og Hermann og Ólafur
Lámssynir enduðu í 4. sæti en ekki
því 5. eins og sagði í Morgunblað-
inu í gær.
Guðm. Sv. Hermannsson
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Arkitektar
Byggingafræðingar
Tækniteiknarar
Vegna aukinna umsvifa leitar ein stærsta arki-
tektastofa landsins að starfsfólki í eftirfarandi
störf:
Arkitektar/Byggingafræðingar
Sóst er eftir arkitektum og eða hugmyndarík-
um byggingafræðingum, með starfsreynslu.
Þekking á notkun helstu tölvukerfa í faginu;
ritvinnslu, töflureiknis og tölvuteiknunar (Auto
Cad), er lykilatriði. Reynsla í gerð og frágangi
útboðsgagna mikill kostur. Æskilegt er að við-
komandi hafi leyfi til að gera eignaskiptayfir-
lýsingar.
Tækniteiknari
Við leitum að tækniteiknara með fullkomna
þekkingu á notkun AutoCad teikniforrita. Um
er að ræða starf við frágang á aðaluppdráttum
og verkteikningum. Þekking í notkun tölvu (rit-
vinnslu og töflureikni) æskileg.
Leitað er eftir samvinnulipru fólki sem fellur
að vinnuglöðum hóp. Unnið er í tölvuvæddu
umhverfi. Æskilegt er að umsækjendur geti
hafið störf sem fyrst.
Umsóknum er greini frá menntun, starfs-
reynslu og þ.h. skulu berast til afgreiðslu
Morgunblaðsins, merktar: „Art — 1246".
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Farið verður
með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum um-
sóknum verður svarað.
LÍNUHÖNNLíN
VERKFRÆÐISTOFA
Tækniteiknari -
tæknimenntaður starfmaður
Verkfræöistofan Línuhönnun hf. auglýsir eftir tækniteiknara til
starfa hið allra fyrsta.
Tæknimenntaður maður með þekkingu á tækniteiknun, sem
einnig gæti sinnt öðrum tæknistörfum kemur einnig til greina.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða tölvukunnáttu, búi
yfir þekkingu á auto-cad og hafi reynslu í tækniteiknun.
Lfnuhönnun hf. var stofnuð árið 1979. Hjá fyrirtæk-
inu og systurfyrirtækjum starfa nú um 60 starfsmenn.
Línuhönnun hf. veitir alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði
mannvirkjahönnunar, viðhaldsverkefna og umhverfis-
mála.
Línuhönnun hf. rekur eigin rannsóknastofu, þar sem
framkvæmdar eru steypurannsóknir, jarðefnarann-
sóknir og umhverfisefnagreiningar.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson á skrifstofu
Reksturs og Ráðgjafar ehf. og skal umsóknum skilað þangað
fyrir 24. febrúar nk.
[í^ Rekstur og Ráðgjöf ehf.
Rekstrar- og stjórnunarráögjöf, áætlanagerö,
ráöningarþjónusta o.fl.
Suöurlandsbraut 4a Sími 568-2100
108 Reykjavík.________Bréfsfmi 568-0681
Gröfumaður
Vanan gröfumann vantar strax.
Upplýsingar í símum 434 1549 eftir kl 20, og
einnig 852 5568 og 565 3140 á daginn.
H| Fiæðslumiðstöð
Rejdcjavíkur
Starfsmenn óskast
Leitað er eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður:
Húsaskóli, sími 567 6100
Starfsmaður í lengda viðveru (heilsdagsskóla)
til að annast matargerð fyrir nemendur.
Vinnutími frá kl. 10.00—14.00.
Selásskóli, sími 567 2600.
Starfsmaður skóla, 100% starf.
Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar við Reykjavíkurborg.
Upplýsingar um stöðurnar gefa skólastjórar
og aðstoðarskólastjórar skólanna.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is