Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 29
TEYGT var og togað á flestum vöðvum líkamans Á FÆRIBANDINU geta menn horft á sjónvarp eða undir handleiðslu Yesmine. hlustað á tónlist á meðan skokkað er. AGNES Jóhannsdóttir sá um nuddið í pottinum og andlitsleirbaðið, en leirinn er fluttur inn frá Ungverjalandi og er sagður vera um 15 til 20 þúsund ára gamall. við mig sem myndi henta vel við þjálfun í líkamsrækt og það sem hún var að vinna að í „Studio Aktiverum" í Svíþjóð. Og það má segja að Jónína hafi kennt mér allt sem ég kann í lík- amsrækt óg þjálfun,“ segir Yesmine. Hún hefur oft komið hingað til lands til að þjálfa og á íslenskan kærasta, Steindór Gíslason, knattspymumann í Fylki, sem einnig starfar við Planet Pulse heilsulindina. Dreymir um að verða söngkona í heimi danslistarinnar er nafn Yesmine vel þekkt og hún hefur unnið til fjölda verðlauna og viður- kenninga á því sviði og samið dansa fyrir marga þekkta skemmtikrafta. Má þar nefna að hún er höfundur og jafnframt dansari í myndbandinu „Sweet Thing“ með Joncetown, sem oft birtist á MTV-sjónvarpsstöðinni og hún samdi dansa fyrir Þýska- landstúr „Back Street Boys“ svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar þessari törn líkur í júlí ætla ég að snúa mér aftur að dans- inum og jafnframt að koma mér á framfæri sem söngkona," segir hún og brosir við tilhugsunina. „Mig hefur nefnilega alltaf dreymt um að slá í gegn sem söngkona. Reyndar hef ég fengist dálítið við söng og unnið meðal annars með Mána Svavarssyni, til dæmis á plötu sem gefin var út með lögum úr kvik- myndinni „Blossa“. Lagið heitir „I love the Nightlife" og þótt það sé kannski ekki alveg í mínum stíl var þetta skemmtileg reynsla. Vonandi áttu eftir að heyra meira frá mér sem söngkonu. Hver veit...?“ Vöðvarnir teygðir og togaðir Greinarhöfundur hafði aldrei stigið fæti sínum í líkamsræktar- stöð áður en hann vogaði sér í Pla- net Pulse. Einhverra hluta vegna hafði hann ímyndað sér að á slíkum stöðum væri mikill hávaði og læti, ys og þys, þar sem sveittir búkar troðast hver um annan þveran und- ir dúndrandi teknó-tónlist. Sú var ekM raunin á þessum stað heldur þvert á móti. Þarna ríMi afar þægi- legt andrúmsloft, að vísu sveitt fólk í tækjum hér og þar, en menn virt- ust tiltölulega afslappaðir og tónlist- in á þægilegu nótunum. Þeir sem vildu æfa við villtari hljóðfæraslátt gátu sett á sig þar til gerð heyrnar- tæM og horft á sjónvarp á meðan þeir skokkuðu á færibandinu, sem þjónar hlutverki hlaupabrautar. Fyrst var farið á hlaupabrautina og síðan í tæMn og lagst á hinar ýmsu gerðir af bekkjum, þar sem teygt var og togað á flestum vöðv- um líkamans undir handleiðslu Yesmine. Hún sagði að æfinga- prógramið væri miðað við átta vikur og leiðin til árangurs tekin skref fyrir sM'ef. „Ég byrja á því að kanna líkamlegt ástand viðkomandi og mataræði, og miða þjálfunina út frá því. Þess vegna geta leiðirnar að settu merM verið eins mismunandi og mennirnir eru margir." Púl og svo fullkomin afslöppun Fyrirbrigðið sem kallað er „spinning“, og nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir, felst í því að menn setjast á bak kyrrstæðum hjólhesti og hjóla eins og þeir eigi lífíð að leysa í um það bil þrjá stundarfjórðunga. Um leið er þetta eins konar yoga þar sem lögð er áhersla á hugleiðslu og viðeigandi tónlist leikin undir. Þetta er heil- mikið púl og tekur auðvitað á fyrir óvana enda fékk greinarhöfundur verk í kálfana og hætti eftir hálf- tíma. Það borgar sig ekM að fara of geyst í byrjun. En þjálfararnir hafa ráð undir rifi hverju í svona tilvik- um og einn þeirra kenndi nýliðan- um að þrýsta tánum