Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 37

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ð rússneska tenfflliðnum Scanfoto fagnnjósnarans Svens Lamark, 1 mér mín“ að Haraldur konungur færi í opin- bera heimsókn til Rússlands fyrir mitt ár. Niðurstaðan var þó skýr: Júlí Kvítsínskí, sendiherra Rúss- lands í Noregi, verður kallaður íyrir í utanríkisráðuneytinu og fímm rúss- neskum njósnaforingjum vísað úr landi. Grunsamlegar heimsóknir Svein Lamark er 47 ára gamall, ráðgjafi í félags- eða sveitarstjórna- ráðuneytinu og hefur sérstaklega með að gera mál, sem varða Barentshafssamstarfið, sambandið milli Noregs, Evrópusambandsins og Rússlands og norrænt samstarf almennt. Hefur hann farið til Rúss- lands nokkrum sinnum. Það var Igor Tsjalí, blaðafulltrúi við rússneska sendiráðið í Osló, sem hafði fyrst samband við hann 1994. Kom hann inn á skrifstofu Lamarks, kynnti sig og vildi spjalla við hann, sérstaklega um viðskiptamiðstöð í Arkangelsk, sem Norðmenn voru þá að stofna irk söguna? hefði brotið trúnað og rofið þá samn- inga, sem verið hefðu milli hans og leyni- þjónustunnar. Sagði hann, að í málum af þessu tagi væri það meginreglan, að menn segðu aldrei frá tengslum sínum við leyniþjónustuna. Kvaðst hann aðeins geta furðað sig á framferði Lamarks. I Noregi eru vangaveltur um, að Lamark hafí selt Verdens Gang sög- una en um það er ekkert vitað enn. Lamark sagði í gær, að hann hygðist ekki skrifa bók um ævintýri sín með Rússunum. Lamark þar. Virtist það allt vera með felldu en þegar Tsjalí hélt áfram komum sínum vöknuðu grunsemdir með La- mark. Hafði hann þá samband við norsku leyniþjónustuna. Eftir þetta hófust njósnimar eða gagnnjósnirnar og Lamark hafði marga tengiliði áður en Serebrjak- ov, sem notaði dulnefnið Gunnar, kom til sögunnar. Voru sumir fund- irnir haldnir erlendis, meðal annars í Sankti Pétursborg. Hafði Lamark ekki hitt Tsjalí lengi þegar Jevgení Prímakov, utanríkisráðheira Rúss- lands, kom í heimsókn til Noregs í febrúar fyiár ári og þá hafði Tsjalí samband við hann. Þá var ákveðið, að Lamark færi til Sankti Péturs- borgar til að treysta enn betur sam- bandið við rússnesku leyniþjónust- una. Vildi rúmar sjö millj. kr. í árslaun Lamark fór þangað í mars í fyrra og ræddi þar við allnokkra rúss- neska njósnaforingja. Þar var ákveðið, að stjórnandi hans yrði Anatolí Alexejev eða Alex en La- mark vildi fá 100.000 dollara, um 7,3 milljónir ísl. kr., í árslaun. Rússarnh- voru hins vegar ekkert útausandi á peninga og þeir voru ekki ánægðir með fundafyrh-komulagið í Ósló. La- mark vildi hins vegar, þótt hann segði það að sjálfsögðu ekki, að sem auðveldast væri að fylgjast með þeim. Þeir ákváðu, að næsti fundur yrði í Helsinki. Norskum stjórnvöldum, a.m.k. fyri'i stjóm, fannst þetta mál með ólíkindum. Ellen Holager Andenæs, fyrrverandi yfirmaður norsku leyni- þjónustunnar, átti marga fundi með Gerd Liv, fyrrverandi dómsmálaráð- herran, en hún vildi varla trúa því, að Rússar væra jafn iðnir við kolann nú og á sovéttímanum. Andenæs fullvissaði hana þó um, að svo væri. Andenæs sagði í samtali við dag- blaðið Aftenposten í ágúst sl., að jafn mikið væri um njósnir í Noregi og áður en Sovétríkin hrandu og var þeirri