Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hristur, ekki hrærður Þú sérð að gæfan svíkur fleiri en oss, aðþetta veggjumvíða alheims-leikhús hefur á fjölum fleiri sorgarleiki en harmleik vorn. (Sem yður þóknast, þýð. H.H.) S A ISLANDI er spurt 400 /\ árum eftir frumsýningu A-l í London. „Hvað finnst JL JLþér um Hamlet?“ Spur- ning sem undirstrikar svo sjálf- stæða menningarhugsun að Hamlet gæti átt á hættu að vera aflýst sem klassík ef sá gállinn væri á okkur. Kannski er líka fólgið í spurningunni eins konar heilbrigt meðvitundarleysi um samhengi hlut- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson anna. Jafnvel Hamlet verður að færa sönnur á ágæti sitt. Höfðingjadirfskan segir til sín á ýmsum sviðum. Auðvitað erum við líka hluti af alþjóðlegu menningarlegu umhverfi, þar sem sérstaða okkar sem þjóðar, tungan og ómetnalegur menningararfurinn eiga stöðugt í vök að verjast; við verðum að halda vöku okkar því alþjóðlegar listir eru vellingur og sjónvarpið skeiðin. Opna, kyngja, opna. Hvað fínnst þér? Er þetta gott? Hvernig líður þér? Hvernig tilfinning er þetta? Er þetta ekki MEIRIHÁTTAR UPPLIFUN? Fáðu þér meira. Og meira og meira. Við erum það sem ofan í okkur fer. Annars var leikritið Hamlet frumsýnt í London i byi'jun 17. aldar. Leikritið vakti strax mikla athygli og áhorfendur voru sam- mála um að höfundinum hefði tek- ist býsna vel upp með þessa gömlu lummu. Sumir höfðu að vísu orð á því að sagan væri færð í heldur nútímalegan búning og varla væri hægt að kalla þetta annað en leikgerð; til væru önnur leikrit eftir sömu sögu og á köfl- um væri álitamál hver væri höf- undur leikritsins, margt væri kunnuglegt annars staðar frá, jáfnvel heilu atriðin. Enginn hafði samt orð á því að leikritið væri of langt, svo höfundurinn sá ekki ástæðu til að stytta. Um frammi- stöðu einstakra leikenda fer eng- um sögum; líklega hafa þeir stað- ið sig ágætlega annars hefði gagnrýnin lifað. Leikrit Shakespeares hafa all- ar götur síðan þótt afskaplega fallegur kveðskapur. Góður texti, segja menn gjarnan um leið og þeir hefjast handa við lagfæring- ar á handritinu hverju sinni. Alltof langt, segja menn og hika ekki við að sníða þriðjunginn af harmleikjunum og kannski fjórð- unginn af gamanleikjunum. Ekk- ert fyndið lengur, segja menn og strika út brandara sem enginn hefur fattað síðan lýðurinn org- aði af hlátri í forinni framan við sviðið í Globe. Lengst af hristu menn líka hausinn yfir kunnáttu- leysi höfundarins í einföldustu reglum dramatúrgíu Aristóteles- ar. Ómerintaður snillingur, sögðu sumir. Villimaður með skáldgáfu, sögðu aðrir. Um hríð voru ýmsar kenning- ar á lofti um að Shakespeare hafi ekki verið einn maður heldur margir. „Það búa í mér tveir menn,“ sagði Bjössi vinnumaður. Shakespeare var fjölmennari en svo. Líkleg ástæða fyrir vanga- veltum um kennitölu Shake- speares var hirðuleysi hans sjálfs um afdrif verka sinna. Óviðkom- andi voru að skrifa þau upp meira og minna eftir minni, stundum leikarar sem leikið höfðu smárullu í frumuppfærsl- unni og drýgðu tekjurnar með því selja öðrum leikhúsum stór- lega gloppótt minnishandrit. Þannig komust ýmsar mjög mis- jafnlega áreiðanlegar kvartóút- gáfur á kreik og eru kannski í dag eitt af tveimur eða þremur handritum sem tímans tönn hef- ur ekki nagað til skemmda. Ein útgáfa er þó talin öðrum áreiðanlegii, Fólíóútgáfan frá 1623, sem tveir vinir og kollegar Shakespeares gáfu út eftir dauða hans. Þar eru öll leikritin á einum stað. Eftir stendur að Shake- speare hafði aldrei sjálfur, svo vitað sé, umsjón með neinni út- gáfu á leikritum sínum. í krafti þess hafa menn svo leyft sér að draga í efa flest það sem þeim dettur í hug að efast um í leikrit- unum. I hartnær tvær aldir - frá síð- ari hluta 17. aldar og fram yfir miðja 19. öld - var ekkert leikrita Shakespeares sviðsett á Bret- landi án þess að búið væri að hræra í því meira eða minna. (Mörg leikritanna voru reyndar aldrei leikin, hvorki breytt né óbreytt.) Ymis stórskáld (flest nú löngu gleymd) voru fengin til að yrkja upp, bæta við eða hrein- Iega skálda í eyðurnar. Kómíska parið, Dorinda og Hyppolito, sem viðreisnarskáldið Dryden bætti inn í Ofviðrið á 17. öld þótti enn ómissandi þegar kom fram á þá nítjándu. 