Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 þeim vegnaði og heimsótti þá gjarna ef hann var á ferð í nágrenn- inu. Undir niðri var þessi stóri og myndarlegi maður bæði næmur og viðkvæmur. Hann átti sín áhugamál og hann átti sína barnslegu gleði eins og flestir aðrir. Ánægjulegt var að fylgjast með ef hann var að fara í veiðiferð eða önnur ferðalög. Til- hlökkunin fór aldrei leynt og höfðum við félagar hans oft gaman af. Stór hluti af öllu saman var félagsskapur- inn, allir vinirnir og kunningjamir. Það verður dapurlegt að ganga um á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans eftir að Þórarinn er horfinn af sjónarsviðinu. Fyrir okk- ur sem störfuðum með honum var persónuleiki hans alltaf svo stór hluti af starfseminni. Fyrir hönd starfsmanna svæf- inga- og gjörgæsludeildar Landspít- alans sendi ég eiginkonu Þórarins og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og óskir um að þau öðlist styrk til að takast á við sorgina og lífið framundan. Oddur Fjalldal. « « Óhætt er að segja að sérstakt samband myndist milli félaga sem við laxveiði veiða saman á stöng og um leið komast þeir nálægt sál hvor annars. Við Þórarinn urðum þessa áskynja þegar við áttum góðar stundir saman við Miðfjarðará og annars staðar í nokkur ár. Þetta voru miklar ánægjustundir sem leiddu margt gott af sér og verður alltaf haldið í minningunni. Fyrir ut- an áhugamálin störfuðum við saman dags daglega og einnig unnum við saman að félagsmálum. Það var mikil gæfa að fá tækifæri til að mót- taka þá reynslu og góðmennsku sem Þórarinn hafði. Við kynntumst fyrst á Landspítal- anum en síðan setti allstór hópur á stofti eina af fyrstu læknaaðgerðar- stofum utan sjúkrahúss á landinu sem fékk heitið Læknahúsið hf. Þar var Þórarinn í forystuhlutverki eins og vanalega. Við höfum talið þetta mikið gæfúspor fyrir alla aðila og ekki síst sjúklingana sem fengu betri og skjótari úrlausnir. Þrátt fyrir veikindi sín síðustu ár sýndi hann Læknahúsinu alltaf áhuga og hollustu. Þórarinn veitti forstöðu svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans til fjölda ára og lagði grunn ásamt sam- starfsmönnum að frábærri deild. Hann sinnti vísindastörfum og ferð- aðist erlendis til að kynna niðurstöð- ur sínar. Hann þreifst mjög vel í fé- lagsskap og átti vini alls staðar um allan heim og var félagi í ótal félög- um innan- sem utanlands. Þórarinn var mjög greiðvikinn og hjálpsamur. Það var gott að koma á Smáragötuna til þeirra hjóna, Þór- arins og Bjargar, til að leita ráða eða fá hjálp. Um leið og ég vil þakka Þórami fyrir allar samverustundimar, votta ég Björgu og bömunum samúð mína og vona að þau fái guðs styrk tO að komast yfir sorgina. Félagar og starfsfólk Læknahússins senda einnig samúðarkveður. Guðmundur Vikar Einarsson. Einn mesti dáðadrengur, sem ég hef kynnst um ævina er fallinn frá langt um aldur fram, öllum harmdauði. Ég var líklega sex eða sjö ára polli er ég tók ástfóstri við fjölskylduna á Vífilsstöðum enda tók hún þessu fyrirferðarmikla auka- bami með svo mikilli hlýju að ég hef jafnan litið á mig sem hluta af henni þótt blóðtengslin séu engin. Doji varð sem minn stóri bróðir, vinur, síðar veiðifélagi og velgjörðarmaður tO dauðadags. Ég sakna hans mikið en sámgleðst honum einnig með að þungu sjúkdómsstríði er lokið, sem byrjaði 11. júní sl. daginn, sem Erla Egilsson móðir hans var jarðsungin. Þá fékk hann heilablæðingu og lá vikum saman milli heims og helju en yfirburðasnilli hedaskurðlækna Borgarspítalans og síðar einstök umhyggja starfsbræðra hans og starfsfólks gjörgæsludeildar þar, hélt honum hérna megin landamær- anna. Undanfarnir mánuðir hafa verið þessum stóra dugmikla manni erfiðir, en hann tók mótlætinu af meðfæddu æðruleysi og kvartaði aldrei. Þeir sem næstir honum stóðu voru farnir að sjá fram á að með endurhæfingu og umhyggju ætti hann góða von um að geta lifað þokkalegu lífi og byrjað var að búa í haginn fyrir hann heima fyrir. En þá uppgötvaðist skyndilega mein í höfðinu og nokkrum vikum síðar var hann allur. Vinur minn kvaddi umkringdur ástvinum sínum en aUir sem tíl þekktu voru djúpt snortnir af þeirri einstöku ást og umhyggju, sem Björg eiginkona hans, böm þeirra, Kristín og Geir, og Skúli bróðir hans sýndu honum