Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ eru alkunn sannindi að
þá er menn hætta reyking-
um vilja þeir gjaman
gildna um miðjuna og víðar
um líkamann. Þegar ofan á þetta
bætist kyrrseta yfir tölvum, lang-
tímum saman, er ekki að sökum að
spyrja. Þá er oftast stutt í vöðva-
bólguna, millirifjagigtina og hvað
þeir heita nú allir þessir menningar-
sjúkdómar, en öllu þessu fylgir svo
ótímabær mæði, slen, slappleiki og
almennur lífsleiði, svo talað sé bara
hreint út. Þessir kvillar samanlagðir
ráku greinarhöfund af stað í leit að
nýjum lífsstíl, með breyttum áhersl-
um í mataræði og athöfnum. Hann
sá í hendi sér að við svo búið mátti
ekki standa og tímabært að veita
meðfæddri hreyfiþörf sinni eðlilega
útrás og fara í „ræktina" að hætti
nútímamanna.
Jónfna kenndi mér allt
í líkamsræktarstöðinni Planet
Pulse starfar Yesmine Olsen,
brosmild og dökk á brún og brá,
Hún er sænskur ríkisborgari en
rekur ættir sínar til Sri Lanka. „Ég
fæddist á Sri Lanka, en átta mán-
aða gömul var ég ættleidd til Sví-
þjóðar,“ segir hún. Aðspurð kvaðst
Yesmine aldrei hafa komið til suð-
urhafseyjunnar, þar sem hún er
upprunnin, og hún veit engin deili á
ættfólki sínu. „Ég veit ekki einu
sinni hvort ég á bræður eða systur.
Einhvern tíma fer ég þangað til að
vitja uppruna míns og það er spenn-
andi tilhugsun. En ég er ekki tilbúin
til þess ennþá.“
Yesmine hefur menntun í einka-
þjálfun og næringarráðgjöf frá
28 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
YESMINE stjórnaði „spinning" þjálfuninni af mikilli innlifun.
Líkamsrækt er vaxandi þáttur í lífsstíl nú-
tímamannsins, enda ekki vanþörf á í tölvu-
væddum heimi vefsíðunnar. Hér á landi
WlllllM bjóðast nú ýmsir möguleik-
ar til að styrkja líkamlegt og andlegt heil-
brigði og Sveinn Guðjdnsson kannaði einn
þeirra undir handleiðslu einkaþjálfarans
Yesmine Olsen í Planet Pulse líkamsrækt-
arstöðinni.
Morgunblaðið/Golli
„Fitness Industry Aktiverum" í Sví-
þjóð og hefur starfað við líkams-
rækt undanfarin fimm ár. Það var
Jónína Benediktsdóttir sem kom
henni á sporið í líkamsræktinni, en
áður hafði Yesmine vakið athygli
sem dansari og danshöfundur.
„Ég var að dansa í auglýsingu fyr-
ir verslun þegar Jónína kom auga á
mig, og henni fannst ég hafa eitthvað
SKREF FYRIR SKREF TIL ARANGURS
► KYNNING Á AÐSTÖÐU
► EIGIN ÆFINGAÁÆTLUN
► ÖNDUN OG SAMHÆFING
► ÖRYGGI í ÞJÁLFUN
► EINFALDAR OG SKEMMTILEGAR ÆEFINGAR
AÐ
BYRJA
ARANGUR
LIKAMINN AÐLAGAST
MERKJANLEGUR ÁRANGUR
BÆTT ÚTLIT OG HEILSA
ÆFINGAÁÆTLUN ÞRÓUÐ
MARKMIÐ ENDURSKOÐUÐ
VIÐHALD
ÆFINGAAÆTLUN FINSTILLT
LÍKAMLEGUM MARKMIÐUM NÁÐ
NÝJUM ÆFINGUM BÆTT VIÐ
BETRA ÚTLIT
AUKIN ORKA OG SJÁLFSTRAUST
Hvernig á að bregðast við þeim
sem sjá aldrei eigin sök?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Hvemig á maður að
bregðast við gagnvart nákominni
manneskju, sem sér aldrei eigin
sök? Allt er öðrum að kenna.
Þetta hefur skapað mikia spennu
f öllum samskiptum. Hvað er til
ráða?
Svar: Flest okkar þekkjum við
dæmi um þetta, enda eru það
margir sem reyna að koma af sér
sök eða hafa þörf fyrir að varpa
sök á aðra. Þetta er ákaflega al-
gengt hjá bömum, en margir
fullorðnir hafa einnig tilhneig-
ingu til þess í mismiklum mæli.
