Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 23
ERLENT
Reuter
Gafst upp á ísbaði
NORÐMAÐURINN Trygve
Bauge freistaði þess í gær að
setja heimsmet í ísbaði en
mistókst í fyrstu atrennu. Vatnið
í karinu var við frostmark en
Bauge er ekki jafn ókulvís og
hann taldi. Gafst hann upp á bað-
inu í bænum Ramstadsletta eftir
36 mínútur en metið er klukku-
stund og 14 mínútur. Hann
hyggst gera aðra mettilraun á
næstunni.
Ohugnanlegt morðmál í Tennessee
Sex ungmenni
krafín um 3,2
milljarða bætur
SEX ungmenni á aldr-
inum 15 til 21 árs eiga
yfír höfði sér alít að
229 ára fangelsisdóm
vegna morða á norsk-
um manni, bandarískri
eiginkonu hans og sex
ára dóttur á síðasta
ári. Þriggja ára sonur
hjónanna lifði árás
ungmennanna af. Rétt-
arhöld hófust yfir ung-
mennunum í Tenn-
essee í Bandaríkjunum
á mánudag og er gert
ráð fyrir að þau standi
í viku. Hefur verið
krafist um 46 milljóna
dala, um 3,2 milljarða
ísl. króna, í skaðabæt-
ur vegna morðanna.
Lillelid-fjölskyldan var á leið frá
fundi hjá Vottum Jehóva og ók út á
hliðarakrein sem eru hvfldarstöðv-
ar fyrir ökumenn. Þar bar að ung-
mennin sex, sem rændu fjölskyld-
una og skutu hjónin og böm þeirra.
Að því búnu óku þau yfir lfldn. Að-
koman að morðstaðnum var sögð
skelfileg og ekki bætti úr skák að
ungmennin höfðu á brott með sér
persónulega muni fjölskyldunnar
sem nokkurs konar „minjagripi".
Þau voru handtekin í bfl fjölskyld-
unnar á mexíkósku landamærun-
um nokkrum dögum
síðar.
Krafist var dauða-
dóms yfir fjórum af
sex úr hópnum, þar
sem þau voru yfir 18
ára aldri, en tvö ung-
mennanna voru 18 og
15 ára. Ungmennin
játuðu sig sek til að
komast hjá dauða-
dómi. Er krafist lífs-
tíðardóms yfir þeim,
auk þess sem þau hafa
þegar verið dæmd í 25
ára fangelsi fyrir að
ræna fjölskylduna.
Þau eiga allt að fjór-
faldan dauðadóm yfir
höfði sér og gætu því
átt í vændum 229 ára
fangavist. Skaðabótanna er krafist
fyrir hönd sonar þeirra, vegna for-
eldramissis og til að tryggja að þau
hagnist ekki á því að selja sögu
sína.
Við réttarhöldin hefur þvi verið
haldið fram að nítján ára stúlka,
Natasha Cornett, hafi verið leið-
togi hópsins sem framdi morðin.
Félagar hennar segja hana hafa
stundað svartagaldur og fullyrða
að hún hafi viljað drepa. Hafi hún
m.a. lagt á ráðin um að láta myrða
móður sína.
Reuters
NATASHA Cornett
f réttarsal er hún
bar vitni.
0140+326RD1 fundin
Washington. Reuters.
VÍSINDAMENN hafa fundið
unga vetrarbraut sem er fjær
jörðinni en nokkurt fyrirbæri í al-
heimnum sem áður hefur verið
vitað um. Brautin hefur fengið
sitt einkenni á máli stjörnufræð-
innar og gengur undir nafninu
0140+326RD1 meðal vísinda-
manna, sem stytta það þó stund-
um í RDl.
Vetrarbraut þessi er 90 milljón-
um ljósára Qær jörðu en fjærstu
hlutir sem þekktir hafa verið til
þessa. Uppgötvunin þykir mai-k-
verð og er talin geta auðveldað
stjarnfræðingum að finna svör við
þeim lykilspurningum stjamfræð-
innar hvenær og hvernig vetrar-
brautir myndast.
RDl er lýst sem meðalstórri
vetrarbraut og er hún Ijósminni
en vetrarbraut sú er jörðin er
hluti af. Ljósið frá henni hefur
farið 12,22 milljarða ljósára vega-
lengd er það berst til jarðar.
Vegna fjarlægðar RDl og jafn-
hraða ijóssins sjá stjörnufræðing-
ar hana nú eins og hún var þegar
aldur alheimsins var aðeins 6% af
núverandi aldri, eða 820 mifljón-
um ára eftir Miklahvell.
V///7777>.
CANON BJH250 litaprentari
Tilboðsverð aðeins
11.900
kr. stgr.
sími
m/símanúmerabirti
Tilboðsverð aðeins
6.900
kr. stgr.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
PHILCO FR350 kæliskápur
• Hæð 170 cm
• Breidd 60 cm
• 340 lítra
Tilboðsverð aðeins
39.900 kr. stgr.
Áður 55.900 kr. stgr.
HBH elektrónísk brauðrist
Tilboðsverð aðeins
I .990 kr.stgr.
Áður 2.790 kr. stgr.