Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Starr vill fá dag’bækur og minnisblöð Carters Kosningastefnuskrá þýzkra jafnaðarmanna Höfðað til kjósenda Kohls Washington. Reuters. KENNETH Starr, sérskipaður saksóknari, hefur farið þess á leit við alríkisdómara, að hann fái sér- staka heimild til að komast yfír minnisblöð, dagbækur og skjalasafn Francis D. Carters, fyrrverandi lög- manns Monicu Lewinsky, vegna rannsóknar sinnar á meintu ástar- sambandi hennar og Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Kemur þetta fram í Los Angeles Times í dag. „Þrátt fyrir þau lagalegu forrétt- indi sem kveða á um trúnað milli lögmanns og skjólstæðings hefur Starr jafnframt áform um að stefna Francis D. Carter fyrir rannsóknar- dóm,“ segir blaðið. Carter aðstoðaði við að undirbúa eiðfesta yfírlýsingu sem Lewinsky afhenti Starr í janúar þar sem hún neitar því að hafa átt í ástarsam- bandi við Clinton er hún var lær- lingur í Hvíta húsinu. Talið er að minnisblöðin gætu varpað ljósi á hvað Lewinsky tjáði Carter um samband þeirra Clintons og hvemig yfirlýsing hennar var mótuð. Að sögn blaðsins ók Vernon Jordan, náinn vinur Clintons, Lewinsky til skrifstofu Carters. Ráðgert var að Jordan mætti fyrir rannsóknardóm Starrs í gær. Blaðið segir ennfremur frá því, án þess þó að útskýra það nánar, að lögmenn Clintons beiti nú mjög margslungnum lagalegum aðferð- um til þess að torvelda Starr að yf- irheyra ýmsa embættismenn í Hvíta húsinu. Bob Weiner, talsmaður Hvíta hússins í fíkniefhamálum, krafðist í gær afsökunarbeiðni af Starr fyrir að láta sig bera vitni vegna rann- sóknar hans á meintu kynlífs- hneyksli Clintons. í harðorðu tveggja síðna bréfí gagnrýndi Wein- er Starr og starfslið hans og sagði að rannsóknin væri „klikkuð haturs- herferð" á hendur forsetanum og jafnaði henni við vitnaleiðslur undir stjóm Josephs McCarthys öldunga- deildarmanns gegn meintum komm- únistum á sjötta áratugnum. Weiner sagði að Starr hefði spurt sig í þaula um persónuleg símasam- töl sín og konu sinnar við vini í Demókrataflokknum. Þau munu hafa fagnað sérstaklega fréttatil- kynningu flokksfélaga sinna í Mar- yland-ríki þar sem skorað var á rík- issaksóknara að kveða upp úr um það hvort Linda Tripp hefði gerst brotleg samkvæmt lögum í ríkinu með því að hljóðrita með leynd sam- töl sín við Monicu Lewinsky um meint samband þeirra Clintons. Reuters VERNON Jordan (t.h.) mætir ásamt lögmanni sfnum til yfirheyrlsu hjá rannsóknardómi Kenneths Starrs i gær. Bonn. Reuters. GERHARD Schröder hyggst koma Helmut Kohl kanzlara Þýzkalands úr embætti með kosningastefnu- skrá sem er blanda úr hefðbundn- um stefnumiðum íhaldsmanna á borð við skattalækkanir og vinstri- markmiðum, til dæmis lokun kjamorkuvera. Forystumenn flokksins, sem út- nefridu Schröder kanzlaraefni flokksins í fyrradag, staðfestu í gær fregnir af drögum að kosninga- stefnuskrá, sem Schröder ætlar að leggja til grundvallar baráttu jafn- aðarmanna fyrir sigri í kosningum til Sambandsþingsins í haust. Meðal stefnumiða SPD er endur- skoðun skattakerfisins sem mun fela í sér lækkun lægsta tekju- skattsþrepsins úr 25,9% í 15% og lækkun efsta þrepsins úr 53% í 49%, samkvæmt útdrætti úr stefnuskrárdrögunum sem birtist í Bild-Zeitung, upplagsstærsta dag- blaði Þýzkalands. Með það að markmiði að höfða til kjósenda úr hópi fyrri stuðnings- manna