Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 17 KÞ kaupir 44% hlut Landsbankans í Kjötumboðinu Rætt um að aðrir hluthafar gangi inn í kaupin KAUPFÉLAG Pingeyinga á Húsa- vík hefur keypt eignarhlut Lands- banka íslands í Kjötumboðinu hf. í Reykjavík. Hlutur bankans var 44% og fyrir átti KÞ 5% þannig að félag- ið á nú 49% hlutafjár en rætt er um fleiri hluthafar gerist aðilar að þess- um hlutabréfakaupum. Landsbankinn eignaðist stóran hlut í Kjötumboðinu eftir erfiðleika Sambandsins og gjaldþrot Mikla- garðs hf. Að sögn Þorgeirs B. Hlöðvers- sonar, kaupfélagsstjóra KÞ, sýna þessi kaup Kaupfélags Þingeyinga hvort tveggja í senn, hversu mikla hagsmuni KÞ á í áframhaldandi öfl- ugum rekstri Kjötumboðsins hf. og hversu mikla trú það hefur á fram- tíðarmöguleikum fyrirtækisins. Rætt um aukningu hlutaQár „Með kaupum á hlut Landsbank- ans hefur skapast skýr grunnur fyr- ir þá sem vilja starfa saman innan Kjötumboðsins, til að taka ákvarð- anir um uppbyggingu á framtíðar- rekstri þess,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá KÞ um kaupin. Forkaups- réttarákvæði eru í samþykktum Kjötumboðsins og eru viðræður í gangi á meðal hluthafa um dreif- ingu eignaraðildar í félaginu, annað- hvort með nýtingu forkaupsréttar eða það sem að sögn Þorgeirs er of- ar í umræðunni að auka hlutafé fé- lagsins og styrkja fyrirtækið þannig ennfrekar. Þörf á öflugu sölufyrirtæki Kjötumboðið er sölu- og mark- aðsfyrirtæki á annan tug sláturleyf- ishafa um allt land, aðallega kaupfé- laga. Það er einnig með mikla kjöt- vinnslu í Reykjavík. Á síðastliðnu ári lauk greiningar- vinnu á vegum þeirra sem hafa starfað saman innan Kjötumboðs- ins, þar sem mótaðar voru tillögur um framtíðarskipan félagsins. Leit- ast var við að svara þeirri spum- ingu hvemig fyrirkomulag skilaði mestum árangri í að selja kjötafurð- ir, bæði innanlands og utan, og tryggja kaupendum öfluga og góða þjónustu, samræmd gæði og hag- kvæma dreiflngu. Niðurstaða þessa hóps var að menn yrðu að hafa áfram öflugt markaðs- og sölufyrir- tæki, á höfuðborgarsvæðinu, sem verði leiðandi í markaðssetningu, vöruþróun og kjötiðnaði og í góðum tengslum við söluaðila. Á grundvelli þessara niðurstaðna hefur stjóm unnið síðan, segir í tilkynningunni. Kjötumboðið er stærsti útflytj- andinn á landbúnaðarvörum og seg- ir Þorgeir mikilvægt í þeirri við- leitni að byggja upp framtíðarmark- að fyrir innlendar kjötvörur, á grundvelli gæða. Starfsmenn Kjöt- umboðsins era einmitt þessa dag- ana úti í Bandaríkjunum að rækta tengsl við aðila sem hófu viðskipti á síðastliðnu ári, grandvelli gæða. Kaupþing Norðurlands hf. Hagnaðurinn nam 15,2 milljónum REKSTUR Kaupþings Norðurlands hf. skiiaði 15,2 milljóna króna hagn- aði á árinu 1997 samanborið við 25,9 milljónir króna árið 1996. Heildar- velta félagsins nam um 20 miiljörð- um króna og jókst um 2 milljarða króna á milli ára. Þá jókst eigið fé félagsins um 27 milljónir króna á milli ára og arðsemi eigin fjár nam 16,4%. Heildartekjur Kaupþings Norður- lands námu 81 milljón króna saman- borið við 77,9 miHjónir króna árið áð- ur. Hreinar rekstrartekjur vora 70,4 milljónir króna samanborið við 70,1 milljón króna árið 1996. Arðsemi eigin fjár nam 16,4% Niðurstaða efnahagsreiknings var 586.6 milljónir króna samanborið við 260.7 mÚljónir króna árið áður. Aukningin nemur tæpum 326 milij- ónum króna eða 125%. Eigið fé jókst úr 92,8 milljónum króna í árslok 1996 í 119,6 milljónir króna í árslok 1997, sem er aukning um 29,2%. Arðsemi eigin fjár nam 16,4%. Kaupþing Norðurlands er eina löggilta verðbréfafyrirtækið á lands- byggðinni og býður upp á almenna verðbréfaþjónustu, fjárvörslu og ráðgjöf á sviði fjármála. Svo sem fram hefur komið hélt félagið upp á 10 ára afmæli sitt á liðnu ári. I des- embermánuði var starfsemin flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði á Skipa- götu 9 og við það gerbreyttist öll að- staða til hins betra. Starfsmönnum fjölgaði um tvo á árinu og voru þeir tíu talsins í árslok. Framkvæmdastjóri félagsins er Tryggvi Tryggvason. Stjórnin endurkjörin Aðalfundur Kaupþings Norður- lands var haldinn fóstudaginn 27. febrúar. Þar var fráfarandi stjóm fé- lagsins endurkjörin. Hana skipa: Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings hf., stjómarformaður, Gunnar Sverrisson, forstöðumaður stjómun- arsviðs Kaupþings hf., varaformað- ur; Ámi Magnússon, fjármálastjóri KEA: Guðrún Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestflrðinga og Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarf- dæla. Hús verslunarinnar Islandsbanki lokar útibúi ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Húsi verslunar- innar í Kringlunni um páskana og sameina útibúinu á Kirkjusandi. Hagræðing er ástæðan. Svokölluð bakvinnsla sem fram fór í útibúinu í Húsi verslunarinnar hefur nánast öll verið flutt niður í Bankastræti. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Islandsbanka, segir að húsnæði útíbúsins hafi eft- ir það verið orðið allt of stórt og óhagkvæmt og ekki hægt að minnka það. Því hafi verið ákveðið að sameina útibúin. Gert er ráð fyr- ir því að húsnæði útibúsins sem er á íyrstu hæð hússins og hæðinni fyrir neðan verði selt í framhaldinu. íslandsbanki verður áfram með hraðbanka í anddyri Húss verslun- arinnar og útibú í Suður-Kringlu. Að sögn Sigurveigar gefst við- skiptavinum kostur á að velja ann- að útibú en hún býst við að það henti flestum að flytja sig á Kirkju- sand. TX220 24.900 Sjónvarpsmiðstöðin Umboðsmenn um land ðllu VESTURLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson. Grundaríiröi. VESTFIRÐIR: Rafbúð Jónasar Mrs, Patreksfirði. Póllinn, (safirði. NORÐURLAND:KF Steingrímsfjarðar. Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Hónvetninga, Blönduósi. Skagfirðíngabóð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Ljósgjafinn, Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhofn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstóöum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfirðinga.Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúðsljarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Höfn Hornafirðí. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni, Selfossi. KÁ, Sellossi. Hás, Þorlákshóln. Brimnes. Veslmannaeyjum. REYKJANES: Hafborg, Gríndavik. Raflagnavínnusl. Sig. Ingvarssonar, Garði. Balmætti, Haínarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.