Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hæg, myrk og furðuleg mynd úr hugskoti Altmans ATÓLFTA og síðasta degi Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín tilkynnti formað- ur dómnefndarinnar, Ben Kingsley hvaða mynd hlyti gullbjörninn árið 1998 og var Central do Brasil í leikstjóm Walt- ers Salles hlutskörpust. Petta er í fyrsta skipti sem mynd frá S-Amer- íku hlýtur þessi verðlaun. Silfurbirnina hlutu aðalleikkona myndarinnar, Fernanda Montenegro (besta leikkonan), Samuel L. Jackson fynr Jackie Brown (besti leikarinn), írinn Neil Jordan fyrir mynd sína Butcher Boy (besti leikstjórinn), Wag the Dog í leikstjórn Barrys Levinsons (sérstök verðlaun dómnefndar), Matt Damon fyrir handrit og leik sinn í Good Will Hunting (framúr- skarandi einstaklingsafrek) og Alan Resnais fyrir On Connait la Chan- son (listrænt framlag). Almenn ánægja var með úrslitin og þá dagskrá sem boðið var upp á að þessu sinni. En þó svo að Kvik- myndahátíðin í Berlín státi af því að vera önnur stærsta alþjóðlega kvik- myndahátíðin - minni en Cannes og stærri en Kvikmyndahátíðin í Fen- eyjum - er ljóst að hinn alþjóðlegi kvikmyndaiðnaður tekur háðtíðina jakki jafn alvarlega og áður. Fram- leiðendur veigra sér við að borga undir einkaþotur stjarnanna. Það er ein af ástæðunum fyrir því að listi þeirra stjama sem afboðuðu komu sína til vetrargrárrar Berlínarborg- ar var lengri en nokkra sinni fyrr. Fjarverandi vora m.a. Matt Damon, Emily Watson, Kenneth Branagh, Quentin Tarantino, Barry Levinson, Francis Ford Coppola og Róbert Altman. Auk þess var heimsfrumsýning á færri en helmingi þeirra mynda sem kepptu til verðlauna og fjórð- ungur þeirra var til sýningar í bandarískum kvikmyndahúsum um áramótin. Ljóst er að kröfurnar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes eru meiri og því er ekki við því að búast Kvikmyndahátíðin í Berlín nái að veita henni alvarlega samkeppni á næstu árum. Of listræn fyrir Bandaríkin A meðan flestir blaðamenn streymdu á fund einnar stærstu stjömu Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, Róberts De Niros, fórum við og hittum unga efnilega leikkonu, Embeth Davidtz. Hún skaust upp á stjörnuhimininn í mynd Stevens Spielbergs Lista Schindlers, Piparkökukarlinn var rúsínan í pylsuend- anum á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Davíð Kristinsson og Rósa Guðrún Erlingsdóttir töluðu við aðalleikkonuna Embeth Davidtz. þar sem hún lék þjónustustúlku fangabúðastjórans. Nú, fímm árum síðar, leikur Davidtz aðalhlutverkið á móti Kenneth Branagh í nýjustu mynd ekki síður þekkts leikstjóra, Róberts Altmans. Myndin, sem er 32. kvikmynd Altmans, byggist á sögu metsöluhöfundarins Johns Grishams og ber titilinn The Gin- gerbread Man. Hinn 73ja ára gamli Róbert Alt- man á langan feril að baki. Rúm þrjátíu ár eru liðin frá því að hann sendi frá sér sína fyrstu mynd og viðurkenningamar eru orðnar margar. Meðal nýlegra mynda hans má nefna „The Player“ sem tryggði honum verðlaun fyrir bestu leik- stjórn á Cannes árið 1992, „Short Cuts“ sem var valin besta mynd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1993 og „Pret-a-Porter“ sem var ádeila Altmans á tískuiðnaðinn. Það er draumur sérhverrar kvik- myndahátíðar að geta boðið upp á nýja mynd eftir Altman, jafnvel þótt Berlínarbúar flokki nýjustu mynd Altmans fremur sem hefð- bundna spennumynd en listrænt framlag. Það hefur verið tíðrætt á hátíðinni að mikill munur sé á evr- ópskum og bandarískum kvik- myndamarkaði. Því þarf engan að undra að frá bandarísku sjónar- homi sé Piparkökukarlinn eða „The Gingerbread Man“ langt frá því að vera jafn hefðbundin og þýskir gagnrýnendur vilja