Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 FRÉTTIR Eldur, sem brunnið hefur í sorpgryfju við Straumsvík í viku, loks slokknaður ANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Hafnarfirði I % ræddi í gær við fyrri eig- %/enda sorpflokkunarstöðv- arinnar, sem rekin var undir nafni Gáms-Hringhendu, ásamt því að skoða verksummerki eftir eldinn en hann hefur kraumað í heila viku í úrgangi sem talið er að hafi verið urðaður þar á seinasta ári. Formleg rannsókn er þó ekki hafin, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu, og er meðal annars beðið eftir kæru frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarð- arsvæðis. Ólögmætir haugar ofanjarðar Páll Stefánsson, heilbrigðisfull- trúi hjá embættinu, segir að málið sé í skoðun og hafi svæðið meðal annars verið kannað í kjölfar brun- ans og aftur á mánudag. Hins vegar sé ljóst að um afar slæmt mál sé að ræða og á íslenskan mælikvai-ða sé um mengunarslys að ræða. „Urðun- in var klárt lögbrot því þar var úr- gangur grafinn ólöglega og það var mjög slæmur gjörningur að grafa hann á þessum stað. Þetta verður lögreglurannsókn ög við munum fylgja því eftir þannig," segir Páll. Þá séu jafnframt tveir úrgangs- haugar ofanjarðar sem hafi verið hróflað saman án tilskilinna leyfa og sé annar þeirra, sem stendur í Kap- elluhrauni, „óhugnanlega stór“, eða á milli 2.000 og 3.000 rúmmetrar. Urðun úrgangsins uppgötvaðist í kjölfar brunans í sorpflokkunar- skemmunni seinasta þriðjudag, að því er talið er vegna sjálfsíkveikju í sorpi. Þá féll m.a. sá gafl skemm- unnar sem veit út að sjó, ofan á gryfjuna sem tekin hafði verið að baki skemmunum. „Þegar heil- brigðiseftirlit kom á staðinn á mið- vikudag til að ræða hvernig málinu yrði lokið, uppgötvaðist að farið var að rjúka úr jörðinni og hún farin að síga,“ segir Páll. „Þetta þótti skrýtið og var fyrri eigandi kallaður tU. Hann staðhæfði að þarna væri urðað gifs og í því væri pínulítið af flís eða timburögn- um sem ekki hefði tekist að ná úr gifsinu. Þetta væri því ekki stór- vandamál. Rétt þótti samt að grafa aðeins niður til að hindra að eldur- inn bærist í nærliggjandi hús, auk þess sem ráðstafanir voru gerðar til að keyra leir ofan á gifsið til að drepa niður eldinn. Það hafði hins vegar ekkert að segja og þegar skurður var grafinn kom í ljós að þama var umtalsvert magn af timb- urúrgangi og síðan hafði verið keyrð malarblanda ofan á. Þetta var eitthvað sem hvorki ég né aðrir höfðu hugmynd um og ég veit ekki hvenær þessi urðun hófst,“ segir Páll. Tæp 1.000 tonn af úrgangi Hann segir að fyrst eftir að eld- urinn er endanlega kulnaður sé hægt að meta tjónið af hans völdum og þeirra efna sem þar brunnu. Ekld sé útilokað að haugurinn verði hulinn að nýju með tryggum hætti á sama stað. Ingi Arason, rekstrar- stjóri hjá Gámaþjónustunni, sem keypti lóðina og þau mannvirki sem á henni eru af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í lok janúar, kveðst telja að á milli 1.000 og 2.000 rúmmetrar af úrgangi séu í gryfj- unni, eða frá 800 til 1.000 tonn. Gryfjan er um 1.600 fermetrar að stærð og kringum 5 metrar að dýpt. „Þetta er óhemju mikill eldsmat- ur. Við héldum að þarna væri mal- arfylling en annað kom í ljós. Húsið var byggt sem fiskeldishús og þá lá lagnagangur frá skemmunni og út í lægðina þar sem úrgangurinn var urðaður, og þannig virðist eldurinn hafa borist á milli,“ segir Ingi. Hann segir m.a. vera timbur í gryfjunni, eitthvað af málmum, krossviðarplötur og lítilræði af gifs- plötum. „Við héldum að þetta væri margfalt minna en raun ber vitni og tókum því málið ekki föstum tökum strax. A laugardag byrjuðum við að dæla sjó á eldinn og notuðum dælu sem