Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 40
0 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hagræðing í landbúnaði
VIÐ ISLEND-
INGAR búum nú við
kvótakerfi í tveimur
atvmnugreinum, sjáv-
arútvegi og landbún-
aði. Nú fjórtán árum
eftir að kvótakerfið
var tekið upp í sjávar-
útvegi hefur það leitt
til verulegrar hagræð-
ingar. Hví skyldi hið
sama ekki hafa átt sér
stað í landbúnaði? Góð
gild hagfræðileg
rök eru að baki kvóta-
kerfinu í sjávarútvegi.
Fiskistofnarnir eru
takmörkuð auðlind.
Framtíðarstærð
stofnsins ræðst af nýtingu hans í
dag og því getur of mikil veiði ver-
ið óhagkvæm. Eftir tillögu sér-
fræðinga setti Alþingi lög sem
kveða á um að ekki skal veitt
meira en 25% af þorskstofninum á
hverju ári. A það að tryggja viðun-
andi framtíðai’vöxt stofnsins.
Þrátt fyrir deilur um eignarhald
yfir fiskistofnunum verður að
segjast að kvótakerfið okkar er
<jjtt skynsamlegasta kerfið sem
völ er á. Ekki aðeins tryggir það
viðunandi vöxt stofnsins heldur
einnig hagkvæmni við veiðarnar
þar sem kvótinn er framseljanleg-
ur á frjálsum markaði.
I landbúnaði er allt annað upp á
Jón
Steinsson
teningnum. Mjólkur-
framleiðsla er ekki
takmörkuð frá náttúr-
unnar hendi á sama
hátt og fiskveiðar. Við
getum í rauninni fram-
leitt eins mikið af
mjólk eins og við vilj-
um án þess að það
skerði möguleika okk-
ar til framleiðslu
seinna meir. Sömu
hagfræðilegu rök gilda
því ekki um kvóta á
mjólk og kvóta á
þorski. Astæðurnar
fyrir því að komið var
á kvótakerfi í landbún-
aði voru þær að of-
framboð var á mjólk og ríkið, sem
niðurgreiddi mjólk, vildi ekki nið-
urgreiða meira en sem nam neysl-
unni í landinu. Það er skiljanlegt
en það breytir ekki því að kvóta-
kerfi er ekki rétta lausnin á slíku
vandamáli. Vandi landbúnaðarins
er ekki offramboð á mjólk heldur
það sem veldur offramboðinu, þ.e.
niðurgreiðslurnar.
Eitt mikilvægasta takmark
hvers kyns löggjafar um atvinnu-
mál er að laga hagsmuni framleið-
enda að hagsmunum neytenda og
þar með gera það eftirsóknarvert
fyrir framleiðendur að þjóna hags-
munum neytenda. Hagsmunir
neytenda í þessu tilviki eru þeir að
mjólk og aðrar landbúnaðarvörur
séu framleiddar á sem hagkvæm-
astan hátt svo að neytendur þurfi
að greiða sem minnst fyrir þær.
Eitt mikilvægasta skilyrði fyrir
því að svo geti orðið er að verð á
landbúnaðarvörum endurspeigli
framleiðslukostnað í greininni, svo
að neytendur geti tekið upplýstar
ákvarðanir um það hversu mikið
þeir vilja kaupa og að framleið-
endur geti tekið ákvarðanir um
hversu mikið er hagkvæmt að
framleiða. Niðurgreiðslur bregla
þessa ákvarðanatöku og leiða því
til óhagkvæmni. Ef niðurgreiðsl-
um á landbúnaðarvörum væri
hætt og verðlagning gefin frjáls
myndi frjáls samkeppni meðal
bænda leiða til þess að framboð
yrði ekki meira en eftirspurn og
óhagkvæmni af því tagi sem áður
var nefnd yrði eytt.
Niðurgreiðlsur, eins og hvers
kyns önnur mismunun í hagkerf-
inu s.s. tollar eða opinber afskipti
af verðlagningu, eru nær alltaf til
þess fallnar að vernda hagsmuni
hóps sem er áhrifamikill í þjóðfé-
laginu á kostnað hinna sem í flest-
um tilfellum eru allur þorri neyt-
enda. Þegar stuðningur við mis-
mununina þverr reynir forrétt-
indahópurinn að réttlæta hana
með staðhæfingum sem við fyrstu
sýn hljóma vel en reynast villandi
þegar betur er að gáð. Þannig
ISLEJVSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jdnsson
944. þáttur. þáttur
h
HALLDÓR Halldórsson, meistari
minn, skrifaði bókina Ævisögur
orða, þá sem út kom 1986. í þeirri
bók er ritgerðin Aldur og uppruni
lóðarmálsins, skemmtileg og sér-
stæð. Nú hefur skrifað mér Har-
aldur Guðnason í Eyjum og hefur
verið að fara yfir þessa ritgerð og
rekist þar á eitt og annað í málfari,
það sem hann kannaðist við austan
úr Landeyjum. Tökum fáein dæmi:
1) Það vill ekki nema rautt eitt
úr eggi. Það merkir að fúlsa við
öllu í mat nema því besta.
