Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 11 Miklar breytingar verða á launakjörum heilsugæslulækna Skiptar skoðanir eru um úrskurð kjaranefndar SKIPTAR skoðanir eru með- al heilsugæslulækna um úr- skurð kjaranefndar um laun heilsugæslulækna. Katrín Fjeldsted, formaður Félags heimil- islækna, segist ekki vera sannfærð um að úrskurðurinn tryggi að heilsugæslan verði samkeppnisfær um vinnuafl. Miklu máli skipti að heilbrigðisráðherra standi við samning sem gerður var um mitt ár 1996 um valfrjálst stýrikerfi og upp- byggingu heilsugæslunnar. Fulltrú- ar lækna ætla að ganga á fund ráð- herra í dag og ganga eftir efndum. Um 90% heilsugæslulækna sögðu upp störfum 1. febr- úar árið 1996 vegna óánægju með kjör og faglega stöðu heilsugæslunnar. I júní náðist sam- komulag milli lækna og heilbrigðisráðu- nejð;isins um fagleg- an þátt málsins. Ekki náðist hins vegar samkomulag við fjármálaráðu- neytið um nýjan kjarasamning og varð niðurstaðan sú að fela kjaranefnd að úrskurða um laun heilsugæslu- lækna. Lög þessa efnis voru samþykkt á Alþingi í desem- ber 1996. Kjara- nefnd hefur því haft þetta verkefni í rúmlega 14 mánuði. Margbreytileg kjör Guðrún Zoéga, formaður kjara- nefndar, sagði að nefndin hefði farið vandlega yfir kjör heilsugæslulækna um allt land. Lang- an tíma hefði tekið að afla gagna um kjörin. Kjörin væru nokkuð mismunandi sérstaklega úti á landi þar sem víða hefðu verið greiddar staðaruppbæt- ur og sumir læknar væru í samsett- um stöðum. Um þetta atriði segir í greinar- gerð kjaranefndar: „I viðræðum kjaranefndar við fulltrúa lækna hef- ur komið fram að aðstæður heilsu- gæslulækna eru um margt ólíkar. Þannig er mikill munui- eftir því hvort þeir starfa í þéttbýli eða dreif- býli, hvort starfað er á H2 stöð eða H1 stöð og hvort heilsugæslustöð er í tengslum við sjúkrahús eða ekki. Þá eru aðstæður á H1 stöðvum mis- munandi eftir landfræðilegri legu þeirra. Álag er oft mikið á þéttbýlis ng, fagleg einangrun, ___________ fjarlægðir og erfiðleikar í samgöngum sem valda álagi.“ Fram að þessu hafa laun heilsugæslulækna aðallega byggst á þrem- ur þáttum, launum frá fjármála- ráðuneytinu vegna kjarasamnings- ins, greiðslum frá Tryggingastofn- un og frá sjúklingum. Verktaka- greiðslur hafa verið umtalsverður hluti af launum heilsugæslulækna sem sést best á því að meðalgreiðsl- ur til lækna í fyrra námu um 200 þúsund krónum á mánuði. Greiðslur fyrir viðtöl falla niður Úrskurður kjaranefndar gerir ráð fyrir að greiðslur fyrir viðtöl falli niður og verði færðar inn í fóst laun. Áfram verður greitt fyrir sér- stök læknisverk og vitjanir. Gunnar Kjaranefnd hefur ákveðið að hækka föst mánaðarlaun heilsugæslulækna en lækka verktakagreiðslur á móti. Þessi breyting leiðir til hækkunar hjá mörgum læknum á landsbyggðinni, en læknar á höfuðborgar- svæðinu, sem unnið hafa mjög mikið, lækka í launum. Egill Ólafsson skoðaði úrskurð kjaranefndar. Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar heilsugæslulækna, kemur af fundi kjaranefndar með úrskurðinn, sem læknar hafa beðið eftir í eitt ár. Aðstæður heilsugæslu- lækna eru um margt ólíkar Ingi Gunnarsson, formaður samn- inganefndar heilsugæslulækna, seg- ir að þessi breyting þýði að um 90% af verktakagreiðslum lækna falli niður, en Guðrún Zoéga talar um 80%. Hún sagði að allir sem rætt hefðu við nefndina hefðu lagt áherslu á að vægi fastra launa yrði aukið á kostnað verktakagreiðslna. Þessi breyting þýðir aftur á móti að læknar sem hafa unnið mjög mikið og haft háar tekjur fyrir utan föstu launin kunna að lækka í laun- um, en vinnuálag þeirra minnkar jafnframt. Samkvæmt úrskurðinum verða laun heilsugæslulæknis án sér- ________ menntunar 184.702 kr. á mánuði. Mánaðarlaun sérfræðings í heimilis- lækningum verða 221.177 kr. Þessi laun hækka í 248.794 kr. eftir 7 ára ........ starf og í 279.099 kr. eftir 15 ára starf. Laun yfirlæknis á heilsugæslustöð verða 309.441 kr. á mánuði. Til samanburðar má nefna að með samningi sem fjármálaráðu- neytið og heilsugæslulæknar gerðu í september 1996 hækkuðu byrjun- arlaun heilsugæslulæknis við heilsugæslustöð (H-2) úr 86.721 kr. á mánuði í 120.466 kr. á mánuði. Með samningi voru nokkrar auka- greiðslur fluttar inn í fóstu launin, m.a. bílapeningar og greiðslur fyrir ungbarnaeftirlit. í þessum saman- burði þarf að hafa í huga að 80-90% af öllum verktakagreiðslum hafa verið felldar niður. Launin miðast við að viðkomandi læknir sé með 1.500 sjúklinga. Séu sjúklingarnir fleiri hækka greiðsl- urnar og geta hæstar miðast við 2.400 sjúklinga, en þá geta yfir- vinnugreiðslur orðið allt að 107.000 kr. á mánuði. Mið tekið af samningi sjúkrahúslækna Úrskurðurinn byggist að hluta til á kjarasamningi sem sjúkrahús- læknar gerðu við fjármálaráðuneyt- ið í desember sl. Launatölurnar taka mið af honum. Katrín Fjeld- sted sagði að hún hefði orðið ánægðari með úrskurðinn ef kjara- nefnd hefði miðað við ----------- sjúkrahúslækna sem eru með svokallað helgunará- lag. Hún benti á að nær allir heilsugæslulæknar störfuðu eingöngu á heilsugæslustöðvum líkt og sjúkrahúslæknar sem eru með helgunarálag. Guðrún sagði að heilsugæslu- læknar myndu áfram fá greiðslur fyrir læknisverk og vitjanir og þeir væru því ekki alveg í sömu stöðu og sjúkrahúslæknar sem hafa helgun- arálag. Nokkuð er um að læknar sem starfa úti á landi starfi bæði á heilsugæslustöðvum og á sjúkra- húsum. Úrskurðurinn gerir ráð fyr- ir að heilsugæslulæknar taki laun samkvæmt honum, en um laun fyrir störf þeirra við sjúkrahúsið fari eft- ir sjúkrahússamningnum. Gunnar Ingi sagði að það væri jákvætt við þennan samning að samkomulag hefði tekist um að vaktagreiðslur í heilsugæslu yrðu þær sömu og vaktagreiðslur til sjúkrahúslækna. Breytingar í orlofsmálum væru einnig jákvæðar. Guðrún sagði að mjög erfitt væri að svara því hversu miklar meðal- hækkanir fælust í úrskurðinum. Breytingarnar kæmu svo mismun- andi niður. Meginbreytingamar væru að kjör heilsugæslulækna í einmenningsumdæmum úti á landi bötnuðu umtalsvert. Sjónarmið kjaranefndar hefði verið að sam- ræma kjörin. Kallar á efndir heilbrigðisráðu- neytisins Talsmenn heilsu- gæslulækna sögðu í gær að úrskurð- urinn kallaði á að heilbrigðisráðu- neytið stæði við samning sem það gerði við lækna í júní 1996 um fag- lega uppbyggingu heilsugæslunnar. Gunnar Ingi sagði að ef það gerðist ekki myndi heilsu- gæslan hrynja. Katrín sagði að það sem skipti megin- máli væri loforð heilbrigðisráðherra um að taka upp valfrjálst stýri- kerfi, en það gerði ráð fyrir að fólk gæti fengið ókeypis heilsugæslu með því að krossa á skattframtali og borga 1.500-2.000 kr. í öðru lagi gerði samkomulag- ið ráð fyrir upp- byggingu heilsu- gæslustöðva og að 25 nýir heilsu- gæslulæknar yrðu ráðnir á höfuð- borgarsvæðinu fram til ársins 2005. í þriðja lagi gerði samkomulagið ráð fyrir