Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Bréf til Gunnars Frá Jóni Kjartanssyni: í 20 ÁRA sögu Leigjendasamtak- anna hafa aldrei komið upp deilur innan þeirra og stundum hef ég brosað þegar upphlaup hafa orðið annars staðar og félagar rifíst í fjölmiðlum. Hér hefur heldur ekki verið eftir miklu að slægjast öðru en útgjöldum og ánægju með ár- angur þegar lausnir fást á erfiðum málum. Því var vissulega harms- efni þegar Reynir Ingibjartsson rauk í Morgunblaðið með fúkyrði um félaga sína en til vamar R- listakellingunum fyrir sölu á íbúð- um fátækasta fólksins í borginni til hlutafélags sem lýst hefur yfir tvö- fóldun leigunnar. I Morgunblaðinu 18.2. sl. kemur svo nýr skriffinnur til sögunnar að verja Reyni. Þannig kemur hver tuskudúkkan eftir aðra til að verja illvirki R-list- ans meðan borgarstjómin sjálf sit- ur þegjandi. „Kunnugleg stelling“ Eins og hér er siður byrjar Gunnar Jónatansson á svívirðing- um. Hann segir að Jón hafi farið í „sína kunnuglegu stellingu“, þ.e. „að hrópa hátt og slá fram fullyrð- ingum án nokkurs rökstuðnings" og að ég úthrópi leigusala sem glæpamenn! Þetta em að mati Gunnars einu vandræðin á leigu- markaðnum og segir sitt um hann. Eg ætla þó af þessu tilefni að leyfa mér að minna Gunnar á að hefði ég aldrei farið í hina „kunnuglegu stellingu" væra hér engin Leigj- endasamtök, enginn Búseti, engin húsaleigulög, engar húsaleigubæt- ur og enginn til að standa á rétti leigjendanna, en Gunnari Jónatanssyni er líklega sama um það einsog annað sem varðar fólk. Búseti er ekki saklaus Eins og orð Gunnars bera með sér hefur Búseti, eins og fleiri, löngu slitið tengslin við upprana sinn og veit ekki lengur til hvers hann var stofnaður. Búseti er held- ur ekki eins saklaus af sölu leigu- íbúðanna og hækkun leigunnar og Gunnar segir. Fyrir þremur árum var Búsetamaðurinn Þórarinn Magnússon verkfræðingur í makki við borgarstjóra um kaup á íbúðum og hækkun leigu. Búseti hafði hug á að kaupa íbúðimar og leiguíbúðir Hafnarfjarðar líka. Húsnæðis- stofnun mun hafa stöðvað kaupin. Vegna þessa vora gerðir við fólkið nýir leigusamningar sem renna út mánuði eftir kosningar og vegna þessa er nefndur Þórarinn í stjórn Félagsbústaða hf. Borgarstjóm hefur því haft rúm þrjú ár til að setja sér reglur um aðstoð við leigjendurna, hafi það verið ætlun- in. En það var ekki ætlunin, enda yfirlýst að losna ætti við óæskilegt fólk sbr. orð borgarstjóra um happdrættisvinninga! Það var fyrst eftir viðbrögð Leigjendasamtak- anna og leigjendanna sjálfra sem byrjað var að tala um bætur, en fregnir herma nú að reglur um þær muni koma eftir u.þ.b. mánuð, þ.e. hálfu ári eftir söluna!!! Peningar móðins, fólk gamaldags Gunnar kemur upp um sig í greinarlok. Hann segir „ákaflega gamaldags" að líta á hús sem samastað fyrir fólk. Þetta þýðir víst að peningar séu móðins en fólkið gamaldags og þarf ekki fleiri orð um það. Hann segir líka að húsnæði sé eins og hver önnur markaðsvara og verði að ráðast hvort fólk geti borgað, því það „hefur ekkert með tekjur viðkom- andi að gera“. Öll barátta mín sl. 20 ár hefur verið háð gegn þessu við- horfi, líka stofnun Búseta. Það er þessi stefna sem eyðilagt hefur al- þýðuheimilin hér á landi og annars staðar í stóram stíl og það er einn versti glæpur sem ég þekki. Búseti er enginn kostur fyrir fátækt fólk og félagslegar eignaríbúðir enn síður. Um aðra kosti er ekki að ræða og því er enginn góður kostur til fyrir þetta fólk. Það er eina af- rek R-listakellinganna á liðnu kjör- tímabili. JÓN KJARTANSSON, Formaður Leigjendasamtakanna. ■ Nýtt frá París ■ Hárgreining og ráögjöf VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær leik- sýning ÞÓRA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri aðdáun sinni á flutningi leikritsins Feitú menn í pilsum sem sýnt er á litla sviði Borgarleik- hússins. Frábær skemmt- un, góður leikur og leikar- ar. Hún vill færa aðstand- endum þakkir sínar og vonast til að sem flestir sjái sýninguna. Rétt skal vera rétt MEÐ grein Péturs Pét- urssonar um Halldór Lax- ness í Mbl. á útfarardegi hans, hinn 14. febrúar sl., var birt mynd af Halldóri, Þórbergi Þórðarsyni, Eggerti Stefánssyni og Sigurði Skagfield á hafn- arbakkanum í Leith árið 1930. Þeir voru þá á heim- leið, og Halldór og Þór- bergur að koma af rithöf- undaþingi í Ósló. í texta undir myndinni stendur „óþekktur ljósmyndari“. Þetta er beinlínis rangt. Hann er ekki óþekktari en svo, ef menn hefðu kynnt sér málið, að vitað er, að myndina tók eiginkona Halldórs, Ingibjörg Ein- arsdóttir. Hún var í þess- ari ferð með skáldinu, og var þetta raunar brúð- kaupsferð þeirra. Eru til fleiri myndir úr ferðinni, sem Ingibjörg tók, eða teknai' voru á myndavél hennar. Þetta má einnig sjá í endurminningabók hennar (Silja Aðalsteins- dóttir: „I aðalhlutverki Inga Laxness", Rv. 1987, bls. 108). Eðlilegt hefði verið að leita til kunnugra, áður en rangfærslan var prentuð. Rétt skal vera rétt. Einar Laxness. Góugleði SJÖFN í Hafnarfírði hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til félagsmið- stöðvarinnar Vitatorgs. Föstudaginn 27. febrúar voru samankomnar á Góu- gleði 130 konur í boði fé- lagsmiðstöðvarinnar Vita- torgs. Þetta voru konur á aldrinum 70-90 ára. Mjög góður matur var og fal- lega fram borinn. Þessu var öllu stjórnað af kon- um. Þarna kom leynigest- ur sem sex konur voru fengnar til að finna út hver væri, ungur maður um þrítugt. í ljós kom að þetta var Helgi Seljan sem hélt síðan ræðu til kvennanna. Mörg fleiri skemmtiatriði voru á boðstólum t.d. tískusýn- ing. Sjöfn segir að mikið sé gert fyrir eldra fólk og að yngra fólk geti hlakkað til þess að eldast. Tapað/fundið Lyklakippa fannst Á HORNI Klapparstígs og Grettisgötu fannst vegleg lyklakippa í gær. Eigand- inn getur vitjað hennar í Listhúsinu Sneglu í s: 562 0426. Kettlingur STÁLPAÐUR kettlingur, svartur með hvítan blett á hálsi og smávegis hvítt á kviði fannst i Garðabæ við Vífilsstaðaveginn. Eigandi vitji hans í s: 565 8035. Síður jakki FÖSTUDAGINN 20. febr- úai' var svartur síður kven- mannsjakki með loðki'aga afhentur í misgripum í fatahengi á Skuggabar, peningar voru í vasa. Vin- samlega hafið samb. á Hótel Borg veitingadeild s: 551 1247. Fatnaður í óskilum TÖLUVERT af fatnaði er í óskilum á Hótel Borg, ef einhver af okkar gestum telur sig hafa tapað fatnaði hér þá vinsamlega hringið inn og athugið málið í s: 551 1247 milli kl 14-17 virka daga. SKÁK flmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Linares á Spáni sem nú stendur sem hæst. Indverjinn Anand (2.770) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Peter Svidler (2.690). 37. g4! - Rh4 (Eða 37. - Hxd2 38. gxf5 - Rh4 39. Bxd2 - Rxf3 + 40. Kf2 - Rxd2 41. Rxe6 og hvítur vinnur) 38. gxf5 - Rxf3+ 39. Khl - Rxd2 40. He2 - Rc4 (Einnig 40. - Hxc5 41. 41. Hxc5 - Rxb3 42. Hb5 - Rxd4 43. Bxd4 - Bxd4 44. Hxe6 - Bf6 45. Hxd5 er tapað á svart) 41. Hxc2 - Rxe3 42. He2 og svart- ur gafst upp því endataflið er tapað. Öllum skákunum þremur í áttundu umferð á mánu- dagskvöldið lauk með jafn- tefli. Shirov var með svart gegn Anand en var ekki í neinum vandræðum með að jafna taflið. Kasparov gat ekki unnið Svidler með hvítu og ekki fengust heldur úrslit hjá þeim Ivantsjúk og Kramnik þrátt fyrir 74 leikja barning. Shirov held- ur því enn forystunni á mót- inu. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Laurette Pieters, hársérfræðingur frá j.f. lazartlgue í París, verður með hárgreiningu og ráðgjöf um notkun hárefna frá j.f. lazartigue í Skipholts Apóteki fimmtudaginn 5. mars frá kl. 13:00 - 18:00. Með j.f. lazartigue efhum má leysa ýmis hárvanda- mál, s.s. þurrk- eða fitu- vandamál í hári, kláða í hársverði, minnka hárlos og flösu. Einnig verða kynntir nýjir náttúrulegir háralitir frá j.f. lazartigue sem innihalda engin skaðleg efni, eins og peroxíð og ammóníak. Verið velkomin ■ * Skipholts Apótek Skipholt 50C • Sími 55 1*7234 Víkveiji skrifar... AÐ kemur Víkverja hvað eftir annað á óvart hversu mikil dómharka ákveðinna lesenda Morg- unblaðsins getur verið, þegar Morg- unblaðsfólki verður eitthvað á í messunni, annaðhvort þegar prent- villupúkinn ásækir starfsmenn, eða þegar þeim verður það á að láta rangt málfar eða málvillur frá sér fara á prenti. Þeir eru ófáir sem hringja á ritstjórn Morgunblaðsins þegar slíkt ber við og sumir eiga það þá til að úthúða blaðamönnum á hreint ótrúlega fjölbreyttan hátt og finna þeim bókstaflega allt til for- áttu, jafnvel þótt á daginn komi, við nánari eftirgrennslan, að ásakanir þeirra eigi ekki við rök að styðjast. x x x YÍKVERJI tók á móti einni slíkri hringingu fyrir nokkrum dögum, þar sem eitt orð í fyrirsögn varð kveikjan að upphringingunni - það var sögnin að tálma, sem birtist í þátíð, þriðju persónu eintölu og var í þessu tilviki látin stjóma þol- falli. Þannig var fyrirsögnin í þessu tilviki svohljóðandi: „Veðurofsi tálmaði sjúkraflutninga með smá- barn.“ Eftir að hafa lesið viðkom- andi fyrirsögn, sem að sögn viðmæl- andans reyndist vera algjört reiðar- slag, hringdi viðmælandinn í Vík- verja og mátti vart mæla fyrir bræði. Blaðamenn Morgunblaðsins voru svo óupplýstir og illa að sér, að augsýnilega höfðu þeir upp til hópa hvorki lokið barnaskólaprófi né gengið til prestsins! Víkverji var spurður hvemig það gæti gerst að einhver væri ráðinn að Morgunblað- inu, sem vissi ekki að sögnin „að tálma“ stjórnar þágufalli. XXX I^ÍSLENSKRI orðabók Menning- arsjóðs segir: „tálma, -aði s, koma í veg fyrir, hindra; tefja: t. e-u, t. e- ð.“ Af þessu má glöggt sjá að ekki lélegri heimild en Orðabók Menn- ingarsjóðs gefur upp tvennskonar fallstýringu af sögninni tálma, þ.e. þágufall og þolfall. Blaðamaðurinn sem skrifaði viðkomandi fyrirsögn, kaus að nota þolfallsbeyginguna, en hinn reiði lostni upphringjandi taldi að einungis mætti nota þágufallið á eftir sögninni. Báðir höfðu sem sagt rétt fyrir sér. Nú má vel vera að þágufall með sögninni tálma sé upp- runalegra en þolfallið - í þeim efn- um hyggst Víkverji alls ekki gerast neinn dómari. xxx AUÐVITAÐ verður Morgun- blaðsfólki á í messunni eins og öðram, þegar um frágang á rituðu máli er að ræða. Það er ósköp mannlegt að skjöplast. Þegar mis- tökin eru alvarleg eða sérlega hvim- leið, er það starfsregla hjá Morgun- blaðinu að leiðrétta mistökin í sér- stökum leiðréttingadálki. Það er metnaður þeirra sem starfa við Morgunblaðið, að það komi út á réttu og góðu máli og óskastaðan er auðvitað sú, að gefið verði út villu- laust Morgunblað. Slíkar óskir eru þó vart raunhæfar, þegar haft er í huga að Morgunblaðið er að jafnaði 90 blaðsíður á dag, eða 540 blaðsíð- ur á viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.