2) Að fara til stúlku = að biðja
hennar.
3) Sjaldan [H.G. setur í sviga
skjaldanj er á botninum betra
nema liunang í heitum graut.
Fyrri hluti þessa orðtækis er al-
þekktur.
4) Þetta er melur í heimilinu =
þetta er eyðslukló sem rýrir efna-
hag heimilisins. Þetta var vel
þekkt eystra, segir H.G.
5) Odóslegur = óhræsislegur,
andstyggilegur. Haraldur segir að
þetta niðrunarorð hafi oft verið
notað um sauðfé í Landeyjunum.
Haraldur Guðnason hafði ýmis-
legt fleira að segja, þótt hann
kærði sig ekki um að allt væri birt.
. f. Nefna skal örfá atriði:
a) Vegna þrástags á orðinu
„áhafnarmeðlimur“, spyr hann
hvort orðið skipverji eða þá báts-
verji sé gleymt. Svo er vonandi
ekki.
b) Hann kann illa við orðalagið
„að missa sig upp“ eða „missa sig
niður“, þegar lýst er skíðaferðum.
Nú verður umsjónarmaður að játa
að hann veit ekki meir en svo við
hvað er átt. Hann gleðst hins veg-
ar í hvert sinn sem fréttamenn og
skíðamenn tala um að renna sér.
[Sérstakar þakkir færi ég Jóni
Aðalsteini Jónssyni fyrir sunnu-
dagsþætti sína hér í blaðinu um
sagnirnar skíða og skauta. Eg
minni á hið glæsilega kvæði Gríms
Thomsens um Arnljót Gellina, það
sem hefst svo:
Fer í gegnum skóg á skíðum
skörulegur halur einn.
Hugsum okkur hvað hefði orðið
úr þessu kvæði, ef Grímur hefði
notað sögnina að ,,skíða“.]
c) Haraldur hneykslast að von-
um á því, þegar jafnvel stjómend-
ur þátta í útvarpi og sjónvarpi
nota óyrðið „ókei“. Umsjónarmað-
ur tekur hraustlega undir þetta.
„Ókei“ er að vísu í sjálfu sér ekk-
ert verra tökuorð en ýmis önnur,
en hugarletin, sem á bak við notk-
un þess býr, er alvarlegust. Eins
og oft hefur komið fram í þessum
pistlum merkir „ókei“ býsna
margt, og stundum ræður radd-
hreimur merkingunni.
★
Sumt fólk vill skíra börn sín
sjaldgæfum nöfnum, en þó góðum
og gildum. Hér em fáein að moða
úr aftanvert í stafrófinu. Umsjón-
armaður hefur ekkert þeirra búið
til, en fundið þau svona hér og þar.
Fram skal tekið að forliðurinn
þjóð í mannanöfnum merkir „góð-
ur“, sbr. þjóðráð og hina eldri
merkingu orðsins þjóðskáld:
tilfdís, Úlfrún, Valgrímur, Vali,
Vatni, Veig, Véfreyja, Véfríður,
Vérún, Vígborg, Þiðrandi, Þjóð-
laug, Þjóðleifur, Þjóðmar, Sal-
geir, Sigfinna, Sigri.
★
Það er ekki þar með sagt að um-
sjónarmaður mæli með öllum
þessum nöfnum. Umsjónarmaður
birtir með þökkum eftirfarandi
bréf frá Einari Vilhjálmssyni í
Garðabæ:
I.
„Fyrir nokkrum árum síðan
fjölluðu fjölmiðlar um fíkniefna-
mál, þar sem flugumaður átti þátt
í uppljóstrun máls. Við meðferð
málsins fyrir dómi kom flugumað-
urinn við sögu. Flugumaðurinn
var alltaf nefndur tálbeita í þessari
umfjöllun, bæði af blaðamönnum,
lögmönnum og dómurum.
