Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna Kristín Hansen fæddist á Seyðisfirði 17. janúar 1903. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 24. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lísbet Þ. Einarsdótt- ir frá Vestmannaeyj- um, f. 19.10. 1882, d. 13.10. 1920, og Jón Kr. Jónsson, klæð- skeri frá Eskifirði, f. <t 3.2. 1881, d. 29.10. 1945. Anna var elst fjögurra systkina sem öll eru látin en þau voru Svava Ásdís, húsmóðir í Reykja- vík, f. 30.3. 1905, d. 14.10. 1992, Einar Þór, bóndi og sfðar vél- gæslumaður í Reykjavík, f. 13.6. 1907, d. 5.10. 1991, og Arnór Erl- ing, bryti í Danmörku, f. 13.11. 1912, d. 1.5. 1991. Anna ólst upp á Eskifirði ásamt systkinum sínum og hóf ung verslunarstörf þar. Árið 1932 gekk Anna að eiga Martin Hansen Torgilstveit, tré- smið frá Noregi, f. 19.2. 1905. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Eskifirði en árið 1937 fluttust Langri ævi er lokið. Komið er að kveðjustundinni. Önnu mína vant- aði fímm ár upp á að lifa heila öld. í uppvexti sínum á Eskifírði kynntist hún hversu lífið getur verið hart og miskunnarlaust en hún var aðeins sautján ára þegar móðir hennar lést frá eiginmanni og fjórum börnum. Anna var elst af fjórum systkinum og kom í hennar hlut að sinna yngri systk- inum sínum en þau nutu stuðnings og hjálpar skyldmenna og vina. Á þessum árum var heldur ekki trygg vinna hjá föður hennar en Anna lét þessa reynslu ekki setja mark á líf sitt heldur var hún hin ljúfa og góða kona sem alltaf var veitandi. Þegar ég kynntist Önnu bjó hún þau til Noregs þar sem þau dvöldust í rúmt ár áður en þau komu aftur til Is- lands. Þau settust fljótlega að í Reykjavík og bjuggu lengst af á Njarðar- götu 35. Martin lést hinn 3. apríl 1987 en tveimur árum eftir lát hans fluttist Anna á Skjól og átti þar heima til ævi- loka. Anna og Mart- in eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Jón Kr. Hansen, f. 7.11. 1934, kennari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Júlíusdóttur, sér- kennara, og eiga þau þrjár dæt- ur, Kristínu, Hildi og Gerði. 2) Stefanía Gyða Hansen, f. 3.9. 1941, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, gift Úlfari Guð- mundssyni, húsasmiðameistara. Þau eiga þrjú börn, Onnu Krist- ínu, Guðmund Orn og Oldu Gyðu. Útfór Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. ásamt manni sínum, Martin, á Njarðargötunni en ekki er hægt að tala um Önnu án þess að minn- ast á Martin. Hjónaband þeirra var einstakt fyrir það hvað þau virtu og voru góð hvort við annað. Kom þetta vel fram í veikindum þeirra. Anna hafði átt við veikindi að stríða og svo þegar Martin veiktist af þeim sjúkdómi sem leiddi hann til dauða efldist Anna og var honum stoð og stytta í veik- indum hans. AJla tíð voru þau samtaka í að taka á móti ættingj- um og vinum en gestagangur var og hafði verið mikill á Njarðargöt- unni. Á efri hæðinni bjó Svava systir hennar og var greinilegt að samband þeirra systra var mjög gott. En umhyggja Önnu og Mart- ins fyrir börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra var einstök. Þannig var Martin að vinna í hús- inu okkar hjóna á meðan honum entist heilsa og það var ekkert verið að telja handarvikin enda var Martin mjög sporléttur maður og sérstaklega ljúfur og greiðvik- inn. Margs er að minnast frá þess- um árum og allt eru það góðar og ljúfar minningar því þannig voru Ánna og Martin. Þau voru alltaf að hugsa um fólkið sitt og hlúa að og hjálpa þegar þörf var á. Gott var að geta komið dætrum mínum í pössun á Njarðargötuna og nutu þær þess að vera þar við gott at- læti. Þar hafa þær vafalaust kynnst því hvað tónlist er því Martin afi spilaði á Harðangurs- fiðlu. Anna var áhugasöm um námsframvindu barnabarnanna og tónlistarnámið sérstaklega og þegar