Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 41 ) f ) > ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) I FRÉTTIR Alþýðuflokkurinn í Hafnarfírði 14 þátttak- endur í prorkjon PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Hafnai'flrði fer fram dagana 14. og 15. mars nk. í Alþýðuhúsinu, frá kl. 10-20 báða dagana. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sem kosningarétt hef- ur í bæjarstjórnarkosningunum 23. maí í vor. Auk þess hafa allir félag- ar í FUJ Hafnarfirði kosningarétt í prófkjörinu. í framboði verða: Árni Hjörleifs- son, rafvirki, Eyjólfur Magnús Kristinsson, nemi, Eyjólfur Sæ- mundsson, verkfræðingur, Gísli Valdimarsson, byggingarverkfræð- ingur, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, húsmóðir, Ingvar Júlíus Viktors- son, bæjarstjóri, Jóhanna Margrét Fleckenstein, gjaldkeri, Jón Kr. Óskarsson, loftskeytamaður, Jóna Dóra Karlsdóttir, húsmóðir, Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, Pétur Ingvarsson, nemi, Tryggvi Harðarsson, járna- bindingamaður, Unnur A. Hauks- dóttir, verkakona og Þorlákur Oddsson, bifreiðastjóri. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fyrir prófkjörið hefst miðvikudag- inn 4. mars í Alþýðuhúsinu, Strand- götu 32. Utankjörstaðaatkvæða- greiðslan mun standa yfir alla virka daga frá og með 4. mars til og með fóstudeginum 13. mars. Kosið verð- ur frá kl. 13-16 fyrrnefnda daga. Samhliða prófkjörinu mun verða haldin skoðanakönnun um það hvaða verkefni skuli hafa forgang á næsta kjörtímabili. Skoðanakönn- unin verður framkvæmd með þeim hætti að allir þáttakendur próf- kjörsins munu fá í hendur blað þar sem upp eru talin ýmis verkefni sem bíða næstu bæjarstjórnar. Þar með gefst þátttakendum möguleiki á að forgangsraða verkefnum næsta kjörtímabils. „Niðurstöðuna munu bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins hafa til hliðsjónar á næsta kjör- tímabili," segir í frétt frá kjörnefnd. Lýst eftir stolnum hljómtækjum SKÓLASTJÓRI Háteigsskóla hef- ur farið þess á leit við seljendur hljómflutningstækja að líta eftir „gi'unsamlegum mönnum sem vilja kaupa hljóðdós og lóð á plötuspil- ara“ af þeirri gerð sem stolið var úr skólanum á aðfaranótt sunnudags ásamt öðnim hljómtækjum. Innbrotið uppgötvaðist á sunnu- dag og var tilkynnt lögreglu í kjöl- farið. Tækin sem stolið var eru Caudio T 1000 magnari, KAM GMX 800 hljóðblandari, Technics SL-1200 MK2 plötuspilari og tvö- faldur Pioneer geislaspilari. I til- kynningu frá skólastjóra segir m.a. að „þar sem ólíklegt er að nokkur vilji kaupa hljómflutningtæki ung- linganna er farsælast að skila þeim aftur. Skólinn er tilbúinn að fyrir- gefa þjófunum gegn því að þeir skili tækjunum". Þá eru allar upplýsingar um mál- ið vel þegnar. Megas og Súkkat á Fógetanum TÓNLISTARMAÐURINN Meg- as, dúettinn Súkkat og hljómsveitin Puntstráin halda söngskemmtun á Fógetanum í kvöld, miðvikudaginn 4. mars, kl. 22. Dagskráin er í fjórum hlutum þar sem listamennirnir leika bæði sundur og saman, lög eftir sig sjálfa og aðra. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands ÚTSKRIFTARHÓPURINN í lok athafnarinnar. Auk nemendanna eru á myndinni stjómarformaður Endurmenntunarstofnunar Valdimar K. Jóns- son prófessor, vararektor HÍ Jón Torfi Jónasson prófessor, Margrét S. Börnsdóttir forstöðumaður Endurmenntunarstofnunar, og kennararnir Runólfur Smári Steinþórsson dósent, Ingjaldur Hannibalsson prófessor og Magnús Pálsson viðskiptafræðingur. TÆPLEGA níutíu nemendur brautskráðust úr viðbótarnámi hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands við athöfn í hátíðarsal há- skólans laugardaginn 21. febrúar sl. Nemendumir útskrifuðust af þremur brautum. Tuttugu og níu luku rekstrar- og viðskiptagreina- námi stofnunarinnar, en alls hafa um fjögurhundruð manns lokið því námi frá því það hófst árið 1990. Tuttugu og átta manns luku markaðs- og út- flutningsfræðanámi stofnunarinnar, en því námi hafa lokið sjötíu og fimm manns frá þvi það hófst fyrir rúm- lega tveimur árum. Þrjátíu og tveir luku nánii í stjórnun og rekstri í heil- brigðisþjónustu, sem boðið er í sam- starfi við Norræna heilbrigðishá- skólann í Gautaborg. Er þetta fyrsti hópurinn sem lýkur því námi. Náms- brautimar era mislangar, frá einu ári upp í eitt og hálft ár. Bestum námsárangri að þessu sinni náðu þau Sigurður Garðarsson í rekstrar- og viðskiptanámi, en hann hlaut ágætiseinkunn 9,24, í markaðs- og útflutningsfræðanámi Rekstrar- og viðskiptanám Albert Sveinsson Ásgeir Eyjólfsson Bergþór Þormóðsson Björg Baldursdóttir Dagur Ásgeirsson Eirikur Hannesson Eva Ágústsdóttir Eyjólfur Rúnar Sigurðsson Friðbert Traustason Hallgrímur Ásgeirsson Hanna Ásgeirsdóttir Hanna Dóra Þórisdóttir Hróbjai’tur Jónatansson Hörður Ragnarsson Ingibjörg Kjartansdóttir Jóhannes Ingi Davíðsson Karl Gunnar Jónsson Kjartan Már Kjartansson Ólafur Ástgeirsson Ólöf Guðmundsdóttir Óskar Jónsson Óskar Sigurðsson Fundur Félags áhugafólks um Downs-heilkenni OPIÐ hús verður á vegum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni i kvöld, miðvikudaginn 4. mars, kl. 20.30 í húsnæði Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Guðni Kjartansson sérkennari heldur erindi og svarar fyrirspurn- um. Erindið nefnir hann „Grunn- skólinn og böm með sérþarfir". Guðni hefm- langa reynslu við sér- kennslu, starfaði í Safamýrarskóla í 7 ár og hefur síðastliðin 4 ár kennt við sérdeild Engidalsskóla, Hafnar- firði, við kennslu 6-12 ára barna, m.a. barna með Downs heilkenni. Um níutíu nemendur brautskráðir Guðríður Ásgeirsdóttir ágætisein- kunn 9,04 og í námi um rekstur heil- brigðisstofnana náði bestum ár- angri Sigrún Kristjánsdóttir ágæt- iseinkunn 9.24. Nýja linan í háskólastarfinu Við athöfnina flutti hátíðarræðu Frosti Sigurjónsson forstjóri Ný- herja, en einn starfsmanna hans, Guðmundur Pálsson, brautskráðist að þessu sinni. Vararektor Háskóla íslands Jón Torfi Jónasson prófess- or stýrði brautskráningu og sagði hann m.a: „Nám af þessu tagi á sér ekki mjög Ianga sögu en ég held að það sé öllum hér vel ljóst að í framtíð- inni munu fjölmargir hópar ljúka sambærilegu námi af mörgum ólík- um brautum. Þetta er nýja línan í háskólastarfinu, „ sagði Jón Torfi. Síðar í ræðu sinni sagði hann: „Lengi vel var um eina braut að ræða, nú eru þær mun fleiri. Þetta nám er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Það miðast við tiltölu- lega afmörkuð verkefni eða starfs- svið. Skipulag námsins gerir ráð íyrir að þátttakendur hafi talsverða Þeir sem brautskráðust eru Sigríður Konráðsdóttir Sigurður Garðarsson Sigurður Þór Baldvinsson Soffía Ólafsdóttir Sverrir Davíð Hauksson Valdimar Einarsson Þói’unn Reynisdóttir Markaðs- og útflutningsfræði Auður Ögn Árnadóttir Árni Jónsson Sigurðsson Bára Guðlaug Sigurgeirsdóttir Bergdís I. Eggertsdóttir Einar Birgisson Erlendur Garðarsson Garðar Ólafsson Guðmundur Ósvaldsson Guðmundur Pálsson Guðmundur Thor Guðmundsson Guðríður Ásgeirsdóttir Helgi Þórhallsson Hörður Guðjónsson Ingibjörn Sigurbergsson Fy rirtæki amót Hellis FJÓRÐI undanrásariðill í Fyrir- tækjamóti Hellis 1998 verður hald- inn