1150 ár stóðu flestir í þeirri meiningu að Rómeó og Júlía hefðu notið ásta til hárrar elli, þar sem leikritið fékk ávallt þann endi að Júlía vaknaði á síð- ustu stundu og gat hindrað sjálfsvíg Rómeós. Fíflið í Lé kon- ungi var í hvíld í nokkra áratugi þar sem það þóttu mistök að hafa fífl í svo virðulegum harmleik. Árið 1700 tók Colley Cibber sig til og samdi krassandi þriller upp úr fnnm kóngaleikjum Shake-speares. Cibber var svo lítillátur að titla sig einungis meðhöfund að verkinu ásamt William Shake-speare. Samsetn- ingurinn nefndist Ríkharður þriðji. Þetta verk þótti ólíkt meira spennandi, dramatískt hnitmiðaðra og í alla staði betur heppnað en frumtextamir. Fyrir vikið datt engum í hug að svið- setja hið misheppnaða frumhand- rit um kroppinbakinn fyn- en leikarinn Samuel Phelps fékk þá djörfu og frumlegu hugmynd árið 1845 að leika frumtextann (næst- um) óstyttan og (næstum) óbreyttan. Menn voru dálítið hissa á hvað þetta lékst. Frægir eru léttrómantískir söngtextar nornanna í Makbeð frá byrjun 19. aldar, þar sem nomimar ekki einasta sungu heldur dönsuðu ballett um leið. Hetjan sjálf og fé- lagi hans Bankó voru líkastil jafn- hissa á öllum sýningum. Atriðið var svo notað óbreytt í Draumi á Jónsmessunótt stuttu síðar. Allt var þetta gert í einlægri trú á að með þessu móti væri höfundinum/verkinu/áhorfendum best þjónað. Á hverjum tíma eru menn að túlka eftir bestu getu þær hugmyndir sem textinn blæs þeim í brjóst. Túlkun í þessum skilningi felur í sér að merkingin er þrengd, eitt tré í skóginum er klifið. Þegar best tekst til sést yf- ir skóginn að hluta þegar upp er komið. Okkur veitist útsýn um svolitla veröld. Veröld sem er leiksvið. ÞORBJÖRG KA TARÍNUSDÓTTIR + Þorbjörg Katar- fnusdóttir fædd- ist á Bakka í Seyðis- firði við Isafjarðar- djúp 29. mars 1934. Hún lést í Reykjavík 23. febrúar síðastlið- inn. Þorbjörg bjó lengst af á Eyrar- bakka. Foreldrar hennar hétu Katar- ínus Grímur Jóns- son, f. 3.6. 1887, d. 1966, bóndi á Bakka við Seyðisfjörð í Isa- fjarðardjúpi, og Guð- munda Sigurðardótt- ir, f. 12.8. 1889, d. 1940. Þorbjörg er komin af Eyrarætt við Djúp. Systur hennar eru Gróa, Kristín og Þuríður. Þorbjörg giftist Benedikt Bjarnasyni en þau skildu. Börn þeirra eru Margrjet, Jóhanna Guðmunda, Álfhildur, Guðbjörg og Vilborg. Seinni maður Þorbjargar var Ingvi Rafn Ein- arsson, f. 18.2. 1932, d. 4.11. 1984. Börn þeirra eru Dagur Grímur og Einar Björn. Síðuðstu árin bjó Þorbjörg með Sigtryggi Steinþórs- syni. Hann lést 19. febrúar síðastliðinn. Útför Þorbjargar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Allt hefur einhvern endi. Ég kom fyrst í Götuhús á Eyrarbakka fyrir tæpum 30 árum. Er ég kem í eldhúsið spyr húsfrúin hvaðan ég sé og ég segi að ég sé frá Súðavík fyrir vestan. Jæja, þá drekkur þú mikið kaffi. Þetta voru mín fyrstu kynni af kjarnakonunni Þorbjörgu, síðan er ég búinn að drekka marga bollana hjá henni og síðast um miðjan janúar síðastliðinn. Hún var mér alltaf sem móðir. Á þjóðhátíð- inni 1974 fór ég með henni og Ingva til Þingvalla og var það í síð- asta sinn sem hún gekk óstudd, því hún fór þá í aðgerð út af brjósklosi en aðgerðin mistókst, og hún varð lömuð en með þrautseigju náði hún því að labba ein með