Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 13 AKUREYRI Tillögu um byggingu tveggja stórra íþróttamannvirkja vísað í bæjarráð Yfirbygging skautasvells á undan knattspyrnuhúsi TILLÖGU fjögurra fulltrúa í bæj- arstjórn Akureyrar um að hafin verði bygging tveggja stórra íþróttamannvirkja, knattspyrnu- húss og skautahallar, sem stefnt var að að yrðu tilbúin síðar á þessu ári var eftir Iíflegar umræður á fundi bæjarstjórnar í gær vísað til frekari skoðunar í bæjarráði. Meirihluti bæjarstjórnar var ekki samstiga varðandi þetta mál. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar og fyrsti flutnings- maður tillögunnar, gerði grein fyrir hugmyndum um framkvæmd og fjármögnun vegna bygging- anna, en gert er ráð fyrir að heild- arkostnaður verði um 250 til 300 milljónir króna. Samkvæmt tillög- unni er gert ráð fyrir að húsin verði keypt á kaupleigu sem greidd yrði á næstu tíu árum. Nefndi Þórarinn að það yrði mikil Iyftistöng fyrir bæinn yrðu þessi hús að veruleika og myndu þau virka sem segull innan íþrótta- hreyflngarinnar, draga að sér fjölda fólks en auk þess að nýtast íþróttafólki gætu þau einnig orðið ferðaþjónustu að liði. Vík milli vina „Nú er vík milli vina,“ sagði Jak- ob Björnsson bæjarsfjóri, sem telur ekki svigrúm til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir og sagði mörg verkefni ofar á forgangslista. I bókun bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalags kom fram sú skoðun að það væri hlutverk nýrrar bæjar- sfjórnar að taka ákvörðun um byggingu íþróttamannvirkja sem ekki væri veitt fé til á fjárhags- áætlun ársins. Það yrði vissulega mikii lyftistöng fyrir þessar íþróttagreinar, en í áætlun sem gildir til ársins 2001 lægju fyrir óskir um ýmsar framkvæmdir á sviði íþróttamála fyrir hundruð milljóna. Þegar til framkvæmda í anda tillögunnar komi sé skynsam- legra að byggja annað mannvirkið og er það skoðun fulltrúa flokksins að þá sé yfirbygging skautasvells- ins framar í forgangsröðinni. Sigurður J. Sigurðsson og Val- gerður Hrólfsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, lögðu fram tillögu um að hefja þegar undirbúning að bygg- ingu skautahúss og að því verði lokið sem fyrst. Verði fjármögnun framkvæmdarinnar miðuð við óráðstafaða fjárveitingu vetrar- íþróttamiðstöðvar á næstu árum. Þá lögðu þau til að heimilaður yrði undirbúningur og hönnun vegna knattspyrnuhúss og að 10 milljón- um yrði varið til þess nú en frestað yrði að taka ákvörðun um hvenær framkvæmdir hæfust. Skuldlaust sveitarfélag ekki kappsmál Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, er einn flutningsmanna til- lögunnar og situr í meirihluta með Framsóknarflokki. Hann sagði að oft hefði hann greint á við bæjar- sfjóra um hlutverk og skyldur sveit- arfélagsins. Kvað hann það ekki endilega kappsmál að reka skuld- laust sveitarfélag, það yrði að bjóða upp á fjölbreytta möguleika svo að fólk vildi búa í sveitarfélaginu. Morgunblaðið/Kristján FULLTRÚAR skautamanna, fulltrúi knattspyrnudeildar Þórs og íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, fylgjast með umræðum á fundi bæjarsfjórnar í gær. ÞÓRARINN E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, ræðir við Gísla Braga Hjartarson og Valgerði Jóns- dóttur á fundi bæjarstjórnar. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Níels Einars- son skipaður forstöðumaður GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfisráðherra hefur skipað Níels Einarsson forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, sem hefur aðsetur á Akur- eyri. Stjórn stofnunarinnar mælti einróma með Níelsi í stöð- una en sex um- sækjendur voru um hana. Níels Einars- son er fæddur ár- ið 1962 og lauk fil.lic. prófi í mannfræði frá Uppsalaháskóla árið 1993. Hann hefúr stundað rannsóknir í fræði- grein sinni, bæði sjálfstætt og í sam- starfi við heimskautastofnanir í Evrópu og Norður-Ameríku, þ.