Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarandstaðan í Indónesíu segir yfírvöld rúin trausti KreQa Suharto nánari skýringa Jakarta. Reuters. Utanríkisráðherra Ítalíu Vesturlönd styðji Khatami Röm. Reuters. LAMBERTO Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, vill að Vesturlönd sýni nýjum forseta Irans, Mohammad Khatami, meiri stuðning í varfærinni viðleitni sinni til að framkvæma um- bætur í frjálslyndisátt í írönsku þjóðfélagi. I samtali við fréttamann Reuters á heimleiðinni frá Iran síðdegis á mánudag sagði Dini að það væri mikilvægt að hafa í huga að Khatami - sem hlaut kosningu út á fýrirheit um aukið félagslegt frelsi - nyti stuðnings mikils meirihluta hinna 60 milljóna íbúa írans. Dini er hæst setti vestræni stjórn- málamaðurinn sem átt hefur viðræð- ur við Khatami frá því hinn hófsami shíta-klerkur vann stórsigur í for- setakosningum í maí í fyrra. Samtímis því að hvetja vestræn ríki til að auka opinber tengsl við írönsk stjómvöld mæltist Dini jafn- framt til þess að Khatami yrði sýnd þolinmæði þar sem honum veitti ekki af tíma til að hrinda umbótum í framkvæmd vegna mikillar íhalds- semi sem réð ríkjum í stjórnkerfinu. FLOKKUM sem hafa sjálfstæði Færeyja á stefnuskránni, er spáð þeim tveimur þingsætum sem ætluð eru Færeyingum á danska þinginu en gengið verður til kosn- inga 11. mars. Samkvæmt skoð- anakönnum sem birt var í fær- eyska útvarpinu á mánudag hlýt- ur Fólkaflokkurinn 25,8% at- kvæða og heldur sæti sínu, en Þjóðveldisflokkurinn nýtur stuðn- ings 24,8% kjósenda og hlýtur hitt þingsætið. Samkvæmt könnuninni eru aðeins um 8% Færeyinga fylgjandi því að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra sitji áfram. Hins vilja um 50% fær- eyskra kjósenda að Uffe Ellem- MEGAWATI Sukarnoputri, stjórn- arandstæðingur í Indónesíu, krafð- ist þess í gær að Suharto forseti gæfí ítarlegri skýringar á efnahags- vanda landsins. Suharto sagði á sunnudag að hann hygðist koma á þeim endurbótum sem samið hefði verið um við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (IMF) að gerðar yrðu gegn því að sjóðurinn legði fram ríflega 40 milljarða dollara í efnahagsaðstoð. Suharto sagði við setningu Þjóð- arráðgjafarsamkomunnar (MPR) að endurbætumar hefðu ekki bætt stöðu rúpíunnar, svo sem vænst hefði verið, og því teldi hann koma til greina að grípa til annarra að- gerða, þ.á m. stofnun myntráðs til þess að festa gengi rúpíunnar. Fundur MPR stendur frá fyrsta til ellefta mars og kýs forseta þann 10. Fastlega er gert ráð fyrir að Su- harto verði endurkjörinn til sjö ára. Megawati gagnrýndi ræðu for- setans og tjáði fréttamönnum að ann Jensen, leiðtogi Venstre, taki við embættinu. Samkvæmt skoðanakönnuninni missir Sambandsflokkurinn sæti sitt á danska þinginu, en Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, er leiðtogi flokksins. Nýtur flokkur- inn stuðnings 22,7% kjósenda en Jafnaðarflokkurinn 22,4%, svo mjótt er á mununum. Jógvan Morkore félagsfræðing- ur segir flest benda til þess Færeyingar muni nota tækifærið til að lýsa óánægju sinni með dönsk stjómvöld er þeir gangi að kjörborði, rétt eins og árið 1994, er kjósendur lýstu óánægju sinni með færeyska ráðamenn í kosningum brögð hefðu verið í tafli er kosning- ar fóm fram í 'landinu í maí sl., og efnahagsvandinn hefði leitt til þess að almenningur treysti stjórnvöld- um ekki lengur. Megawati sagði fylgismenn sína, sem hún sagði vera um 20 milljónir að tölu, krefj- ast þess að Suharto gæfí þjóðinni meiri upplýsingar um vandann. Enn deilt um myntráð Hún sagði að óeirðirnar að undan- fömu sýndu að stöðugleiki í landinu væri í alvarlegri hættu og að traust fólks á stjórnvöldum, réttarkerfinu og opinbemm stofnunum hefði veikst til muna. Þá krafðist hún þess að gerð yrði frekari grein fyrir eignum Suhartos. „Landið er næst- um því gjaldþrota, en Suharto á sjálfur um 16 milljarða dollara að því er tímaritið Forbes segir. Þetta gæti orðið hluti af ítarlegri greinar- gerð hans til indónesísku þjóðar- innar,“ sagði Megawati. til Lögþingsins. Nú sé sú óánægju- alda liðin hjá og kjósendur beini sjónum sínum að heimastjómar- lögunum sem margir vilji breyta. Af flokkunum fímm sem bjóða fram í dönsku þingkosningunum vill aðeins Sambandsflokkurinn halda þeim óbreyttum. Þjóðveldisflokkurinn, sem