Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MAI- samn- ingurinn um fjárfesting-ar PRETTIRNAR sem smátt og smátt hafa verið að leka út síðustu vikur og mánuði um drög að svonefndum MAI-samningi um fjár- festingar eru vægast sagt ískyggilegar. Með mikilli leynd hafa sl. 3 ár staðið yíir viðræður í skjóli OECD í París með vitund og aðild rík- isstjórna ríkustu landa heims sem ganga út á að koma á laggirnar nýjum fjölþjóðlegum samningi um fjárfest- ingar. MAI stendur íyr- ir Multilateral Agreem- ent on Investment á enskunni eða Fjölþjóðasamning um fjárfestingar. Það er ekki hugmyndin sem slík um fjölþjóða- eða alþjóðasamning á þessu sviði sem vekur ugg í brjóst- um þeirra sem á annað borð vita eitt- hvað um fyrirbærið. Það gerir hins vegar allt í senn leyndin sem hefur verið viðhöfð í viðræðunum, flýtirinn sem var af hálfu aðstandenda fyiár- hugaður á afgreiðslu málsins og síð- ast en ekki síst það sem kvisast hef- ur um innihaldið. Leyndin vekur strax upp grun- semdir um að sjálfir höfundar hug- myndarinnar hafi gert sér grein fyr- ir að hún þyldi illa dagsbirtuna. Það væri því vænlegast að undirbúa mál- ið með ýtrustu leynd og klára það með hraði. Ætlunin var að fulltrúar ríkisstjórna OECD kæmu saman nú strax í apríl til að ganga frá samn- ingnum, en eitthvert bakslag kann að vera komið í þá áætlun. Skitt veri með allt lýðræðishjal, upplýsingar til almennings o.s.frv. Svo langt hefur þetta gengið að í reglubundinni skýrslugjöf sinni á hverju hausti t.d. til tengslanefndar fínnska þingsins við OECD (sendinefnd finnska þingsins til Evrópuráðsins, sem jafn- framt sér um tengsl við OECD) hef- ur framkvæmdastjórinn sleppt því að veita upplýsingar um MAI. Þessi algera lítils- virðing á lýðræði, þing- ræði og rétti almenn- ings til upplýsinga kem- ur minna á óvart en ella þegar hugmyndir um innihald væntanlegs samnings eru skoðaðar. Þar er nú ekki lýðræð- inu, valddreifíngunni eða virðingu fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða fyrir að fara. Margir telja nær sanni að kenna MAI-samninginn ef af verður við haust í lýðræðislegu tilliti frem- ur en vormánuðinn maí. Aðrir segja að samningurinn tryggi hinum alþjóðlegu auðhringum og fjármagnseigendum þvílíka yfír- MAI-samningurinn á að fela í sér, segir Steingrímur J. Sigfús- son, að öll samnings- lönd gangist undir eins- leitar reglur um alþjóð- legar fjárfestingar. burðastöðu að í reynd verði þeir hin eiginlega ríkisstjórn heimsins. Auðhringar ofar ríkisstjórnum Um hvað fjallar svo þessi fyrirhug- aði samningur, eða drög að honum öllu heldur sem fyrir liggja? Það sem orðið hefur opinbert gegnum leka yfir alnetið, upplýsingar úr erlendum fjöl- miðlum og þær takmörkuðu upplýs- ingar sem stjómmálamenn, t.d. á finnska og sænska þinginu, hafa undir höndum og komið hafa fram í umræð- um þar er í stuttu máli eftirfarandi: Sigfússon Samningurinn á að fela í sér að öll samningslönd gangist undir einsleit- ar reglur um alþjóðlegai’ fjárfesting- ar. Allar sérreglur einstaki-a landa verða óheimilar, hvort sem heldur er vegna umhverfismála, vegna rétt- inda launafólks eða af menningai’á- stæðum. Undir þetta myndu t.d. einnig að líkindum falla íslenskar sérreglur um fiskveiðai’ og sjávarút- vegsmál. Ekki aðeins yrðu hvers konar sérreglur einstakra þjóðríkja óheimilar samkvæmt samningnum heldur hefðu fjölþjóðafyrirtæki lögvarða stöðu til að krefjast skaða- bóta