Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERNDUN ÞINGVALLA LAGAFRUMVARP er í undirbúningi um sexföldun á friðhelgu landi þjóðgarðsins á Pingvöllum og stækkar það úr 40 í 237 ferkílómetra. Þá verða 1.193 ferkílómetrar lýstir sem verndarsvæði, en tilgangurinn með því er að vernda vatnasvið Þingvallavatns allt norður til Langjökuls. Nýju lögunum er ætlað að koma í stað laganna um friðun ' ■ Þingvalla frá 1928, en einmitt á þessu ári eru sjötíu ár liðin frá setningu þeirra. Það er Þingvallanefnd, sem hefur forgöngu um fyrirhug- aðar breytingar, og hefur nefndin haft samráð við alla sveitahreppana, sem málið varðar sérstaklega, m.a. með tilliti til bújarða á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir, að neitt verði við þeim hróflað; sveitarstjórnirnar fari áfram með byggingarmálefni, en leyfisveitingar verði í höndum Þing- vallanefndar jafnt innan þjóðgarðsins sem á verndarsvæð- inu. Formaður nefndarinnar, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, telur, að með samráði verði unnt að eiga gott samstarf við heimamenn, enda taki allir undir þau sjónarmið, að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til að vernda vatnið og náttúruna. „Þingvellir eru náttúruperla fyrir þjóðina alla, en hún er í nágrenni við þéttbýlasta stað landsins og það er ekki ætl- unin að hindra aðgang fólks heldur þvert á móti að gera staðinn aðgengilegri eins og nefndin hefur raunar mark- visst gert á undanförnum misserum," sagði menntamála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Það er fagnaðarefni, að ráðstafanir verði gerðar til að stækka þjóðgarðinn og vernda vatnasvið Þingvalla. Nátt- úra svæðisins er einstæð og enginn staður annar á jafn- djúpar rætur í sögu lands og þjóðar. Okkur ber því skylda til að grípa til allra skynsamlegra aðgerða, sem stuðla að verndun Þingvalla og umhverfis þeirra um alla framtíð. GELDINGANES GELDINGANES og Álfsnes opnast sem skemmtileg byggingarsvæði um leið og svokölluð Sundabraut kemst í gagnið. Áform eru uppi um að flýta gerð hennar til þess að opna fleiri leiðir út úr borginni, m.a. úr Grafarholti, sem orðið er alvarlegur flöskuháls í umferðinni. Sunda- braut mun liggja frá Sæbraut yfir Klettsvík í Gufunes, það- an í Geldinganes, Álfsnes og Kollafjörð. Vinsælustu byggingarlóðirnar hafa jafnan verið við ströndina. Það eru því vafasöm áform, svo ekki sé meira sagt, sem nú eru uppi og samþykkt hafa verið í borgarráði, að setja athafnasvæði niður í Geldinganesi. Þar er nú hafið grjótnám, en höfn er fyrirhuguð í Geldinganesi með upp- fyllingu í Eiðsvík. Morgunblaðið hefur áður lýst skoðun sinni á því að haga eigi framtíðarskipulagi borgarinnar þannig, að ströndin nýtist til íbúðabyggðar í stað þess að reisa við hana glugga- lausar vöruskemmur. Þótt lögð sé áherzla á íbúðabyggð við ströndina er ekki verið að hvetja til þess að þrengt sé að atvinnulífinu. Nægilegt land er fyrir hendi. VERÐLAG f STÓRMÖRKUÐUM ITREKAÐAR fullyrðingar hafa komið fram um, að stór- markaðir beiti þeim krafti, sem þeir búa yfir, til þess að þvinga niður verð hjá birgjum án þess, að sú verðlækkun skili sér til neytenda. Þetta kom fram hjá talsmönnum Myllunnar-Brauðs hf. í síðustu viku og í kjölfarið á því staðfestu aðrir birgjar stórmarkaðanna að þetta væri rétt. Það gerðu þeir hins vegar hér í blaðinu undir nafnleynd vegna þess, að staðreyndin er sú, að þeir treysta sér ekki til þess að gera það undir nafni af ótta við að framleiðslu- vörum þeirra eða söluvörum verði einfaldlega hent út úr stórmörkuðunum. Talsmaður eins stórmarkaðanna lýsti því yfir í blaðavið- tali fyrir skömmu, að fyrirtæki hans kannaði nú möguleika á að hefja brauðframleiðslu, og gat þess sérstaklega að það væri vegna fyrrnefndra ummæla forráðamanna Myllunnar- Brauðs hf. ímynd stórmarkaðanna hefur verið sú, að þeir skili þeirri verðlækkun til neytenda, sem þeir ná í krafti magninnkaupa. Viðskiptavinir þeirra eiga rétt á málefna- legri svörum við ofangreindum staðhæfingum en hingað til hafa komið fram. Sundabraut spennandi fjárfestingarkostur Heildarkostnaður við Sundabraut, þjóðveg milli Sæbrautar og Vest- * urlandsvegar í Alfsnesi, er áætlaður á bilinu 8-11 inilljarðar króna. TILLÖGU A UM MITT1 Guðjón Guðmundsson sat fund um einkafjár- mögnun stórfram- kvæmda þar sem einnig bar á góma þá tvo val- kosti sem verið er að skoða í fyrsta áfanga verksins, þverun Kleppsvíkur. lendar stjóra FJÁRMÖGNUN Sundabraut- ar gæti verið spennandi kost- ur fyrir innlenda fjárfesta, að því er fram kom í máli Er- Magnússonar, framkvæmda- fyrirtækjaþjónustu Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, á fundi sem borgarstjóri efndi til í gær. Þar var fjallað um nokkrar tillögur að þverun Kleppsvíkur og einkafjármögnun eða einkaframkvæmd stórmannvirkja með sérstöku tilliti til Sundabrautar. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri gat þess að verkefnisstjórn um fram- kvæmdina stefndi að því að skila einni tillögu um þverun Kleppsvíkur um mitt þetta ár. Undirbúningur og hönn- un mannvirkisins gæti þá hafíst í árs- lok. Miðað við ódýrustu lausn kostar fyrsti áfangi verksins 2,5-3 milljarða kr. en um 6,3 milljarða með fjögurra akreina brú, vegtengingum og fullum frágangi á gatnamótum að Hallsvegi. Á fundinum kom fram að nú er aðal- lega rætt um tvær leiðir, leið I og leið III, sem sjást á mynd af líkani sem fylgir með fréttinni. Báðar útfærslurn- ar gera ráð fyrir þverun Kleppsvíkur með uppfyllingum og brú sem tekur land við Gufuneshöfða. Jarðgöng gegnum Gufuneshöfða Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur sagði að leið I væri til í tveimur útfærslum. Hún liggur utar í Kleppsvíkinni, kemur í land í Holtagörðum skammt frá versluninni IKEA og í Gufu- neshöfða að austan. Gert er ráð fyrh’ að brú þar yrði mun hærri en innar í vogin- um, eða um 50 m há, til að hleypa skipaumferð inn á athafna- svæði Samskipa. Heildarlengd þeirrar brúar yrði um 1 km. Ríkharður Kristjánsson, verkfræð- LÍKAN af tveimur valkostum við þverun Kleppsvíkur var sýnt í fyrsta sinn á f yrði 50 metra há. Brúin fjær tilheyrir leið III og í þessari útfærslu er gert ráð Undirbúning- ur og hönn- un gæti haf- ist í árslok gjafi verksins, segir að upphaflega hafi fjórar leiðir verið til skoðunar og fimm útfærslur af hverri, þ.á m. jarð- göng, botngöng og brýr af ýmsu tagi. Kostnaðargreining sýndi að við leið I hefðu botngöng í Kleppsvík kostað ná- lægt 12,2 milljörðum kr., jarðgöng um 12,3 milljarða, stagbrú 8,6 milljarða, bitabrú 7,5 milljarða og opnanleg brú 7,9 milljarða kr. Á leið III hefði lágbrú kostað nálægt 5,4 milljörðum kr. og botngöng um 10,9 milljarða kr. Valkostunum var fækk- að sl. sumar og eru nú aðal- lega skoðaðar leiðir I og III og tvær útfærslur af hvorri leið. Brúin sem teiknuð er inn- ingur hjá Línuhönnun, sem er aðalráð- ar í voginum tekur land í Gelgjutanga að austan og tengist við Sæbraut á móts við Skeiðarvog. Þessi valkostur nefnist leið III. Þetta er 16 metra há brú. í tengslum við hana er verið að skoða tvo valkosti vai’ðandi tengingu austanmegin vogarins. Annars vegar með stuttum jarðgöngum gegnum Gufuneshöfða og hins vegar með upp- fyllingu fyrir neðan höfðann. Heildarkostnaður 6,3 milljarðar Fyrsti áfangi leiðar III, sem er tenging við Grafarvogssvæðið, er áætlaður um 2,5 milljarðar króna, samkvæmt mati Línuhönnunai’ hf. Heildarkostnaður við leið III með fjórum akreinum, stokki við Sæbraut og stórum gatnamótum við Hallsveg yrði um 6,3 milljarðar kr. Línuhönnun skoðaði svokallaða seglbrú á leið I sem ekki er hægt að áfangaskipta og kostnaður við þá brú er um 10,3 milljarðar með gatnamót- um. Ódýrari lausn við leið I felst í ann- ars konar brú en seglbrú, en Ríkharð- ur telur að hún komi síður til greina, Hópur manna skráir sig í félag áhuga- manna um lagningu Sundabrautar Mögulegt að ljúka framkvæmdum árið 2004 „AÐAL markmið okkar verður að koma af stað umræðu um lagningu Sundabrautar og að reyna að flýta þessu verkefni," segir Þórir Kjart- ansson, verkfræðingur og einn af talsmönnum áhugahóps um lagn- ingu Sundabrautar, sem stofnað verður innan skamms. Um 100 manns mættu á fund áhugahópsins í gær, þ.á m. voru sérfræðingar af fjármálamarkaði, verkfræðingar o.fl. Á fundinum var rætt um leiðir sem taldar eru færar með svonefndri einkafjár- mögnun þar sem lagning og rekst- ur þessa samgöngumannvirkis yrði falið einkaaðilum. Meðal ræðumanna voru Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Ríkharður Krist- jánsson, aðalráðgjafi í verkefni um Sundabraut, og Erlendur Magnús- son, framkvæmdasljóri hjá Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. 30- 40 manns létu skrá sig í áhugafé- lag um verkefnið sem verður stofnað innan skamms, að sögn Þóris. Á fundinum var fjallað ítarlega um framkvæmdaatriði verkefnis- ins og nýjar leiðir við fjármögnun þess, að sögn Þóris. Hann sagði ýmsar leiðir koma til greina en UM EITT hundrað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.