dælir um 300 tonnum á klukku- tíma, en þá höfðum við mokað um 500 rúmmetrum af leir yfir eldinn átiui guuuiaoiu/ niu SVÆÐI Gámaþjónustunnar við Straumsvík úr lofti. Gryfjan með úrganginum er hægra megin á myndinni, örskammt frá fyrrum útveggjum skemmunnar sem þar brann til grunna fyrir rúmri viku. „Urðunin var klárt lögbrot“ Starfsmönnum Gámaþj ónustunnar tókst í gær að slökkva eld sem logað hefur um vikutíma í gryfju með úrgangi í Straums- vík. Haugurinn, sem er niðurgrafínn, upp- götvaðist í kjölfar þess að sorpflokkunar- skemma fyrirtækisins varð eldi að bráð seinasta þriðjudag. Skammt frá er annar haugur, ofanjarðar, sem komið var þar fyr- ir, sömuleiðis án leyfa. í KAPELLUHRAUNI, á milli kvartmflubrautarinnar og Reykjanes- brautar, er að finna úrgang sem komið var þar fyrir án leyfa og álit- inn er koma frá Keflavíkurflugvelli. Talið er að um allt að 3.000 rúmmetra sé að ræða. án árangurs. Á mánudag var bætt við vatnsmagnið þannig að um 700 tonnum af sjó var dælt á klukku- tíma,“ segir hann. Greitt fyrir förgun sem ekki varð? Ingi kveðst telja að losun úr- gangsins í gryfjuna hafi tekið að minnsta kosti 2 til 3 mánuði. Um óflokkað efni sé að ræða og þyki honum líklegt að þeir sem urðuðu úrganginn hafi verið að spara sér kostnað við að greina efnin í sund- ur. Almennt sé ekki hægt að urða þau efni sem þarna um ræðir, því þeir sem reka urðunarstaði geri kröfur um að viðskiptavinir flokki það frá sem er endurvinnanlegt. Ekkert kosti að losna við málma en um 3.000 krónur á tonnið kosti að losna við timbur, auk þess sem enn dýrara gæti hafa verið að losna við önnur efni sem þarna kunni að vera. Því hefði sennilega ekki kostað minna en þrjár milljónir króna að farga umræddum efnum með lög- mætum hætti. „Mér finnst ekki ólíklegt að tekið hafi verið á móti þessum efnum sem óflokkuðum og Hringhenda hafi fengið greitt fyrir að koma í förgun. Ef þessi úrgangur kemur úr svo kölluðu Kínahverfi á Keflavíkur- flugvelli, eins og við teljum senni- legast, má einnig benda á að Banda- ríkjamenn gerðu mjög strangar kröfur um að tryggt væri að allt efni sem til félli og væri endurvinn- anlegt, yrði endurunnið. Því er ekki ósennilegt að móttökugjald hafi ver- ið um 4.000-5.000 krónur á tonn og menn hafi tekið við því án þess að meðhöndla um 3.000-4.000 tonn af þessum úrgangi, en þess i stað graf- ið hluta af honum og annað liggur hér í tveimur haugum," segir hann. Ingi segir að þar sem gryfjan var í vari á bak við skemmumar hafi verið erfitt fyrir utanaðkomandi að uppgötva hvað væri á seyði. Þótt menn hafi séð bíl keyra bakvið hafi það ekki vakið sérstakan grun. „Það er ljóst að þetta var gert vísvitandi enda starfa menn ekki í þessu fagi án þess að vita að starfsleyfi þarf fyrir urðunarstöðvum og það er svo strangt að Hollustuvemd ríkisins annast þau mál til að tryggja að kröfur séu jafn stífar um land allt. Eins og menn vita t.d. í tengslum við umræðu um urðun í Fíflholti í Borgarfirði og á fleiri stöðum, era reglur strangar eins og ástæða er til og farið mjög varlega í frágang hauga og framkvæmd urðunar. Vinnubrögð í þessu tilviki dæma sig sjálf,“ segir hann. Að hluta í eigu Hafnarfjarðar Hann segir einkum slæmt í þessu sambandi að vindátt var með þeim hætti að reykur barst að álverinu og inn í loftræstiinntök þess, sem dreifði óloftinu síðan inn í rými starfsmanna og meðal annars loft- ræsta fataskápa, „Starfsmenn þár urðu þvi fyrir miklum óþægindum sem okkur þykir miður,“ segir hann. Ingi kveðst télja að kostn- aður við að slökkva eldinn nemi um einni milljón króna. Muni Gáma- þjónustan greiða kostnað til að byrja með, en hafa verði í huga að gryfjan er að hluta til í landi Hafn- arfjarðarbæjar