Kristilegra demókrata, flokks Kohls, áformar SPD enn- fremur að setja á oddinn nokkur at- riði er varða innra öryggi borgar- anna, svo sem hertar refsingar við kynferðisglæpum. Gates vill ekki láta kveða sig í kútinn BILL Gates forstjóra Microsoft- hugbúnaðarfyrirtækisins beið í gær orrahríð spuminga um viðskipta- hætti fyrirtækisins hjá dómsmála- nefnd öldungadeildar Bandaríkj- anna. I upphafi yfirheyrslanna las Gates upp yfirlýsingu þar sem hann vísaði á bug ásökunum stjómvalda þess efnis að fyrirtæki hans væri í einokunaraðstöðu á markaði fyrir tölvustýrikerfí og sagðist heldur engin áform hafa um að gera netið (intemet) að einkarekinni „þjóð- braut“ sinni. Fyrir yfirheyrsluna sagði Gates í viðtali við The Washington Post að fengi dómsmálaráðuneytið vilja sín- um framgengt og Microsoft yrði bannað að þróa Windows-hugbúnað sinn frekar væri verið að setja fyr- irtækið í óeðlilega fjötra og það myndi fljótt glata því forystuhlut- verki sem það hefíír gegnt á sviði hugbúnaðargerðar. Vegna umkvartana frá ýmsum keppinautum Microsoft mun þing- nefndin freista þess að leggja mat á hvort rétt sé að herða á löggjöf um hringamyndun og ólögmæta við- skiptahætti og hvort yfirburðir Microsoft á hugbúnaðarmarkaði séu til þess fallnir að hindra eðli- Vísar ásökunum um einokun til föðurhúsanna lega samkeppni og framþróun. Gates hét því að halda ótrauður áfram þróun Windows-stýrikerfis- ins og sagði mál dómsmálaráðu- neytisins ekki snúast um einokun eða hringamyndun, heldur væri það tilraun til að stöðva þróunarstarf fyrirtækja. Hann sagðist ekki tilbú- inn til að sættast á einhveija mála- miðlun sem jafngilti í raun að sett- ar væru skorður við hugmyndaflugi einstaklingsins. „Snýst um vöruþróun" „Fái ég ekki að setja stuðning við nettengingu í Windows verður stýribúnaðurinn undir. Fái ég ekkd að setja raddstýringu í Windows verður hann einnig undir. Fáum við ekki að þróa framleiðsluvörur okk- ar vitum við að einhver skýtur okk- ur ref fyrir rass og tekur við af okk- ur,“ sagði Gates. „Það eina sem skiptir máli, og þessi deila snýst raunverulega um, er að við fáum að þróa vörur okkar,“ bætti hann við. Dómsmálanefndin hyggst spyrja Gates í þaula um meintar tilraunir hans til að færa út umsvif sín og ná yfirburðastöðu á fleiri sviðum tölvunotkunar en þeim er lúta að einkatölvum. Því er haldið fram að Microsoft hafi beitt stöðu sinni á stýrikerfismarkaði til að halda Internet Explorer vafra sínum að netnotendum. Að mati dómsmálaráðuneytisins er Microsoft í einokunaraðstöðu á markaði fyrir einkatölvur. Og ráðu- neytið segir fyrirtækið hafa brotið samkomulag við stjómvöld frá 1995 með því að skylda seljendur einka- tölva með Windows 95 uppsettu til að láta Internet Explorer ásamt valmynd fyrir Microsoft-netþjón- ustuna fylgja á skjáborðinu. Með þessu hefur Microsoft tekist að saxa á forskot Netscape á vafr- aramarkaði, en talsmenn fyrirtæk- isins hafa á móti haldið því fram, að vafrinn sé hluti af stýrikerfinu og því sé ekki hægt að skilja þar á milli. Og í gær sagði Gates í samtal- inu við Washington Post að fyrir- tækið hafi einungis verið að svara þörfum markaðarins með þróun Windows-stýrikerfisins, reyna að mæta eftirspum. Kurteisisátak Giulianis New York. Reutere, The Daily Telegraph. RUDOLPH Giuliani, borgar- stjóri í New York, stendur nú fyrir kurteisisátaki í borginni til