Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn með 28,4% ávöxtun eigin fjár á síðasta ári Heildarhagnaður 430 milljónir kr. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyling \ Fjármunatekjur 347,0 176,9 +96,2% Fjármaansaiöld 65,0 63,6 +2.2% Hreinar fjármunatekjur 282,0 113,3 +148,9% Rekstraraiöld 22.5 10.1 +122.8% Hagnaöur fyrir skatta 259,5 103,2 +151,5% Reiknaðir skattar 41,0 5,51 +644,1% Innleystur hagnaður 218,5 97,7 +123,6% Breyting á óinnleystum gengishagnaði 355,4 341,6 +4,0% Brevting á tekjuskattsskuldbindinqu 143,7 95,8 +50.0% Heildarhagn. til hækkunar á eigin fá 430,2 343,5 +25,2% Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting I Eianir: I Milljónir króna Veltuf jármunir 904,4 680,1 +33,0% Áhættufjármunir og langtímakröfur 2.363,1 1.677,6 +40,8% Eignir alls 3.271,3 2,358,0 +38,7% I Skuidir oa eioið tá: | Milljónir króna Skammtímaskuldir 80,9 52,9 +52,9% Langtímaskuldir 951,7 798,8 +19,1% Eigið fé 2.238,7 1.506,4 +48,6% Skuldir og eigið fé samtals 3.271,3 2.358,0 +38,7% HEILDARHAGNAÐUR til hækk- unar á eigin fé Eignarhaldsfélags- ins Alþýðubankans hf. nam 430,2 milljónum króna á síðastliðnu ári samkvæmt rekstrarreikningi. Þessi heildarhagnaður skiptist í 218,5 milljóna króna innleystan hagnað á árinu og 211,7 milljóna króna óinn- leystan hagnað vegna hækkunar á markaðsvirði hlutabréfaeignar. Arðsemi eigin fjár var 28,4% á ár- inu, sem er sama arðsemi og á árinu 1996. Hreinar fjármunatekjur Eignar- haldsfélagsins hækkuðu verulega á árinu og voru 282 milljónir króna í stað 113,3 milljóna króna árið áður og nemur aukningin 149%. Þar af námu hreinar tekjur af skuldabréfa- eign 89,5 milljónum króna, en voru 22,3 milljónir árið áður, og hreinar tekjur af hlutabréfaeign 192,5 millj- ónir króna, en voru 91 milljón króna árið áður. Rekstrarkostnaður nam 22.5 milljónum króna á árinu í stað 10.5 milljóna króna árið áður. Dreifð eignasamsetning Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags- ins, segir að markvisst sé unnið að aukinni áhættudreifingu í eigna- samsetningu þess. Hlutabréfaeign félagsins í árslok var um 55% af efnahag, þar af voru skráð félög 39%, óskráð félög 12% og erlend fé- lög 3%. Skuldabréf og laust fé nema nú 45% af efnahag. Gylfi segir að mikil hækkun hlutabréfa framan af síðasta ári hafi skilað félaginu góðri ávöxtun og við- bótartekjum og með velheppnaðri eignasamsetningu hafi tekist að halda fenginni stöðu þegar mörg hlutabréf lækkuðu í verði á síðari hluta ársins. „Félagið hefur haslað sér völl sem áhættufjárfestir og hef- ur meiri áhuga á að fjárfesta í óskráðum félögum, með góðum möguleika á frekari vexti. Nokkur óvissa ríkir á hlutabréfamarkaði en aliar aðstæður í atvinnulífinu eru góðar og því er ekki ástæða til ann- ars en bjartsýni á þessu sviði.“ Rekstrargjöld Eignarhaldsfé- lagsins rúmlega tvöfölduðust milli ára og námu 22,5 milljónum króna á síðastliðnu ári. Gylfi segir að þessa aukningu megi skýra af nýrri stefnumörkun félagsins og fjárfest- ingarstefnu þess. „Félagið fluttist í sérhúsnæði í ársbyrjun 1997 og ráð- inn var framkvæmdastjóri í fullt starf en áður var starfsemi félags- ins sinnt samkvæmt samningi við lögfræðistofu. Ráðnir hafa verið sérfræðingar til félagsins og er það í samræmi við þá stefnu þess að veita fyrirtækjum, sem fjárfest er í, beinan stuðning, t.d. vegna endur- skipulagningar. Þessar breytingar hafa þegar skilað sér í bættri af- komu eins og niðurstaða ársreikn- ings sýnir,“ segir Gylfi. Aðalfundur félagsins verður hald- inn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 16:30. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 7% arður til hlut- hafa á árinu 1998. Sigla frá Murmansk til Rotterdam með viðkomu á Norðurlöndum Megináherslan á flutning matvæla Minni hagnaður Marels Völdum að tilkynna ekki FRAMKVÆMDASTJÓRI Marels hf. segir að stjómendur fyrirtækis- ins hafi ákveðið að tilkynna ekki um minni hagnað fyrir síðasta ár en áætlað var, heldur bíða eftir birtingu raunverulegra niður- staðna. Hlutabréf Marels hf. lækkuðu sem kunnugt er um 5% í fyrradag í kjölfar birtingar ársreikninga þar sem fram kom að hagnaður var talsvert minni en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Geir A. Gunnlaugs- son framkvæmdastjóri tekur undir það að hagnaður hafi verið minni en reiknað hafi verið með. „Það er alltaf matsatriði hvenær á að til- kynna slíkt. Við völdum að gera það ekki, frekar að láta raunveru- legar niðurstöður koma í ljós enda teljum við þetta þokkalegan hagn- að,“ segir Geir. Hagnaður Marels hf. var liðlega 140 milljónir kr. á síðasta ári. -------------- Endurhverf verðbréf fyr- ir 5 milljónir SEÐLABANKINN fékk tilboð samtals að fjárhæð 4,7 milljónir á uppboði á verðbréfum til endur- hverfra viðskipta. í samræmi við nýjar reglur um viðskipti Seðlabanka Islands við lánastofnanir fór fram uppboð á verðbréfum til endurhverfra við- skipta í gær. Lánstíminn, það er sá tími sem líður þar til bréfin hverfa til fyrri eigenda á ný, er 14 dagar. Notuð var fastverðsaðferð, því Seðlabankinn bauðst til að kaupa verðbréf á tiltekinni ávöxtunar- kröfu, 7,2%. Engin fjárhæðarmörk voru í innsendum tilboðum. Niður- staðan varð sú, samkvæmt frétt frá bankanum, að inn komu tilboð sam- tals að fjárhæð 4,7 milljónir kr. Næsta uppboð af þessu tagi er fyr- irhugað að viku liðinni. SAMSKIP hf. munu í þessari viku hefja reglubundnar sighngar á milli Murmansk í Rússlandi, Norður- Noregs og Rotterdam með við- komu í Danmörku. Nýtt þjónustu- fyrirtæki Samskipa í Noregi, Sam- skip A/S, gegnir lykilhlutverki við að afla verkefna og sinna þjónustu á þessari nýju siglingaleið. Samskip A/S var stofnað í nóv- ember sl. Aðalstöðvar þess eru í Þrándheimi (Niðarósi), útibú í Bodö og fulltrúar fyrirtækisins hafa aðsetur í Kirkenes og Ála- sundi. Þjónusta Samskipa A/S er eink- um sniðin að þörfum seljenda og kaupenda matvæla á markaði á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjun- um og Austurlöndum fjær, að því er segir í frétt frá Samskipum. ,Áhersla er lögð á flutninga á fryst- um og kældum matvælum; fiski, kjöti grænmeti og ávöxtum á milli markaðssvæða. I einfólduðu máli má segja að fiskur og fiskafurðir verði fluttar frá Noregi/Murmansk til meginlands Evrópu en kjöt, ávextir og grænmeti til baka. Einnig verður lögð áhersla á að bjóða upp á flutninga á venjulegri þurrvöru. Samskip A/S munu bjóða viðskiptavinum sínum flutninga frá framleiðendum í Noregi á áfanga- stað á meginlandi Evrópu og nýta þannig öflugt dreifingarkerfi Sam- skipa í Rotterdam. Viðskiptavinir Samskipa A/S í Murmansk og Nor- egi geta sömuleiðis notfært sé frystigeymsluþjónustu Samskipa í Rotterdam, þ.e. geymslu og dreif- ingu á frystum vörum samkvæmt óskum kaupenda hverju sinni.