Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 41

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 I MORGUNBLAÐ- INU laugardaginn 28. febrúar sl. geystist fram á ritvöllinn fram- bjóðandi sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ, Pétur U. Fenger fram- kvæmdastjóri. Skrifaði hann um samning Hitaveitu Reykjavíkur (HR) og Hitaveitu Mosfellsbæjar (HM) um heitavatnsmál. Þar kvartar fram- kvæmdastjórinn yfir að hafa ekki fengið nægi- legar upplýsingar um málið sem er undarlegt þar sem ítarlegar gi’einargerðar hafa verið lagðar fram í bæjarstjórn. Til viðbótar hefur einnig verið haldinn fjöl- mennur fundur með öðrum rétt- höfum um málið og var ekki annað að heyra á fundinum að mönnum þætti þetta góður samningur. Núverandi meirihluti Framsóknar og Al- þýðubandalags vinnur að því, að sögn Þrastar Karlssonar, að einfalda veitumál í Mosfellsbæ. Slæmt er ef Pétur hefur ekki feng- ið upplýsingar frá sínum flokks- mönnum, ekki er við neinn annan að sakast. Skýringar er þó senni- lega að nýju frambjóðendurnir hafi lítil tengsl við núverandi bæjarfull- trúa. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samningurinn samþykktur án mótatkvæða fulltrúa sjálfstæðis- manna og eru þeir auðsjáanlega á öðru máli um samninginn en hinn nýi frambjóðandi flokksins. Með framangreindum samningi er leyst úr áralöngum ágreiningi HR og HM um uppgjörsaðferðir við mat á vatnsréttindum, en tekið skal fram að ekki er um eiginleg vanskil að ræða hjá HR eins og lesa má úr grein Péturs. I stuttu máli sagt er núverandi meirihluti Framsóknar og Alþýðu- bandalags að einfalda veitumál í Mosfellsbæ með samningnum. Helstu atriði hans eru: 1. Samið er um 20% lækkun á inn- kaupsverði á heitu vatni, sem bætir stöðu HM um 7 milljónir á ári mið- að við núverandi byggð en eykst að sjálfsögðu í hlutfalli við fjölgun í byggðarlaginu. 2. Yfirtaka á dreifikerfi sem HR á í bænum, sem tryggir þannig af- hendingu til allra notenda í bæjar- félaginu. 3. HR afhendir bænum á árinu til eignar nýja stofnæð (Mosfellsbæj- aræð) sem liggur frá Reykjalundi að Skarhólamýri. Áætl- aður kostnaður við gerð hennar er um 100 milljónir. Samhliða þessu fjarlægir HR gamla hitaveitustokk- inn sinn sem liggur á sömu slóðum. 4. Sala á heitavatns- réttindum sem við eig- um. Greiddar eru kr. 145 þúsund á mínútu- líterinn, sem er 70% hærra en HR hefur verið að kaupa síðustu 2 ár. Þröstur 5. Sjálfdæmi í gjald- Karlsson skrármálum. Bæjar- stjórn Mosfellsbæjar mun þar að lútandi hafa alfarið ákvörðunarrétt um verðlagningu. Til að leiðrétta allan misskilning á HM áfram fullan rétt á að bora og nýta sér það vatn sem finnast mun í framtíðinni á því landi sem ekki hafa verið seld réttindin af. Hagkvæmi athugun var gerð á því hvort hagkvæmt væri fyrir Mos- fellsbæ að standa fyrir virkjun og dreifingu. Niðurstöður leiddu í ljós að slíkt væri ekki góður kostur. I grein Péturs má skilja að Mos- fellsbær sé að sökkva í skuldum. Samkvæmt Árbók Sambands sveit- arfélaga 1997 eru skuldir pr. íbúa á höfuðborgarsvæðinu næstlægstar í Mosfellsbæ, sem segir allt sem segja þarf. Til viðbótar skal tekið fram að í úttekt Talnakönnunar yf- ir öll sveitarfélög í landinu var Mosfellsbær valið þriðja best rekna sveitarfélagið í landinu. Þetta eru ekki slæmar einkunnir íyrir fjárhagslega stöðu bæjarfé- lagsins. Með vísun í ofangreindar stað- reyndir er ljóst að ofangreindur samningur tryggir sjálfstæði HM og eykur arðsemi hennar í framtíð- inni öllum íbúum Mosfellsbæjar til hagsbóta. Þökk sé núverandi meirihluta framsóknar- og alþýðu- bandalagsmanna. Höfundur er formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar og oddviti framsókn- armanna í bæjarstjóm. Gerðu ævintýralegá góð lcaup NÝIar vo sréw ◄--- KRINGWN Frðbæit Pðshatilboo Homsðn mefl IgOuí á slifflötum getur þú látið draimiin^ 111 Tahmoítiafl magn litip víntauOut. Ijúsbrunn. grænn. svartur. döHHbrUnn TM - HUSGOGN SÍÖUMÚLfl 30 • SÍMI 568 6822 Qpið: Mán-fös. 9-18 • lau.10-16 • Sun. 10-16 Furuhúsgögn Dýnur Stólar Rúm Skrifstofuhúsgögn Sófasett 3000 m2 Sýningarsalur AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðisflokk- urinn í Mosfells- UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S. 553 7355 bæ og „gulleggið“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.