yfirlýsingu hennar tekið held- ur óstinnt upp af ýmsum norskum stjórnmálmönnum. Meðal þeirra var Gunnar Skaug, varaformaður stjórnarskrárnefndar Stórþingsins. í gær vildi hann aðeins svara því til um gagnrýni sína á Andenæs, að í Evrópu væri komin upp ný, pólitísk staða og mikilvægt fyrir Norðmenn að sýna ríkjunum í Austur-Evrópu tillitssemi. Á þessum tíma fékk Lamark eng- in norsk skjöl fyrir Alex en aftur á móti fékk hann sænsk. I samstarfi við sænsku leyniþjónustuna var búið til heilmikið af „fölskum" skjölum, sem Lamark þóttist hafa stolið hjá NUTEK, sænskri ríkisstofnun, þeg- ar hann var þar í heimsókn. Fundurinn í Helsinki fór fram í einbýlishúsi fyrir utan borgina og þar lagði Alex handskrifaðan spurn- ingalista fyiir Lamark. Meðal ann- ars var spurt um Noreg og NATO, norðursvæðin, stefnu Norðmanna í olíumálum og sambandið milli Nor- egs og Rússlands. Lamark lofaði að koma með svörin daginn eftir. Fylgdist finnska leyniþjónustan með þessum fundi. Þjarmað að Lamark Á Helsinki-fundinum var ákveðið, að næsti fundur yrði í Múrmansk og þangað fór Lamark 17. október sl. Á þeim fundi var Alex mjög ágengur, tók samtöl þehTa upp á myndband og var stundum ógnandi. Vildi hann, að Lamark gengi undir lygamælis- próf en því neitaði Lamark nema hann fengi vel greitt fyrir það. Hann neitaði líka að eiga fleiri fundi í Rússlandi og krafðist þess, að þeir yrðu í Noregi. Féllst Alex að lokum á, að næsti fundur yrði þar. Lamark hitti Serebrjakov fyrst í nóvember sl. og lykillinn að þessum fyrsta fundi þeirra var efth'farandi: „Hittumst við ekki á Polarní Zorí?“ og Lamark jánkaði því. Eftir þetta áttu þeir nokkra fundi og þá gat Lamark afhent skjöl, sem norska leyniþjónustan taldi skað- laus. LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 37 ------------------------- Heilbrigðisþjónustu vegna fæðinga og kvensjúkdóma þarf að nýta betur Allt að 2-4 sinnum fleiri meðgöngur og fæð- ingar eru að baki hverjum fæðingarlækni og hverri ljósmóður á Kvennadeildinni en víðast annars staðar á landinu, segir Reynir Tómas Geirsson, forstöðulæknir hennar. Hann spyr, hvort það geti verið verjandi að hafa bæði ljósmæður og lækna á vakt 365 sólarhringa ársins til að taka á móti 10-20 börnum? 7 Mundu menn hafa þetta svona í öðram rekstri? Af hverju ekki að flytja fjár- magn bak við illa nýttar stöðuheimildir þangað sem þess er meiri þörf og bæta þannig þjónustuna? Hvergi í nálægum löndum væri fé eytt með þessum hætti. Hvernig getur verið verjandi að hafa bæði ljósmæður og lækna á vakt 365 sólarhringa ársins til að taka á móti 10- 20 börnum? Læknar eru hvort eð er á vakt á þessum stöðum. Góð greiðsla fyrir útköll til viðbótar dagvinnu væri rökréttari. Menn verða að horfast í augu við að starfsemin er einfaldlega orðin of lítil á sumum stöðum til þess að faglegur eða fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir hendi. AKVENNADEILD Landspít- alans fæðast 2/3 af öllum börnum landsins, sem betur fer flest eðlilega og af heil- brigðum konum. Kvennadeildin verður fimmtug á næsta ári. Með árunum hef- ur hún þróast í að vera miðstöð fyrir hin sérstöku heilbrigðismál kvenna. Kvennadeildin er eina fæðinga- og kvensjúkdómadeildin á landinu sem er af þeirri