og því verði að vinna að lausnum í samvinnu við viðkom- andi aðila. Rangt skýrt frá Páll Stefánsson segir það mikið áfall fyrir sig persónulega að kom- ast að því að timbur og fleiri efni voru urðuð með ólögmætum hætti í ) Straumsvík og að honum hafi verið ) greint rangt frá því hvað þar væri , um að ræða. Honum sýnist í fljótu * bragði að um sé að ræða sama úr- gang og hafi myndast annars staðar á umráðasvæði fyrirtækisins, þ.e. byggingarefni sem féll til vegna nið- urrifs um 30 íbúðarblokka á svæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, svokallaðs Kínahverfi. Þær bygg- ingar rifu starfsmenn Islenskra að- alverktaka um þarseinustu áramót. í skemmunni sem brann og | næsta húsi við hafði aðsetur fyrir- , tækið Gámur-Hringhenda, sem ’ hafði starfsleyfi frá heilbrigðiseftir- liti í Hafnarfirði til að flokka fram- leiðsluúrgang, þ.e. úrgang frá fyrir- tækjum, sem það skyldi síðan flytja til förgunar á tilskilda staði. „Upphaflega var farið með húsin inn í skemmuna þar sem þau voru rifin, án þess þó að fá formlegt leyfi en okkur skildist að járn færi í Hr- ) ingrás og timbrið í förgun hjá k Sorpu. Við uppgötvuðum í júní á . seinasta ári að út í Kapelluhraun vora komnir timburhaugar, á milli kvartmflubrautarinnar og geymslu- svæðis fyrirtækisins, og gerðum at- hugasemdir við það. Við þrýstum á að fá lausn á þessu máli og að fyrir- tækið gerði hreint fyrir sínum dyr- um gagnvart yfirvöldum. Við feng- um loforð um slíkt, en ekkert varð úr efndum. Þegar við fréttum af • þessari uppsöfnun úrgangs fórum ) við á stúfana til að þrýsta á um lag- j færingar, og vorum þá upplýstir um að í gryfju bakvið skemmuna hefði verið sett gifs innan úr húsunum af flugvellinum. Það var aldrei sótt um leyfi fyrir þeirri urðun, en gifs er skaðlaust jarðefni sem brennur ekki og við höfðum því ekki stórar áhyggjur, enda töldum við að þetta væri ekki mikið magn,“ segir Páll. Rekstraraðilanum hafi hins vegar ' verið veittur frestur til að leggja I fram áætlun um hvernig að förgun i yrði staðið á þeim efnum sem eru í hrauninu og var safnað þar í „al- gjöru óleyfi,“ að sögn Páls. „Þá var heilbrigðisnefnd kölluð saman til að stöðva rekstraraðilann og í kjölfarið var hann krafinn um lausnir sem hann sagðist margoft búinn að finna. Við óskuðum eftir skjölum til að sanna að þær lausnir sem hann . talaði um væru til staðar og hann ' lofaði þeim, en braut þau loforð. Því I var komið fyrir löngu algjört bann á j að hann héldi áfram starfsemi en vegna gjaldþrots fyrirtæksins og fleira hefur okkur ekki tekist að fá hauginn í hrauninu hreinsaðan burt.“ Hann segir starfsmenn heilbrigð- iseftirlits hafa uppgötvað í lok októ- ber eða byrjun nóvember síðastlið- ins, að breytingar höfðu orðið á rekstri fyrirtækisins. Þeir eigendur ' sem þar vora áður höfðu hætt störf- I um og þess í stað hefði einstakling- | ur tekið við, án þess að Gámur- Hringhenda hefði gert embættinu grein fyrir því. I lok nóvember sl. hafi þeim aðila verið bannað að veita meiri úrgangi viðtöku. „Þá var fyrst og fremst pappír að safnast fyrir í skemmunni. Eftir bannið gufaði fyrirtækið upp og húsið var sett á uppboð.“ | Eftirlit sagt gott / Aðspurður hvemig á því standi j að svo mikið magn byggingaefnis eftir niðurrif hafi verið urðað og safnað saman í Straumsvík án af- skipta heilbrigðiseftirlits, bendir Páll á að hann hafi eftirlit með rúm- lega 300 fyrirtækjum og hann geti fullyrt að eftirlitið með Gámi- Hringhendu hafi verið nánara en með flestum ef ekki öllum öðrum i aðilum. Urðunin hafi hins vegar far- ið fram með þeim hætti að torvelt ) hafi verið að komast á snoðir um ) hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.