ef þau teldu sér mismunað eða þeim íþyngt í einu landi umfram öðru. Til þess að þrengja svo enn að stjórnvöldum einstakra ríkja eru reglur um úrsögn hugsaðar þannig að 5 ár tæki að segja samningnum upp en auk þess héldust réttindi fjárfestanna í 15 ár þar til viðbótar. Margt fleira mætti tína til úr drögum þessa dæmalausa samnings en allt á það vonandi eftir að koma fram og skýrast á næstu mánuðum. Almennt talað gengur málið út á að auka olnbogarými og völd hinna al- þjóðlegu auðhringa og takmarka möguleika lýðræðislega kjörinna stjórnvalda til að hafa áhrif á starf- semi þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um hversu andstætt öllu sem kallast lýðræði, opin umræða, valddreifing og sjálfsákvörðunarréttur jafnt að- dragandi sem innihald MAI- samn- ingsins er. Það hlutskipti sem þró- unarlöndunum er ætlað í þessu samhengi er lýsandi. Sem sagt að þeim muni gefast kostur á að skrifa upp á samninginn síðai’ meir, þ.e.a.s. ef þau fallast á hann skilyrð- islaust, án þess að eiga nokkra minnstu aðild að samningagerðinni eða hafa aðstöðu til að hafa áhrif á innihaldið. Fyrsta mál á dagskrá hér er að slá öllum frekari viðræð- um um samninginn á frest, svipta hulunni af því sem þarna hefur ver- ið á dagskrá og hefja umræður um málið. Er þá ekki rétt og skylt að hver taki til hjá sér? Hvaða afskipti hefur ríkisstjórn Islands haft af málinu? Hefur sendiherra íslands í París og hjá OECD tekið þátt í við- ræðum? Hver svarai- fyrir ríkis- stjórnina í þessu máli, Davíð, Hall- dór eða Guðmundur okkar umhverf- isráðherra? Svör óskast. Höfundur er þingniaður fyrir Al- þýðubandalagið á Norðuriandi eystm, er formaður sjavarútvegs- nefndar Aiþingis og situr f efna- hags- og viðskiptanefnd. Orð verða að standa YFIRLÝSINGAR Reykjavíkurlistans um árangur í borgarmál- um sl. tæp 4 ár hafa ekki farið fram hjá mér. Sumu verður maður bara að trúa, af þvi að maður þekkir það ekki sjálfur. Oðru þarf ekki bara að trúa ef hægt er að höfða til eigin reynslu. Reynsla mín í dagvistarmálum segir að þar séu langir biðlistar og að þar sé rekin undarleg henti- stefna þ.e. hvaða börn séu tekin inn á leikskól- ana. Börn sumra virð- ast komast í vistun 18 mánaða göm- ul, önnur 2 ára og enn önnur 3 ára eða eldri. Hvað ræður röð barnanna? Ástæða þess að ég geri dagvist- armál sérstaklega að umtalsefni er Mér líkar ekki að stjórnmálamenn komist til valda, segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, með því að lofa ein- hverju sem þeir geta ekki staðið við. persónlegs eðlis. Svo vill til að lof- orð R-listans eru farin að hafa áhrif á líf 2 ára dóttur minnar sem virðist einhverra hluta vegna alltaf færast aftur fyrir í biðröðinni, sem átti reyndar að vera uppurin, sam- kvæmt loforðum Reykjavíkurlist- ans. I dag er mér tjáð að um 900 böm séu á biðlistum. I janúar sl. vom á þriðja hundmð börn í vistun hjá Dagvist barna sem fædd era seinna en dóttir mín og samkvæmt upplýsingum frá Dagvist bama era líkur á að hún komist inn á næsta ári en þá verða um 1.300 börn fædd seinna en hún komin fram fyr- ir hana. Loforði seinkar um tvö ár! Mér líkar ekki að stjórnmálamenn kom- ist til valda með því að lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Enn síður líkar mér við klíkuskap eða undarlega biðlista þar sem sum börn virðast alltaf færast aftur fyr- ir. I okkar tilviki er al- veg ljóst að loforðið um að öll börn tveggja ára