hún kom í heimsókn bað hún þær oft að spila fyrir sig. Eitt af því sem var fastur liður í lífinu á Njarðargötu vora veiðiferð- ir Martins. Tók Anna þátt í undir- búningi þeirra eftir því sem hún gat og matreiddi síðan dýrindis rétti úr veiðinni. Anna bjó að þekkingu og reynslu sem hún hafði fengið í föð- urhúsum á Eskifirði og þar mótað- ist sú lífssýn sem hún bjó yfir alla ævi og kom fram í viðmóti hennar til fólksins á Skjóli. Þar átti hún góða daga og að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka öllu starfsfólki Skjóls fyrir frá- bæra umönnun og hlýhug í garð Önnu. Ingibjörg Júlíusdóttir. Nú hefur elsku Anna amma yfir- gefið þennan heim. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti. Anna amma og Martin afi eiga stóran þátt í minningum okkar frá barnæsku. Heimili þeirra var eins og öll heimili ættu að vera. Á Njarðargötunni ríkti mikil gleði og þar var ávallt mikið líf í tuskunum. Á sunnudagseftirmiðdögum hitt- ust fjölskyldur Önnu og Martins og Svövu frænku og þar varsaman komin ein stór fjölskylda. Á neðri ANNA KRISTIN HANSEN SIGURÐUR ÞOR VARÐSSON + Sigurður Þor- varðsson fæddist rfj á Skriðu í Breiðdal 14. mars 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavíkur 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurð- ar voru Þórunn Sig- ríður Þórðardóttir húsmóðir og Þor- varður Helgason bóndi á Skriðu. Hann var einn af sjö systk- inum, elstur var Þór- ir Helgi, f. 31. des- ember 1905, d. 6. febrúar 1929, Aðalheiður, f. 4. desember 1907, d. 27. maí 1984, Gunnlaugur, f. 9. júní 1909, d. 8. -1' febrúar 1958, Gísli, f. 15. október 1911, d. 25. mars 1958, Hjalti, f. 13. febrúar 1915, þá Sigurður, og yngst er Anna Helga, f. 20. nóv- ember 1926. 1944 kvæntist Sigurður Soffíu Jónsdóttur, f. 6. apríl 1921. Henn- ar foreldrar: Ingibjörg Kristjáns- dóttir húsmóðir og Jón Friðrik Arason, útvegsbóndi í Hvammi, Dýrafirði. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Hjördís, f. 3. ágúst 1946, d. 23. aprfl 1960, 2) Bryn- hildur, kennari, f. 29. apríl 1949, d. 11. ágúst 1994, maður hennar Ólaf- ur Þórðarson tónlist- armaður, 3) Ingi- björg, myndlistar- kona, f. 13. janúar 1953, hennar maður Brian Pilkington teiknari, þau eru skilin. 4) Helga, leik- skólakennari, f. 6. febrúar 1955, henn- ar maður er Ólafur Jóhannsson, verslun- armaður. Barnabörn eru sjö. Sigurður flutti með foreldrum sínum og systk- inum 7 ára gamall suður í Grafning, þaðan ári síðar að Miðhúsum í Garði, þar sem þau bjuggu í tvö ár, en þá lá leið þeirra til Reykjavíkur þar sem hann bjó upp frá því. Sigurður vann við verslunarstörf frá fimmtán ára aldri og eigin verslun rak hann frá tvítugu. Hann rak um árabil þrjár mat- vöruverslanir (versl. Vitinn) víðs vegar um borgina, en síðast á Laugarnesvegi 52. Sigurður var jarðsunginn í kyrrþey frá Fossvogskapellu 25. febrúar. Mig langar í nokkram orðum að minnast tengdaföður míns, Sigurð- ar Þorvarðarsonar, er lést á Dval- arheimili aldraðra sjómanna hinn 18. febráar síðastliðinn. Sigurði kynntist ég á miðjum áttunda áratugnum og tókst með okkur strax góð vinátta, sem hélst allar götur síðan. Minnisstæð er mér öll sú nákvæmni, sem ein- kenndi Sigurð alla tíð og áreiðan- leiki var honum í blóð borinn. Nú þegar Sigurður hefur fengið hvíldina eftir ei-fið veikindi þakka ég honum allar þær góðu stundir sem ég geymi í minningunni um ókomna framtíð. Ég vil að lokum þakka honum samtölin sem við áttum saman í Selvogsgranninum, um heima og geima og þó einkum ferðasögur hans frá liðnum tíma, sem hann hafði yndi af að segja frá. Hvíl í friði. _ Ólafur Jóhannsson. Eftir áralanga baráttu við illvíg- an sjúkdóm hefur afi nú loks öðlast hvíldina. Eftir standa minningar sem við systkinin munum geyma í hjarta okkar, svo lengi sem við lif- um. Minningar