aðstoð hækj- anna og mín byrjaði líka að keyra bíl allt til þess síðasta en hún fékk annan illkynja sjúkdóm sem greindist nú í desember. Hún missti mann sinn 1987, en þá flutt- ist hún til Reykjavíkur og vann hjá Sjálfsbjörgu til þess síðasta. Hún kynntist indælis manni íyr- ir nokkrum árum sem var mjög góður við hana. Hann hét Sig- tryggur og fóru þau í ýmis ferðalög saman, til dæmis í silungsveiði og hafði Þorbjörg mjög gaman af. Hann tók mjög nærri sér veikindi hennar sem kemur á daginn, því hann lést tveimur sólarhringum á undan henni, ég segi til að taka á móti henni er yfir er komið. Blessuð sé minning hans. Ég kveð þig, Þorbjörg mín, með miklum söknuði, ég veit að nú líður þér orð- ið vel og friður er með þér. Þinn vinur, Sigurður H. Hermannsson. Drottinn er minn hirðir, og mig mun ekkert bresta. Ur sálmi 23. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Það var árla morguns hinn 23. febrúar síðastliðinn að hringt var í mig og mér sagt að þú værir dáin. Þetta var símtal sem ég hafði átt von á um nokkurra vikna skeið, en samt kom það sem reiðar- slag sem hugur minn neitaði að trúa. Jafnvel þegar ég stóð ásamt systkinum mínum við dánarbeð þinn gat ég ekki trúað því að mamma mín, sem einnig var minn besti vinur, væri farin frá mér. Ég frétti fyrst af alvarlegum veikindum þínum er ég var staddur erlendis, en gerði mér enga grein fyrir hversu alvarleg þau væru fyrr en ég kom aftur til landsins seint í janúar. Og ég þakka góðum Guði fyrir að gefa okkur þó þennan tíma saman. Ég hef nú síðustu daga lát- ið hugann líða til fortíðar og upplif- að þær gleði- og sorgarstundir sem fjölskyldan átti saman, en alltaf stendur upp úr sú minning að sama var hvað gekk á stóðst þú ávallt sem klettur og veittir okkur alla þá ást og umhyggju sem aðeins móðir getur veitt. Líf þitt, mamma mín, hefur ekki alltaf verið dans á rósum og mis- jafnt er það sem himnafaðirinn leggur á herðar hvers og eins. Lengst af bjuggum við á Eyrar- bakka í Götuhúsi og þaðan á ég mínar bestu minningar þó ekki væri alltaf kátt í kotinu. Fyrst varst það þú sem veiktist og lamað- ist fyrir neðan mitti og síðan veik- indi föður míns, sem að lokum drógu hann til dauða. En allt þitt líf hefur einkennst af heilindum, styrk og ást á fjölskyldu þinni. Þú máttir ekkert aumt sjá án þess að koma til hjálpar og veita af reynslu þinni og styrk og aldrei misstir þú trúna á því sem gott var og börn- um þínum varst þú fyrirmynd alls þess sem góð móðir þarf að vera. Elsku mamma mín, það er okkur mjög sárt að horfa á eftir þér en það er þó huggun í haiTni okkar að vita að þar, sem þú ert nú, ríkir ást og umhyggja, þar sem veikindi og erfiðleikar þekkjast eigi og er það mín trú að algóður Guð umvefji þig nú örmum sínum. Það var yndislegt að eiga þig að öll þessi ár og vita það að sama hvað gekk á, þá varst þú alltaf til staðar. Það er von mín að mér end- ist aldur og viska til að veita börn- unum mínum fjórum jafngott upp- eldi og sanna ást, ásamt því að geta verið þeim sú fyrirmynd, sem þú varst okkur systkinunum. Elsku mamma, ég ætla ekki að kveðja þig með þessum orðum heldur segja: Við hittumst síðar er ég kveð þetta jarðneska líf. Elsku mamma, tengdamamma og amma, við elskum þig og berum minningu þína ávallt í hjörtum okkar. Dagur (Katarínus) Grímur, María Fe, Dagný Björt, Gunnar Ingvi, Katrín Danica og Axel Grímur. Góð kona er látin, langt fyrir ald- ur fram, Þorbjörg Katarínusdóttir. Lauk þar með stuttri en harðri baráttu við óvæginn sjúkdóm. Kynni mín af Þorbjörgu voru því miður mjög stutt, en sú hlýja og traust, sem hún sýndi mér, þegar ég bættist í fjölskyldu hennar, mun seint gleymast. Þorbjörg var góð kona og hörku- dugleg. Þrátt fyrir áralanga fötlun og margvíslega erfiðleika