stærð sem þarf til að halda uppi sérhæfðri fósturgreiningu og mæðravernd, sjá um meðferð alvarleg- ustu meðgöngusjúkdóma, kvensjúk- dóma og krabbameina í grindarholi og bjóða tækniírjóvgun. Kvennadeildin þarf að vera vel búin tækjum og eink- um vel menntuðum mannafla til að unnt sé að veita verðandi læknum, ljós- mæðrum og hjúkrunarfræðingum full- nægjandi menntun og stunda jafnframt rannsóknavinnu sem stenst alþjóðlegan samjöfnuð varðandi ýmis heilsufarsmál kvenna. Sérhæfing á sambærilegum deildum hefur allsstaðar í heiminum aukist hraðfara. Margt af því sem gert er nú krefst mikillar þjálfunar starfs- fólks og réttra aðstæðna sem ekki er hægt að hafa nema á einum stað á land- inu. í umræðu um sparnað í heilbrigð- iskerfinu verður að hafa þetta í huga. Á Kvennadeildina leita 30-40 þúsund manns á ári, fæðingar eru tæplega 3000, skurðaðgerðir um 3600, ómskoð- anir 9500, legvatnsástungur nær 500, yfir 2000 konur koma vegna vandamála snemma í þungun og 13000 skoðanir eru í mæðravernd. Á hverjum degi ber- ast okkur 3-400 símtöl og fyrirspurnir frá konum og aðstandendum þeirra. Allskonar heilsuvandamálum kvenna á öllu landinu er sinnt og hjá því verður ekki komist. Mörg ný starfssvið var ekki hægt að sjá fyrir þegar deildin var byggð eða þegar hún var stækkuð síð- ast íyrir aldaifjórðungi. Fæðingum hefur fjölgað um nær helming á tveim ái-atugum. Glasafrjóvgun var ekki til og ómskoðun, fósturgreining og erfðaráð- gjöf með allt öðrum hætti en nú tíðkast. A sama tíma hefur kvensjúkdómaað- gerðum og fæðingum fækkað víða ann- ars staðar á landinu. Taka þarf mið af því hvar verið er að veita þjónustuna og hvers eðlis starfsemin er á hverjum stað. Nútíma samgöngur, ný fjar- skiptatækni og framþróun hafa ger- breytt öllum forsendum skipulagningar í heilbrigðisþjónustu. Of fátt starfsfólk Kvennadeildin er í mörgu vel búin, ekld síst vegna góðra gjafa ýmissa líkn- arfélaga og annarra velunnara á liðnum árum. Samt vantar allmargt til að mæta þörfum líðandi stundar og næsta áratugar. Þyngst vegur að bæði lækn- ar, Ijósmæður og annað starfsfólk er fæn-a en það ætti að vera miðað við sambærilegar stofnanir í Norðvestur- Evrópu. Margir starfsmenn verða að afkasta mun meira en kollegar þeirra erlendis og vinnuálagið er oft mikið. Við slíkar aðstæður má nær ekkert út af bera til að hægt sé að anna öllu sem gera þarf. Nægur sérhæfður mannafli er undirstaða þess að vel gangi að byggja upp fjölþætta starfsemi, aðlaga hana breyttum tímum og taka upp nýj- ungar. Kvennadeildin hefur hagrætt og gætt ráðdeildar. Hún er nú eina svið Ríkisspítala sem hefur tekist að haldið sig að þröngum ramma fjárveitinga. Rými til að stuðla að framfórum er samt mjög lítið og vonbiðlun til stjórn- valda hefm- ekki borið mikinn ávöxt. Því miðm' fær deildin ekki einu sinni að láta sértekjur deildarinnar renna fi’á konum til kvenna, nema í litlum mæh. Er þá undarlegt þó litið sé til þess hvort ekld sé tími til kominn að færa til Kvennadeildar eitthvað af því sem ætl- að er til þessarar þjónustu annars stað- ar en er ónotað eða lítt notað? Hvaðan er hægt að færa fé? Hvaðan er þá hægt að færa fé? Það er frá stöðum þar sem nú er tæpast hægt að veita viðunandi þjónustu mið- að