og eldri væru búin að fá pláss fyrir lok síðasta árs, stenst engan veginn. Mitt barn á sem sagt að komast að árið 1999, þá á 4. ári. Það er illa gert að lofa því sem fullljóst var í upphafi að ekki yrði staðið við. Hvers vegna voru heim- greiðslurnar, sem okkur hefðu nú mátt standa til boða, afnumdar og okkur bara bent á að fara í langa biðröð? Þá er betra að fara hægar en standa við það sem sagt er. Þá get- um við foreldrar allavega gert áætlanir fyrir börnin okkar sem standast. Við hefðum til dæmis gjarnan þegið „heimgreiðslur" í þessu tilviki. En Reykjavíkurlist- inn felldi þær niður. Líklega vegna þess að sjálfstæðismenn fundu þær upp. Hvílík stjórnmál! Frú borgarstjóri Því beini ég íyrirspurn til núver- andi borgarstjóra, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, hvort rétt sé að R-listinn hafi lofað að öll börn 2 ára og eldri væru búin að fá leikskóla- pláss fyrir lok árs 1997? Getur hún einnig sagt mér hvað ræður röðun á biðlistana? Höfundur er konditormeistari. Björg Kristín Sigþórsddttir Meðal annarra orða Mega dómarar eiga vim? s / A Islandi eru starfandi tvær frímúrarareglur, segir Njörður P. Njarðvík, sem eru að ýmsu leyti ólíkar. RJÁR þingkonur er mynda minni- hluta allsherjarneftidar hafa lagt fram breytingatillögu við dómstóla- framvarp þess efnis að dómarar megi ekki vera í leynireglu. Um þetta er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Degi: „Við erum auðvitað í því efni sérstaklega að tala um frímúrararegluna.“ Þessi ummæli (og þá um leið breytingatil- lagan) era reist á tvíþættri vanþekkingu. Ekki er hægt að tala um frímúrararegluna, þar sem til era margar mismunandi frímúr- arareglur. Á íslandi era t.d. starfandi tvær frímúrarareglur, sem era ólíkar á margan hátt, svo sem í afstöðu til jafnréttis og trú- arviðhorfa (og verður vikið nánar að því síð- ar). Frímúrarareglur eru ekki heldur leyni- reglur, enda leyna þær á engan hátt tilvist sinni. Hins vegar era þær reglur sem láta ekki utanreglufólki í té upplýsingar um sið- rænar athafnir sínar. Á þessu tvennu er mikill munur. Og frímúrarareglur eru eng- an veginn einar um að takmarka vitneskju um innra starf. Það gera Oddfellow-reglur, Rósakrossarreglur, Musterisriddarareglur, innri skóli Guðspekifélagsins, og þannig mætti lengi telja. óhanna bendir á í áðumefndu viðtali, að þetta hafi víða verið til umræðu og nú síðast sé komin fram í Bret- landi tillaga um að setja í lög ákvæði svipaðs efnis og þær stöllur eru með. Þetta sýnist ekki alls kostar rétt. Hins vegar er skýrt frá því hér í blaðinu (19.2. 1998) að Jack Straw innanríkisráðherra hafi ákveðið að dómarar og lögreglumenn verði í fram- tíðinni að gefa upp hvort þeir era frímúrar- ar (sem ekki jafngildir banni). Og þar er haft eftir ónefndum, háttsettum dómara og frímúrara, að hann skilji ekki hvers vegna menn þyrftu þá ekki að gefa upp aðild sína að öðrum félogum, svo sem golfklúbbum, því að enginn munur sé á golfklúbbi og frí- múrarastúku. Ég efast reyndar um að þetta sé rétt haft eftir frímúrara, því að sá reginmunur er á frímúrarareglu og golfklúbbi, að frímúrara- regla er mannræktarfélag, er leggur fram ákveðna sérstaka aðferð til að auðvelda leið að siðferðilegum og andlegum þroska. ér það auðvitað vel ljóst að ýmsir fordómar hafa komist á kreik vegna leyndar í starfi frí- múrara, og sumt af því er frí- múrurum sjálfum að kenna, af því að þeim hættir