Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mál innflytjenda franskra kartaflna fyrir Hæstarétti Sýknaður en búinn að afplána fangelsisdom MAÐURINN, sem var sýknaður í Hæstarétti í fyrradag af ákærum um lögbrot í tengslum við innflutn- ing á frönskum kartöflum, hefur þegar afplánað fangelsisvist vegna málsins. Hið sama á við um annan mann sem á fimmtudag var dæmd- ur í 100 þúsund króna sekt vegna brota í tengslum við innflutninginn. Þetta er í annað skipti sem Hæsti- réttur dæmir í þessum málum mannanna. Eftir að álagning jöfn- unargjaldsins, sem málið snerist um, var dæmd ólögmæt heimilaði Hæstiréttur að fyrri dómar í málum mannanna yrðu teknir upp að nýju. Samkvæmt þeim dómum höfðu mennimir verið dæmdir til fangels- isvistar. Sá sem var dæmdur til 100 þúsund króna sektar hafði verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundna, og hafði hann afplánað hinn óskilorðs- bundna hluta dómsins. Þriðji maðurinn, sem í fyrradag var dæmdur til 200 þúsund króna sektargreiðslu, hafði einnig verið dæmdur í fangelsi en hafði ekki af- plánað þann dóm, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. í dómskerfmu eru einnig til með- ferðar mál sem fyrirtæki mann- anna hafa höfðað til að fá endur- greiddar milljónafjárhæðir sem þeim var gert að greiða með jöfn- unargjaldinu, sem Hæstiréttur hef- ur dæmt ólögmætt. 40 milljóna endurkrafa Jón Magnússon, hrl., lögmaður þess þremenninganna, sem í fyrra- dag var dæmdur í 100 þús. kr. sekt, sagði að endurkröfumál skjólstæð- ings síns, sem snýst um 40 milljóna endurkröfu hans á hendur ríkinu, verði fiutt í Héraðsdómi Reykjavík- ur næstkomandi miðvikudag. Það er lengst komið endurkröfumál- anna en þau byggjast á því að mennimir fái endurgreiddar þær fjárhæðir sem innheimtar voru í jöfnunargjöld þau sem nú liggur fyrir að hafí verið lögð á án laga- heimildar. Jón Magnússon sagði einnig að nú, að gengnum þessum dómum í enduruppteknu málunum, blasi við að kanna möguleika á því að höfða skaðabótamál gegn ríkinu fyrir hönd þeirra manna, sem séu þegar búnir að sitja af sér fangelsisvist vegna brota, sem nú liggi fyrir að ekki hefði átt að afgreiða nema með sektargreiðslu. Neyðar- blysum stolið VIÐ EFTIRLIT björgunar- sveitarmanna og Landhelgis- gæslu með slysavamaskýlum á Vestfjörðum í liðinni viku kom í ljós að neyðarblysum- og flugeldum hafði verið stolið úr skýli á Látmm í Aðalvík. Rúmlega tugur skýla var skoðaður í þessari eftirlitsferð og kom hvarf neyðarblysanna úr Aðalvík í Ijós á fimmtudag. Talið er að ferðalangar hafi haft þau á brott í sumar eða haust, en um mikilvægan ör- yggisbúnað er að ræða. Að sögn lögreglunnar á ísa- firði var gert viðvart um hvarf. blysanna í fyrradag. Hún að ekki verði of oft brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að láta búnað í skýlum í friði. Ríkisendurskoðandi Oll laxveiði verður könnuð RÍKISENDURSKOÐANDI hefur ákveðið að taka fyrir alla laxveiði á vegum Landsbanka íslands og dótturfélaga bankans í skýrslu sinni tii bankaráðs í framhaldi af ósk Sverris Hermannssonar bankastjóra um úttekt á meintum kaupum bankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti á síðasta fundi að fresta allri umræðu um laxveiðileyfí þar til skýrsla ríkisendurskoðanda liggur fyrir. „Við erum að byrja þessa vinnu og ég hef ákveðið að líta einnig á dótturfélög Lands- bankans og tek þá fyrir alla lax- veiði bankans," sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær skýrslan lægi fyrir en ósk- að hefði verið eftir því að verkinu yrði flýtt eins og mögulegt væri. Framboðslisti R- lista samþykktur Á FUNDI Samráðs Reykjavíkur- listans, sem haldinn var í gær, var samþykkt tillaga uppstillingar- nefndar Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna 1998. Listann skipa eftirfarandi: 1. Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri. 2. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi. 3. Hrannar B. Amarsson, framkvæmdastjóri. 4. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi. 5. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull- trúi. 6. Alfreð Þorsteinsson, borg- arfulltrúi. 7. Helgi Pétursson, markaðsstjóri. 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 9. Anna Geirsdóttir, heilsugæslulæknir. 