meina. Þeir ættu eflaust erfitt með að trúa því að sú skoðun sé ástæða þess að Alt- man afboðaði komu sína til Berlín- ar. Meira kjöt á beinunum Aðalleikkona myndarinnar, Em- beth Davidtz, skýrir það svo: „Eg vonaðist til þess að Altman kæmi með mér en það varð Ijóst á síðustu stundu að svo yrði ekki. Deilur hafa staðið á milli Bobs [Roberts Alt- mans] og framleiðandanna sem hefðu helst viljað sjá dæmigerða Grisham-mynd. Þeir vildu hreina afþreyingu, eitthvað yfirborðslegt, hraða framvindu. En útkoman kom þeim fyrir sjón- ir sem hæg, myrk, furðuleg Altman- mynd. Þeir fóru strax að hafa áhyggjur af því að myndin myndi ekki skila nógu miklu í kassann. Þetta hefur í för með sér að dreifing hennar verður mjög takmörkuð í Bandaríkjunum." Altman hefur alltaf farið sínar eigin leiðir inn- an Hollywood og hunsað kröf- ur framleiðenda um að út- koman endurspegli það sem almenningur í Bandaríkjun- um vill sjá. „Grisham var mjög hneykslaður þegar hann sá útkomuna," heldur I Davidts áfram. John Grisham vann lengi P vel sem lögfræðingur en varð síðar metsöluhöfundur. Margar bóka hans hafa verið grunnurinn að ekki síður vin- sælum kvikmyndum: „The Client“, „The Firm“, „A Time to Kill“, „The Pelican Brief1 og „The Rainmaker“. Sú sjötta í röðinni, Piparkökukarlinn, hefur þá sérstöðu að hafa aldrei birst á prenti. Davidtz er sam- mála Branagh um að Altman hafi gefið miðlungs handriti andlitslyftingu: „Þetta handrit Grishams var ekki jafn ítarlegt og bækur hans eru. Bob fékk hand- ritið - sem var í raun- inni ekki mjög kröft- ugt - í hendurnar og sagði: Breytum þessu, bæt- um þessu og þessu við, setjum smá- kjöt á beinin. Á þann hátt fær myndin hið listræna hand- bragð Altmans LEIKKONAN Ambeth Davidt fer með stórt hlut- verk f Pipar- kökukarlinum. KVIKMYNDIN „Central do Brasil“ vann gullbjörninn í Berlin. og fer þannig handan við mörk hinnar hefðbundnu spennumynd- ar.“ Lífið breytist í martröð Myndir Altmans eru alltaf skip- aðar þekktum leikurum enda fáir sem afþakka hlutverk eftir símtal frá honum. Auk Shakespeare-sér- fræðingsins Kenneths Branaghs og Embethar Davidtz leika í Pipar- kökukarlinum Róbert Duvall, Ró- bert Downey Jr., Daryl Hannah og Tom Berenger. Myndin segir frá sigursælum lögfræðingi (Branagh) sem verður heltekinn af dularfullri, tælandi þjónustustúlku (Davidtz) sem leitar aðstoðar hans. En líf hans breytist í martröð þegar hann reynir að fletta ofan þeim leyndar- dómum sem umlykja stúlkuna. Leit hetjunnar að sannleikanum hefur í fór með sér glundroða sem endur- speglast í fellibylnum Geraldo sem nálgast sögusviðið samfara því sem spennan eykst. Eitt af því sem Aitman gerir er að gefa spennusögu Grishams eró- tískt yfirbragð. „Atriðið þar sem ég berhátta mig er mjög hrátt og óvænt en það var nákvæmlega það sem við vildum ná fram,“ segir Da- vidts. „Grisham var ekki viðstaddur upptökurnar og hann var mjög hneykslaður þegar hann sá útkom- una. Hann er mjög trúaður. Líkt og margir Bandaríkjamenn er hann ákaflega púrítanskur og því líkaði honum ekki að það væri nekt í myndinni. Bandarískar leikkonur eru sjaldnast tilbúnar að fækka fót- um fyrir framan myndavélina jafn- vel þótt sagan krefjist þess. Bauðst að leika í Eldjallinu Eftir að hafa starfað hjá Þjóðleik- húsi S-Afríku í nokkur ár fluttist Davidtz til Los Angeles árið 1991: „Þetta voru gífurleg viðbrigði. Margir vina minna fluttust til Bret- lands og þurftu að berjast fyrir því að fá hlutverk þar. Þeim fannst það erfitt, en ég er ekki viss um að nokkur þeirra hefði ráðið við L.A. í rauninni langar mig heldur ekki til þess að búa þar til frambúðar. Ég er oft spurð að því hvers vegna ég hafi ekki náð meiri frama í