Sumir bregðast nær alltaf þannig
við og getur það orðið hvimleitt
fyrir aðra sem hlut eiga að máli.
Auðvitað er hugsanlegt að til sé
svo vammlaust fólk að það þurfi
aldrei að kenna sér um neitt sem
aflaga fer, en miklu líklegra er að
viðkomandi hafi veikleika eins og
annað fólk, sem hann hafi óvenju
mikla þörf fyrir að dylja fyrir
sjálfum sér og öðrum. Hann hef-
ur þá komið sér upp fúllkomnari
ímynd af sjálfum sér en hann
getur staðið undir og jafnvel
minni háttar ávirðingar særa
sjálfsvirðingu hans. Þvf grípur
hann til þess að horfast ekki í
augu við eigin mistök og varpa
þeim þess í stað yfir á aðra. Hér
eru varnarhættir eins og bæling,
réttlæting og frávarp að verki,
sem hjálpa okkur til að komast af
í daglegu lífi, en koma jafnframt í
veg fyrir raunsætt mat á aðstæð-
um og innsæi í eigið sálarlíf.
Þetta getur oft valdið erfiðleikum
í samskiptum við aðra.
Flestir gera sín mistök í dag-
legu lífi eða hafa rangt fyrir sér
stundum og geta tekið því án
þess að það valdi þeim teljandi
óþægindum. Aðrir fá sektar-
kennd, mikla fyrir sér minni hátt-
ar ávirðingar og mistök sem þeir
gera og verða jafnvel þunglyndir.
Þeir sem sffellt afneita eigin
ávirðingum eða koma þeim yfir á
Varnarhættir
aðra, mundu því líkast til verða
kvfðnir og þunglyndir, ef þeir
hefðu ekki þessar varnir til að
verjast sektarkenndinni.
Vamir af þessu tagi geta orðið
þrálátt skapgerðareinkenni og
öðrum finnst þessir einstaklingar
^ft sjálfúmglaðir og sjálfmiðaðir.
í ævintýrinu um Mjallhvít stend-
ur vonda drottningin gjaman fyr-
ir framan spegilinn og spyr:
„Spegill, spegill, herm þú mér,
hver fegurst er á landi hér?“ Það
fer illa fyrir drottningunni og
boðskapur ævintýrisins er m.a.
sá, að sjálfsdýrkun leiði ekki til
velfamaðar. I grísku goðsögninni
um konungssoninn Narcissus
kveður við sama tón. Hann gat
ekki elskað nokkra konu, en varð
ástfanginn af spegilmynd sinni í
vatnsfletinum, festist þar í aðdá-
un á sjálfum sér og breyttist í
vatnalilju (narcissus). Þetta skap-
gerðareinkenni hefúr verið nefnt
sjálflægni (narcissismus) og
skýrt sem óvenju sterk tilhneig-
ing til sjálfsdýrkunar í þeim til-
gangi að breiða yfir djúpstæða
vanmetakennd. Sjálflægni er
þannig ein leiðin til að viðhalda
sjálfsvirðingu sinni og getur m.a.
komið fram í þvi að viðurkenna
aldrei sök hjá sjálfum sér.
Hvað er til ráða? Andmæli eða
rökræður duga yfirleitt skammt
við hina vammlausu og geta jafn-
vel gert illt verra, þannig að
vamir þeirra tvíeflist og sann-
færing þeirra um eigið ágæti
festist enn betur í sessi. Þveröfug
aðferð gæti jafnvel verið væn-
legri til árangurs. Með því að
sýna þeim alla samúð og styðja
við sjónarmið þeirra í einu og öllu
svo jaðraði við fjarstæðu (ad abs-
urdum), kynnu þeir af örlæti sínu
að draga nokkuð í land og láta
hina njóta sannmælis. Önnur að-
ferð og uppbyggilegri væri að
gefa gott fordæmi með því að
vera ófeiminn við að segja frá
eigin mistökum og að allir geri
einhvem tíma mistök. Það verður
þó að viðurkennast að það eru
engin haldbær ráð til að breyta
svo þrálátum skapgerðareinkenn-
um á einfaldan hátt, og jafnvel
sálfræðileg meðferð kemur oftast
að takmörkuðu gagni, nema þeir
sjálfir finni hjá sér þörf til að
leita aðstoðar vegna annarra sál-
rænna vandamála. Líklega er
best að reyna að una við þessa
hegðun og leiða hana hjá sér eftir
bestu getu.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur & hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 í síma 569
1100 og bréfum eða sfmbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Enn-
fremur sfmbréf merkt: Gylfi Ás-
mundsson, Fax: 560 1720.