10. Stúlkan komin 1 leitirnar LÖGREGLAN í Reykjavík fann skömmu fyrir hádegi í gær 15 ára gamla stúlku sem hvarf af heimili sínu fyrir um viku síðan og grennslast hef- ur verið eftir undanfama daga. Stúlkan fór frá heimiii sínu að kvöldi föstudagsins 6. mars síðast liðins. Hún fannst í húsi f Austurborginni og var komið í hendur forráðamanna sinna í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ámi Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi. 11. Kristín Blöndal, myndlist- arkona. 12. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. 13. Pétur Jónsson, borg- arfulltrúi. 14. Guðrún Erla Geirs- dóttir, myndlistarkona. 15. Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari. 16. Sigrún Elsa Smáradóttir, mat- vælafræðingur. 17. Óskar Bergs- son, trésmiður. 18. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. 19. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, stjórnmálafræðinemi. 20. Sólveig Jónasdóttir, fræðslufulltrúi. 21. Kolbeinn Óttarsson Proppé, versl- unarmaður. 22. Kjartan Ragnars- son, leikstjóri. 23. Þuríður Jóns- dóttir, lögfræðingur. 24. Margrét Pálmadóttir, kórstjóri. 25. Rúnar Geirmundsson, framkvæmda- stjóri. 26. Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi. 27. Guðrún Hall- dórsdóttir, forstöðukona Náms- flokka Reykjavíkur. 28. Kristján Benediktsson, fyrrverandi borgar- fulltrúi. 29. Adda Bára Sigfúsdótt- ir, fyrrverandi borgarfulltrúi. 30. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra. Samþykkt var að vísa framboðs- listanum til staðfestingar hjá AI- þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Samtökum um kvennalista, sem funduðu um málið í gær. Uppstillingarnefnd Reykjavík- urlistans skipa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Valdimar K. Jónsson, Guðmundur Haraldsson, Einar D. Bragason og Guðrún Ögmunds- dóttir. Morgunblaðið/Þorkell UÓSMYNDIR Rúríar frá Bosníu-Herzegovínu hengdar upp á Kjarvalsstöðum. Umfangsmikið listaverk Rúríar sett upp á Kjarvalsstöðum " stríði LISTAVERK geta verið af öllum stærðum og gerðum. Sjaldgæft er þó að þau þeki fimm hundruð fermetra, að minnsta kosti inniverk, og sé skipt upp í sex hluta, eins og lista- verkinu sem Rúrí hefur komið fyrir á sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin var opnuð í gær. Yfirskrift hennar er Paradís - hvenær? og hefur Rúrí tekið helstu miðla samtímans í sína þjónustu til að lýsa ógnum og afleiðingum stríðs- átaka í heiminum. Sýningin er að sönnu mikil að um- fangi og yfirgripi, eins og blaðamað- ur og ljósmyndari Morgunblaðsins fengu að kynnast, er þá bar að garði á Kjarvalsstöðum tveimur tímum fyrir opnun í gærkvöldi. Þegar þeir „gengu inn í verkið“, í orðsins fyUstu merkingu, hittu þeir þar fyrir vel á annan tug manna, sem vann þá baki brotnu við að leggja lokahönd á upp- setningu þess - enda í mörg hom að líta. í miðjum hópi stóð „verkstjórinn“ sjálfur, Rúrí. „Þetta verk er ekki ein- ungis viðamikið, snertifletimir era líka margir - bæði tilfinningalega og skynrænt," sagði listakonan, þegar blaðamanni hafði sem snöggvast tek- ist að draga hana afsíðis. „I raun og vera er varla hægt að tala um einka- sýningu í þessu samhengi," bætir hún svo við. „Það hafa svo margir lagt mér lið og lagt mér til efni.“ Nefnir Rúrí sérstaklega Ijós- myndarana Þorkel Þorkelsson og Irenu Guðrúnu Kodic og kvik- myndatökumanninn Pál Steingríms- SPJALDSKRÁ sem hefur að geyma upplýsingar um fórnarlömb stríðs í heiminum undanfarin tíu ár. Rúrí er lengst til hægri. son, sem öll eiga verk inni í verkinu. Segja má að sýningin sé einn alls- herjar gagnabanki enda styðst Rúrí við margþætta tækni. Grannunnn era blaðaúrklippur úr Morgunblað- inu um stríð í heiminum frá árinu 1994, sem Rúrí safnaði, ásamt upp- ranalegum fréttatexta frá Reuters og dagbókarbrotum listakonunnar. A sýningunni era einnig ljósmyndir, litskyggnur, fjölmargar skriflegar og tölulegar staðreyndir um stríð og fórnarlömb þess, myndbönd, munir frá stríðshrjáðum löndum og sitt- hvað fleira, að ekki sé minnst á tölv- ur en alnetið hefur stóra hlutverki að gegna á sýningunni. Rúrí hefur unnið með þetta þema, stríðsátök, í meira en áratug. Kveðst hún draga alla sína reynslu saman í Paradís - hvenær? En hvað vakir fyrir listakonunni með þessu verki? „Mér hefur alltaf ofboðið skammsýni mannsins. Hann á að vera vaxinn upp úr því að ráð- ast á nágranna sína til þess eins að ásælast eitthvað, en undirrót ódæð- isverka af þessu tagi er alltaf græðgi, sama hverjir eiga í hlut. En þrátt fyrir þetta verðum við að lifa í voninni - það geri ég að minnsta kosti!“ ■ Drög að framtíð?/Lesbók 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.