í veikindastríðinu sem og dætur hans Erla og Þóra og syn- irnir Þóroddur og Guðmundur Helgi. Systirin Bessý í Kaupmanna- höfn harmaði örlög ástkærs bróður. En þannig var Doji. Öllum þótti vænt um þennan gegnumheOa mannvin og góða dreng. Það tekur á að vera yfirlæknir gjörgæsludeildar stærsta sjúkra- húss landsins í aldarfjórðung og lík- lega étur slíkt starf menn hreinlega upp til agna án þess að kerfið skilji það eða kunni að meta. Víst er að framlag Doja til íslenskrar heil- brigðisþjónustu var bæði mikið og merkilegt. Hann hafði mikla ánægju af að ferðast og fylgjast með örri þróun á sviði gjörgæslu og svæfingalækninga. Síðustu 20 árin voru einar mestu unaðsstundir hans í lífinu á bökkum Laxár í Að- aldal. Þar vom hann og Skúli veiði- félagar mínir og föður míns Jóns Sigtryggssonar, en þar á undan höfðu Olafur Geirsson faðir þeirra og pabbi veitt saman um árabil, þar til Ólafur lést af völdum heilablóð- falls aðeins 56 ára að aldri. Betri veiðifélaga en þá bræður er ekki hægt að hugsa sér. Doji og Skúli vom engir stórveiði- menn fremur en við feðgamir en þeir unnu eins og við ánni íogru, umhverfinu, bændunum og félags- skapnum og áhuginn var ódrepandi. Þeir vom svo miklir vinir og bræður að hrein unun var að fylgjast með þeim. Þeir gátu stundum þusað endalaust um hvert þeir ættu að fara og af hverju þetta væri svona en ekki hinsegin, en síðan vora þeir alltaf að passa að hinn fengi nóg að veiða og ef annar fékk lax, vai- það segin saga, að hann rak hinn á alla bestu staðina. Miðað við þær ná- kvæmnislækningar sem Doji stund- aði var hins vegar með ólíkindum hversu fast hann tók á laxi. Hann veiddi aðallega með spón og maðk og lét Skúla um fluguna. Þegar hann setti í lax var bara eins og hann kynni ekki annað en setja hjólið fast og hala inn og það tekur stundum í að hala inn 15-18 punda laxa í Að- aldalnum. Mér stendur það enn fyrir hugskotssjónum fyrir nokkmm ár- um, er við vorum félagarnii- fjórir í Brúarhyl og Doji var sá eini sem var laxlaus. Við lágum í grasinu og hvött- um hann til dáða. Allt í einu sjáum við að stangartoppurinn fer að tifa og Skúli kallar til bróður síns að leyfa laxinum að taka almennilega um leið og hann sprettur á fætur til að sækja háfinn. Ég get svarið, að það var ekki liðin hálf mínúta, þegar yfirlæknirinn lyfti 12-14 punda silfruðum laxi upp úr ánni, stöngin við að brotna og við Skúli í panik, báðir hrópandi á hann. Skúli gat svo einhvem veginn skutlað háfnum undir og landað fiskinum, en ég spurði Doja með þjósti hvort hann væri ekki í lagi, að standa svona að veiðunum. Hann leit á mig með stríðnisglampa í augum og spurði hvort einhver hefði verið að missa lax. Það em líka til frægar sögur af þeim bræðmm og bátsferðum þeirra um Laxá og getur frændi þeirra, Þórarinn Friðjónsson, sem sá einu sinni til þeirra á Bmarflúð, ekki sagt þá sögu lengur, því að hon- um setur jafnan óstöðvandi hlátur. En þeir hlógu líka sjálfir hæst, prakkaralegir á svip. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Laxárfélagsins verður haldinn eftir 9 daga, þar sem við munum minnast fallins félaga með miklum söknuði og virðingu. Ég mun trega kæran sessunaut minn, því saman reyndum við jafnan að ráða torkennilegar Laxárgátur, sem formaðurinn leggur fyrir menn yfir hátíðarkvöldverði og fékk Doji oftar verðlaunin en ég. Ég og systkini mín, og fjölskyldan okkar samhryggjumst ástvinunum öllum innilega og biðjum þess að all- ar góðar vættir vaki yfir þeim, vemdi og styrki. Doja míns mun ég jafnan minnast er ég heyri góðs drengs getið. Ingvi Hrafn Jónsson. Stuttu eftir að ég lauk læknanámi og ég var að stíga mín fyrstu spor á Landspítalanum heyrði ég talað um íslenskan lækni í Svíþjóð, sem kall- aður var Doji. Ég fékk það á tilfinn- inguna að þama færi stór og stæði- legur ævintýramaður sem væri að gera það gott í útlöndum. Hann varð síðan yfirlæknir á svæfingadeild Landspítalans og réð mig til starfa sem aðstoðarlækni vorið 1976. Hófust þar kynni mín af þessum sérstæða manni, sem sannarlega var vinur vina sinna. Hann tók mig strax upp á arma sína, kenndi mér svæfingakúnstina, greiddi götur mínar á allan hátt og kom mér í framhaldsnám í Gautaborg. Eftir heimkomuna frá Svíþjóð var að sjálfsögðu aftur reiknað með mér á