Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 27 SKOÐUN i ÞEGAR bókin Brecht and Company eftir John Fuegi kom út í Bandaríkjunum 1994 var hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu af fræðimönnum. Tveir af virtustu Brechtfræð- ingum heims, Bretinn John Willett og Banda- ríkjamaðurinn James K. Lyon, sem höfðu m.a. verið með Fuegi í ritstjórn Brecht-árbók- arinnar um skeið, sett- ust við að lesa doðrant- inn. Þeir hafa báðir lýst því hvernig þeir fyllt- ust vaxandi óþoli við lesturinn. „A meira en 30 ára starfsferli mínum,“ skrifar James K. Lyon, prófessor í bókmenntum við háskólann í Kali- forníu, „hef ég aldrei lesið bók með fræðilegu yfirbragði um nokkurt efni sem ég þekkti vel, sem var svo fjarri því að fullnægja lágmarks- kröfum sem gera verður til fræði- legra verka.“ Þeir tóku sig síðan til og fóru að semja, hvor í sinni heimsálfu, lista yfir „fræðilega van- kanta“ á bókinni: staðreyndavillur, rangar eða villandi tilvitnanir, rangþýðingar, ónákvæmni í með- ferð heimilda, staðhæfingar óstudd- ar heimildum, áróðurskennda fram- setningu efnis; og fleira og fleira. Listinn var svo birtur í Brecht- árbók 20 árið 1995 og er nokkuð á annað hundrað blaðsíður. Höfundar - sem orðnir eru fjórir - taka þó fram að þeir geri ekki að sinni ágreining við Fuegi um annað en vinnubrögðin. 2 Því minnist ég á Fuegi þenna að prófessor Arnór Hannibalsson ritar grein í Morgunblaðið 25. febr. sem hann nefnir „Mannhatur mestan part“ og er uppsuða úr þessari bók Fuegis. Uppsuða úr uppsuðu væri kannski öllu nákvæmari lýsing, því margt af því sem Amór tíundar í stuttum staðhæfingum hefur byrjað hjá Fuegi sem hugsanlegur möguleiki, sem síðan verður líklegri með hverri endurtekningu, uns hann endar sem óyggjandi staðreynd. Arnór segir: „Flest eru [verk Brechts] uppsuða úr verkum annarra og samin annaðhvort al- gerlega af fjórum kon- um eða þá að þær eiga verulegan hlut í þeim. [-] Brecht hafði þann háttinn á, að hirða það, sem konurnar skrifuðu fyrir hann, birta það í eigin nafni og hirða allt endurgjald fyrir verkin. Ef eftir var leitað, gi'eiddi hann þeim einhver smánar- laun, hélt þeim í botnlausri fátækt, svo að þær væru háðar honum og yrðu ekki sjálfstæðir rithöfundar, sem birtu verk sín í eigin nafni.“ Segja má að hér sé komin grunn- kenning Fuegis um Brecht: Tiltölu- lega hæfileikalaus maður sem hefur lag á að gera gáfukonur kynferðis- lega háðar sér og láta þær skrifa fyrir sig verk sem hann slær síðan eign sinni á. Formúla Fuegis um rithöfundarferil Brechts er: sex for text. I samræmi við þetta eru svo verk Brechts frá þriðja áratugnum sögð vera eftir Hauptmann-Brecht og frá fjórða áratugnum eftir Steffin-Brecht - konurnar alltaf á undan. Ekki gengur þó björgulega að færa rök fyrir þessari kenningu. í rauninni vakir alls ekki fyiir Fuegi að varpa ljósi á feril og verk listamanns sem mikil áhrif hafði á samtíð sína, einsog ætla mætti af ævisagnahöfundi sem er að skrifa um Brecht. I lýsingu hans verður Brecht miklu fremur glæpamaður, eða a.m.k. óvenju ógeðugur þorp- ari, sem lýgur, stelur og svíkur blygðunarlaust, arðrænir og sví- virðir konur. Er einhver fótur fyrir þessari mannlýsingu? Til eru marg- ar og ólíkar lýsingar á Brecht, þó Brecht orti yfirleitt í einrúmi, segir Þorsteinn Þorsteins- son, en þegar hann var að semja leikrit leitaði hann til vina sinna. Fuegi skeri sig gjörsamlega úr. Þeir sem lýsa honum best leggja áherslu á að hann hafi verið afar margbrotinn og flókinn persónu- leiki, átt til bæði mikla eigingimi og mikið örlæti. Leiksögufræðingur- inn Eric Bentley, þýðandi hans og kynnir í Bandaríkjunum, sem var oft þreyttur á honum og einkum þó vinkonum hans, hafði það um Brecht að segja að lokum að hann hefði verið sá mest heillandi maður sem hann hefði kynnst. Þó Fuegi vitni töluvert í Bentley, þá hefur hann þetta ekki eftir honum. 