Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 21 HLUTI leikhópsins sem tekur þátt í uppfærslu Leikfélags Kópavogs. Umhverfis jörðina á 80 dögum hjá LK HJÁ Leikfélagi Kópavogs standa yfir æfingar á leikritinu Um- hverfis jörðina á 80 dögum í leik- gerð Bengt Ahlfors eftir sam- nefndri sögu Jules Verne. Þýð- inguna gerði Stefán Baldursson. Um 30 manns taka þátt í sýning- unni og er áætlað að frumsýna í lok mars. í sögunni segir frá breska heið- ursmanninum Fileasi Fogg sem ákveður að fara umhverfís jörð- ina á 80 dögum vegna veðmáls. Dyggur þjónn hans, Passerpar- tout, er með í för og leynilög- reglumaðurinn Fix slæst í hópinn því hann grunar Fogg um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Tónafórn TÓIVLIST Digraneskirkja PÍANÓTÓNLEIKAR Jónas Ingimundarson, píanó. Flutt voru verk eftir B. Galuppi: Sónata nr. 5 í C-dúr W.A. Mozart: Sónata í A-dúr KV 331 L.v. Beet- hoven: Sónata í cis-moll op. 27 nr. 2 Fr. Schubert: Sónata í B-dúr D 960. Sunnudagur 1. mars 1998. JÓNAS Ingimundarson bauð til tónaveislu í Digraneskirkju sl. sunnudag. Tildrög tónleikanna voru þau að nýverið hafði hann hlotið menningarverðlaun Vá- tryggingafélags íslands og einnig heiðursverðlaun DV auk fleiri við- urkenninga og ákvað að þakka fyr- ir sig með því að opna kirkjuna og flytja fyrir þá er á vildu hlýða fjór- ar sónötur eftir þá Galuppi, Moz- art, Beethoven og Schubert. Okkur, sem fylgst höfum með ferli Jónasar, kemur ekki á óvart að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu taki eftir starfi hans og vilji heiðra hann með þessum hætti. Um áratuga skeið hefur hann verið óþreytandi að flytja okkur verk meistaranna, ýmist einn eða með öðrum. Öll 197 fá listamannalaun ÚTHLUTUNARNEFNDIR Iistamannalauna hafa lok- ið störfum. Alls bárust 635 umsóknir um starfslaun listamanna og fengu 197 listamenn úthlutun, en starfs- launin eru 127.830 krónur á mánuði. Árið 1997 barst 601 umsókn. Listasjóður Þriggja ára starfslaun hlaut Guðmundur Óli Gunn- arsson. Laun til tveggja ára hlaut Guðný Guðmúnds- dóttir. Laun til eins árs hlutu Hörður Áskelsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sólrún Bragadóttir. Laun til sex mánaða hlutu Auður Gunnarsdóttir, Ásgerður Júníusdóttir, Ás- hildur Haraldsdóttir, Björn Steinar Sólbergsson, Daníel Þorsteinsson, Eggert Pálsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Helga Bryndis Magnúsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Linda Björg Árnadóttir, Martial Guðjón Nardeau, Nanna Ólafsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir og Sig- ríður Eyþórsdóttir. Til þriggja mánaða hlutu laun Bergljót Arnalds, Bemharður Wilkinson, Daði Kol- beinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Hilmar Jensson, Jósef Ognibene og Sigurður Gústafs- son. Ferðastyrki hlutu Edda Erlendsdóttir, Edda Jónsdótt- ir, Guðlaug M. Bjarnadóttir, Páll Eyjólfsson, Pétur Jón- asson, Sigurður Sveinn Þorbergsson, Snorri Örn Snorrason og Þorgerður Ihgólfsdóttir. Eftirtaldir leikhópar fengu starfslaun: Hafnarfjarð- arleikhúsið hlaut laun í 18 mánuði. Til níu mánaða hlutu laun Flugfélagið Loftur, Möguleikhúsið og Strengja- leikhúsið. Laun í sex mánuði hlutu: Kaffileikhúsið, Ker- úb, Konsertínur og Ljóð og söngvar. Til fjögurra mán- aða hlutu laun Annað svið, Bak við eyrað, Fljúgandi fiskar og Stoppleikhúsið. Hvunndagsleikhúsið hlaut laun til þriggja mánaða. Launasjóður myndlistarmanna Laun til tveggja ára hlutu þau Guðjón Ketilsson, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Þor- björg Höskuldsdóttir. Laun til eins árs hlutu Arnar Herbertsson, Daníel Þ. Magnússon, Erla Þórarinsdóttir, Gi'étar Reynisson, Guðný Magnúsdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Jón Axel Björnsson, Magnús Tómasson, Þórður Hall, Örn Þorsteinsson. Laun til sex mánaða hlut Finnur Arnar Arnarsson, Gunnar Árna- son, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Magnús Ó. Kjartansson, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigrún Guðmunds- dóttir, Stefán Jónsson, Valgarður Gunnarsson, Þóra Sigurðardóttir. Ferðastyrki hluti Áslaug Thorlacius, Brynhildur Þor- geirsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Jóhanna Bogadótt- ir, Jón Sigurpálsson, Kristín Amgrímsdóttir, Margrét Jónsdóttir (listmálari) og Ómar Stefánsson. Launasjóður rithöfunda Laun til þriggja ára hlutu laun Böðvar Guðmundsson og Vigdís Grímsdóttir. Laun í eitt ár hlutu Birgir Sig- urðsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon, Steinunn