Landspítalanum, þar sem við síðan unnum saman þar til hann hætti störfum vegna heilsubrests. Þórar- inn var góður drengur. Hann skipti aldrei skapi og leit alltaf á jákvæðu hliðarnar á öllum vandamálum, en segja má jafnframt að það hafi verið hans veikleiki. Ekki tókst að reita hann til reiði og hann tók því með jafnaðargeði þegar við voram ósam- mála og ég vildi fara aðrar leiðir. Mannleg samskipti vom hans aðal- áhugamál og gamansemin var alltaf í fyrirrúmi. Þórarinn gaf sér ávallt tíma til að spjalla við vini og kunn- ingja, bæði hér á landi og erlendis og fannst mér stundum nóg um í annríki dagsins. Hann hafði sérstakt yndi af ferðalögum og það var ævin- týri líkast að vera með honum á er- lendri grand. Þessi einstaki ævin- týramaður virtist þekkja allt og alla og lagði sig fram við að kynnast fólki og siðum annarra þjóða. Hann hafði sérstakt næmi fyrir erlendum tungumálum og gat gert sig skiljan- legan á máli innfæddra á hinum ólíklegustu stöðum í heiminum. Þór- arinn hafði mikinn áhuga á norrænu samstarfi svæfingalækna og var um tíma forseti norræna svæfinga- læknafélagsins. Hann tók þátt í flestum ráðstefnum félagsins, mætti á fyrirlestra með fyrstu mönnum alla morgna og fór síðastur heim á hótel á kvöldin. Nú kveð ég Þórarin. Minningin liftr um góðan mann. Jón Sigurðsson. Kveðja frá ökuskólanum Nú þegar Þórarinn Ólafsson er farinn yfir landamærin sem leið okk- ar allra liggur yfir einhvemtíma langar mig að minnast hans örfáum orðum. Leiðir okkar lágu saman við ökuskólann sem ég kenndi við í all- nokkur ár en hann sá um útgáfu læknisvottorða. Þetta starf vann hann af alúð og vandvirkni eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki vissi ég milrið um starfs og námsferil hans enda maðurinn hóg- vær og ekki fyrir að gorta af afrekum sínum. Þó kom fyrir þegar við höfð- um tíma fyrir samræður að hann sagði mér sögur úr starfi sínu. Því varð mér ljóst að hann átti glæstan starfsferil bæði hér á landi og víðar. Ökuskólinn var á sínum tíma stofnaður af Geir Þormar og fleiri ökukennumm fyrir mörgum ámm. Þórarinn tók ökukennarapróf þegar hann var ungur og starfaði við öku- kennslu á námsámm sínum m.a. fyr- ir Geir Þormar. Þórarinn var þægi- legur maður í viðmóti og með hon- um var gott að starfa. Hann hafði lag á að ræða við alla sem jafningja en með þeim hætti var honum auð- velt að ná trúnaði viðmælenda sinna sem er hverjum lækni nauðsynlegt að gera. Nú að leiðarlokum vil ég og við félagamir sem fengum að njóta starfskrafta hans við ökuskólann tjá þakklæti okkar fyrir samstarfið. Við sendum eiginkonu hans og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórarins Ólafssonar. Snorri Bjarnason. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍN RÓSA VALGEIRSDÓTTIR, Miklaholti II, verður jarðsungin frá Miklaholtskirkju föstu- daginn 6. mars kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 11.00. Guðbjartur Alexandersson, Alexander Guðbjartsson, Anne Marie Guðbjartsson, Valgeir Guðbjartsson, Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur minnar, systur, mágkonu og frænku, GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR, Kleifarhrauni 2b, Vestmannaeyjum. Einnig færum við lækni og hjúkrunarfólki deildar B, Sjúkrahúss Vestmannaeyja bestu þakkir fyrir góða umönnun. Ingunn Júlíusdóttir, Svanhildur Eiríksdóttir, Arnór Páll Valdimarsson, Eiríkur Arnórsson, Valgeir Arnórsson, Ingunn Arnórsdóttir, Arnór Arnórsson. I + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför hjartkærs eiginmanns míns og föður, JÓNS ÁSGEIRS JÓNSSONAR, Njálsgötu 87. Læknum og starfsfólki á deild 14 E, Land- spítalanum þökkum við góða aðhlynningu. Kristín Helgadóttir, Helgi Ásgeirsson. Lokað Blóðbankinn verður lokaður (dag, miðvikudaginn 4. mars, frá kl 13.30 vegna jarðarfarar ÞÓRARINS ÓLAFSSONAR, yfirlæknis. Blóðbankinn. Lokað Skrifstofur Sjálfsbjargar, Hátúni 12, Reykjavík verða lokaðar í dag, miðvikudaginn 4. mars, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar ÞORBJARGR KATARÍNUSDÓTTUR. Upplýsingar í símum 8 562 7575 & 5050 925 I HOTEL LOFTLEiÐlR P’l i'li-'i W. V *.Í1.J®. -T * í. * Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uéuntu tískuverslun j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.