3 Ekki er ætlunin með þessari grein að svara hverri staðhæfingu Arnórs, til þess þyrfti ekki minna en heila ævisögu. En mig langar að víkja að vinnubrögðum Brechts sem voru um margt óvenjuleg, a.m.k. ef miðað er við þá hugmynd sem við erum vön að gera okkur um störf rithöfunda. Þau eru hinsvegar ekki jafn framandi ef litið er til starfa í leikhúsi, vinnu við kvik- myndahandrit, kvikmyndatökur o.s.frv. Brecht orti yfirleitt í einrúmi en þegar hann var að semja leikrit leitaði hann mikið til vina sinna og fékk þeim ýmis verkefni að vinna. Þau gátu verið fólgin í því að að- stoða við efnisöflun, ræða hug- myndir, gagnrýna texta, vélrita upp handrit, jafnvel semja uppköst. Brecht var leikhúsmaður, leikhús- vinna er hópvinna, og textinn hafði að hans dómi ekki algjöra sérstöðu að þessu leyti. Það er misskilningur að þetta þýði að Brecht sé ekki höf- undur textans, enda ber hann yfir- leitt mjög glögglega handbragð Brechts, og allar ákvarðanir eru auðvitað eftir sem áður hans. Brecht dró aldrei dul á vinnuað- ferðir sínar, heldur lagði sig þvertá- móti fram um að telja upp alla sem komið höfðu að verkinu. Með Ævi Eðvarðs annars (1924) stendur: „Þetta leikrit skrifaði ég með Lion Feuchtwanger", og uppfrá því er gjarna með verkum hans listi yfir samverkamenn (Mitarbeiter). Þannig segir með næsta leikriti, Mann ist Mann: Samverkamenn: E. Buití, S. Dudow, E. Hauptmann, C. Neher, B. Reich. Túskild- ingsóperan og Mahagonny voru fyrst gefin út í röðinni Versuche (Tilraunir) með öðru efni, ljóðum og prósa, sem Breeht sendi frá sér í kringum 1930. Á eftir Mahagonny stendur: Brecht. Hauptmann. Ca- spar Neher. Weill. Fjögur nöfn án frekari skýi-inga. Og á eftir Tú- skildingsóperunnni: Brecht. Haupt- mann. Weill. Það eru því ekki bein- línis nýjar uppgötvanir sem Fuegi er að bera á borð fyrir lesendur sína, þó hann láti sem svo sé. Og hér er ástæða til að benda á atriði sem samræmist illa niðurstöðum Fuegis: Brecht var allatíð mjög vin- margur og hélst vel á vinum sínum. Erfitt er að skýra það með öðru en því að hann hafi líka haft mikið að gefa öðrum, enda eru til á því margar lýsingar að mönnum hafi þótt þeir hafa mikið til hans að , sækja. En Brecht stal peningum af þessu fólki, segja Fuegi/Arnór. Það er hæpin kenning, nema hægt sé að sýna frammá að hann hafi gengið á gerða samninga. Staðreyndin er að sjálfsögðu sú að enginn neyddi samstarfsfólkið til að vinna með Brecht. Það gerði það af því það hafði gaman af að vinna með hon- um, eða fannst það á einhvern hátt eftirsóknarvert. Og dæmi Mariel- uise FleiBer sýnir að samverka- mennirnir, jafnvel konurnar, gátu farið frá Brecht ef þeim féll ekki vinnustíll hans. Elísabet Haupt- mann giftist öðrum manni 1931. Hún hefði sem hægast getað sagt skilið við Brecht ef hún hefði kært sig um. Reyndar var hún sjálfstæð- ur rithöfundur, birti undir eigin nafni eða dulnefni þýðingar, smá- sögur og útvarpsleikrit, auk leik- ritsins Happy End. það var ekki Brecht heldur Hitler sem batt enda á rithöfundarferil hennar og SYNDARRETTAR- HÖLD YFIR BRECHT Þorsteinn Þorsteinsson FleiBer. Hella Wuolijoki var sjálf- stæður rithöfundur á finnsku. Það sem hinsvegar mætti kalla siðferðilega „rangt“ eða óréttlátt í ljósi sögunnar er þetta: Erfingjar Brechts verða ríkir, þegar Brecht- kvörnin fer að mala gull eftir dauða hans, en samverkamennirnir, sem unnu endurgjaldslítið eða endur- gjaldslaust, eða voru bara í vinn- unni sinni einsog Benno Besson, fá enga umbun eftirá. En þetta órétt- læti sögunnar á sér raunar ótelj- andi hliðstæður í öllum greinum mannlífsins. Auðvitað má hafa þá skoðun að maður eigi aldrei að samþykkja að neinn vinni fyrir mann kauplaust. Þá skoðun hafði Brecht greinilega ekki og það gerðu vinir hans og samverkamenn raunai’ ekki heldur. 