kjölfar Lista Schindlers. En fólk áttar sig ekki á því að þetta er harður heimur. Það er að vísu næg vinna og alltaf verið að bjóða mér hlutverk en mörg þeirra eru í lé- legum myndum. Eg hef fylgt hjart- anu, valið þau handrit sem mér hefur líkað við. Umboðsmaður minn vill að ég leiki í stóru vinsælu myndunum á borð við Volcano. En ég get ekki hlaupið undan eldfjalli, mig langar ekki til þess að leika slík hlutverk. Myndin varð mikið gróðafyrirtæki og jók frama aðal- leikkonunnar. En sjálf hef ég ekki beinlínis fetað framabrautina og þegar maður stendur utan hennar þarf maður virkilega að leggja sig fram. Vissulega hef ég meira á milh handanna en mig hefði nokkurn tíma dreymt um. Þetta er bara spurning um að halda þannig á spil- unum að maður geti horfst í augu ROBERT Downey Jr. má muna fífíl sinn fegurri í einkalífinu, en fær þó enn sæmilega bita- stæð hlutverk í kvikmyndum á borð við Piparkökukarlinum. við sjálfan sig að vinnudegi lokn- um.“ Davidtz, sem einnig hefur starfað á Englandi, hefur ekki mikið álit á fjöldaframleiðslu Hollyood: „Efnið sem kemur frá Evrópu er 100% betra en það sem kemur frá Banda- ríkjunum. Ég fékk t.d. tvö ensk handrit í hendurnar nýlega. Á síð- astliðnum mánuðum hef ég lesið fimmtíu bandarísk handrit en ekk- ert þeiraa jafnast á við þessi ensku handrit. En staðreyndin er sú að í Bandaríkjunum er meðalframlag til kvikmynda fimmtíu milljónir doll- ara á meðan breskir leikstjórar hafa minna úr að spila.“ Lék undir sljórn Spielbergs Um feril sinn segir Davidtz: „Listi Schindlers var frábær en kvenhlutverkið sem ég lék var lítið miðað við karlahlutverkin. I „Murder in the First“ (Kevin Bacon og Christian Slater) var ég með htið hlutverk sem var einnig tilfellið í Matildu (Danny DeVito). í „Feast of July“ var ég með frábært hlut- verk en myndin skilaði engu í kass- ann; engum líkaði myndin. Þannig að þegar mér var boðið vel skiáfað hlutverk í Piparkökukarlinum, hlut- verk sem fól í sér vissa áskorun og var auk þess undir leikstjórn Alt- mans þá var ég ekki lengi að ákveða mig. Ég þurfti virkilega að berjast fyr- ir þessu hlutverki. Framleiðendurn- ir voru með aðrar leikkonur í huga. Eftir viðtölin nefndi Bob mig á nafn og sagði: Þetta er stelpan sem ég vil fá. Framleiðendurnir sögðu að það kæmi ekki til greina. En Bob gaf sig ekki og sagði: Ég vil fá Embeth. Þetta stríð stóð yfir þar til að fram- leiðendurnir gáfu samþykki sitt að lokum. En þeir voru aldrei alveg sáttii- við þetta.“ Um leikstjórana sem Davidtz hef- ur starfað með segir hún: „Sumir þeiira eru góðir, sumir meðalmenn og aðrir lélegir. Ég reyni að afla mér eins mikilla upplýsinga og ég get, reyni að vinna með þeim sem eru góðir, en það hefur ekki alltaf gengið upp. Sú staðreynd að ég fór fljótlega að leika undir stjórn Stevens (Spielbergs), sem er frábær leikstjóri, varð til þess að ég hélt að lífið mundi leika við mig í framhaldi af því. En raunin varð önnur. Til dæmis var næsti leikstjóri sem ég starfaði með algjört svín og mér fannst alveg hræðilegt að vinna und- ir stjóra hans. Síðan vora nokkrir almennilegir inni á milli og síðan Altman. Ég hugsaði með mér: Ef það verður eitt stykki Spielberg eða Altman fjórða hvert ár þá ræð ég við það sem gerist inni á milli.“ Athyglisvert verður að sjá hvað gerist þegar Grisham-aðdáendur hitta Altman-unnendur á Pipar- kökukarlinum þegar myndin verður tekin til sýninga í íslenskum kvik- myndahúsum. Hvort er þetta óvenjulega venjuleg Altman-mynd eða óhefðbundin Grisham-mynd? Svipar kvikmyndasmekk Islendinga til þess sem gerist í Evrópu eða ber hann frekar keim af því sem gerist vestanhafs?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.