Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 33 Þrautir Hugos LEIKiR Leikurinn Ævintýri Hugos er úr smiðju danska fyrirtækisins Interact- ive Television Entertainment, ITE. Islenskur umboðsaðili er Cazual ehf. Leikurinn krefst að minnsta kosti 66 MHz 486Dx2, 8 Mb innra ntinnis og VGA-skjákorts. Hann styður hljóð- kort en hægt er að vera án þess. hefur hann verið seldur til tuttugu landa og vel tekið hvarvetna; Hugo er vinsælasti sjónvarpsþáttur sög- unnar í Svíþjóð, vann til verðlauna í Þýskalandi og naut slíkrar hylli í Brasilíu að hátt í tvær milljónir hringdu í sérstakan Hugo-síma þegar best lét, svo dæmi séu tekin. Vinsældirnar urðu höfundum Hugos hvatning til að setja saman tölvuleik og sá hefur ekki notið minni vinsælda en þátturinn og víða náð metsölu ef marka má áð- urnefnda heimasíðu framleiðand- ans. Þar kemur og fram að fjöldi Hugo-leikja er í smíðum, til að mynda PlayStation-gerðir, en þeg- ar eru til kennsludiskar, jóladiskur og leikirnir sem snarað hefur verið á íslensku, aukinheldur sem Hugo- er til fyrir GameBoy. SKÓGARPÚKINN Hugo, sem þýðandi umrædds leiks kallar reyndar tröll, kom fyrst fram í sjónvarpi í Danmörku fyrir tíu ár- um og vakti þegar hrifningu yngstu kynslóðarinnar. Þátturinn gekk það vel í Danmörku að sjón- varpsstöðvar víða um heim leituðu eftir sýningarrétti og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu útgef- Afbragðs golfleikur LEIKIR Actua Golf 2, leikur fyrir PlayStation frá Gremlin Interactive. GREMLIN Interactive hefur verið einn af stærstu framleiðend- um íþróttaleikja og meðal góðra leikja eru Actua Golf, Aetua Soccer og Actua Icehockey. Skammt er síð- an framhald af Actua Golf kom út og nefnist einfaldlega Actua Golf 2. Actua Golf 2 er afbragðs golfleik- ur, brautimar eru gerðar nákvæm- lega eftir fyrirmyndinni og má þar á meðal nefna Oxfordshire-brautina, sjóbrautina á Kiawah-eyjum og fleiri góðar brautir. Hægt er að velja um átta leikmöguleika, æf- ingu, eina braut, keppni milli tveggja, leik milli fjögurra, áhuga- manna, keppnisferð og loks at- vinnumannakeppni. Tveir frægir golffréttamenn lýsa áliti sínu á skotum þess sem leikur, Peter Alliss og Alex Hay. Frekar leiðigjarnt er að heyra stanslaust tal um hversu lélegt skotið var, veðrið í brautinni og allt um braut- ina og sleppir greinarhöfundur vanalega hljóðinu í þessum annars ágæta leik. Allar hljóðupptökur eru þó mjög vel gerðar og kemur ekki oft fyrir að lýsendurnir endurtaki sig. Meiri metnað hefði mátt leggja í grafík leiksins og sleppa þá jafnvel alveg Peter og Alex en sumum finnst kannski gott að láta gagn- rýna sig stanslaust allan tímann er á golfinu stendur og hafa gaman af sífelldu þvaðri um hitt og þetta. Mjög margar útsýnisstegundir standa leikmanni til boða og spillir þar ekki fyrir hversu vel allt um- hverfi er teiknað. Leikur þessi ætti að höfða til allra golfáhugamanna og gæti jafn- vel dregið fleiri að sportinu. Ingvi M. Árnason Þrautir og þrengingar Sagan er ekki ýkja flókin, gengur út á það að ill norn hefur handsam- að maka Hugos, Hugolinu, og af- kvæmi til að halda fegurð. Það kemur í hlut Hugos að frelsa fjöl- skylduna og til þess þarf hann að leysa nokkrar þrautir í tjórum leikjum sem eru leiðimar að prís- undinni, köfunarleikur, hjólabretta- leikur, íshelhshopp og lurkahopp. Enginn leikjanna er teljandi erfið- ur, en þó þarf að gæta að sér og vera vel á verði, til að mynda þarf að forðast illvíga krabba og viðsjár- vert þang og safna fjársjóðum. Leikirnir eða þrautirnar eru hannaðir fyrir yngstu kynslóðina og nýtast henni bráðvel; bráð- spennandi á köflum og prýðileg dægrastytting. Þýðingin á leiknum er og vel heppnuð og talandi Hu- gos óþvingaður og eðlilegur. Helsti ljóður á leiknum er frum- stæð innsetning hans og grafíkin harla gamaldags, að minnsta kosti fyrir þá sem vanir era hátækni- væddum teiknimyndatöfrum. Sá sem setur leikinn inn verður helst að kunna einhver skil á hljóðkort- um og kenjum þeirra, enda er leik- urinn DOS-leikur sem keyrir i Win32-ham með bein kerfisköll. Ekki ætti þó nokkur að láta þetta aftra sér frá því að festa kaup á Hugo fyrir yngstu kynslóðina, því auðvelt er að sigrast á hugsan- legum göllum á uppsetningu og þegar komið er inn í leikinn skýrir hann sig sjálfur. Árni Matthíasson ítoAukþessurval afejtirréttum. Lj* leikurfyrirdanst rn _ tií kL_3 Pantið með góðum fyrirvara á r skemmtiatriðin og missið ekki af vin- sælasta kór landsins, frábærum skemmti- HÓTEL ÍSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur. kröftum og hljómsveit. r r f r f ) f- > h v Laugardaginn 14. mars DAGSKRÁ: Karlakórínn Heimir meö stórskemmtilega og fjölbreytta söngdagskrá. Söngstjóri: Stefán R. Gíslason. Einsöngvarar: Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Undirleikarar: Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason PSé^Sngrímur J. Sigfússon, alþingismaður og Jóhannes Kristjánsson Álftagerðisbræður taka lagib. Kynnir: Geirmundur Valtýsson. Hefur t)ú prófað að tippa á netinu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.