sem flestar tengj- ast litla húsinu við Slevogsgrann 17 og ekki síður sumarbústaða- paradísinni við Álftavatn en hvort tveggja bar merki um elju afa og ákveðni og vora honum báðir stað- imir sérlega hugleiknir. Afi var skynsamur maður, lifði heilbrigðu lífi og hafði reglu á hlut- unum. Hann var listelskur og sáust þess merki hvort sem litið var á stofuveggina, sem huldir voru verkum jöfra íslenskrar myndlistar, eða bókahillurnar sem státuðu af helstu afrekum ís- lenskra og erlendra stórskálda. Hann ól afkomendur sína upp í tránni á réttlátt þjóðfélag þar sem hagur lítilmagnans var borinn fyr- ir brjósti. Hann lagði mikið upp úr tengslum við sitt fólk og reyndi að sjá til þess að öllum liði sem best. Við þökkum afa fyrir alla þá stoð sem hann veitti okkur og vonum að hann standi keikur í betri veröld í faðmi dætra sinna tveggja. Elsku amma, sem hjúkraðir afa af fremsta megni í veikindum hans og reyndist honum vel á öðrum stundum lífsins. Við þökkum þér framlag þitt og vottum þér okkar dýpstu samúð. Sigurður, Þórhallur, Hjörvar og Soffía Hjördís. hæðinni bauð Anna amma gjarnan upp á smurt brauð og kökur og við systurnar laumuðumst gjarnan í pönnukökur á efri hæðinni þar sem Svava systir hennar bjó. Martin afi tók oft í fiðluna og spil- aði norska þjóðlög. Saman spiluð- um við ólsen-ólsen og byggðum spilaborgir. Eftir Stundina okkar héldum við síðan heim á leið með fullan bréfpoka af Töggur kara- mellum og angandi af vellyktandi frá ömmu. Eftir að Martin afi dó flutti Anna amma á hjúkranarheimilið Skjól. Á Skjóli bjó Anna vel um sig með húsgögnum og myndum frá Njarðargötunni. Sunnudagsheim- sóknirnar héldu áfram og smákökusortunum fækkaði ekki. Á Skjóli komu í ljós listrænir hæfi- leikar hennar því þar gafst henni tækifæri til að mála og fóndra. Oft- ar en ekki voram við leystar út með handunnum gjöfum frá henni. Henni þótti gott að gefa og leyfði okkur helst aldrei að fara nema að hafa þegið eitthvað. Hún var alltaf vel til höfð og við systurnar öfund- uðum hana af fallegum og vel snyrtum höndum. Síðustu árin hrakaði sjón og heyrn en hún lét það ekki aftra sér frá því að syngja með okkur á góðum stundum. Hún fylgdist líka vel með okkur og kom okkur oft á óvart hvað hún vissi mikið, þá glotti hún. Á 95 ára af- mæli hennar virtist hún mjög ham- ingjusöm og við erum afar þakk- látar fyrir að hafa verið með henni á þessum gleðidegi. Við sjáum fyr- ir okkur gleðistund þegar Anna amma og Martin afi hafa samein- ast á ný. Guð geymi þau. Kristín, Hildur og Gerður. Hún Anna frænka eða frú Han- sen, eins og við kölluðum hana stundum hin síðari ár, er látin 95 ára að aldri. Anna var systir henn- ar ömmu en okkur fannst hún alltaf vera amma okkar líka. Þær systurnar bjuggu lengst af hvor í sinni íbúðinni á Njarðargötu 35 enda voru þær alla tíð góðar vin- konur. Síðustu árin bjuggu þær á Skjóli, að sjálfsögðu hvor á sinni hæðinni. Við systur vorum svo heppnar að fá að búa í sambýli við gömlu konurnar á Njarðargötunni og margan kaffisopann drukkum við á leiðinni upp í risíbúðina. Anna var listakokkur og nutum við þess gjarnan. Hún var einnig góð spákona og kíkti oft í bolla fyrir okkur til að athuga hvort draumaprinsarnir biðu ekki í röð- um. Okkur finnst Anna alltaf hafa verið glöð enda hamingjusöm kona að okkar mati. Hún átti ynd- islegan eiginmann, hann Martín, sem spilaði listavel á fiðlu og reyndist okkur hinn besti afi. Á hverjum sunnudegi var farið í pönnukökur á Njarðargötuna og þar var farið á milli hæða og amma og Anna heimsóttar. Varla féll úr helgi öll uppvaxtarár okkar. Þessi mikli samgangur á Njarðar- götunni hafði þau áhrif að frændsystkinin kynntust vel og búum við að því í dag. Anna frænka fylgdist vel með okkur systrum enda var alltaf gaman að heimsækja hana. Dúkarnir