Sigurð- ardóttir, Svava Jakobsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. Laun í hálft ár hlutu Ágústína Jónsdóttir, Ámi Ibsen, Björn Th. Bjömsson, Egill Egilsson, Einar Ólafsson, Elías Mar, Elísabet K. Jökulsdóttir, Erlingur E. Hall- dórsson, Eysteinn Björnsson, Eyvindur P. Eiríksson, Garðar Sverrisson, Geirlaugur Magnússon, Guðjón Sveinsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Gylfi Gröndal, Gyrðir Elíasson, Helgi Ingólfsson, Hjörtur Pálsson, Hlín Agnarsdóttir, Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir, Iðunn Steinsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, ísak Harðarson, Jón Kalmann Stefánsson, Jón Viðar Jónsson, Kristín Marja Baldurs- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Krist- ján Þórður Hrafnsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Mikael Torfason, Nína Björk Árnadóttir, Óskar Árni Óskars- son, Páll Kristinn Pálsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Rúnar Armann Arthúrsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmarsson, Sigurjón Magnússon, Sindri Freysson, Sólveig K. Einarsdóttir, Steinunn Jóhannes- dóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Vilborg Davíðsdóttir, Þorgeir Þorgeirson, Þorgrímur Þráinsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Tónskáldasjóður Laun til þriggja ára hlaut Þorsteinn Hauksson og til tveggja ára hlaut laun Haukur Tómasson. Laun í eitt ár hlutu Guðmundur Hafsteinsson, Hilmar Þórðarson, Kjartan Ólafsson og Stefán S. Stefánsson. Starfsstyrkir Auk þess vora veitt listamannalaun til eftirtalinna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára eða eldri við gildistöku laganna um listamannalaun og ekki fengu starfslaun. Styrkurinn jafngildir starfslaunum í einn mánuð. Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Einar Bragi, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Ey- þór Stefánsson, Gísli J. Ástþórsson, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Jóns- son, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Gunnar Dal, Gunn- ar Eyjólfsson, Helgi Sæmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Helgi Jónsson, Jón Ásgeirsson, Jón Dan Jónsson, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jónas Arnason, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Krist- inn Reyr, Magnús Blöndal Jóhannsson, Magnús Jóns- son, Ólöf Pálsdóttir, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjóns- son, Sigurður Hallmarsson, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steingrímur St. Th. Sigurðsson, Veturliði Gunnarsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þuríður Pálsdótt- ir og Örlygur Sigurðsson. Flestar umsóknir frá myndlistarmönnum Skipting umsókna milli sjóða 1998 var eftirfarandi: Listasjóður 179 umsóknir, þar af 31 umsókn frá leik- hópum. Launasjóðm- myndlistarmanna 259 umsóknir. Launasjóður rithöfunda 166 umsóknir. Tónskáldasjóður 31 umsókn. Úthlutunarnefndir vora að þessu sinni skipaðar sem hér segir: Stjórn Listasjóðs: Guðrún Nordal, Helga Kress, og Baldur Símonarson. Ólafur Ó. Axelsson, vara- maður Guðrúnar Nordal tók einnig þátt í störfum stjórnar Listasjóðs. Úthlutunarnefnd Launasjóðs myndlistarmanna: Að- alsteinn Ingólfsson, Kristín Jónsdóttir og Magnea Þ. Ásmundsdóttir. Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda: Gunnlaugur Ástgeirsson, Sigurður G. Tómasson og Sigríður Th. Er- lendsdóttir. Úthlutunarnefnd Tónskáldasjóðs: Árni Harðarson, Rut L. Magnússon og Bernharður Wilkinson. JÓNAS Ingimundarson sýndi yfirvegaðan leik hins þroskaða lista- manns, segir m.a. í umsögninni. verk hans einkennast af þeirri ást og virðingu sem hann ber til hinnar dýra listar auk löngunar til að gera ætíð sitt besta. Hann hefur og lyft grettistaki í að leiða ungmenni á vit sígildrar tónlistar og verður sá þáttur í starfi hans seint fullþakk- aður. Það er ekki ætlun undirritaðs að fjalla um tök Jónasar á einstökum verkum heldur fyrst og fremst að bera fram þakkir fyrir góða stund í helgidómnum. Við, sem voram í Digraneskirkju þetta kalda sunnu- dagssíðdegi, urðum vitni að yfir- veguðum leik hins þroskaða lista- manns. Jónas hefur lag á að láta hljóðfærið syngja í höndum sér og gera glitrandi tónaregnið að galdri, sem aðeins verður notið en ekki út- skýrt. Þetta var falleg tónafóm. Egill Friðleifsson LAUGAVEGI 174, SÍMI 569 5660 BÍLAÞIN N O T A Ð I R EKLU B í L A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.