Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 29 að mati Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lÐ vænta >ETTA ÁR Morgunblaðið/Arni Sæberg úndinum í gær. Leið I, seglbrú, er nær á myndinni og er gert ráð fyrir að hún i fyrir að jarðgöng gegnum Gufuneshöfða (t.v. á myndinni) taki við af brúnni. aðallega vegna þess að sú lausn myndi ekki sóma svo áberandi mannvirki. Kostnaður við fyrsta áfangann yrði 4,5 milljarðar kr., þ.e. tenging frá Sæ- braut að Hallsvegi. Heildarkostnaður við leið III, þ.e. brú yfii- voginn með fjórum akreinum, öll gatnamót o.fl., er 6,3 milljarðar kr., heildarkostnaður við leið I með ein- faldri brú tæpir 9 milljarðar, og 10,3 milljarðar miðað við seglbrú. Ríkharður segir að nú sé verið að gera arðsemisgreiningu til að bera saman arðsemina af fjárfestingunni og var hann ekki tilbúinn til að tjá sig frekar um það á þessu stigi. Áhættunni sé dreift Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu hjá FBA, segh' að verði niðurstaðan sú að Sundabraut sé þjóðhagslega hag- kvæmt verkefni geti einkafjármögnun verið hagkvæmur kostur, sé þess gætt að áhættunni sé dreift. Einka- fjármögnun þurfi ekki að kosta skatt- borgarana meira en hefðbundin fjár- mögnun. Hann segir einnig áríðandi að gætt sé að því að einkafjármögnun stórframkvæmda sé ekki notuð í þeim tilgangi að hafa uppi bókhaldsblekk- ingai'. „Menn mega ekki líta svo á að með því að dreifa greiðslum af stórfram- kvæmdum í mörg ár séu út- gjöld ríkissjóðs vegna þeirra óveruleg á hverju ári. Þetta er einungis spurning um bókhald. Nú er uppgjör rík- issjóðs með þeim hætti að taki hann lán kemur það út sem skuldir ríkissjóðs en ef gerður er samningur um að kaupa þjónustu í tuttugu ár kemur það ekki fram sem skuldir. I raun er þetta sama skuld- bindingin í efnahagslegu tilliti. Menn eiga því ekki að leiðast út í að taka ákvörðun um einkafjármögnun í þeim tilgangi að plata sjálfa sig. Það er ekki hagkvæmt fyrir skattborgarana,“ sagði Erlendur. Hann sagði að annai' þáttur þessa máls væri sá að dreifa áhættunni á þann hátt að þeir beri hana sem best geti stýrt henni eða haft áhrif á hana. Þannig sé áhættan lágmörkuð og kostnaður verði minni en ella. „í þessu tilfelli er ekkert sem bend- ir til þess að einkaaðilar geti stýrt bet- ur umferðaráhættu en ríkið, þ.e.a.s. hve mikil umferðin er um mannvirkið og þar með tekjurnar. Ríkið og borgin geta stýrt umferðinni miklu meira en einkaaðilar. Ég tel því ekki æskilegt í þessu tilfelli að einkaaðili beri umferð- aráhættuna, ólíkt því sem gildir um Hvalfjarðargöngin. Þai- tekur einkaað- ili áhættuna en þar hefur hann líka áhrif á hana því valkostirnir eru svo greinilegir, þ.e. hvort ekið er um göng- in á fimm mínútum eða fyrir fjörðinn á 40 mínútum. Stýritæki einkaaðilans er verðlagningin. Menn eru tilbúnir að greiða eitthvað fyrir betri valkostinn en ekki hvaða upphæð sem er. Einka- aðilinn hefur því verðlagninguna til að stýra hagkvæmni sinni,“ sagði Erlend- ur. Bein skuggagjöld ekki heppileg Hann sagði að í beinum skugga- gjöldum væri engri slíkri stýringu til að dreifa. „Beint skuggagjald er að mínu mati ekki heppilegt í þessu til- felli," sagði Erlendur. Með óbeinum skuggagjöldum greiddi ríkissjóður hins vegar fasta greiðslu á ári til verkfélags og auk þess greiðslu vegna viðhaldskostnaðar í stað ákveðins gjalds á hvern bíl. Er- lendur segir að sé vilji til að nota óbein skuggagjöld við framkvæmdir af þessu tagi verði þau a.m.k. að koma jafnvel út eða betur en hefðbundin fjármögnun. „Það verður að stilla þessum kost- um upp og undirbúa