“ Stór markaður Halldóra Káradóttir, aðstoðar- maður forstjóra Samskipa, segir að fimm starfsmenn vinni nú hjá Sam- skipum A/S en búast megi við að þeim fjölgi um tvo áður en langt um líður. „Frá stofnun fyrirtækisins í nóvember hefur fyrii’tækið verið að koma sér fyrir á markaðnum og afla verkefna. Það hefur m.a. sinnt flutningum landleiðina milli Noregs og Evrópu og nú teljum við að verkefni séu næg til að leigja skip. Þessi markaður er mjög stór en samkeppni einnig mikil.“ í fyrstu verður 1.200 tonna norskt flutningaskip, MV Fjord, notað í siglingum Samskipa A/S á 20 daga fresti milli Murmansk, hafna á vesturströnd Noregs og Rotterdam. Annar skipstjóra þess er Islendingurinn Jens Jensson sem búsettur er í Bodö. Skipið er bæði með frysti- og þurrrými í lest- um og tekur allt að 20 gáma. Áætl- unarhafnir skipsins eru Tromsö, Bodö, Álasund, Björgvin, Stafang- ur og Esbjerg. Áformað er að bæta öðru skipi við innan hálfs árs og bjóða þá sjóflutninga á leiðinni á tíu daga fresti. Búnaðarbankinn Sölu lokið á óverðtryggð- um skulda- bréfum SÖLU á óverðtryggðum skulda- bréfum Búnaðarbanka íslands hf. til 10. október 2003 er lokið. Sölunni lauk í gær en sala bréfa í þessum flokki hófst sl. fostudag. I þessari lotu voru seld bréf að fjárhæð 1 milljarður króna. Búnaðarbankinn stefnir að því að þessi flokkur verði alls fimm milljarðar króna að stærð. Þetta er í fýrsta sinn sem íslensk fjármálastofnun ræðst í útgáfu langra óverðtryggðra skuldabréfa og hafa þau fengið góðar viðtökur hjá fjárfestum að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupþingi. Sótt verður um skráningu fyrir þennan flokk á Verðbréfaþingi ís- lands og munu bæði Kaupþing og Búnaðarbankinn annast viðskipta- vakt með bréfin. Þá hefur Kaupþing einnig lokið sölu á verðtryggðum skuldabréfum fyrir Búnaðarbankann, alls að fjár- hæð 750 milljónir króna, en stefnt er að því að þessi flokkur verði ekki minni en tveir milljarðar króna. Sótt verður um skráningu þéssara skuldabréfa á Verðbréfaþingi Is- lands og munu Kaupþing og Búnað- arbankinn annast viðsk-ptavakt með þau. --------------- Álver Norðuráls á Grundartanga Altech setur upp tæki í raf- skautasmiðju ALTECH ehf., fyrirtæki Jóns Hjaltalíns Magnússonar, hefur samið við Norðurál um uppsetningu tækja í skautasmiðju álversins á Grundartanga. Samningsupphæð er um 180 milljónir kr. Altech ehf. hefur að sögn Jóns Hjaltalíns sérhæft sig í þróun tækni fyrir rafskautasmiðjur og unnið að þannig verkefnum fyrir ISAL í Straumsvík og álver í Noregi, Bras- ilíu og Bahrain. Á næstunni verður auk þess unnið fyrir álver í Suður- Afríku. Norðurál bauð út uppsetningu tækja til að framleiða rafskautin og að hreinsa skautaleifarnar af göffl- unum þegar þeir koma til baka úr kerskálanum. Tvö íslensk fyrirtæki buðu í verkið og eitt franskt. Samið var við Altech sem aðalverktaka en að tilboðinu standa einnig nokkrir innlendir undii’verktakar. Jón Hjaltalín segir að vinna við uppsetningu tækjanna hefjist 16. mars, þegar gólfið í steypuskálan- um verður tilbúið, og henni ljúki í byrjun júní. Marks & Spencer fá bætur London. Rculers. BREZKA verzlanakeðjan Marks & Spencer hefur fengið skaðabætur og afsökunarbeiðni frá Granada-sjónvarpinu vegna heimildarþáttar, þar sem fyrir- tækið var borið sökum. Því var haldið fram í þættin- um að M&S hefði vitað um barnaþrælkun í verksmiðju í Mai-okkó, sem fyrirtækið skipt- ir við, og villt um fyrir við- skiptavinum með því að selja þeim föt framleidd í Mai-okkó merkt „Made in the UK“. Granada viðurkenndi að ekk- ert væri hæft í ásökuninni og samþykkti að greiða 50.000 pund í skaðabætur og 650.000 í málskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.