þess að draga úr hraðakstri, há- vaða og almennri ókurteisi. Hann neitaði því skilyrðislaust á mánudag að einkabifreið hans hefði verið ekið of hratt. Dálkahöfundur blaðsins Daily News greindi frá því á sunnu- dag að hann hefði elt bifreið borgarstjórans, sem ekið hafi verið af bflstjóra hans, á allt að 115 km hraða þar sem hámarks- hraði væri 80 km. Giuliani sagði á fréttamannafúndi á mánudag að þetta væri með öllu tilhæfu- laust. Á sunnudag hafði hann látið reiði sína frekar í Ijós og krafíst þess að blaðið bæðist af- sökunar. Draga úr hávaða Giuliani var endurkjörinn með miklum meirihluta í nóvember í kjölfar þess að mjög dró úr glæpatíðni í borginni á fyrra kjörtímabili hans og hefur tíðnin ekki verið lægri í áratugi. í síð- ustu viku hóf Giuliani kurteis- isátakið og hvatti samborgara sína til að haga sér betur og draga úr hávaða. Hefur borgarstjórinn beint spjótum sínum að óhirtu sorpi, kærulausum leigubflstjórum, vegfarendum sem fara yfir á rauðu og gefið lögreglumönnum fyrirmæli um að sekta fólk sem rífst við þá. Fór hann þess á leit við starfsfólk borgarinnar að það yrði kurteisara í framkomu. Allt hefur þetta vakið mikla athygli og ekki síst utan borgar- innar, þar sem Bandaríkjamenn eiga í mestu erfíðleikum með að ímynda sér að New York-búar geti verið kurteisir, rólegir og beðið eftir græna kallinum. Schröder ógnar ekki EMU-áformum París, Hannover. Reuters. EFNAHAGS- og myntbandalag Evrópu, EMU, mun verða að veru- leika á tilsettum tíma óháð því hver vinnur kosningar til þýzka Sam- bandsþingsins í haust. Þetta stað- festi Rudolf Scharping, formaður þingflokks þýzka Jafnaðarmanna- flokksins, SPD, í gær. Hann vísaði á bug efasemdum um hollustu SPD við EMU-áformin, sem komið hafa upp eftir að Gerhard Schröder var valinn kanzlaraefni flokksins, en hann er þekktur fyrir að hafa sem stjómmálamaður tekið undir efa- semdaraddir um þau. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagðist í út- varpsviðtali ekki sjá hvað gæti kom- ið í veg fyrir að myntbandalagið, að- spurður hvort Schröder gæti sem sigurvegari þýzku kosninganna í haust ógnað EMU-áformunum. En Scharping lagði á það áherzlu í útvarpsviðtali í gærmorgun, að SPD styddi áformin af staðfestu og að engin ástæða væri til að væna flokkinn um efasemdir í garð Evr- ópusamrunans. Sagði Scharping að ummæli Schröders frá deginum áð- ur þess efnis að ekki veitti af meiri opinberri umræðu um EMU-málin bæri engan veginn að túllca sem efa- semdir um að rétt sé að halda áformunum til streitu. Ekki kosningamál „Takmark okkar flokks er að vemda neytendur og tryggja stöð- ugleika Evrópumyntarinnar,“ sagði Scharping og minnti á, að hin póli- tíska ákvörðun um EMU var tekin fyrir löngu. Schröder benti sjálfur á þetta í samtali við Morgunblaðið fyrr í vetur, og því taldi hann mynt- bandalagið ekki eiga eftir að vcrða neitt kosningamál í raun. Engu að síður telja fréttaskýrendur að hann vilji í kosningabaráttunni reyna að nýta sér neikvæða afstöðu meiri- hluta almennings í garð EMU-áfor- manna. Schröder lýsti á mánudag því yfir að hann vildi sjá eflda opinbera um- ræðu um myntbandalagið. „Eg ætla tafarlaust að biðja beztu hugsuði landsins að koma saman ti! hring- borðsumræðna til að kryfja til mergjar þær áhættur sem felast í myntbandalaginu - fordómalaust."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.