Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Gleymdur helgistaður - eða hvað? Ljóska Smáfólk 50 MUCM FOR IMMONITY.. j IF YOO'RE TME THIRP CHILD IN A FAMILV, AND VOliR BROTHER AND5I5TER ARE DEFINITELV WEIRD, I UIONDER IF IT’5 P055IBLE FORTMAT THIRP CMILD TO DEVELOP AN IMMUNITY TO ALL THE UNFORTUNATE THIN65 THAT OCCUR IN A FAMILY TO THATINNOCENTTHIRD CHILD WHO... Ef maður er þriðja barnið í fjölskyldunni og bróðir manns og systir eru Þannig fór með ónæmið ... án alls vafa skrýtin, skyldi þá þetta þriðja barn geta gert sig ónæmt fyrir öllu því leiðinlega sem á sér stað í fjölskyklu þessa saklausa þriðja barns sem ... Frá Rúnari Kristjánssyni: Á ÞINGVÖLLUM er þjóðargraf- reitur, ætlaður fyrir helstu skáld og listamenn íslands. Þar mun hafa verið skipulagður garður sem er hringmyndaður flötur, þeim fleti er skipt í fjóra reiti með gangbraut, sem myndar grískan kross. I hverj- um reit geta verið 11 leiði. I þann tíma sem þessi helgistaður var hannaður, var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins. Hann mun hafa ráðið mestu um skipulag og frágang þessa heiðursgrafreits. Hvað hefur svo gerst í þessum málum frá því að garður þessi var gerður? Árið 1940 lést Einar Benedikts- son í Herdísarvík. Var fljótlega tek- in sú ákvörðun að hann skyldi fyrst- ur manna jarðsettur á Þingvöllum í umræddum heiðursgrafreit. Virtist sú niðurstaða í alla staði vel við hæfi. Svo kom að þvi árið 1946 að bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt heim og síðan jarðsett að Þing- völlum. Ymsum Öxndælingum fannst þó að þau væru best komin í kirkjugarðinum að Bakka í Öxna- dal, en það er önnur saga. En nú eru meira en 50 ár síðan jarðsett hefur verið í þessum skálda- og listamannagrafreit þjóð- arinnar á Þingvöllum. Hefur enginn fallið frá á öllum þeim tíma sem talist hefur verðugur þess heiðurs að fá að hvfla þar? Hvað um Davíð Stefánsson, Einar Jónsson mynd- höggvara, Jóhannes Kjarval? Fleiri mætti nefna, en allir eru þeir jarð- settir annars staðar en á Þingvöll- um. Og nú er Halldór Laxness hnig- inn að foldu og ekki kemur hann heldur til með að hvfla á Þingvöll- um. Hver er eiginlega staða þessa þjóðargrafreits og hvaða hlutverki gegnir hann? I meira en hálfa öld hefur enginn fallið frá sem virðist hafa verið tal- inn hæfur til að hvfla í mold Þing- valla, hvfla í þjóðargrafreitnum. Þó eru þar leiði fyi’ir 42 til viðbótar. Eru kröfurnar til þeirra sem þar eiga að hvfla orðnar svo miklar að enginn stendur undir þeim eða eru allir höfuðskörungar lands og þjóð* ar í listum mótfallnir því að hvfla þar? Eru ef til vill ákvæði í erfða- skrám þar sem menn taka það skýrt fram, að þeir viiji undir engum kringumstæðum láta jarða sig á Þingvöllum? Er ástæðan fyrir þessu sinnuleysi gagnvart umræddum grafreit hugs- anlega sú, að Jónas frá Hriflu átti mikinn þátt í að koma honum á? Það fer að verða spurning hve mikill heiður felst í því að hafa feng- ið leg í umræddum grafreit, fyrir þessa tvo höfuðsnillinga sem þar eru, ef þeir eiga að verða þar einir um alla framtíð. Grafreiturinn virð- ist svo til gleymdur. Er íslenska þjóðin ef til vill svo vanburða orðin að andlegum styrk, að hún á enga snillinga lengur og hefur það kannski gilt síðustu 50 árin? Vissu- lega er löngu orðið tímabært að krefjast svara af viðeigandi yfir- völdum um það hvert sé hlutverk þjóðargrafreitsins á Þingvöllum. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Ferðabæklingar og flottar konur Frá Geir Ágústssyni: NÚ ER tími sólarlandaferðasölu hafínn. Farmiðafyrirtækin kepp- ast við að koma út bæklingum þar sem lág verð þeirra og frábær þjónusta fá ítarlega umfjöllun. AU- ir eru þeir fullir af verðtöflum og myndum af hótelum og sundlaug- um. Eitt fyrirtæki ber þó af á hverju ári hvað varðar flotta bæklinga. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn. Ekki er nóg með að bæði verð þeirra og þjónusta eru mjög góð - og nú er maður með reynslu af þeim að tala - heldur eru bækling- ar þeirra troðfullir af myndum af fallegu kvenfólki, brosandi í bað- fótunum, gullinbnínt og glæsilegt. Þetta er nákvæmlega það sem ég vil hafa í sólarlandasöluauglýsing- unum sem ég les. Gott mál! GEIR ÁGÚSTSSON, Melbæ 29, 110 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Konunglegt matar- o g kaííistell til sölu Mjög fallegt gullinprýtt matar- og kaffistell fyrir 12 manns til sölu. Á sama stað einnig til sölu vel með farnir lilutir f rá miðri 19. ölcl svo sem saumakorð, einstaklega falleg kommóða, Llómasúlur, veggklukka og margt fleira. Upplýsingar lijá Sigrúnu í síma 561 0068.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.