Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 38
'‘•J68 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Fóstursystir okkar, SIGRÍÐUFt BJARNADÓTTIR frá ísafirði, áðurtil heimilis á Hverfisgötu 117, lést á Sólvangi mánudaginn 2. mars. Kolbrún Sigurðardóttir, Hörður Hjartarson og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, EYJÓLFUR SIGURÐSSON, Skipasundi 75, Reykjavík, lést sunnudaginn 1. mars. inga Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SVEINBJÖRN STEINSSON fyrrv. verkstjóri skrúðgörðum Reykjavíkur, til heimilis í Sólheimum 25, lést fimmtudaginn 26. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Ingibjörg Jósepsdóttir, Elín G. Sveinbjarnardóttir, Þórunn A. Sveinbjarnardóttir. Eiginmaður minn, SIGURÐUR ÞORVARÐSSON, Granaskjóli 25, (áður Selvogsgrunn 17), andaðist á sjúkradeild Hrafnistu miðviku- daginn 18. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnabarna, Soffía Jónsdóttir. í f i t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON yfirlæknir, Smáragötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju ( dag, miðvikudaginn 4. mars, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Björg Ólafsson, Oddrún Kristín Þórarinsdóttir, Geir Þórarinn Þórarinsson, Erla Þórarinsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Oddur Hermannsson, Guðmundur Helgi Þórarinsson, Laufey Sveinbjörnsdóttir, Þóroddur Þórarinsson, Skúli Ólafsson, Elísabet Ólafsdóttir Paulson og barnabörn. f I i t Útför hjartkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Hörgsdal á Síðu, fyrrum húsfreyja á Álfaskeiði 10, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, fimmtudaginn 5. mars, og hefst athöfnin kl. 13.30. Sigríður Nikulásdóttir, Kjartan P. Kjartansson, Bjarni Jón Nikulásson, Pálína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Semona Christ- iansen fæddist á Skála í Austurey í Færeyjum hinn 22. júlí 1923. Hún lést á heimili sínu f Reykjavik hinn 26. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hans David Frederik Da- vidsen, f. 28.6. 1890, d. 24.1. 1966, og Súsanna Malena Davidsen, f. 28.6. 1892, d. 17.12. 1961. Eftirlifandi systkini hennar eru: Kristján Karl, Sara, María, Jóan Pétur og Dagmar. Árið 1944 giftist Semona Antoni Christansen, sjómanni, f. 5.3. 1915, d. 12.10. Það er ekki létt að setjast niður og skrifa minningar frá síðastliðnum 29 árum, enda eru þær best geymd- ar í mínum huga. En mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin, það var ekki svo lítið, þó að þér hafi fundist það vera svo. Það hefur verið erfítt að búa svo langt í burtu, þegar upp koma veikindi hjá nánum ætt- ingja, og þykir mér leitt að hafa ekki getað kvatt þig, og þá sérstaklega þegar þú áttir stóran þátt í því að ég gæti komið til Islands og verið hjá mömmu síðustu vikurnar sem hún lifði. Ég mun vera þér ævinlega þakklát fyrir það. Það var svolítill léttir að vita af því að Dagmar systir þín kom frá Englandi til að vera hjá þér. Að öll- um ólöstuðum, þá á hún heiður skilið fyrir þá umönnun sem hún veitti þér, ásamt Judith og Gunnari og sá styrkur sem Judith fékk af nærveru hennar. Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég þig, elsku tengda- mamma. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Hólmfríður. 1970. Þau eignuð- ust þrjú börn en eitt fæddist andvana: 1) Judith Elísabet Christiansen, f. 21.10. 1944, var gift Sveini Yngvasyni og eru börn þeirra: Súsanna, Sigurður Yngvi, Anton og Sveinn Júlían. Þau slitu samvistir. 2) Gunnar Christian- sen, f. 12.3. 1948, kvæntur Hólmfríði Kristinsdóttur og eiga þau eina dótt- ur, Elísabetu Onnu. Barna- barnabörnin eru fimm. Semona verður jarðsungin frá Felia- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besta amma mín. Það virð- ist svo fjarstæðukennt að vera að skrifa bréf til þín án þess að þú fáir það í hendur og ennþá verra er að þú ert ekki lengur hjá okkur. Tóma- rúmið sem þú skilur eftir þig er óbætanlegt og þeir sem svo heppnir voru að kynnast þér eru eflaust á sama máli. Við náðum ekki að eyða miklum tíma saman síðastliðin ár vegna bú- setu minnar erlendis, en minning- amar eru samt margar og yndisleg- ar. T.d. eins og þau skipti er ég fékk að fara með þér í vinnuna og hjálpa til. Mest spennandi þá var kannski að geta hirt allar tómu flöskurnar og fara út í sjoppu til að kaupa kúlur fyitr allt saman. Þú vissir að ég gat allavega ekki sparað aurana. Það er mér mjög erfitt að skilja og sætta mig við af hverju þú þurftir að fara frá okkur, en ég mun aldrei gleyma þessum síðustu dögum sem ég átti með þér. Það var svo sárt, amma mín, að sjá þig svona mikið veika og geta ekkert fyrir þig gert. Við eigum samt svolítið skemmti- lega minningu saman af spítalavist þinni, þegar Sunna og Tanja Björk voru með mér hjá þér og þú varst með stóra marblettinn þinn á hand- leggnum eftir blóðprufu og Tanja spurði: „Amma, skítug?