á m. Heimskautastofnun Dartmouthhá- skóla, Scott Polar Research Institu- te í Cambridge, mannfræðideild Há- skólans í Oxford og heimskauta- stofnanir á Norðurlöndum. Auk þess hefur Níels tekið virkan þátt í að byggja upp norðurslóðarann- sóknir við Háskóla íslands og Há- skólann á Akureyri. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar starfar samkvæmt lögum nr. 81/1997. Hún er sjálfstæð ríkisstofn- un undir yfirstjórn umhverfisráð- herra og samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norður- slóða hér á landi. Henni er ætlað að efla umhverfisrannsóknir á norður- slóðum og stuðla að sjálfbærri þró- un og efla þátttöku íslendinga í al- þjóðasamstarfi á því sviði. Bygging félagslegra íbúða við Snægil Siðferðisleg skylda að bjóða verkið út ODDUR Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks, sagði á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær það vera siðferðislega skyldu Akureyrarbæjar að bjóða út verk- efni við byggingu sextán íbúða fyrir húsnæðisnefnd bæjarins. Bæjarráð hafði heimilað að samið yrði við byggingarfélagið Hyrnu ehf. um byggingu íbúðanna, sem eru í Snægili, en félagið hafði áður byggt samskonar íbúðir fyrir nefndina og lagði hún til við bæjarráð að samið yrði án útboðs og voru rökin þau að við það myndu sparast peningar. Tillaga Odds um að vísa þessu máli til nánari skoðunar í bæjarráði var samþykkt með fjórum atkvæð- um. Sagði Oddur það ekki rétt að semja um verkefni upp á allt að 120 milljónir króna án útboðs, jafnvel þótt Hyrna hefði áður skilað góðu verki á góðu verði. Fleiri bæjarfulltrúar tóku í sama streng og nefndi Sigfríður Þorsteinsdóttir, Framsóknar- flokki, að það væri stefna bæjarins að bjóða út öll verkefni og þjón- ustu sem kostaði meira en 500 þús. krónur. Landsbankinn Sigurður ráðinn úti- bússtjóri SIGURÐUR Sigurgeirsson, sem verið hefur forstöðumaður Lands- bréfa á Norðurlandi, var í gær ráð- inn útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og svæðisstjóri á Norðurlandi. Sigurður tók við stöðunni strax í gær og var breyt- ingin tilkynnt á starfsmannafundi Landsbankans. Hann er ráðinn tímabundið í stöð- una, sem verður auglýst laus til umsóknar síðar. Sigurður tekur við stöðunni af Ei- ríki Jóhannssyni, sem ráðinn hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Eiríkur tekur við stöðu kaupfélagsstjóra eftir aðalfund fé- lagsins í apríl, eins og fram hefur komið. Sigurður, sem er fæddur árið 1964, er viðskiptafræðingur og lög- giltur endurskoðandi að mennt. Hann er giftur Þórgunni Stefáns- dóttur og eiga þau tvo syni. ------------------ Grunur um hestaveiki ÁRMANN Gunnarsson héraðsdýra- læknir segir eitt tilfelli hafa komið upp í Eyjafirði á síðustu dögum þar sem hross hefur veikst, en enn sé óljóst hvort um sé að ræða hesta- veikina sem lagst hefur þungt á hross á suðvesturhorni landsins. „Það hefur eitt tilfelli komið upp hér í Eyjafirði og kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvað er á ferð- inni, enn sem komið er getum við ekki staðfest að þetta sé þessi hesta- veiki, þetta er bara örlítill grunur ennþá,“ sagði Armann. Vitað er að sögn héraðsdýralæknis að hestamenn að sunnan voru á ferð norðan heiða fyrir rúmri viku. Vildi hann koma því á framfæri að fólk færi varlega og væri ekki á ferðinni milli hesthúsa að óþörfu. iK;i lló krakkar! Núna getið þið séð ævintýri Húgós í Háskólabíói laugardaginn 7. mars kl. 13. Það eina sem þú þarft að gera er að framvísa Þorra Þorsk skafmiða f miðasölunni. Sjáumst! Athugiö aðeins þessi eina sýning er á vegum Þorra Þorsks og Lýsis hf. Fyrstir koma, fyrstir fá. Miðasalan opnar kl. 12 sama dag. 6k <uv X______r—_____1 7»m HÁSKÓLABÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.