Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Beitt kímni TðNLIST Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir FRÁ lokatónleikum Á túr en hana skipa Fríða Rós Valdimarsdóttir, hljómborðsleikari, Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari, Elísabet Ólafsdóttir, söngkona, og Birgir Örn Thoroddsen slagverksleikari. Geisladiskur PÍKA Píka, hljómplata hljómsveitarinnar Á túr. Á túr skipuðu Elísabet Olafsdótt- ir söngkona, Kristbjörg Kristjáns- dóttir sellóleikari, Fríða Rós Valdi- marsdóttir hljómborðsleikari og Birgir Orn Thoroddsen slagverks- leikari. Þeim til aðstoðar voru Ólafía Erla Svansdóttir flautuleikari og Drífa Kristjánsdóttir sem syngur í einu lagi. Hljómsveitin semur saman öll lög en Elísabet semur texta. Smekkleysa sm/ehf. gefur diskinn út. 24,20 mín. HLJÓMSVEITIN Á túr vakti mikla athygli þegar hana bar fyrst fyrir augu og eyru á Músíktih-aunum fyi-ir tveimur árum fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan, einkar kraftmikinn söng og tilfínningai-íkan og texta sem voru ögrandi uppskurður á við- teknum gildum og venjum. Skammt er síðan sveitin sleit svo samstarfínu, ekki síst vegna þess að liðsstúlkur voru á förum til langdvalar erlendis, en áður en af því varð sendi hún frá sér stuttskífuna Píku sem hér er gerð að umtalsefni. Eins og getið er var hljóðfæra- skipan Á túr óhefðbundin, selló, rödd og hljómborð, þó stundum hafi slag- verk fylgt með. Það mæddi því mikið á söngnum á tónleikum og á skífunni og Elísabet stendur sig þar með mikilli prýði; syngur ævinlega af inn- lifun og beitir röddinni skemmtilega til að undirsti'ika inntak textanna, sem eru efth- hana. Eins og fram kemur á textablaði er Píka „stelpudiskur með stelpu- textum og einskonar lokakafli á þroskaskeiðinu stelpa-kona“. Þannig er lögunum skipað niður á disknum að þau segja frá því er stúlka verður kynþroska og síðan frá þroskaferli hennar fram til þess að hún gengur með barn, en í lokin eru tvær merki- legai- yfírlýsingar; Menn verða ein- faldlega að bera virðingu fyini' mér og Kastrat. Textar plötunnar ei-u sumir hranalega fram settir, ekki síst til að vekja áheyranda til umhugsunar, en tónlistin er líka vel til þess fallin að ýta við þeim sem á hlýðir, til að mynda á köflum skerandi falskur sellóleikur, mínimalískt píanóspil og hrátt slagverk. Elísabet sveiflar röddinni frá kontralt upp í sópran eftir því sem við á, öskrar, stynur og emjar. Hún syngur til að mynda skemmtilega neðarlega í Feit og fal- leg, en sveiflar sér svo upp í hæstu hæðir í næsta lagi, Nekt, og spilar þar á raddskalann sem mest hún má. Einnig er vert að nefna afbragðs- söng í rokkkeyrslunni Kastrat. Lögin á Píku eru misjöfn að gæð- um og gerð, en hafa öll nokkuð til síns ágætis. Best eru lögin Nekt, Menn verða einfaldlega að bera virð- ingu fyrir mér, sem tekið hefur stakkaskiptum frá því sem var á fyrstu tónleikum sveitarinnar, og Kastrat, afbragðs rokklag með magnaðri keyrslu og taktskipting- um, sem eru vel í samræmi við öfga- kenndan textann. Besta lag plötunn- ar er þó Móðir, með frábærlega gríp- andi klifandi og undirstrikar að Á túr var fráleitt búin að syngja sitt síðasta þegar hún hætti. Vert er að geta umslags plötunnar sem er skemmtileg hugmynd og gengui- vel upp. Beitt kímnin sem einkennir plöt- una alla gerir sitt til að skipa henni á sess með merkilegustu skífurn síð- asta árs og væntanlega (vonandi) eiga Á túr-stúlkurnar efth' að láta frekar að sér kveða í íslensku rokki á næstu árum. Árni Matthíasson ► FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Músík og Mótor samein- uðu fyrir skömmu starfsemi Hraunsins, sem var æfingahúsnæði fyrir hafnfírskar unglingahljóm- sveitir, og Mótorhússins undir einn hatt. í boði voru veitingar af tilefninu auk þess sem hljómsveit- in Stolía lék nokkur lög og hljómsveitin Hraunarar stóð fyrir spunaspili. Skemmtileg stemmning var á svæðinu og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ingvar Viktorsson, meðal annarra viðstaddur. KRíSTJÁN Magnússoi, Böðvar Oddsson, Hörð- Stefa«sson og Alexander tílfsson. 