Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 19 ERLENT Reuters MEÐ eftirlíkingu af blóðugu hjarta í höndunum tók þessi kona þátt í mótmælaaðgerðum í Mexíkó- borg 12. janúar síðastliðinn. allt frá því að Spánverjar námu þar land. Eina nýjungin er að skipulagðir hafa verið hópar vel vopnaðra og æfðra manna, stundum kallaðir „paramilitares" eða „guardias blancas", til að berjast við zapatista, „kommúnista" og aðra hópa er berjast gegn landeigendum. T í m a r i t i ð Proceso, sem er eitt fárra tíma- rita hér í Mexíkó sem heldur uppi harðri gagnrýni á stjórnvöld, birti í síðasta janúar- ið af þeim, einhver í fjölskyldunni verið myrtur en réttlætinu ekki verið fullnægt? í huga margra virðist fátt annað koma til greina í þeirri stöðu en að taka upp vopn eða styðja vopnuð samtök, eins og zapatista-skæruliðana, sem berjast gegn yfirvöldum. Petta er ekkert nýtt í sögu Chi- apas. Svipaðir atburðir hafa verið að gerast undanfarin 500 ár eða hefti sínu skýrslur frá hernum þar sem kemur fram að herinn hafi í samvinnu við landeigendur stofnað, þjálfað, vopnað og stutt þessa hópa allt frá árinu 1994, en þá hófst bar- átta zapatista. Þeir sem fylgjast grannt með málum í Chiapas óttast mjög að þessir einkaherir eigi eftir að leiða til að ofbeldi aukist til muna líkt og gerðist í Chenalhós í desember. Eftirmáli fjöldamorð- anna í Chenalhó Grimmileg fjöldamorð á indíánum í lok síðasta ------ —— --------------------------->---- árs vöktu óhug um allan heim. Stefán A. Guðmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mexíkó, segir fátt benda til að morðin hafí verið einstæður atburður. RÚMIR tveir mánuðir eru liðnir síðan framin voru fjöldamorð á indíánum í héraðinu Chenalhó, í fylkinu Chiapas í Mexíkó. Indíán- arnir voru við bæn í lítilli timbur- kirkju í þorpinu Acteal þegar hópur manna, vopnaður öflugum skot- vopnum og sveðjum, kom og myrti 45 manns, meirihluti þeirra konur og böm. Ástæðan fyrir morðunum er talin vera sú að indíánamir voru hallir undir zapatista-skæruliða. Forseti landsins, Emesto Zedillo, sagði í ávarpi daginn eftir fjöldamorðin, að ríkisstjómin myndi ekki standa aðgerðalaus gagnvart þessum hrottafengna glæp, og bætti við að þeir sem áttu hlut að máli, yrðu sóttir til saka. Forsetinn virðist hafa verið mjög ákveðinn í þessu máli. Nokkram dögum síðar vora rúmlega 30 menn, sem taldir voru hafa verið meðal þeirra sem frömdu grimmdarverkið, handtekn- ir. Þá sögðu jafnt bæði innanríkis- ráðherrann Emilio Chuayffet, og íylkistjórinn í Chiapas Julio Cesar Ruiz Ferro af sér embætti. Mótmæli algeng Þátttaka í kröfugöngum og mót- mælafundum þar sem morðin í Chenalhó hafa verið fordæmd hefur verið mikil og almenn. Hinn 12. jan- úar síðastliðin safnaðist fólk saman í öllum helstu borgum og bæjum landsins til þess að sýna innfæddum í Chiapas stuðning. Samskonar stuðningur var einnig sýndur sama dag út um allann heim. Mótmæl- endur komu saman fyrir utan sendi- ráð Mexíkó í borgum Rómönsku- Ameríku, Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu. Þrýstingur á ríkisstjórn landsins um að leysa vandamál Chi- apas hefur því aukist til muna eftir morðin. Síðastliðinn sunnudag hétu mexíkósk stjómvöld því að umbæt- ur á réttindum indjána yrðu gerðar að veraleika á næsta þingi til þess að auka friðarlíkur í Chiapas. Francisco Labastida, innanríkisráð- herra, sagði nóg komið af ofbeldis- aðgerðum, en fréttaskýrendur sögðu að ekkert nýtt hefði komið fram í orðum hans. A laugardag hafði fylkisstjórinn í Chiapas, Ro- berto Albores Guillen, tilkynnt um sína eigin friðaráætlun, sem m.a. fól í sér allt að þriggja milljarða dala fjárfestingu og uppgjöf saka fyrir meinta, pólitíska fanga. En þó svo að nýir menn séu komnir í embætti innanríkisráð- herra og fylkistjóra, þá þýðh- það ekki að vandamálin séu úr sögunni og að breytingar komi sjálfkrafa. Báðir menn koma nefnilega úr röð- um einræðisflokksins PRI, eins og fyrirrennarar þeirra, sem gefur til kynna að stefna stjórnvalda muni ekki taka miklum stakkaskiptum. Þetta hefur líka sýnt sig síðustu vikurnar, því að friðarviðræður era ekki ennþá komnar i gang og morð- in halda áfram í Chiapas. Sama dag og mótmælin voru haldin skaut lög- regla á hóþ innfæddra sem var í mótmælagöngu fyrir utan borgina Ocosingo, með þeim afleiðingum að ein kona lést, og dóttir hennar og ungur piltur særðust. Fylkisyfir- völd héldu því fyrst fram að lögregl- an hefði skotið upp í loftið í þeim til- gangi að dreifa lýðnum, en urðu síð- ar að draga þá fullyrðingu til baka þar sem sjónvarpsstöð hafði náð at- vikinu á myndband, sem var sýnt í sjónvarpi sama dag. Þar sást greini- lega að lögreglumennirnir beindu vopnum sínum ekki upp í loft heldur að fólkinu. Spurningarnar sem menn spyrja sig í tengslum við morðin era fjöl- margar og ber þar hæst vangavelt- ur um hverjir hafi verið að verki. Það er ekkert leyndarmál að þeir sem hafa aðallega beitt innfædda ofbeldi í Chiapas eru stóru landeig- endurnir. Þeir taka ekki sjálfir þátt í aðgerð- um eins og þessari í Chenalhó, held- ur leigja atvinnumenn til að hræða indíánana eða hrekja þá burt af landi sem þeir vilja komast yfir. Það þýðir síðan lítið fyrir indíánana að kvarta hjá fylkisyfirvöldum þar sem stjómmálamennirnir eru oft úr röð- um ættingja landeigenda eða jafn- vel úr hópi þeirra. Gott dæmi um þetta er fyrrverandi fylkisstjórinn Ruiz Ferro, sem er talinn einn stærsti og áhrifamesti landeigand- inn í fylkinu. Byssumönnunum sjálf- um er ekki heldur refsað, því þeir njóta vemdar landeigenda. Vopnuð átök eini möguleikinn Um hvaða kosti hafa innfæddir að velja, þegar landið hefur verið tek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.