breytingum í stjórnsýslu heilsugæslunnar. Fulltrúar heilsu- gæslulækna ætla að ganga á fund heilbrigðisráðherra í dag. Katrín sagðist ekM vera sann- færð um að úrskurðurinn tryggði að heilsugæslan yrði samkeppnishæf um starfsfólk. Það væri hætt við að læknar leituðu eftir störfum á sjúkrahúsunum eða til útlanda. Hún minnti á að endurnýjun í heilsu- gæslunni væri mjög lítil, aðeins einn læknir hefði hafíð sérnám í heimilis- lækningum á síðustu tveimur árum. Gunnar Ingi sagði að úrskurður- inn myndi leiða til þess að vinnuálag á heilsu- gæslulækna minnkaði. Hann myndi jafnframt leiða til breytinga á starfsemi heilsugæslu- stöðva. Þar sem greiðsl- ur fyrir yfirvinnu hefðu verið felldar niður mætti búast við að læknar myndu hætta að vinna kl. 17. Heilsugæslustöðvamar yrðu því opnar skemur en verið hefði. Á blaðamannafundi, sem heilsu- gæslulæknar héldu í gær, kom fram að viðhorf þeirra til úrskurðarins eru mismunandi. Gunnar Ingi var jákvæðari í garð hans en Katrín. Gísli Baldursson, sem sæti á í stjóm Félags heimilislækna, sagði að úr- skurðurinn hefði í för með sér vera- lega launalækkun hjá mjög stórum hópi heimilislækna, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Fund- ur verður í félaginu nk. föstudag. 80-90% af verktaka- greiðslum felldar niður Flaug 350 mflur á einum hreyfli TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 421 missti afl á öðram hreyfli fyrir hádegi í gær, um 350 mflur frá Reykjavík, og flaug á einum hreyfli þangað til hún lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 11.30. Nokkur við- búnaður var vegna þessa á Reykjavíkurflugvelli. Lendingin gekk greiðlega fyrir sig samkvæmt upplýs- ingum frá flugstjóm og var ekki mikil hætta talin á ferð- um. Einn maður var í vélinni, sem getur rámað 6-8 manns. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að flugmaðurinn þurfti að drepa á hreyflinum. Vélin hélt eðlilegri hæð meðan á fluginu stóð, þótt hún flygi aðeins á einum hreyfli. Vélin er skráð í Sviss, en hún kom hingað til lands frá Skotlandi og mun vera um ferjuflug að ræða. fþrótta- og tóm- stundaráð Rúmar 23,7 millj. í styrki BORGARRÁÐ hefur staðfest tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga í Reykjavík. Úthlutað er sam- tals kr. 23.570.000. Ellefu hæstu styi-kina fá Skátasamband Reykjavíkur, 4,5 miUj., KFUM og K, 4 millj., Afreks- og styi’ktarsjóður Reykjavíkur 2,7 millj., Taflfé- lag Reykjavíkur, 2 millj., Tafl- félagið Hellir, kr. 1.750.000, Skáksamband íslands 900 þús., Reykjavíkurmót í skák, 510 þús., Bridgefélag Reykja- víkur, 500 þús., íþróttafélag fatlaðra, 500 þús., íþróttafélag heyrnarlausra 500 þús. og Fé- lag áhugafólks um íþróttir aldraða, 400 þús. Auk þess fengu 27 önnur fé- lög styrki, allt.frá 100 þús. til 300 þús. títsölu- áfengi fljótt að klárast ÁFENGIÐ, sem sett var á rýmingarsölu í verslunum ÁTVR í gærmorgun, var fljótt að fara og var það svo til upp- selt þegar um hádegi í vínbúð- um á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bjarna Þorsteinssonar, forstöðumanns vínbúða hjá ÁTVR. Afsláttur var um 25% frá verðskrárverði en þær tegund- ir sem fóra á útsöluna vora þær sem ekM höfðu komist í svokallaðan kjamaflokk, um 30-40 tegundii’. Bjarni segir að ekki hafi verið um sérlega mikið magn að ræða, um það bil 8.000-10.000 flöskur alls, sem hafi dreifst á allar 26 vínbúðir ÁTVR um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.