og englarnir sem hún Anna bjó til og gaf okkur eru hinir mestu dýr- gripir. Elsku Jón og Gyða, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, elsku Anna. Svava Kristín og Rannveig Þorkelsdætur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku hjartans Anna amma, takk fyrir allt. Gísli Þorkelsson og fjölskylda, Kaupmannahöfn. Ástkær móðursystir okkar Anna frænka, eins og hún var alltaf köll- uð af okkur systram, er látin 95 ára að aldri. Þessi elskulega kona vildi okkur ávallt allt það besta og var börnum okkar sem önnur amma. Ekki er ofsagt að segja að samband þeirra systra, Önnu og móður okkar Svövu, hafi verið einstakt og alla tíð bjuggu þær saman á Njarðar- götu 35 ásamt mökum sínum og bömum sem segja má að hafi rann- ið saman í eina stóra fjölskyldu. Samgangur milli hæða á Njarðar- götu 35 var ávallt mikill en okkur systram hefur komið í hug efth- því sem árin liðu, hve auðveldara hefði sennilega verið fyrir Önnu og Martin mann hennar með sín tvö böm, Jón og Gyðu, að búa út af fyrir sig, í stað þess að hafa okkur fimm systurnar til viðbótar inni á heimili sínu, nánast eins og við væram þeirra eigin börn. Ofan á þetta máttu þau þola sífelldan gestagang frá vinum og félögum okkar, og Jóns og Gyðu, en stað- reyndin er sú að allir vora vel- komnir hjá Önnu og Martin og varð því oft margt um manninn og glatt á hjalla á Njarðargötunni. Anna frænka var einstaklega minnug kona og fróð og ætíð fylgd- ist hún vel með því sem við systur tókum okkur fyrir hendur, jafnvel eftir að við giftumst og eignuðumst eigin fjölskyldur. Ekki var óal- gengt að hún væri hin besta heim- ild um nýjustu fréttir og það er á gekk hjá fjölskyldum okkar. Því var alltaf gaman að koma í heim- sókn til Önnu enda hún hrókur alls fagnaðar, glaðlyndari konu var erfitt að finna. Svo mikil samheldni var milli þeirra Önnu og Svövu og fjöl- skyldna þeirra að þær byggðu sér saman sumarhús í Varmadal á Kjalarnesi og dvöldum við þar sumarlangt sem börn. Margs er að minnast frá þeim gleðistund- um, ekki síst nú þegar Anna kveð- ur og heldur til fundar við Martin mann sinn sem fyrir nokkru er látinn. Með þessum fátæklegu lín- um viljum við kveðja Önnu með þakklæti í huga og í þeirri full- vissu að hún hafi verið hvíldinni fegin. Guð blessi minningu Önnu Kr. Hansen. Lísabet, Margrét, Elín, Svava og Björg Davíðsdætur. í dag verður Anna frænka kvödd. Á uppvaxtaráram okkar bjó hún með manni sínum, Martin, í sama húsi og móðuramma okkar á Njarðargötu 35. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og mynduðust því náin tengsl. Var Anna í hugum okkar í raun sem önnur amma. Frá Njarðargötunni eigum við margar góðar minningar þar sem stutt var í glettni og gam- ansemi. Þegar Anna varð orðin ein á Njarðargötunni ákvað hún að flytja á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún fengi félagsskap og umönnun. Þór, Sara og Hera voru alltaf mjög hrifin af henni og hændust að henni. Þau kölluðu hana Önnu gömlu og höfðu alltaf gaman af heimsóknum sínum til hennar. Oft fóru þau með ein- hverjar smágjafir sem þau höfðu búið til eða þau sungu bara fyrir hana. Börnin voru alltaf jafn- spennt að heimsækja Önnu og biðu óþreyjufull eftir næstu heim- sókn. Má í raun segja að um við- burð hafi verið að ræða í hugum þeirra í hvert sinn sem farið var þangað. Anna gamla gaukaði oft að þeim einhverjum sætindum og jafnvel föndri sem hún hafði búið til eins og Hans og Grétu stytt- urnar sem eru í sérstöku uppá- haldi hjá þeim. Þrátt fyrir háan aldur var minni Önnu einstakt. Maður kom aldrei að tómum kofunum varðandi fróð- leik um löngu liðna tima eða ætt- ingja. Alltaf var ætlunin að skrá hjá sér upplýsingar um fjölskyld- una en aldrei varð úr því alltaf taldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.