málið á þann veg að menn keppi fyrst og fremst að því að ná sem mestri hagræðingu í fjár- festingu og rekstri. Hvati fjárfesta yrði þá í raun og veru að halda kostn- aði niðri því tekjurnar væru væntan- lega nokkurn veginn fyrirfram ákveðnar með samningi,“ sagði Er- lendm-. Hann telur að ekki ætti að vera erf- iðleikum bundið að útvega 2,5 millj- arða kr., sem áætlað er að fyrsti áfangi þverunar Kleppsvíkur myndi kosta, ú innlendum markaði. „Þetta er ekki mjög stór hluti af heildarstærð íslenska fjármálamarkaðar- ins. Hann er ríflega 500 milljarðar króna. Tíu millj- arðar eru því innan við 2% af heildarstærð markaðar- ins. Ef áhættunni er stillt í hóf ætti þetta að vera spennandi kostur fyrir fjárfesta sem langtímafjárfesting. Menn tækju óverulega meiri áhættu af því en þeg- ar þeir lána ríkissjóði,“ sagði Erlend- ur. Einkafjár- mögnun ekki til bókhalds- blekkinga v-,..;■. j, • Morgunblaðið/Þorkell manns mættu á undirbúningsfundinn á Grand Hótel í gær. talið væri að kostnaður gæti legið á bilinu 5-10 milljarðar kr. eftir því hvaða leið yrði fyrir valinu. Komið í veg fyrir gífurlegt samgönguvandamál Þórir sagði að félagið muni þrýsta á um meiri umræðu um málið og að ákvörðun yrði tekin sem fyrst um að hefja undirbúning verkefnisins með það að markmiði að framkvæmdum yrði lokið árið 2004. Ljóst væri að ef ekkert yrði að gert á næstu árum myndi skap- ast gífurlegt samgönguvandamál fyrir liöfuðborgarbúa. Þórir benti m.a. á að í dag færu 25.000 bifreið- ar yfir Gullinbrú á hveijum sólar- hring og reiknað væri með að um- ferðin muni aukast í 35 þúsund á næstu þrem til fjórum árum. Næsta skref áhugahópsins verð- ur að stofna félag um málið og stefna fullum fetum að því að flýta umræðunni, að sögn Þóris. Hann bendir á að nú þegar liggi fyrir áhugi fjárfesta og verktaka á verkinu en taka þyrfti pólitíska ákvörðun um í hvaða farveg málið yrði sett þannig að hægt verði að ráðast í framkvæmdir á allra næstu árum. 25. to Ida Godebska September z,1905 Thingveilir Iceland For heaven’s sake, yes! I took a short trip to Iceland. But I wili soon be retuming to Brittany, from where 111 write again. Kind regards, Maurice Ravel BRÉFIÐ sem Ravel sendi vinkonu sinni frá Þingvöllum í september 1905 er birt í bókinni A Ravel Reader eftir Arbie Orenstein. Tónskáldið Ravel í hvildarferð til íslands 1905 Til er bréf sem franska tónskáldið Maurice Ravel sendi frá Þinffvöllum 2. september árið 1905. Þröstur Helgason skoðaði bréfíð og kannaði hvað Ravel kynni að hafa verið að gera hér. TÓNSKÁLDIÐ Maurice Ravel. FRANSKA tónskáldið Maurice Ravel (1875-1937) lagði leið sína til íslands í september árið 1905. Til er bréf sem hann sendir frá Þingvöll- um 2. september þetta ár til vin- konu sinnar Idu Godebsku en það er birt í bók Arbies Orenstein, A Ravel Reader sem kom út hjá Col- umbia University Press árið 1990. Bréfið er stutt en þar segist Ravel hafa farið í stutta ferð til Islands, hann muni svo fljótlega snúa aftur til Bretaníu og skrifa annað bréf. Gunnar Þórðarson tónskáld rakst á þessa bók í Vínarborg ný- verið. Hann kom með bókina á rit- stjórn Morgunblaðsins, sem hóf að afla frekari upplýsinga um ferð hins heimsþekkta tónskálds til Is- lands í byrjun aldarinnar. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Arbies Orenstein, sem er tón- listarprófessor við Aaron Copland School of Music í Queens College 1 New York og hefur sérhæft sig í Ra- vel, ekki vita mikið um ferð tónskálds- ins til Islands en hann teldi að um stutta skemmtiferð hefði verið að ræða. „Ravel var ekki vel þekktur á þessum árum og því ekki líklegt að hann hafi vakið neina sérstaka athygli við komu sína til Islands.