2"SHS2E£JS3S£Kí nokkra tóna hljoma. Sameining í Hafnarfirði HLJOMS VEITIN Hraunarar lék „okkur lög, samemingardaginn. MYNPBOND______ Systrauppgj ör Herbergið hans Marvins (Mandn/s Room)__________________ I) r a in a ★ ★Ví2 Framleiðandi: Scott Rubin/Tibeca. Leikstjóri: Jerry Zaks. Handritshöf- undur: Scott McPherson eftir eigin leikriti. Kvikmyndataka: Piotr Sob- ocinski. Tónlist: Rachel Portman. Að- alhlutverk: Leonardo DiCaprio, Mei-yl Streep, Diane Keaton og Rob- ert De Niro. 94 mín. Bandaríkin. Miramax/Skífan. títgáfud: 11. febrú- ar. Myndin er öllum leyfð. ÞAÐ kjósa ekki allir að fara sömu leið í lífinu, og annað verður ekki sagt um systurnar sem þessi mynd fjallar um. Bessie er ánægð þar sem hún sér um föður sinn sem er legusjúklingur og Ruth frænku sem er orðin gömul og brothætt. Þegar Bessie kemst að því að hún er með krabbamein í beinmerg hringir hún í systur sína í fyrsta sinn í 20 ár. Óþæga systirin Lee kemur með drengina sína tvo til Bessiar, en annar þeirra hefur ver- ið á geðdeild og hinn er gáfnaljós. Nú fá allir að kynnast. Mannleg mynd um venjulegt fólk og erfiðu hliðarnar á lífinu. Fjölskylduuppgjör með öllu til- heyrandi, sem sýnir hvað fólk get- ur verið viðkvæmt fyrir fjölskyld- unni og útilokar aðra einstaklinga án þess að reyna að skilja hvað þeir eru að hugsa. Þetta hljómar ekki sér- staklega skemm- tilega eða upp- lífgandi og mynd- in er það heldur ekki alltaf, en samt heldur hún manni við skjáinn allt til enda. Inn á milli er hún létt væmin eins og geta má en það virk- ar alveg. Fríðui' flokkur leikara sér um að- alhlutverkin og leika Meryl Streep og brosandi konan Diane Keaton systm-nar tvær. Streep er uppreisn- arseggurinn og leikur töffara og frekar „vúlgar“ konu og það er gaman að sjá henni takast það bara ansi vel. Diane leikm- Bessie hina góðu og er frábær eins og alltaf. Toppstjaman í dag Leonardo DiCa- prio leikur geðsjúklinginn Hank sem er nú reyndar bai-a viðkvæmur drengur. Hann stendur sig vel, en hlutverkið býður ekki upp á sérlega mikið. Það er helst að hann sé í fýlu allan tímann. Robert De Niro er í frekar litlu hlutverki sem læknir. Frekar alvarleg mynd um mann- legan misskilning og misjafnar lífs- leiðir. Hildur Loftsdóttir fDatargcrð ©ríkkja ber með kcím ftlíðjarðarþafö-matrciðslu og cr vírt víða um þcím sökum nákvarmrar notkunar krydda og kryddjurta. Crarnmctí cr ómíss- andí þáttur í matrcíðslunní og cr þráefníð afar fjölbrcytt. Café Ópcra býður gestum stnum upp á sannkallaða vcíslu, þar scm grískír rcttír og grísk stemmníng cr í þávcgum þöfð. Lustaufci Attirgestirfá grískar ótijur og CivítCaul^sósu ásamt nýÉöfeiðu ótifuÉrauði 'Forréttir Síið Heimslqinnafiríslja satat framreitt með staupi af ouzo eða Terríne úrfiriííuðu firtznmeti framreitt með rauðvíns-vinaigrette 5\ðaCréttir Qufusoðinn jjorsfur „TCafrí eða jurtamarinerað Cam6 á teini með Coriander-jófiúrtsósu eða brasseraður sítrónulgútfinfiur með ótifum ofifytitri papriliu. ‘Eftirréttur ‘EftirCceti Qrikfjans Zor6a, cCöðCubaéa með rjóma ‘Verð íq. 3.200pr. mann Jfafið sanéand í síma 552 9499 Við komum manneskjum tilþroska - faglega ogpersónulega & Fáið nánari upplýsingar: wunv. horsens. ih. dk - eða hringið í síma 00 45 75 62 88 11 Byggingatœknifrœðingur Véltœknifrœðingur Utflutningstœknifrœðingur INGENI0RH0JSKOLEN I HORSENS Chr. M. 0stergaards Vej 4 . DK 8700 Horsens . Sími 00 45 75 62 88 11 . Fax 00 45 75 62 64 56 . www.horsens.ih.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.