Orðið flugumaður kemur fyrir í
Bjarnar sögu Hítdælakappa,
Vatnsdæla sögu, Víga Glúms sögu,
Reykdælasögu og Víga Skútu og
efalaust víðar.
Flugumaður er svikari, sem
ginnir ginningarfífl sitt með táli.
Það eru hinsvegar mútur ef yf-
irvöld stytta refsivist fanga, gegn
því að hann gerist flugumaður
þeirra og honum fengnir peningar
eða fíkniefni til tálbeitu. Lögspek-
ingur skrifaði fyir nokkrum árum
lærða grein um beitingu flugu-
manns við uppljóstran gæpamála,
en notaði orðið tálbeita um hug-
takið flugumaður.
II.
Þegar vél skips bilar eða veiðar-
færi fer í skrúfuna nefnist það á
fréttamáli að skipið sé vélarvana.
Það er engu líkara samkvæmt
þessum fréttaflutningi að skipið
hafi misst vélina en ekki að vélin
hafi misst afl sitt við bilun. Auðvit-
að er skip með bilaða vél ekki vél-
arvana, vélin er til staðar og gert
er við bilunina.
III.
Um borð, frá borði og fyrir
borð, er fyrst og fremst tjáning
um hreyfingu til og frá skipsfjöl.
Farþegar skips, áhöfn skips og
hafnarverkamenn eru um borð eða
farnir frá borði, á meðan skipið
liggur við bryggju og fólk ýmist í
landi eða á skipsfjöl. Þegai- skipið
leggur frá landi eru áhöfn og far-
þegar með skipinu, þau hafa farið
um borð fyrir brottför (yfir borð-
stokk).
í Morgunblaðinu 26.2. 1998 er
frásögn af tilraun til flugráns. Þar
segir í greininni: „Um borð í vél-
inni voru 63 farþegar og fimm
manna áhöfn.“ (Ekki er þess getið
hve margir voru utanborðs). Um
borð er þarna sjáanlega ofaukið.
Með þakklæti fyrir þætti þína
um íslenskt mál.“
Hlymrekur handan kvað:
Fyrir kjaft legg ég til að við límum,
þó við lifum á erfíðum tímum;
út af engu við körpum
í alls konar vörpum
og með of margt af póstum og símum.
★
Auk þess fá fréttastofa útvarps-
ins og Morgunbiaðið stig fyrir að
nota orðið krítarkort fyrir
„kreditkort".
tekst forréttindahópnum að fresta
afnámi réttinda sinna um tíma.
Þetta hefur oft verið nefnt harð-
stjórn tregðunnar „the tyrany of
the status quo.“ Ein helstu rökin
fyrir áframhaldandi niðurgreiðsl-
um í landbúnaði eru að niðurfell-
ing þeirra myndi leiða til mikillar
uppstokkunar í bændastéttinni
með tilheyrandi byggðaröskun og
kostnaði fyrir þjóðfélagið. Það er
hárrétt, en það sama á við um
hvers konar skipulagsbreytingar
og afnám á forréttindum. Það er
hins vegar alrangt að halda því
fram að slíkar breytingar skaði
hagkerfið.
Sömu hagfræðilegu rök
gilda ekki um kvóta á
mjólk, segir Jdn Steins-
son, og kvóta á þorski.
Tregða við að ráðast í breyting-
ar af þessu tagi og sú skoðun að
þær séu skaðvænlegar fyrir hag-
kerfið eru byggðar á útbreiddum
misskilningi um hagfræði; það er
að slíkar breytingar leiði til þess
að störfum fækki í þjóðfélaginu
þar sem erfitt sé að skapa ný störf
í stað þeirra sem tapast við skipu-
lagsbreytingarnar. Þetta er rangt.
Með réttri peninga- og fjármála-
stefnu af hálfu Seðlabankans og
ríkisins er hægt að skapa skilyrði
fyrir ný atvinnutækifæri í stað
þeirra sem töpuðust. Samdráttur í
þjóðarframleiðslu er því aðeins
tímabundinn og þeim mun minni
sem yfirstjórn peninga- og fjár-
mála er betri. Eitt skýrasta dæm-
ið um þetta er þróun mála í
Bandaríkjunum á síðustu árum.
Meðan á kaldastríðinu stóð eyddu
Bandaríkin gríðarlegum fjármun-
um í vígbúnaðarkapphlaup við
Sovétríkin. Eftir að kommúnista-
stjórnum austantjaldslandanna
var steypt af stóli í byrjun þessa
áratugar hófust Bandaríkjamenn
handa við að skera niður útgjöld
til varnarmála úr 6,5% af þjóðar-
framleiðslu árið 1985 í 3,4% 1997.