á lífsleið- inni kom aldrei til greina að kvarta, hvað þá að gefast upp. Hún hélt heimili og stundaði vinnu hjá Sjálfsbjörgu svo lengi sem kraftar hennar leyfðu. Fyrir um það bil tveimur árum kynntist Þorbjörg manni að nafni Sigtryggur Steinþórsson og tókust með þeim ástir. I desember síðast- liðnum fluttu þau í fallega íbúð í Fannborg 1 í Kópavogi og ham- ingjurík framtíð virtist blasa við. En þá komu niðurstöður lækna- rannsókna og gerðu þann draum að engu. Tveimur dögum fyrir and- lát Þorbjargar dundi enn eitt reið- arslagið yfir þegar Sigtryggur heitmaður hennar varð bráðkvadd- ur á heimili þeirra. Þrátt fyrir þetta áfall hélt Þorbjörg ró sinni og reisn þótt helsjúk væri. Þorbjörg var trúuð kona og sótti þangað mikinn styrk. Þessum styrk miðlaði hún með ró sinni og jafnaðargeði til ástvina sinna fram á síðustu stundu. Góð kona er látin og sorg fjöl- skyldu hennar er mikil. En minn- ing Þorbjargar mun lifa áfram í hug og hjarta þeirra, sem nutu þeirra forréttinda að kynnaset þessari konu. Blessuð sé minning hennar. Lárus. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar okkur samstarfsfólk Þorbjargar að þakka henni vináttu og tryggð um árabil. Hún kom til starfa fyrir nærri tíu árum sem símavörður hér í Sjálfsbjargarhús- inu. Þannig varð hún rödd hússins. Þorbjörg greiddi af stakri alúð og trúmennsku götu þeirra fjölmörgu sem hingað leituðu. Við gátum alltaf reitt okkur á hana. Hún var traustur starfsmaður og góður vin- ur. Hógværð og æðruleysi ein- kenndu far Þorbjargar. Hún naut sín vel á góðum stundum með okk- ur vinnufélögunum og var alltaf til- búin að taka þátt ef eitthvað stóð til. Við kveðjum Þorbjörgu með söknuði og virðingu og vottum að- standendum hennar samúð okkar. Blessuð sé minning Þorbjargar Katarínusdóttur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Samstarfsfólk í Sj álfsbj argar húsinu. Ég sá Þorbjörgu síðast síðla sumars. Hún var kát, glöð og fal- leg, eins og henni var eðlilegt. Til- efnið var h'ka gleðilegt. Dótturson- ur hennar og stjúpsonur minn, Júl- íus Rafn, var að kvænast Sigríði. Þótt Þorbjörg væri ekki lengur tengdamóðir mín, tók hún mér sem þeim vini sem við vorum frá fyrstu kynnum. Það er erfitt að trúa því að ekki séu liðnir nema örfáir mánuðir frá því þessi gleðilegi viðburður gerð- ist, - fáir en erfíðir mánuðir fyrir Þorbjörgu. Endirinn var strangur. Ekki svo að skilja að lífið hafi ver- ið Þorbjörgu eilífur dans á rósum - að minnsta kosti ekki rósum án þyma. Henni lærðist þó að fikra sig gegnum þymana og koma frá þeim brosandi. Það var oft á tíðum aðdá- unarvert að sjá hversu sterk og dugleg hún var, hvað sem á bjátaði. Viljastyrkur og trú held ég að hafi hjálpað henni mikið. Þótt ég viti ekki hvort hún þekkti þessi vísuorð Stefáns frá Hvítadal, fannst mér á stundum hún gera þau að sínum: Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Það er mikil sorg núna í brjóst- um þeirra, sem þekktu Þorbjörgu. Sérstaklega samhryggist ég böm- unum hennar sjö og fjölskyldum þeirra. Enginn var viðbúinn því að örlögin gripu svona harkalega inn í. Menn era það sjaldnast og er erfitt að sætta sig við að málin fari á þennan veg. Ég efast ekki um að fjölskylda hennar standiþétt saman í þessum þrengingum. Eg er sannfærður um að Þorbjörg hefði ekki kosið að fjölskylda hennar gréti mikið, miklu frekar að menn minntust hennar með gleði í hjarta - allra góðu stundanna. Nú er myrkur í hjörtum sem og í veðri. En með styrk þeim sem Þor- björg sýndi ætíð, skulum við minn- ast að aftur birtir til. Sólin hækkar á lofti og með góðum minningum birtir einnig til í hjörtunum. - Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskinið. Axel Ammendrup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.