við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Dæmi væri staður í dreifbýli þar sem fæðingar voru kannski 30-40 á árinu, fæðingaraðgerðir einungis þrjár og 4 rúm stóðu tilbúin til að taka við einni sængurkonu eftir auðvelda fæðingu á 12 daga fresti. Þar getur hvorki talist hagkvæmt né skynsamt að hafa tvískipta vakt ljósmæðra allan sólar- hringinn eða skurðlækni stöðugt til taks. Grundvöll- ur skurðlækninga hefur gjörbreyst. Annars staðar er stöðug vakt Ijós- mæðra þó aðeins fá böm fæðist á ári og mæðra- eða ungbarnaeftirlit að sama skapi ekki fyrirferðarmikið. Annars staðar eru sérfi'æðingar og skurðstofu- viðbúnaður langt umfram það sem í ná- grannalöndunum væri talið eðlilegt. Allt að 2-4 sinnum fleiri meðgöngur og fæðingar eru að baki hverjum fæðing- arlækni og hverri ljósmóður á Kvenna- deildinni en víðast annars staðar á landinu og afköstin mun meiri. Hvaða skynsemi eða réttlæti er í slíku gagn- vart starfsfólki og skjólstæðingum hér? Endurskipulagning starfa lækna og ljósmæðra * Endurskipuleggja þarf störf lækna og ljósmæðra varðandi meðgöngu-, fæðinga- og sængurleguþjónustu í landinu þannig að þau verði í takt við raunverulega þörf. Fagleg og hagsýn sjónarmið verða að ráða þegar ákveðið er hvar á að byggja upp með meiri mannafla og nýjum tækjabúnaði og hvar þarf að draga í land. Á höfuðborg- arsvæðinu vantar starfsfólk, en einnig sums staðar annars staðar, eins og á Isafirði eða Akureyri. Annars staðar er starfslið og rekstrarfé meira en rétt> mætt er. I Reykjavík er löngu tíma- bært að sameina hinar tvær sérhæfðu mæðraverndareiningar. Þar fæst hag- ræðing, sem þó nær aðeins skammt. Því þarf að tryggja að í næstu fjár- lögum fari fjárveitingar til þessa mála- flokks á þá staði þar sem verið er að veita meginhluta þjónustunnar. Með endurskipulagningu og tilfærslu mætti jafnframt auka hagkvæmni, sem gæti tryggt reglubundna sérfræðiþjónustu frá Reykjavík eða Akureyri á stærri heilsugæslustöðvar í dreifbýli. Slíkt væri góð viðbót við þjónustu ljós- mæðra og heimilislækna sem fyrir eru á staðnum og mun betri kostur fyrir konur. Landlæknir hefur ítrekað lagt áherslu á að betri mönnun Kvenna- deildar sé forgangsatriði í heilbrigðis- þjónustunni. Fólkið sem leitar hingað hvaðanæva af landinu á heimtingu á þjónustu sem er ekki síðri en þar sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Þar er fjöldi lækna á barnadeildum og kvennadeildum viðast hvar svipaður, en hér í Reykjavík er mun- urinn 25% Kvennadeildinni í óhag. Fjárveitingar nú miðast að verulegu leyti við mönnun sem nægði varla fyrir 15 árum. Fjárlaga- nefnd, heilbrigðisnefnd og ráðherrar þessara málaflokka vita að það sem beðið er um af læknum og Ijósmæðrum er minna en nemur kostnaði ef eitt- hvað fer úrskeiðis á deildinni. Almenn- ingur setur traust sitt á Kvennadeild- ‘ ina nú sem fyrr og hún verður að geta staðið undir því. Með því að færa til fjármagn og leiðrétta rekstrargrund- völl deildarinnar til samræmis við kröfur nútímans fengist betri og enn hagkvæmari stofnun. Það yrði besta afmælisgjöfin sem Kvennadeildin gæti fengið á fimmtugsafmæli sínu þann 4. janúar 1999. -Of Betri mönnun kvennadeildar forgangsatriði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.