hefur barist hart fyrir fullu sjálfstæði Færeyja, hyggst nú hefja afskipti af dönskum stjórnmálum, segir tíma til kominn eftir dönsk afskipti af Færeyjum í 600 ár. Þá hefur færeyski Jafnaðarmannaflokkur- inn gefið til kynna að ekki sé sjálf- gefíð að fulltrúi hans styðji danska jafnaðarmenn, nái flokkurinn kjöri. Walter Mondale, sendimaður Bandaríkjastjórnar,. átti fund með Suharto á mánudag, og flutti for- setanum þau skilaboð frá banda- rískum stjórnvöldum að eina leiðin út úr vandanum væri að koma á þeim umbótum sem IMF segði fyr- ir um. „Skyndilausnir“ væru óraun- hæfar. Sagði Mondale að til þess að styrkja stöðu rúpíunnar yrði að ráðast gegn þeim öflum sem lægju til grundvallar veikleika hennar. Bandaríski hagfræðingurinn Steve Hanke hefur veitt Indónesíustjórn ráðgjöf í efna- hagsmálum og leggur hann til að komið verði á myntráði, sem bindi gengi rúpíunnar við gengi Banda- ríkjadollars með þeim hætti að peningar í umferð verði aldrei meiri en sem nemur gjaldeyris- forða. Segir Hanke að mestu skipti að koma á stöðugleika í indónesísku efnahagslífí og mynt- ráð sé skilvirkasta leiðin til þess. Náms- menn mótmæla NÁMSMENN við Padjajaranhá- skóla, suðaustur af Jakarta, bera skólafélaga sinn á brott eftir að til átaka kom við lögreglu þar í gær. Námsmenn hafa mótmælt væntan- legu endurkjöri Suhartos forseta og Iagt stjórnarandstæðingum lið. Þá hafa námsmenn víða á Indónesíu farið í hungurverkföll, sem staðið hafa í allt að átta daga, til þess að krefjast þess að stjórn- völd bregðist við efnahagsvanda landsins. Átta námsmenn við Gajah Mada háskólann hafa verið lengst án matar og krefjast þess m.a. að stjórnvöld sjái til þess að matar- verð lækki. Oll mótmæli á götum úti hafa verið bönnuð frá því viku fyrir fund Þjóðarráðgjafasamkom- unnar. Hafa lögreglumenn, gráir fyrir járnum, aldrei verið fjarri er námsmenn hafa efnt til mótmæla. Hætt við forseta- kjör STJÓRN Slóvakíu kvaðst í gær hafa hætt við þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Atlants- hafsbandalaginu og forseta- kjör, auk þess sem 28 sendi- herrar voru kallaðir heim og hópur fanga náðaður. Sagði talsmaður Vladimirs Meciars, forsætisráðherra, að Meciar myndi taka við hluta valdssviðs Michals Kovacs forseta, sem lét af völdum á mánudag án þess að eftirmaður hans hefði verið kjörinn. Handtaka mót- mælendur LÖGREGLA í Nígeríu handtók í gær um tuttugu manns sem voru í hópi fólks er mótmælti herforingjastjórn Sani Abacha í höfuðborginni Lagos. Krafðist fólkið þess að Abacha tæki upp lýðræðislegri stjómarhætti og að forseti landsins yrði lýðræð- islega kjörinn. Abacha hefur boðað til kosninga í ágúst og hafa stuðningsmenn hans skor- að á hann að bjóða sig fram. Hafna boði um NATO-aðild AUSTURRÍKISMENN hafa hafnað boði um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalag- inu um sinn og verða utan þess næstu fimm til tíu árin að minnsta kosti. Það var Jafnað- armannaflokkurinn, sem er í stjórn landsins, sem tók þessa ákvörðun, þrátt fyrir að sam- starfsflokkurinn, Þjóðarflokk- urinn, vilji aðild að NATO. Eiturlyfjaflóð í Noregi YFIR sjötíu kíló af kókaíni hafa fundist á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs við strendur Noregs. Ekki er vitað hvaðan eiturlyfin berast en allt bendir til þess að þeim sé smyglað í vaxandi mæli með skipum. í síðustu viku fundust t.d. 25 kíló af kókaíní í sjóreknum bakpoka á Norðurmæri. Afsögn í Quebec DANIEL Johnson, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Quebec í Kanada, tilkynnti óvænt á mánudag að hann hygðist segja af sér til að rýma til fyrir nýjum leið- toga í barátt- unni gegn að- skilnaði hér- aðsins frá Kanada. Ákvörðum Johnsons varð til þess að styrkja kanadíska dollarinn og blása nýju lífi í baráttu Kanada- manna fyrir sameiningu lands- ins, en Frjálslyndi flokkurinn hefur farið fremstur í flokki þeirra sem eru andvígir sjálf- stæði Quebec. Vonast er til að Jean Charest, leiðtogi íhalds- manna, muni taka við af John- son en Charest nýtur geysi- legra vinsælda og er eini stjórnmálamaðurinn sem talið er að geti staðist aðskilnaðar- sinnum snúning. Kosið til danska þingsins í Færeyjum Sjálfstæðissinnum spáð þingsætum Þórshöfn. Morgunblaðið. Daniei Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.