Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.02.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Sprengiveisla Morgunblaðið/Gísli Hjaltason MATARINS beðið með óþreyju. BEKKIRNIR voru þéttsetnir í Miklagarði. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Flími og glósum kyngt með súrmatnum Vopnafirði. Morgunblaðið. ÞORRABLOTIN eru tvimælalaust með stærstu viðburðum í félagslífi fólks á landsbyggðinni. Vopnfirð- ingar blótuðu þorra og mættu hátt í 300 manns á blótið, sem haldið var í Félagsheimilinu Miklagarði. Nú eru liðin 40 ár frá því sá siður að blóta þorra var endurvakinn hér á Vopnafirði. Að undirbúningi blóts- ins árið 1958 unnu 16 manns en 24 í ár. Tilhögun blótanna hefur ekki tekið miklum breytingum. Þess má geta að Ró- bert Nikulásson harmónikkuleikari hefur leikið undir fjöldasöng öll þessi 40 ár. Skemmtiatriðin hafa breyst nokkuð. Á blótinu 1958 skemmtu menn sér við ræðuhöld og lauk svo að ræðum- ar urðu 13. Þorra- blótsnefndin hefur hins vegar und- an farin ár haldið uppi heimatilbú- inni dagskrá allt kvöldið. Komið hefur fyrir að sumum þætti að sér vegið í því skemmti- efni sem haft er uppi á blótum. Allt er þetta þó vel meint og sjaldan hallað réttu máli viljandi eða ýkt svo neinu nemi. Ekki er vitað til að risið hafi teljandi ýfingar með mönnum vegna þessa en einhverjir hafa stundum kosið að halda sig heima heldur en sitja undir og kyngja flími og glósum með ann- ars gómsætum súrmat og brenni- víni. Vopnfirðingar eru frumkvöðlar í þorrablótshaldi. í fræðiritum segir að um aldamót hafi verið haldin þorrablót á Vopnafirði með tals- verðum menningarbrag, m.a. flutt- ur frumsamin söngleikur. Þá átu menn með guðsgöfflunum og lauk svo borðhaldi að hnútur flugu um salinn. Skyldi annállinn hafa verið óvenju rætinn það árið? EINS og sjá má fóru Vopnfirðingar í betri fótin í tilefni dagsins. Gautaborg. Morgunblaðið. SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld var haldin „sprengiveisla" á veg- um klúbbs eldri borgara innan Islendingafélagsins í Gautaborg. Þar komu saman íslendingar sem telja sig roskna og ráðsetta til að borða saltkjöt og baunir. 25 manns þáðu boðið og tóku allir hraustlega til matar síns enda ekki á hverjum degi sem slíkt góðgæti er á boðstólum. Á tímabili var útlit fyrir að matur- inn dygði ekki, slíkur var at- gangurinn, enda kom á daginn að þeir sem síðastir komu urðu að láta sér nægja að gutla í súp- unni sem var reyndar ekkert til fúlsa að ÁNÆGJUSVIPURINN leynir sér ekki á Helgu og systkinunum Sigríði og Þorsteini Þorgeirssyni, enda var þorrahlaðborðið vel útilátið að vanda. sendum í póstkröfu MATARGESTIR gæða sér á saltkjöti og baunum. við. Klúbbur eldri íslendinga í Gautaborg var settur á laggirnar í haust og hittast þeir einu sinni í mánuði. Annars er það helst að frétta að íslendingafélagið í Gautaborg á 50 ára afmælj á þessu ári og er það lang elsta íslendingafélagið í Svíþjóð. Mikið hefur verið um að vera á síðastliðnu ári. Félagið flutti í nýtt húsnæði við Linné- gatan 21, sem Vigdís Finnboga- dóttir opnaði við hátíðlega at- höfn, og er það álit flestra að flutningarnir hafi hleypt nýju blóði í félagsstarfið. Það er fjöl- breytt með opnu húsi tvisvar í viku, reglulegum útvarpssend- ingum þar sem fluttur er ís- lenskur fréttapakki, viðtölum við gesti og gangandi og ekki síst er fjallað um það sem er að gerast í Gautaborg og ná- grenni og viðkemur Islend- ingum og velunnurum ís- lands. Þessa dagana er það Þorrablót félagsins sem allt snýst um. Þorrablótið verður haldið 28. febrú- næstkomandi og dregur að mikið af fólki, enda súrsuðu hrútspungarnir ekk- ert slor. Reyndar sagði einn Svíi þegar ymprað var á því við hann að bjóða honum á Þorrablótið að það skipti ekki máli hvaða dag það yrði haldið - hann yrði ör- ugglega upptekinn. SVAMPOÝHUR UTSALA FJÖLBREYTT ÚRVAL AF DÝNUM OG RÚMUM Vönduð - Ryðfrí Húsaskilti u ÍStoSS PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 S: 562 3614 HEÍLSUKODDAR SQO* ofstóttur ÓSÓTTAR PANTANiR VERÐA SELDAR Á ÞÆGÍLEGU VERÐi Shiítuvogi I i • Sínii 568 5588 opið: mánudaga - föstudaga 9 - 18 laugardaga 10 - 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.