4 „Til hvers er verið að flytja verk eftir Brecht í Ríkisútvarpi og í Þjóðleikhúsi árið 1998?“ spyr Arn- ór undir lok greinar sinnar og er þarmeð kominn að efninu: að banna flutning á Brecht hér á landi. Það er ekki í mínum verkahring að svara spurningunni, og ekki veit ég hvern gæti langað til að reyna að fá Arnór til að dá Bertolt Brecht, einsog hann virðist óttast. En tónn- inn í grein hans er af því tagi sem ég vil kenna við sýndarréttarhöld, með tilvísun til hinnar frábæru greinar Milans Kundera „Þokan á vegunum". I kaflanum Réttarhöld- in gegn öldinni fjallar Kundera um þau sýndarréttarhöld sem svo mjög hafa einkennt bókmenntaumræðu okkar aldar. Hvernig mennirnir með hinn rétta skilning hafa sitt á hvað ýtt skáldum og listamönnum útí ystu myrkur. „Minni réttarhald- anna er yfirþyrmandi, en það minni er af alveg sérstöku tagi sem má skilgreina svo að það felist í að gleyma öllu sem ekki er glæpsam- legt. Réttarhöldin snúa því ævisögu ákærða í skráningu glæpaferils." Betur en með þessum- orðum Mil- ans Kundera verður bók Fuegis og grein Arnórs ekki lýst. Helstu heimildir: The Brecht Yearbook. 20. árg. Madison: IBS, 1995. Wemer Hecht: Brecht Chronik 1898-1956. Frankfurt/M: Suhrkamp, 1998. Sabine Kebir: Ein akzeptabler Mann? Brecht und die Frauen. Berlin: ATV, 1998. Sabine Kebir: Ich fragte nicht nach meinem Anteil. Elisabeth Hauptmanns Arbeit mit Bert- olt Brecht. Berlin: Aufbau-Verlag, 1997. Milan Kundera: Les testaments trahis. Paris: Gallimard, 1993. Höfundur er þýðandi. Þorsteinn Gylfason A að banna Brecht? „TIL HVERS er verið að flytja verk eftir Brecht í Ríkisútvarpi og í Þjóðleikhúsi árið 1998?“ Svona spyr Arnór Hannibalsson í Morg- unblaðinu 25ta febrúar. Honum hugkvæmast ekki nema tvö svör. Annað er að menningarstofnanir ís- lenzka ríkisins vilji með þessu móti vegsama stjórnarhætti og fjöldamorð Stalíns marskálks, enda hafi Brecht verið kommúnisti. Hitt er að stofnanirnar tvær vilji heiðra málsvara, eða öllu heldur holdgerv- ing, kúgunar kvenna, enda hafi Brecht verið níðingur í samskiptum við fjölmargar ástkonur sínar. Um kúgun Brechts á konum vitnar Arnór til bókar eftir John Fuegi. Mér sýnist hann ekki hafa lesið bókina mjög vandlega. Það er kannski eins gott því að hún er al- ræmd fyrir það hve óvönduð hún er. (Samanber til dæmis Time Magazine 2an marz 1998.) „Til hvers er verið að flytja verk eftir Brecht í Ríkisútvarpi og í Þjóðleikhúsi árið 1998?“ Eitt svai- við spurningunni hvarflar ekki að Arnóri. Það er að Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið flytji verk eftir Brecht á aldarafmæli hans - það bar upp á hinn lOda febrúar síðast- liðinn - vegna þess að þau séu snjöll, og megi þá einu gilda hverj- ar skoðanir hans voru að öðru leyti eða hvernig hann lifði lífi sínu. Þjóðverjar minnast Brechts á þessu ári með glæsibrag um allt sitt mikla land. Þeir minnast hans sem eins af meisturum þýzkrai’ tungu fyrr og síðar. Þeir minnast hans sem ljóðskálds í fremstu röð. Tímaritið Deutschland lét þess get- ið í desember, meðal margs annars í tilefni af afmælisárinu, að æsku- kvæði Brechts „Minning um Maríu A“ væri eitt fegursta ástaljóð sem kveðið hefði verið á þýzku. (Við Þorsteinn frá Hamri höfum báðir snarað þessu kvæði á íslenzku, hvor með sínum hætti.) Lokfe minnast Þjóðverjar Brechts sem eins merkasta og áhrifamesta leikskálds aldarinnar, hvar sem er í heimin- um. Um ágæti leikrita hans breytir það engu að þau voru oftar en ekki samin í samvinnu við aðra og upp úr eldri ritum. Þetta var Brecht jafnan fyrstur manna til að kann- ast við. Þegar Túskildingsóperan var frumsýnd var þess getið með áberandi hætti, eins og ævinlega síðan, að hún væri reist á Betlara- óperu Johns