Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Byltingarkennd hráefniskæling hjá SR-mjöli á Seyðisfírði Is blandað sam- an við hráefnið Seyðisfirði - Ný ísverksmiðja er tekin til starfa á Seyðisfírði. Verk- smiðjan er á athafnasvæði SR- mjöls hf. og í eigu þess. Vélbúnað- ur er efst í húsinu en ísgeymsla undir. A fullum afköstum er hægt að framleiða 60 tonn af ís á sólar- hring og mögulegt að auka af- köstin í 90 tonn á sólarhring. í ísgeymslu er pláss fyrir 240 tonn af ís í tveimur hólfum. Þar er sköfubúnaður sem kemur ísnum á flutningsbúnað sem flytur hann að vikt. Þaðan er hægt að blása ísnum beint um borð í skip við bryggju, á flutningstæki á svæðinu eða í verksmiðju SR-mjöls. Framleiðsl- an og afgreiðsla úr verksmiðjunni er nánast alsjálfvirk. Viðskiptavin- ir geta afgreitt sig sjálfír gegnum síma og verði bilun í verksmiðj- unni hringir hún í viðgerðamann til þess að fá bót meina sinna. Gunnar Sverrisson, verksmiðju- stjóri SR-mjöls á Seyðisfirði, segir slíka ísverksmiðju hafa vantað á svæðinu. Fram til þessa hafi verið erfítt að útvega viðskiptabátum fyrirtækisins nægan ís á staðnum. Nú verði það vandamál úr sögunni og bátar sem stunda veiðar á upp- sjávarfíski geti auðveldlega tekið ís á meðan á löndun stendur. Fyr- irtækið kemur einnig til með að selja ís um borð í togara og í frystihús á staðnum. Hráefnið heldur lengur ferskleika sínum Þessi ísframleiðsla kemur samt fyrst og fremst að góðum notum fyrir fiskimjölsverksmiðjuna sjálfa. Gunnar segir aðferðina við að blanda ís saman við hráefnið um leið og það kemur inn í verk- smiðjuna byltingarkennda og ein- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson TOGARINN Gullver frá Seyðisfirði tekur ís. HUSNÆÐI ísverksmiðjunnar á Seyðisfirði. staka á heimsmælikvarða. ísnum er blásið beint úr verksmiðjunni samkvæmt skipunum úr aðal- stjórnstöð fiskimjölsverksmiðj- unnar. Með þessari aðferð er hægt að halda fiskinum ferskum lengur en ella. Þannig verður hægt að tryggja rekstur verksmiðjunnar mun betur. Framleiðslutími leng- ist og hlé í hráefnisöflun vegna gæftaleysis og aflabrests munu ekki hafa eins bein áhrif á rekstur verksmiðjunnar og áður var. Framleiðsluferillinn verður þannig meira samhangandi og rekstur hagkvæmari fyrir bragðið. Mikil- vægast er þó að hægt er að halda gæðum framleiðslunnar í sífellu á mun hærra stigi en annars yrði unnt enda nauðsynlegt þar sem verksmiðjan á Seyðisfirði er hönn- uð til að framleiða svokallað há- gæðamjöl. Framkvæmdir við ísverksmiðj- una hófust í október á síðastliðnu ári og lokið var við að reisa húsið fyrir jól. Prafukeyrslur voru síðan hafnar í janúar. Trésmiðjan Tögg- ur sá um grunn og uppsteypu sökkla. Að öðru leyti var hönnun og bygging verksmiðjunnar í höndum Kælismiðjunnar Frosts. Undirverktakar hjá þeim voru Krossstál, sem sá um að reisa sjáift húsið, og Samey sem sá um rafmagn og stýrikerfi. Heildar- kostnaður við framkvæmdina er á bilinu 60 til 70 miljóna króna. Fjórðungs- sjúkrahúsið fær peningagjöf Neskaupstað - Nýlega afhenti Reynir Zoéga, stjómarformaður Sparisjóðs Norðfjarðar, Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 650 þúsund krónur að gjöf frá sparisjóðnum. Kristinn Ivarsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins, lét þess getið er hann tók við peningagjöfinni frá sparisjóðnum að ef ekki kæmi til hin mikla velvild sem að sjúkrahús- ið nyti í fjórðungnum meðal ein- staklinga, félagasamtaka og fyrir- tækja og kæmi fram í peninga- og tækjagjöfum væri það vanbúið tækjum miðað við það sem það er í dag þar sem fé til tækjakaupa frá hinu opinbera væri skorið við nögl. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Samstarf um forvarnir Morgunblaðið/Ágúst Blöndal REYNIR Zoéga afhenti Kristni Ingvarssyni peningagjöfína. SELFOSSBÆR hefur gengið til samstarfs við SAA og heil- brigðisráðuneytið um víðtæk- ar forvarnir í sveitarfélaginu. Af því tilefni fór fram nám- stefna í Gesthúsum og Hótel Selfossi þar sem undirritaður var samningur á milli Selfoss- bæjar, heilbrigðisráðuneytis- ins og SÁÁ. Námstefnuna sóttu lykilaðilar í forvörnum á Selfossi og næsta nágrenni, fulltrúar SÁÁ og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra sem á myndinni undir- ritar samninginn ásamt Ólöfu Thorarensen, félagsmálafull- trúa Selfossbæjar, og Einari Gylfa Jónssyni, fulltrúa SÁÁ. Lagar flj ót sormur- inn verður til Egilsstaðir - Stofnað hefur verið hlutafélagið Lagarfljótsormurinn á Egilsstöðum. Félaginu er ætiað að undirbúa og kanna mögulegan rekstrargnindvöll bátasiglinga á Lagai'fljóti. Um 30 manns mættu á fundinn og stofnfélagar voni 21 einstaklingur. Hlutafé nýja fé- lagsins er kr. 600.000,-. Búið er að skoða bát sem stað- settur er í Vánersborg í Svíþjóð en þar liggur hann og er notaður sem fljótandi veitingastaður. Hann var smíðaður árið 1992 og tekur um 120-130 manns. Nýja félaginu er ætlað að kanna til hlít- ar hvort þessi tiltekni bátur er vænlegur kostur og einnig fleiri möguleika, en miðað við fyrstu frumathuganir er gert ráð fyrir að þurfi um 10.000 manns á ári til þess að rekstur í kringum þennan tiltekna bát geti staðið undir sér. Gera þarf ennfremur sérstaka at- hugun á því hvernig slíkur bátur yrði fluttur hingað til lands. Ferjusiglingar voni stundaðar rétt eftir síðustu aldamót en þá í þeim tilgangi að ferja bæði fólk og varning milli Egilsstaða og Fella. Stjórn hins nýja félags Lagarfjótsormsins skipa: Bene- dikt Vilhjálmsson, Bjami Björg- vinsson, Eyjólfur Valgarðsson, Alfreð Steinar Rafnsson og Gunnlaugur Jónasson. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM 30 áhugasamir mættu á fundinn. á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.