miðvikudaginn 4. mars klukkan 20. Öllum er heimil _ þátttaka í keppninni, einnig þeim sem hafa ekki tekið þátt í fyrri undanrásar- iðlum. Þátttaka er ókeypis. Veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagða árangur í þremur mót- um, þ.e. undanrásunum og úrslita- keppninni. Aðalverðlaun: 1. sæti 15.000, 2. sæti 10.000, 3. sæti 5.000. Unglingaverðlaun (15 ára og yngri): 1. sæti 3.000, 2. sæti 2.000, 3. sæti 1.000. Keppnin verður haldin í Hellis- heimilinu í Þönglabakka 1, Mjódd. Jón K. Bragason Sigfússon Kristín Halldórsdóttir Magnús Geir Gunnlaugsson Marteinn Halldórsson Ólafur E. Ólason Ólína Laxdal Sigurður Jónasson Sirpa Heliná Haka Steinar Sigurðsson Sveinbjöm Lárasson Valgeir Pétursson Öm F. Clausen Öm Guðmundsson Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu Anna Pálsdóttir Bergrún H. Gunnarsdóttir Birna Bjarnadóttir Björk Pálsdóttir Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir Dagmar Jónsdóttir Emma Björg Magnúsdóttir Gengið á ís úr miðborginni Hafnargönguhópurinn fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 upp Grófina og Aðalstræti og síðan eftir ísilagðri Tjörninni, um Vatnsmýrina, Skildinga- nesmela og Seljamýri suður í Nauthólsvík. Áfram með ísilagðri strönd Skerjafjarðar að Sundskálavík. Þaðan um Háskólahverfið til baka niður að Hafnarhúsi. Hægt er að stytta göngu- ferðina með því að fara með SVR frá Hótel Loftleiðum eða frá Skeljanesi til baka. Allir era velkomnir. þekkingu af þeim starfsvettvangi sem um er að ræða og séu helst í starfi og geti þannig fléttað saman daglega reynslu sína og námið að nokkra leyti. Það er draumur flestra kennara að starfa með slík- um hópi nemenda. Þótt námið sé styttra en venjulegt háskólanám þá lýkur því með nokkuð hefðbundnu sniði. Þetta er sýnilegur vel mark- aður áfangi sem virðist eftirsóknar- verður bæði í augum nemenda og atvinnuveitenda. Það eru þessi og raunar fleiri efnisleg rök fyrir því að það sé skynsamlegt í þjóðfélagi sem þarf að breytast hratt að skipuleggja nám með þessu sniði því það ýti > betur undir endurnýjun starfshátta og viðhorfa en flest annað fyrir- komulag náms. Þess vegna ætti við- gangur svona námsbrauta að vera mikill. Mér finnst af þeim sökum mjög forvitnilegt að fylgjast með þróun námsins, vegna þess að það passar ekkert sérstaklega vel inn í „kerfið“,“ sagði Jón Torfi meðal annars. Guðlaugur Einarsson Guðmundur Haukur Sigurðsson Guðrún B. Guðmundsdóttir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir Guðrún Sigurjónsdóttir Halla Hauksdóttir Harpa Dís Birgisdóttir Helga Erlingsdóttir Hilmar Björnsson Ingibjörg Halldórsdóttir Jóhanna Skúladóttir Jóna Gréta Einarsdóttir Kalla Malmquist Lára M. Sigurðardóttir Margrét Guðmundsdóttir Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir Sigrún Kristjánsdótti Sigrún Reynisdóttir Sólveig F. Friðbjörnsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Þór Þórarinsson Þóra Ákadóttir Þórunn A. Sveinbjarnardóttir LEIÐRÉTT Elísabet formaður starfsmannafélagsins BIRNA Katrín Sigurðardóttir var formaður árshátíðamefndar Flug- leiða, en ekki Starfsmannafélags Flugleiða eins og ranghermt var í blaðinu í gær. Elísabet Hákonar- dóttir er hins vegar formaður starfsmannafélagsins. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. .. i. Bara einn höfundur VEGNA tæknilegra mistaka var * nafni Jóns Baldurs Þorbjörnssonar bætt við grein Láru B. Hördal, Stærsta skattheimtan, sem birtist í blaðinu í gær. Jón Baldur kom hvergi nærri þeirri gi-ein og Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.