Gay, að Elisabet Hauptmann hefði þýtt hið enska verk á þýzku, og loks að inn í það væri skotið kveðskap eftir Rud- yard Kipling og Frangois Villon. Brecht eignaði sér ekki annað en leikgerðina (,,Bearbeitung“), og lét þess þar með ekki sérstaklega get- ið að hann hefði sjálfur ort megnið af söngvunum. Þeir eru höfuðprýði á leiknum ásamt óviðjafnanlegri tónlist Kurts Weill. Kákasíski krít- arhringurinn, sem Þjóðleikhúsið hugðist sýna nú í vor, var saminn með hliðsjón af eldra leikriti eftir látinn vin Brechts. Sá nefndi sig Klabund. Krítarhringur Klabunds var reistur á fornu kínversku leik- riti sem geymir dæmisögu hlið- stæða við söguna um Salómons- dóminn yfir konunum tveimur sem gerðu tilkall til sama barnsins. Hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu á fimm ára afmæli þess vorið 1955. í sínum Krítarhring bregður Brecht á þann leik að komast að öndverðri niðurstöðu við bæði kín- verska leikritið og Klabund. Með áþekkum hætti samdi Halldór Kilj- an Laxness Sjálfstætt fólk með hliðsjón af Gróðri jarðar eftir Knut Hamsun, en kaus að komast að öndverðri niðurstöðu við Hamsun um sveitalífið. Mér lærðari menn verða að fjalla um margvíslegar firrur í bók Johns Fuegi. Eg hef meiri áhuga á menn- ingarstefnu Ai-nórs Hannibalsson- ar. Arnór kemur ekki auga á þá augljósu röksemd Ríkisútvarps og Þjóðleikhúss fyrir flutningi á verk- um Brechts að þau séu merkileg verk. Hann reynir ekki að gagn- rýna þau. Hann sér ekkert annað en stjórnmálaskoðanir og einkalíf höfundarins. Og þó hefði hann vel getað sagt að Púntila og Matti sé svívirðileg árás á dugandi bændur, því að Brecht gefi til kynna að þeir séu drykkjusjúkir. Þess vegna missi þeir dómgreindina jafnt og þétt og niðurlægi sig með fleðulátum við óbreytta alþýðu. (Hugmyndina að þessu hefur Brecht ekki bai’a sótt til finnsku skáldkonunnar Hellu Wuolijoki, heldur líka í kvikmynd Chaplins Borgarljósin. Wuolijoki og Chaplin voru kommúnistar.) Er Ríkisútvarpið að gefa í skyn að slíkt dómgreindarleysi og niður- læging einkenni íslenzka stórbænd- ur? Hvað segir Hótel Saga við því? Eða eru þetta einkenni á stórút- gerðarmönnum? Er kannski verið að veitast að hinum hagkvæmu kvótakerfum landsmanna? I Káka- síska krítai-hringnum tekur ekki betra við. þar leyfir Brecht sér að taka hinn víðfræga Salómonsdóm úr Biflíunni og snúa honum við. Hér er ekki aðeins vegið að hinum órjúfandi böndum móður og barns, af megnri kvenfyrirlitningu, heldur jafnvel að hinum friðhelga eignar- rétti sjálfum og þai’ með öllum mannréttindum. En Amór skrifar enga slíka bók- menntagagnrýni. Hann víkur ekki orði að verkunum sem hann vill ekki að séu flutt á Islandi. Honum dugir að höfundur verkanna hafi haft rangar skoðanir og farið illa með ástkonur sínai-. Væntanlega fara kvæði og sögur Kiplings sömu leiðina, því að Kipling var rammur brezkur heimsveldissinni með. til- heyrandi kynþáttafordómum. Frangois Villon var dæmdur morð- ingi. Hamsun var nazisti sem komst með naumindum hjá að vera dæmdur fyrir landráð. Nær það nokkurri átt að verk þessara skálda séu gefin út og lesin eða að Walt Disney geri teiknimynd handa bömum eftir einni af sögum Kiplings? Eða að kvikmyndir Chaplins séu taldar sígildar? Eða að Heimsljós og íslandsklukkan séu námsefni í íslenzkum skólum í ljósi þess að höfundur þessara sagna samdi líka um sömu mundir Gerska ævintýrið? Það er ekki rétt að gera lítið úr menningarstefnu Ai-nórs Hanni- balssonar. Sumir munu fagna lítils- virðingu hans á bókmenntagagn- rýni. Margir munu fagna skoðunum hans á-stjórnarháttum Stalíns og kúgun kvenna. Og stefnan sjálf er nógu virðuleg til þess að skipa nokkurn sess á spjöldum sögunnai’. Mest áhrif hafði hún í Ráðstjórnar- ríkjunum á dögum Jósefs Stalín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.