“ Stutt ferð til hvfldar Orenstein, sem auk ofangreindrar bókar hefur skrifað bók um ævi og verk Ravels (Ravel: Man and Musici- an, Columbia University Press), seg- ist telja að Ravel hafi aðeins dvalið hér í fáa daga. í bréfinu segist Ravel hafa farið í stutta ferð til íslands. Ekki eru öll bréf hans birt í bók Oren- stein en næsta bréf á undan þessu sendir hann frá Roscoff á Bretaníu- skaga 27. ágúst eða aðeins fimm dög- um áður en hann sendir bréfið frá Is- landi. „Ég held hann hafi bara verið á íslandi í fáa daga,“ segii- Orenstein, „vegna þess að hann var svo kominn til Frakklands aftur fáum vikum seinna.“ Miðað við þann stutta tíma sem líð- ur á milli bréfanna tveggja sem Ravel sendfr frá Bretaníu og Islandi hefur hann sennilega siglt hingað norður frá Bretaníuskaga. Að sögn Elínar Pálmadóttur, rithöfundar, sem skrifað hefur sögu franskra sjómanna sem sóttu íslensk fiskimið í þrjár aldir hef- ur Ravel hugsanlega getað komið hingað út með einu af frönsku her- skipunum sem skiptust á um að vera hér við eftfrlit á meðan frönsku dugg- urnai' veiddu fisk við landið en þessi herskip lögðu upp frá Brest á Bretan- íuskaga. „Hann hefur ekki getað komið með einni af skútunum því þær komu hing- að í febrúar- eða marsmánuði og héldu svo aftur til heimahafnar í september. Hann hefur heldur ekki getað komið með spítalaskipi eða einu af flutninga- skipunum, sem fluttu fiskinn sem duggumar veiddu til Frakklands, því þau voru líka fyrr á ferðinni." Þrátt fyrir að tíminn virðist hafa verið naumur er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að Ravel hafi siglt hingað ft'á Bretlandi eins og algengt var á þessum tíma. Orenstein segist nokkuð viss um að þessi ferð Ravels til Islands hafi ein- ungis verið skemmtiferð eða til hvíld- ar. „Hann hefur viljað komast burt úr eriinum heima við og hvíla sig á erfið- um málum. Það var mikið að gerast hjá honum á þessum tíma, bæði í tón- smíðunum og svo var hánn reiður vegna þess að hann hafði ekki fengið Rómarverðlaunin þetta ár - sem hann og fleiri töldu reyndar hneyksli.“ Á tímamótum Ravel var ásamt landa sínum Claude Debussy helsti fulltrúi im- pressjónismans í tónlist. Hin fínlegu píanóverk hans, eins og Jeux d’eau, eru ekki síður vel þekkt en stór hljóm- sveitarverk á borð við ballettinn Dap- hnis et Chloé og Boléro. Hann umrit- aði einnig fjölmörg verk eftir önnur tónskáld og var eitt þeirra nýlega flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, Myndir á sýningu eftir Múss- orgskíj. Ravel stóð á þrítugu þegar hann kom í þessa stuttu heimsókn til Is- lands. Hann hafði um nokkurt skeið barist fyrfr viðurkenningu á tónsmíð- um sínum og þeirra mikilvægust voru Rómarverðlaunin (fr. Prix de Rome) sem veitt voru árlega af listaakademí- unni í París. Ravel reyndi fyrst við þessi verð- laun árið 1900 en komst ekki einu sinni í úrslit. Hann reyndi svo aftur næstu þrjú ár og sendi inn kantöturn- ar Myrrha (1901), Alcyone (1902) og Alyssa (1903). Þessi verk taldi dóm- nefndin ekki jafngóð og verk sigur- vegara þessara ára sem voru tón- skáldin André Caplet, Aymé Kunc og Raoul Lapan'a. Hann reyndi ekki við verðlaunin árið 1904 en árið 1905 komst hann ekki í úrslitin frekar en fyi'sta árið. Um þetta leyti var hann hins vegar að síga inn í það tímabil ævinnar sem var hvað frjóast og hann skapaði flest meistaraverka sinna. Það má því segja að hann hafi staðið hér á ákveðnum tímamótum í ævi sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.