stundum til að hjúpa störf sín of mikilli leynd og gera að leyndarmálum það sem er enginn leyndardómur. En eitt er að fordómar séu á sveimi og annað að setja þá í lög. Til þess að taka neikvæða afstöðu til tiltekinnar starfsemi þurfa menn að vita eitthvað um hana. Og það er hægt að afla sér talsvert mikillar vit- neskju um frímúrarareglur ef menn hafa áhuga á því. Á almennum bókamarkaði eru til núna líklega eitthvað yfír 500 titlar. Og víða eru frímúrarafræði tekin mjög al- varlega. Ég á til dæmis bók eftir Lue Nefontaine sem heitir Symboles et sym- bolisme dans la Franc-Maconnerie og var varin sem doktorsritgerð við háskóla í Brussel. Og sömuleiðis er hægt að lesa lög og reglur ýmissa frímúrarareglna á ýms- um bókasöfnum. Og vitaskuld verður að gera þá kröfu að lagasetning byggist á viðamikilli þekkingu. vers vegna ættu dómarar ekki að mega vera frímúrarar og taka þátt í því mannræktarstarfi sem þar er ástundað? Trúlega vegna óljósra hugmynda um að frímúrararegla sé karlaklúbbur, þar sem menn séu að stofna til sameiginlegra sérhagsmuna og verji hver annan hvernig sem á stendur. En þetta er ekki rétt. Og ef slíkt skyldi bera við, þá er það ótvíræð misnotkun á hugsjón- um frímúrara. Á íslandi era frímúrarar eitthvað á fjórða þúsund í tveimur reglum. Dómari þekkir þá ekki alla persónulega. Auk þess er í öllum frímúrarareglum sem ég þekki til lögð þung áhersla á löghlýðni, réttsýni og viðleitni til bættrar siðferðis- kenndar. Því ættu frímúrarar ekki að vera tíðir sakborningar fyrir dómstólum. Og hafi dómari bundist frímúrarabróður eða -syst- ur sérstökum persónutengslum, vildi hann áreiðanlega ekki sitja í dómarasæti yfir honum / henni. Hið sama gildir í slíku máli og um almenn vináttubönd. Því mætti alveg eins spyrja: Mega dómarar ekki eiga vini? Starfsaðferð frímúrara er fólgin í siðræn- um athöfnum sem byggjast á táknfræði. Settar era á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grandvöllur tákn- fræðinnar er byggingahst miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fá- brotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. En í táknfræði frímúrara er mannkyni reist and- legt musteri þar sem þátttakendur í starfinu era hvort tveggja í senn, byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein til þessa musteris, og þann stein verður að höggva tíl, fegra og fága, svo að hann geti orðið hæft og traust byggingar- efni. Vísa má í 1. Pétursbréf 2:5: „...látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í and- legt hús...“ Þetta er tilgangurinn og tákn- fræðin og ekkert leyndarmál. Á Islandi era starfandi tvær frímúrara- reglur, sem era að ýmsu leyti ólíkar, eins og áður er getið. rímúrarareglan á íslandi er íslensk regla er skiptist á viðurkenningu við reglur í öðram löndum. Hún takmarkar sig við kristna karl- menn, 25 ára og eldri. Alþjóða Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain (mannlegt réttlæti) er alþjóðleg regla og veitir viðtöku konum og körlum 18 ára og eldri án tillits til trúarskoðana, litar- háttar eða kynþátta. Yfirstjórn reglunnar er í París, þar sem hún var stofnuð 1893. Til íslands barst hún 1921. Vilji menn fá frek- ari upplýsingar um þessa reglu vil ég benda á vefsíður hennar: www.mmedia.is/samfrim og www.droit-humain.org Höfundur er stórmeistari Alþjóða Sam- Frfrmírarareglunnar Le Droit Humain.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.