Þetta leiddi (ásamt öðru) til
kreppu í Bandaríkjunum þegar
fjöldi fyrirtækja í hergagnaiðnaði
varð gjaldþrota og varð hún sér-
staklega skæð í þeim ríkjum sem
mest höfðu stuðst við fjárlög varn-
armálaráðuneytisins. En þegar
frá leið fór þess að gæta að banda-
ríska hagkerfið gat nú notað aukið
fé til uppbyggilegri hluta. Alan
Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, sagði nýverið að
endalok kalda stríðsins hafi mynd-
að töluverðan friðararð og sé það
einn af þeim þáttum sem skýra
ótrúlega frammistöðu bandaríska
hagkerfisins á síðustu misserum.
Nærtækara dæmi eru þær um-
fangsmiklu breytingar í sjávarút-
vegi og í banka- og sjóðakerfinu
sem ráðist var í hér heima í byrj-
un þessa áratugar sem leiddu til
kreppu með tilheyrandi gjaldþrot-
um og endurskipulagningu. En
hagræðið sem hlaust af hefur gert
það að verkum að á síðustu miss-
erum hafa fá hagkerfi staðið sig
betur en það íslenska. I dag eru
fáir sem draga í efa ágæti þeirra
aðgerða fyrir þjóðarbúið. Það er
því undarlegt ef stjórnvöld sjá
ekki að breytingar í landbúnaði
myndu á sama hátt leiða til hag-
ræðis fyrir þjóðarbúið og styrkja
stoðir hagkerfisins enn frekar.
Það er yfirlýst stefna núverandi
ríkisstjórnar að mismuna ekki at-
vinnuvegum. Það skýtur því
skökku við að opinberir styrkir
séu enn við lýði í landbúnaði.
Höfundur er hagfræðinemi.
Leiksköli, fram-
tíðarstarfsvett-
vang-ur karla
A MORGUN verður
námskynning Háskóla
Islands, Kennarahá-
skóla Islands og ann-
arra sem eru að kynna
hvaða spennandi
námsefnisval býðst
ungu fólki sem er að
ljúka framhaldsskóla.
Ungir karlmenn horfa
ekki allir til þess að
velja nám og starf leik-
skólakennara sem
fyrsta kost í starfsvali
þrátt fyrir mikilvægi
starfsins og möguleika
á fjölbreytni í starfi.
Starf leikskólakennara
er stjórnunarstarf og
námið felur í sér þjálfun í mann-
legum samskiptum, uppeldis- og
sálarfræði, listgreinakennslu, og
Foreldrar gera miklar
kröfur, segir Ragnar
Sær Ragnarsson, og
eiga að gera það vegna
þess að það eykur ár-
vekni og þróun í starfí
leikskólakennara.
útskrifar skólinn hæfa einstak-
linga sem geta tekist á við krefj-
andi verkefni.
Nám leikskólakennara er val-
svið við Kennaraháskóla Islands
og Háskólann á Akur-
eyri og því er hægt að
stunda leikskólakenn-
aranám bæði á Akur-
eyri og í Reykjavík.
Mikil fjölbreytni er í
framhaldsnámi að
námi loknu, bæði hér-
lendis og erlendis.
Mikil hvatning fylg-
ir því að starfa á leik-
skóla. Foreldrar eru
að láta í hendur fag-
fólks stóran hluta af
uppeldi barna sinna.
Þeir gera miklar kröf-
Ragnar Sær ur og eiga að gera það
Ragnarsson vegna þess að það eyk-
ur árvekni og þróun í
starfi leikskólakennara sem vilja
starfa með foreldrum að því að ala
upp ábyrga og hugsandi einstak-
linga.
Launa- og menntunarmál leik-
skólakennara hafa tekið stór
stökk. Skilningur sveitarstjórnar-
manna á því að gæði í uppeldi
barna fyrstu æviárin skipta sköp-
um hefur aukist hér á landi s.l.
áratug. Nú er það oft nefnt að per-
sónuleiki barna mótist á leikskóla-
árunum fyrstu 6 æviárin. Auknar
rannsóknir á dvöl barna á leik-
skóla hafa verið á einn veg - að
æsKilegt sé að börn dvelji á leik-
skóla, og því fyrr því betra.
Eg skora á alla karla sem ætla
að nýta sér námskynningardaginn
að kynna sér hvað starf leikskóla-
kennara hefur upp á að bjóða.
Höfundur er leikskólnkcnnnri.