“ Og þú sagðir: „Nei, elskan mín, amma er ekki skítug.“ Og svo hlógum við að þessu saman, því alltaf var stutt í brosið og húmorinn þrátt fyrir veik- indi þín. En svo varst þú farin að vera svo þreytt og svafst mikið. Ég fékk svo að vita að þú hefðir sofnað vært og svo fallega og það efast ég ekki um að þú ert komin í góðar hendur núna. Það myndu allir taka á móti þér opnum örmum. Ég þakka Guði fyrir að ég og dætur mínar hafa fengið að eiga bestu ömmu/ langömmu sem hægt er að óska sér og, elsku amma mín, ég mun sakna þín svo djúpt, svo djúp en í hjarta mínu munt þú og okkar minningar saman vera til staðar alltaf. Þetta munu vera orð mín til þín og með þeim kveð ég þig, elsku amma mín, sem mér þótti svo vænt um. Bless, amma mín. Elsku Judith, þú sem ert búin að standa þig eins og hetja í gegnum þetta allt saman, pabbi, mamma, Dagmar og þið öll, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur ávallt. Kveðja, Elísabet, Sunna og Tanja Björk, Svíþjóð. Hún Móna okkar er dáin. í dag þegar við kveðjum hana hinstu kveðju, er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð alla tíð. Ég er þakklát fyrir, að hafa ver- ið svo lánsöm að kynnast þessari einstöku, hógværu konu og eiga hana að. Hún var ein af þessum fá- gætu perlum sem maður finnur í líf- inu. Kynni mín af Mónu hófust fyrir 20 árum. Hún lést á heimili sínu eft- ir erfið veikindi síðustu vikurnar. Það var mikil ánægja fyrir Mónu, að Dagmar systir hennar kom frá Englandi til að vera hjá henni síð- ustu dagana og annast hana. Móna var færeysk og fluttu hún og eiginmaður hennar til íslands með börnum sínum árið 1961. Þau bjuggu fyrst í Vestmannaeyjum, en fluttu síðan til Reykjavíkur. Eigin- maður hennar lést 12. október 1970. Eftir það bjó Móna hjá Jud- ith, dóttur sinni og hennar fjöl- skyldu. Lengst af vann Móna í þvottahúsinu á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Ér ég lít yfir farinn veg, hrannast upp minningarnar. Móna var ekki rík að veraldlegum auð, heldur að mannkostum og kærleik. Hún var góð móðir, amma og tengdamóðir, og tók hún mikinn þátt í lífi barna sinna og fjölskyldna þeirra. Móna var í kvenfélaginu Fjallkon- urnar í 20 ár og var gerð að heiðurs- félaga fyrir fimm árum. Hún fór nánast alltaf með okkur í ferðalög, gönguferðir og svo mætti lengi telja. Hún var mjög virk í félaginu og unni því af alhug. Það eru ófáar pönnu- kökurnar og ástarpungarnir sem hún gerði fyrir okkur, ávallt tilbúin ef á þurfti að halda. Það var alltaf gaman að hitta hana og hún var ætíð svo glöð. Við kvenfélagskonurnar teljum okkur ríkari eftir að hafa kynnst og starfað með henni. Elsku Móna mín, er ég kveð þig með virðingu og þakklæti, þakka ég þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Við syrgjum yndislega konu sem gaf svo mikið af sér. Nú ertu farin í ferðina löngu og ég veit, að þar verður tekið vel á móti þér. Eftir situr tómarúm sem erfitt verður að fylla. Farðu í guðs friði, elskuleg. Elsku Judith og Gunnar, ég bið þess að Guð gefi ykkur og fjölskyld- um ykkar kraft og styrk á erfiðum stundum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Jóhanna Gunnarsdóttir, form. Kvenfél. Fjallkonurnar. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SKARPHÉÐINS BJÖRNSSONAR, Lindargötu 11, Siglufirði. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Sæunn Jónsdóttir, Björg S. Skarphéðinsdóttir, Tryggvi Árnason, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Guðjón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, sem andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga föstudaginn 27. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Sveinn Benónýsson, Svava Lilja Magnúsdóttir Ragnheiður Sveinsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir. Lokað verður í dag, miðvikudaginn 4. mars, vegna útfarar ÞÓRARINS ÓLAFSSONAR, yfirlæknis. Læknahúsið, Síðulúla 29. SEMONA CHRIS TIANSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.