upp við vegg til að losna við verMnn. Rúsínan í pylsuendanum var svo fullkomin afslöppun í nuddpottunum þar sem nuddkonan Agnes Jóhanns- dóttir fór mjúkum höndum um axlir og háls blaðamannsins, og veitti ekki af enda þjáður af langvarandi vöðva- bólgu á þessum líkamspai'ti. I pott- unum eru steinefnarík sölt, sem unn- in eru úr heilsulind einni í Ungverja- landi. Upp á þennan lúxus er boðið í hvert sinn og einu sinni í viku fá menn fría andlitshreinsun með þar til gerðu leirbaði. Leirinn er einnig frá Ungverjalandi, teMnn úr botni ævafomrar heilsulindar og er sagður vera 15 til 20 þúsund ára gamall. Á eftir getur maður svo skellt sér í gufubað, og er um tvo klefa að ræða, annan með „piparmyntulyM“ og hinn með „furunálalykt", sem stafar af því að í gufunni era ilmolfur, ann- ars vegar „Eucalypthus“, sem talið er afar hollt fyrir öndunarveginn, og hins vegar „pine“, sem er alhliða ilm- olía og „góð fyrir líkama og sál“, eins og nuddkonan orðaði það. Undirritaður var að vonum upp- rifinn yfir þessari meðhöndlun og hugsaði með sér að hinn nýi lífsstíll nútímamannsins væri kannski ekki svo galinn þegar allt kemur til alls. Hann ákvað því að fara í skipulagða þjálfun og meta svo árangurinn að þremur mánuðum liðnum. Var okk- ar maður nú mældur í bak og fyrir, bæði þrek- og fitumældur auk þess sem málbandi var slegið á kálfa, læri, rass, mitti, brjóst og upphand- legg- Vitaskuld geta menn notað mis- munandi aðferðir til að koma sér í form og þær þurfa ekki allar að hafa svo miMnn kostnað í för með sér. Menn geta farið út að skokka eða hjólað í vinnuna. Þeir geta farið í sund eða stundað Mullersæfingar heima í stofu. Það er líka hægt að fara að dæmi Stuðmanna og „taka til við að tvista“ til að losna við aukakílóin. Svo er hinn kosturinn líka fyrir hendi: Að skella sér í „ræktina“. Aðalatriðið er bara að hrista af sér slenið, drífa sig af stað og hvika hvergi frá settu marki... MU LLERSÆFINGAR Æfingar þær sem kenndar eru við þýska heiisuræktarfrömuð- inn J.P. Miiller reyndust mörgum drjúg heiisubót hér á árum áður. Þessar myndir eru úr bók, sem út kom á fyrri hluta þess- arar aldar, en í formála hennar segir m.a.: „Yfirburðir þessarar aðferðar yfir aðra heimafimleiki eru að- allega í því fólgnir, að hún snýr einkar heilsusamlegan samþætt- ing úr öilu þrennu: fimieikum, loftbaði og vatnsbaði, er við allra hæfí með litlum afbrigðum og þó öðrum aðferðum ódýrari, um- svifaminni og auðlærðari.“ 0 HÖFUNDURINN, J.P. Muller, sat sjálfur fyi-ir á mörgum myndanna í bók- inni, enda bráðmyndar- legur maður eins og sjá má. 0 MULLER í kunnug- legri stellingu, en þetta var ein af eftilætisæfing- um meistara Þórbergs Þórðarsonar. 0 ALGENGT var að menn stunduðu Miill- ersæfingarnar kviknaktir og gilti þá einu hvort æft var innandyra eða utan, vetur eða sumar. Handavinnuklúbburinn Nýtt á prjónunum og garnverslunin Storkurinn efna til prjónasam- keppni. Leitað er eftir nýrri hönnun og uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti. Ekki er nauðsynlegt að uppskriftin fylgi með en tekið verður á móti innsendum flíkum til 15. maí hjá Vöku-Helgafelli í Síðumúla 6. Þeim ber að skila undir dulnefni ásamt lokuðu umslagi með upplýsingum um höfund. Eina skilyrðið er að flíkin sé prjónuð úr Rowangarni. (jlœóilecj verðlaim loði ev'a i 1. 50.000 kr., ásamt Rowangarni að verðmæti 15.000 kr. og ársáskrift að Nýju á prjónunum. 2. -3. Rowangarn að verðmæti 15.000 kr. og ársáskrift að Nýju á prjónunum. 4.-10. Rowangarn að verðmæti 10.000 kr. og Stóra draumaráðningabókin i nýrri og aukinni útgáfu. STORKURINN göötnöeRsGun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.